Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2010 H ann birtist á hverju ári. Gerir ekki boð á undan sér. En skyndilega er hann mættur; útitekinn, góðlegur og glaðleg- ur. Maður sér um leið að þess- um manni er hægt að treysta. Enda hefur hann mætt árlega í yfir þrjátíu ár. Hann er ómissandi þáttur af jólunum. Hann er kúrek- inn í kókauglýsingunni. Ekki man ég nákvæmlega hvenær leiðir okkar lágu fyrst saman. Líklega veitti ég hon- um litla athygli framan af. En ég man að í kringum tíu ára aldur þótti mér kúrekinn í kókauglýsingunni svolítið sætur. Mér er til efs að ég hafi ámálgað þetta við nokkurn, enda var ekkert verið að bera það á torg, að einhver maður í auglýsingu væri sætur. Ég man eftir að hafa velt því fyrir mér hvort hann væri skotinn í einhverri af þeim sem voru með honum í aug- lýsingunni. Komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki, engin þeirra átti hann skilið. Á síðari árum hef ég viðrað dálæti mitt á Kók- kúrekanum og komist að því að allmargir eru á sama máli. Enda varla annað hægt. Og það sama gildir um aug- lýsinguna í heild. Frítt og fersklegt fólk af öllum kyn- þáttum sem brosir blítt á meðan það ruggar sér raulandi í takt með logandi kerti í hendi og syngur um ást, eplatré og hunangsflugur. Sumir eru meira að segja í þjóðbún- ingum. Þetta er nokkuð sem ekki sést á hverjum degi. Að minnsta kosti ekki á fyrsta áratug 21. ald- arinnar, en gæti hafa verið algengari sjón ár- ið 1971 þegar auglýsingin var gerð. Auglýsingin var tekin á hæð skammt frá Róm og var afar dýr í framleiðslu. Hún mun hafa markað tímamót í auglýsingagerð, á ein- hvern óútskýranlegan hátt tókst auglýsinga- gúrúum nefnilega að tengja gosdrykkjaþamb við hamingju, heilbrigði og ást á öllu mann- kyninu. En aftur að kúrekanum. Honum bregður alls ekki lengi fyrir, hann sést í örfáar sek- úndur um miðbik auglýsingarinnar. En sek- úndur duga sumum. Nærvera kúrekans er þvílík að hann þarf ekkert lengri tíma. Þessar sekúndur duga fram að næstu jólum. Hann situr og ruggar sér jól eftir jól eins og hann hafi ekkert annað fyrir stafni. Kúrekahattur hvílir kæruleysislega á skollituðu, þykku og örlítið liðuðu hári hans og um hálsinn hangir lykill. Hvaða dyr skyldi hann opna? Það áhugaverðasta er að það er nákvæmlega ekkert jólalegt við það að sitja sumarklæddur með kúrekahatt á iðjagrænu grasi og syngja um hunangsflugur og eplatré. Þarna er engri jólaklisju otað fram; hvergi sést snjókorn eða grenitré og því síður hreindýr eða rauðklæddur sveinn. En kúrekinn er samt jólalegur. Hann táknar frið og von, holdgervingur hins sanna jólaanda. Á meðan kúrekinn ruggar sér í takt við tónlistina er von fyrir mannkynið. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Kúrekinn í kókauglýsingunni Verulega skorið við nögl í þróunaraðstoð FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is F ramlög Íslendinga til opinberrar þróunar- aðstoðar náðu nýjum og óvæntum hæðum ár- ið 2008 þegar framlögin skutust alla leið upp í 0,36% af vergri þjóðarframleiðslu. Síðan þá hafa op- inber framlög til þróunaraðstoðar dregist mjög saman en meðal þeirra sem hafa fengið að kenna á því eru bláfátæk börn á leikskólaaldri í Namibíu. Árið 1975 lofuðu ríkustu þjóðir heims að verja 0,7% af vergri þjóðar- framleiðslu til þróunaraðstoðar. Að- eins fimm ríki hafa náð þessu tak- marki. Ísland er ekki þar á meðal og framlögin höfðu, fram til ársins 2008, aldrei farið yfir um 0,25%. Það ár var framlagið 0,36% af vergri þjóð- arframleiðslu en það kom reyndar ekki til af góðu. Útgjöld til þróun- arstarfs eru einkum í bandaríkjadöl- um og þegar gengið hrundi haustið 2008 jukust útgjöldin langt umfram áætlun í krónum talið. Þar að auki snarminnkaði þjóðarframleiðslan. Hrunið „hjálpaði“ því til við að þoka