Morgunblaðið - 13.12.2010, Qupperneq 10
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Gísli B. Björnsson hefurunnið með ljósmyndirannarra í áratugi viðbóka- og blaðagerð, sem
hönnuður, fyrir Iceland Review og
fleiri útgáfur. Sjálfur byrjaði hann
ungur að taka myndir og lét gamlan
draum rætast í ár þegar hann gaf út
ljósmyndabók um Akureyri og ná-
grenni ásamt dóttur sinni, Önnu
Fjólu.
Bækurnar eru raunar tvær. Sú
fyrri kom út í sumar, lítil og hand-
hæg fyrir ferðamenn, eins og Gísli
orðar það við Morgunblaðið. Í haust,
um svipað leyti og menningarhúsið
Hof var vígt, kom svo seinni bókin á
markað, 240 síður: Akureyri og ná-
grenni í Eyjafirði, en hana prýða
alls tæplega 500 myndir sem þau
feðginin tóku.
Eiginkona Gísla, Lena Margrét
Rist, er fædd og uppalin á Akureyri
en fluttist ung í burtu. Þakka má
þrá hennar að eignast afdrep í höf-
uðstað Norðurlands að bækurnar
urðu að veruleika. Lena Margrét
ólst upp í Hlíðargötunni og dreymdi
um að endurnýja kynnin við bæinn
sinn. Afi hennar var íþróttafröm-
uðurinn kunni, Lárus Rist.
Hjónin keyptu sér íbúð í Lista-
gilinu fyrir fimm árum og Gísli fór
fljótlega að skoða bæinn í gegnum
myndavélalinsuna. Fyrir þremur ár-
um hóf hann síðan að ljósmynda
markvisst með bók í huga og Anna
Fjóla, dóttir þeirra hjóna sem er
ljósmyndari og forstöðumaður ljós-
myndadeildar Tækniskólans, kom
til liðs við föður sinn. Hún flaug
meðal annars yfir bæinn og birtir
margar loftmyndir í bókinni.
Gísli segir þau hafa fengið ýms-
ar gagnlegar ábendingar frá fjölda
fólks, ekki síst þegar hjónin dvöld-
ust á heilsuhælinu í Hveragerði um
tíma. Þar var hann með drög að
bókinni í fórum sínum og Akureyr-
ingar sem dvöldust á hælinu á sama
tíma gáfu þeim góð ráð.
Mannlíf og atvinnulíf
Þegar spurt er um áherslur í
bókinni svarar Gísli því einfaldlega
að þau reyni að sýna Akureyri eins
og hún kemur þeim fyrir sjónir.
„Við vorum ekki að rembast við að
búa til listræna ljósmyndabók en
vildum þó að myndirnar stæðust
kröfur og að bókin yrði góð heild,
sem sýndi allt það helsta í bænum.
Að helst vantaði ekki neitt.“
Í bókinni eru myndir af mann-
lífi, atvinnulífi og flestu sem nöfnum
tjáir að nefna. Auk þess lagði Gísli
töluverða áherslu á hús og sérkenni
Akureyrar á því sviði.
Gísli reyndi að kynna sér sögu
bæjarins vel vegna bókarinnar. „Ég
hef farið í gegnum öll bindi Sögu
Akureyrar eftir Jón Hjaltason og
fleiri bækur, auk þess að eiga viðtöl
við fjölda fólks. Mörgum fannst
vanta nýja Akureyrarbók og þess
vegna ákváðum við að slá til.“
Eiginkonan tók líka mikinn
Vildum sýna Akur-
eyri eins og hún er
Feðginin Gísli B. Björnsson og Anna Fjóla Gísladóttir gefa út tvær
ljósmyndabækur um Akureyri og nágrenni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samvinna Gísli með bækurnar sem eru sannarlega fjölskylduverkefni.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010
Situr þú við tölvuna í vinnunni að far-
ast úr stressi? Það er ekki bara nóg
að gera í vinnunni heldur bíða þín
óteljandi verkefni eftir að vinnudeg-
inum lýkur; piparkökubakstur með
krakkanum í skólanum, tónleikar,
jólagjafakaup, þrif eða jólakortaskrif.
Áttu kannski orðið erfitt með svefn
vegna jólaálags? Þá er nú gott að vef-
síður eins og Soundsleeping.com séu
í boði. Þar er boðið upp á slakandi
tónlist og náttúruhljóð og eru þau
vandlega valin til að bæta svefn,
draga úr stressi og skapa afslapp-
andi andrúmsloft fyrir þá sem stunda
jóga eða aðra hugleiðslu.
Það er afskaplega gott að setja
heyrnartólin upp í vinnunni og hlusta
á slakandi hljóð úr tölvunni í staðinn
fyrir tuðið í vinnufélögunum.
Á forsíðu síðunnar býr maður til
sína eigin tónlist, getur t.d valið að
hafa pípur sem aðalhljóð og bætt of-
an á þær fuglasöng og fossanið eða
snarki í arineld. Afskaplega sniðugt
og róandi.
Fleira róandi er á síðunni, t.d er
myndasýning með róandi myndum og
svo er róandi tölvuleikur þar sem á
að sprengja sápukúlur á bláum
grunni. Soundsleeping.com er
kannski svarið við þínu vandamáli.
