Morgunblaðið - 13.12.2010, Side 1
M Á N U D A G U R 1 3. D E S E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 291. tölublað 98. árgangur
Stúfur kemur í kvöld
www.jolamjolk.is
dagar til jóla
11
FJÖLSKYLDA
STENDUR AÐ
LJÓSMYNDABÓK
DREGIÐ ÚR
ÞRÓUNAR-
AÐSTOÐ
GETUR EKKI
HRÆTT
SJÁLFA SIG
FRÉTTASKÝRING 14 YRSA MEÐ HROLLVEKJU 24AKUREYRI EINS OG HÚN ER 10
Þess var minnst í Hafnarfirði í gær með Hamarskotshátíðinni að 104 ár
voru þá liðin frá því fyrsta rafveita landsins var sett í gang í bænum. Liður
í hátíðinni var ljósaganga frá efri stíflu Hamarskotslækjar að minnismerki
um rafvæðinguna við neðri stíflu lækjarins við Austurgötu.
Rafvæðingu fagnað
Morgunblaðið/Kristinn
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Gengisveiking krónunnar um 10-20%
gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða
króna, ef ríkisábyrgð á skuldbinding-
um tengdum Icesave verður fest í
lög. Þetta er mat stærðfræðingsins
Sigurðar Hannessonar. Krafa
Tryggingasjóðs innistæðueigenda og
fjárfesta í þrotabú Landsbankans
nemur um 674 milljörðum króna og
er fest í krónum. Skuldbinding sjóðs-
ins gagnvart innistæðutrygginga-
sjóðum Breta og Hollendinga er hins
vegar í erlendri mynt.
Sigurður bendir á að ef krónan
veikist muni endurheimtur á kröfum
Tryggingasjóðs ná 100%. Heimtur
umfram 100% renni hins vegar til al-
mennra kröfuhafa Landsbankans en
ekki íslenska ríkisins.
Bentu á áhættuna
„Á þetta atriði var bent þegar rætt
var um síðustu Icesave-samninga og
það hefur ekkert breyst með þessum
nýju sem kynntir voru í síðustu viku.
Það er ennþá mikil gjaldeyrisáhætta
sem ríkissjóður gengst undir með
þessum samningum. Þó svo að samið
hafi verið um lægri vexti á láninu frá
Bretum og Hollendingum þá er
gjaldeyrisáhættan ennþá hin sama,“
segir Sigurður í samtali við Morgun-
blaðið.
MGjaldeyrisáhættan »6
Gengisáhætta
óbreytt í nýjum
samningum
Veikist gengi krónunnar um 10-20%
gæti það kostað ríkissjóð tugi milljarða
Refir hafa
komið inn í
Reykjavík í
nokkur ár. Þann-
ig fóru tófur og
tófuslóðir að
sjást við og á
Reykjavíkur-
flugvelli fyrir
fimm til sex ár-
um. Maður sem
vann við að ryðja
flugbrautirnar
og fór því oft til vinnu eldsnemma á
morgnana skaut ref við Kringlu-
mýrarbraut og annan í Hádegis-
móum.
Haraldur Sigurðsson hefur kom-
ið upp fuglafriðlandi í Núpskötlu á
Melrakkasléttu og varið gegn ref
og mink. Honum er farið að blöskra
ástandið vegna stöðugrar fjölgunar
í refastofninum í landinu. »9
Refurinn er kominn
til Reykjavíkur
Yrðlingur Refir eru
taldir ógna fuglalífi.
Fyrsta verkefni í vegagerðar-
átaki ríkisstjórnar verður að bjóða
út tvo kafla af þremur sem eftir eru
við breikkun Suðurlandsvegar. Það
eru kaflinn norðan við Rauðavatn
og vegurinn um Hellisheiði. Einnig
er unnt að hefja forval vegna
Vaðlaheiðarganga.
Veggjöld eiga að standa undir
framkvæmdum en þau liggja ekki
fyrir. Rætt er um að rukka 700-800
krónur fyrir akstur um Vaðlaheið-
argöng og 400 krónur frá Reykja-
vík og austur fyrir Selfoss. »4
Haldið áfram með
Suðurlandsveg
Vegir Fljótlega verður byrjað að grafa.
„Ríkisstjórnin verður að standa á eigin fótum við
framlagningu málsins og hafi hún ekki burði til
þess þá erum við með ríkisstjórn sem getur ekki
samið við aðrar þjóðir og slíkri ríkisstjórn er ekki
stætt,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins. „Við munum taka afstöðu til
þessa máls þegar við höfum fengið umsagnir, út-
reikninga og okkur hefur gefist tóm til að ígrunda
lagalegar áhættur og fengið góða yfirsýn yfir þá
efnahagslegu þætti sem menn telja að muni drag-
ast verði málið enn í ágreiningi,“ segir Bjarni.
Stjórnin standi á eigin fótum
BJARNI MUN EKKI FLYTJA FRUMVARPIÐ MEÐ RÍKISSTJÓRNINNI
Bjarni Benediktsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Árásarmennirnir skipuðu okkur að leggja frá
okkur símana. Tveir félaga minna neituðu því og
fengu þá þétt högg í andlitið. Símalausir gátum
við ekki gert vart við okkur og enginn í húsinu
varð áskynja um neitt,“ segir Fannar Bogason,
sem varð fyrir þeirri lífsreynslu á laugardags-
kvöld að þrír ungir menn réðust inn í íbúð sem
hann leigir í fjölbýlishúsi ásamt félaga sínum. Þar
voru þeir staddir, og tveir aðrir, þegar árás-
armennirnir birtust.
Drógu skyndilega upp hnífa
Fannar segir mennina þrjá hafa verið afar
ógnandi í tilburðum og tali. „Þeir gengu beint
hingað inn og fyrst töldum við þetta vera eitt-
hvert grín. En svo drógu þeir skyndilega upp
hnífa og þá varð okkur alvara málsins fyrst ljós.
Við fórum að hríðskjálfa og sátum lengi undir for-
mælingum strákanna um að þeir ætluðu með
okkur út í sveit og drepa okkur,“ segir Fannar,
sem telur mennina hafa verið inni í íbúðinni í um
það bil fjörutíu mínútur. Á meðan létu þeir greip-
ar sópa. Höfðu með sér á brott tölvur og ýmsan
tilheyrandi búnað, fatnað og fleira. Á leiðinni út
úr húsinu misstu þeir farsíma en með honum gátu
þeir sem urðu fyrir árásinni gert vart við sig.
Kannaði aðstæður
Fannar var skólafélagi eins árásarmann-
anna á sínum tíma en þráðurinn slitnaði fyrir
löngu.
„Þessi gamli skólabróðir kom hingað fyrir
nokkrum dögum, var mjúkur á manninn og talaði
um hvað ég byggi fallega. Nú er mér ljóst að hann
var að kanna aðstæður til innbrots, sem hann
lagði þó ekki í nema undir áhrifum vímuefna en
svo virtust félagar hans einnig vera.“
Lögregla náði árásarmönnunum á laugar-
dagskvöld, tveimur á Selfossi og einum við veg-
artálma lögreglunnar við Rauðavatn. Sá hafði
húkkað sér far með konu á leið til Reykjavíkur en
hann var sofnaður þegar bíllinn kom að tálm-
anum. Lögregla hefur krafist fjögurra vikna
gæsluvarðhalds yfir mönnunum.
„Fengu þá þétt högg í andlitið“
Hótuðu og veifuðu hnífum Haldið föngnum í íbúðinni í um 40 mínútur
Morgunblaðið/Júlíus
Teknir Árásarmennirnir náðust fljótlega.