Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 24
aður Rússa í landinu sætti þá harðri gagnrýni vestrænna leiðtoga. Silvio Berlusconi hefur tekið málstað Rússa í deilunni um hverjir hafi átt upptökin að átökunum og sagt að Georgíumenn beri ábyrgð á því að nokkur hundruð óbreyttra borgara lágu í valnum í Suður-Ossetíu. Treystir Berlusconi mest Talið er að Berlusconi sé í nánari tengslum við Pútín en nokkurn annan ráðamann í heiminum. „Það er erfitt að segja til um hvað liggi að baki vin- áttunni, en margir viðmælendur okk- ar segja að Berlusconi telji að Pútín, „hinn auðjöfurinn“, treysti Berlusconi meira en nokkrum öðrum leiðtoga,“ segir í skeyti frá bandaríska sendi- ráðinu í Róm. „Hann þráir það heitt að vera í náðinni hjá Pútín og hefur oft látið í ljósi skoðanir og gefið út yf- irlýsingar sem komu beint frá Pútín.“ Bandarísku embættismennirnir telja að auk þess sem Ítalir hafi haft fjárhagslegan ávinning af þessari vin- áttu hafi hún gagnast Berlusconi sjálfum í þeirri viðleitni hans að auka áhrif sín innan Evrópusambandsins og á alþjóðavettvangi. Utanríkis- stefna hans er „mjög móttækileg fyrir tilraunum Rússa til að auka áhrif sín á Evrópusambandið og fyrir stuðningi við tilraunir Rússa til að grafa undan öryggishagsmunum Bandaríkjanna í Evrópu,“ segir í skeyti frá bandaríska sendiráðinu. „Það á ekki síst rætur að rekja til þess að Berlusconi forsætis- ráðherra er umhugað um að litið sé á hann sem mikilvægan evrópskan áhrifamann í utanríkis- málum, það fær hann til að gera það sem aðrir þora ekki.“ BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Líklegt er að stjórnvöld í Bandaríkj- unum hafi fylgst grannt með viðræð- um Silvios Berlusconis, forsætiráð- herra Ítalíu, og Dmítrís Medvedevs Rússlandsforseta þegar þeir hittust í Moskvu í gær. Fram höfðu komið upplýsingar um að bandarískir emb- ættismenn hefðu miklar áhyggjur af tengslum Berlusconis við ráðamenn í Moskvu og þá einkum við Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Fundur Berlusconis og Medved- evs í gær var sá sjöundi sem ítalski forsætiráðherrann hefur átt með for- seta Rússlands. Flestir leiðtoga- fundanna voru haldnir þegar Pútín gegndi forsetaembættinu. Í skeytum, sem lekið var í upp- ljóstrunarvefinn WikiLeaks, kemur fram að Bandaríkjamenn virðast hafa mestar áhyggjur af nánum tengslum Berlusconis við Pútín. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er á meðal þeirra sem hafa látið í ljósi áhyggjur af vinfengi Berlusconis við Pútín. Í tölvuskeyti sem hún sendi – undir yfirskriftinni „beiðni um upplýsingar um tengsl Ítalíu og Rússlands“ – leit- ar hún svara við því hvað liggi að baki vináttunni. Hún spyr hvort ríkis- stjórn Berlusconis hafi „tekið ákvarð- anir til að hygla ítölskum fyrirtækjum eða í þágu viðskiptahagsmuna á kostnað pólitískra úrlausnarefna varðandi orkustefnuna“. Töluðu saman daglega Talið er að hér sé einkum skír- skotað til orkurisans ENI, sem ítalska ríkið á stóran hlut í og hefur haft mjög ábatasamt samstarf við Gazprom, ríkisrekna orkurisann í Rússlandi. Embættismenn í Moskvu sögðu að samstarfið í orkumálum hefði verið ofarlega á baugi á fundi forsetanna í gær, meðal annars áform Gazprom um nýja gasleiðslu til aðildarríkja Evrópusambandsins í samstarfi við ENI og fleiri fyrirtæki. Í skeytunum kemur fram að Bandaríkjamenn hafa fylgst grannt með vinfenginu við Pútín og Berlus- coni er sagður líta á svo á þeir eigi báðir það „sammerkt að vera auðjöfr- ar“. Hermt er að þeir hafi talað saman á hverjum degi þegar stríðið í Georgíu geisaði árið 2008, en hern- Reuters Virktavinir Silvio Berlusconi „þráir það heitt að vera í náðinni hjá Pútín og hefur oft látið í ljósi skoðanir og gefið út yfirlýsingar sem komu beint frá Pútín,“ að því er fram kemur í skeyti frá bandaríska sendiráðinu í Róm. Vinátta við Pútín vekur þeim ugg  Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa illan bifur á nánum tengslum Silvios Berlusconis við ráðamenn í Moskvu Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Í einu skeytanna frá bandaríska sendiráðinu í Róm er Silvio Berlusconi sagður vera „póli- tískt veikur“ forsætisráðherra, „hégómlegur“ og „ábyrgðar- laus“. Í skeyti frá Ronald Spogli, fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna í Róm, er jafnvel ýjað að því að Berlusconi hafi hagn- ast fjárhagslega á vináttunni við Vladímir Pútín, forsætisráð- herra Rússlands. Í skeyti frá 26. janúar á síðasta ári hefur Spogli eftir heimildarmönnum í flokki forsætisráðherrans að þeir telji „að Berlusconi og virktavinir hans hafi sjálfir hagnast drjúgt á mörgum orkusamningum milli Ítalíu og Rússlands. Sendiherra Georgíu í Róm hefur sagt okkur að Georgíumenn telji að Pútín hafi lofað Berlusconi prósentu af hagnaðinum af öllum gas- leiðslum sem Gazprom leggur í samvinnu við [ítalska orkuris- ann] ENI.“ Berlusconi neitaði þessum ásökunum, kvaðst aldrei hafa hagnast á samn- ingum eða tengsl- unum við Pútín. Hann hefði aðeins haft hagsmuni Ítalíu að leiðar- ljósi. Neitar því að hafa hagnast á vináttunni BORINN ÞUNGUM SÖKUM Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.