Vefsíðan www.soundsleeping.com
Morgunblaðið/Golli
Arinn Það er slakandi að hlusta á snarkið í arineldinum.
Slakandi tónlist og náttúruhljóð
Nýlega kom út á íslensku
bókin Heilareglur og heil-
ræði eftir John Median. Í
bókinni fjallar Median á al-
þýðumáli um nýjustu rann-
sóknir á mannsheilanum.
Hann setur fram það sem
hann kallar tólf heila-
reglur. Hin fyrsta fjallar
um áhrif líkamsræktar á
heilann. Heilinn er um 2%
af líkamsþyngd en óseðj-
andi orkugleypir með um
20% af orku líkamans.
Meðal þess sem fjallað
er um í bókinni er: Hvert
fara minningarnar, hvaða
áhrif hefur ástríki á greind
og þroska barna, af hverju
eru konur málsnjallari en
karlar og er til Jennifer An-
iston-taugafruma?
Endilega …
… lærið heilareglurnar
Morgunblaðið/RAX
Mannsheilinn Merkilegt fyrirbæri og fróðlegur
eins og lesa má í bókinni Heilareglur og heilræði.
Tryggur – mínar síður er rafræn þjón-
usta fyrir viðskiptavini Trygginga-
stofnunar. Það er auðvelt og öruggt
að tengjast og vinna á Trygg – mínum
síðum og eru tvær leiðir þar inn:
1. www.tryggur.is
2. www.tr.is
Aðgangslykill – tveir möguleikar
1. Kennitala viðskiptavinar og vef-
lykill ríkisskattstjóra eða
2. Rafræn skilríki á debetkortum
Um er að ræða einkasvæði við-
skiptavina Tryggingastofnunar þar
sem þeir geta m.a.:
Skoðað sín gögn, t.d. mánaðarleg
greiðsluskjöl, greiðsluáætlun árs-
ins og uppgjörsbréf.
Skoðað, breytt og skilað tekju-
áætlunum á einfaldan hátt.
Framkvæmt bráðabirgðaút-
reikning og séð mögulegar
greiðslur.
Sent beiðni um samning vegna
greiðslu skulda, ef við á.
Skráð og breytt bankareikningum,
svo öruggt sé að greiðslur frá
Tryggingastofnun berist í réttar
hendur.
Sent fyrirspurnir og ábendingar til
starfsfólks Tryggingastofnunar.
Þinn réttur
Tryggur –
mínar síður
Börn mæðra sem umgengust húsdýr
og ketti á meðgöngunni eru ólíklegri
til að fá húðsjúkdóma eins og exem
fyrstu tvö ár ævi sinnar. Kemur þetta
í ljós í nýrri evrópskri rannsókn sem
segir frá á vefnum www.babycenter-
.com.
Exem er langvarandi og sársauka-
fullar bólgur í húðinni sem oft koma
fram á barnsaldri. Sjúkdómurinn
hrjáir allt upp í 20% af börnum í iðn-
ríkjunum og er einn algengasti húð-
sjúkdómurinn hjá börnum.
Rannsóknarteymi frá Háskólanum
í Zürich skoðaði 508 evrópsk börn frá
fjölskyldum sem bjuggu á sveitabæ
og 555 börn sem komu ekki frá
bændafjölskyldum. Komu þau frá
ákveðnum svæðum í Austurríki, Finn-
landi, Frakklandi, Þýskalandi og
Sviss. Rannsóknarniðurstöðurnar
birtust upphaflega í tímaritinu Journ-
al of Allergy & Clinical Immunology.
Ásamt ofangreindu fundust tvö
gen tengd áhættu barna á að þróa
með sér húðsjúkdóma á fyrstu tveim-
ur árunum. Styður það kenninguna
um að tenging genaumhverfis við
þróun ónæmiskerfis hjá börnum hafi
áhrif á húðsjúkdóma.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of-
næmi er sjaldgæfara hjá börnum sem
alast upp á sveitabæjum eða hjá
börnum mæðra sem bjuggu á
sveitabæ á meðan þær voru þung-
aðar.
Börn
Húðsjúkdómar sjaldgæfari
hjá sveitabörnum
Morgunblaðið/Sigurður Sigmund
Í sveitinni Það er hollt og gott að umgangast skepnur.
Tekið er á móti framlögum á reikningi
Fjölskylduhjálpar:
Bnr. 101-26-66090 – Kt. 660903-2590.
Tökum á móti matvælum og fatnaði að
Eskihlíð. Upplýsingar í síma 551-3360
og 892-9603.
Jólaúthlutun verður dagana 14, 15,
21. og 22. desember í Eskihlíð 2-4.
Skráning í síma 892 9603.
Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar
Íslands er hafin fyrir
starfsstöðvar okkar í Reykjavík,
á Akureyri og í Reykjanesbæ.
Þúsundir einstaklinga eru nú án atvinnu, auk
þeirra fjölmörgu sem minna mega sín í þjóð-
félaginu og eiga um sárt að binda. Leggjum okkar
af mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól.
Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4 | Sími 551 3360 og 892 9603
fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is
Athugið að við erum einu óháðu og sjálfstætt starfandi
hjálparsamtökin, áttunda árið í röð.