hlutfallinu upp á við. Árið 2008 voru framlögin um 4,3 milljarðar. Árið 2009 voru þau litlu lægri en sem hlutfall af þjóðar- tekjum var hlutfallið lægra eða 0,32%. Samkvæmt fjárlögum 2010 átti að verja 3,3 milljörðum til mála- flokksins og í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 2,8 milljarða framlagi til opinberrar þróunaraðstoðar. Á næsta ári verður framlag til opinberrar þróunar- aðstoðar því 0,19% af vergri þjóðar- framleiðslu. Samdrátturinn í starfi 52% Opinber þróunaraðstoð Íslands er einkum veitt í gegnum tvær gátt- ir; í gegnum Þróunarsamvinnustofn- un Íslands (ÞSSÍ) og þróunarsam- vinnusvið utanríkisráðuneytisins. Þróunarsamvinnustofnun ann- ast tvíhliða þróunaraðstoð, þ.e. þeg- ar Íslendingar skipuleggja sjálfir eða í samvinnu við aðra verkefni í samvinnu við yfirvöld í viðkomandi landi. Þróunarsamvinnusvið utan- ríkisráðuneytisins sér um svonefnda marghliða þróunarsamvinnu, s.s. þátttöku í alþjóðastofnunum og verkefnum. Kostnaður við Friðar- Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Fjölbreytt Flest verkefni ÞSSÍ í Malaví eru í Mangochi-héraði. Þar er stutt við heilbrigðis-, mennta- og fiskimál, vatns- og hreinlætisverkefni. Ákvörðun um að hætta þróunar- starfi ÞSSÍ í Namibíu var tekin í kjölfar hrunsins 2008. Þar hef- ur ÞSSÍ einkum stutt fátækustu hópana en mikil misskipting setur mark sitt á samfélagið. Byrjað var að undirbúa verkefni með San-fólkinu, sárfátækum frumbyggjum, sem áður voru kallaðir búskmenn. Þróa átti leikskólaverkefni í samvinnu við San-fólkið, þjálfa 500-800 leik- skólakennara í fjórum sýslum, útbúa námsgögn og reisa 20-30 leikskóla. Heildarfjárframlag Ís- lendinga á tveimur árum átti að nema um einni milljón banda- ríkjadala, um 113 milljónum króna. Þórdís segir mikla þörf fyrir stuðning við börn þessa fólks sem sé bæði mjög fátækt og illa sett, algjör jað- arhópur í Namibíu. „Það er mikil eftir- sjá að þessu verk- efni,“ sagði Þór- dís. Reisa ekki leikskóla HÆTTA Í NAMIBÍU gæslu Íslands fellur einnig undir op- inbera þróunaraðstoð. Starf Þróunarsamvinnustofn- unar hefur ekki farið varhluta af þessum niðurskurði. Á tímabilinu 2008-2011 lækka fjárframlög til hennar úr um tveimur milljörðum í rúmlega 1,2 milljarða skv. fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2011. Þórdís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri ÞSSÍ, bendir á að þótt samdráttur- inn sé mikill í íslenskum krónum eða um 34% sé hann enn meiri í raun. Mestöll útgjöld stofnunarinnar séu í bandaríkjadölum og miðað við geng- ið þessi dægrin nemi samdrátturinn milli 2008 og 2011 um 52%. Í þremur löndum Afríku ÞSSÍ hefur þegar lokað um- dæmisskrifstofu sinni í Níkaragva en þar starfar nú einn Níkaragvabúi fyrir stofnunina. Hið sama gildir um skrifstofuna á Sri Lanka og um ára- mótin verður umdæmisskrifstofunni í Namibíu lokað. Eftir áramót verða aðeins sjö starfsmenn ÞSSÍ við störf í þremur ríkjum Afríku; Malaví, Mósambík og Úganda. Þessi þrjú lönd eru meðal þeirra allra fátækustu í álfunni og veitir ekki af þeirri aðstoð sem er í boði. Nefna má að lífslíkur karla í Malaví eru um 46 ár og konur geta vænst þess að lifa um átta mán- uðum lengur. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Icesavekosn-ingin varsvo afger- andi að einvörð- ungu þjóðar- atkvæði um stofnun lýðveldis sýna slíkt hlutfall þjóðar á einni skoðun. Báðar kosningarnar snerust með sínum hætti um sjálfstæð- ismál. Á kosningunum var þó margvíslegur munur. Við lýðveldiskosninguna var hvatningin eins á alla lund. „Segið Já,“ hljómaði hvar- vetna. Vormenn Íslands og vaknandi þjóð talaði einni röddu. En í hinu tilfellinu reyndu leiðtogar ríkisstjórnarinnar og stuðningsmenn hennar að fá fólk til að hundsa at- kvæðagreiðsluna og Ríkis- útvarpið, sem kallar þó ekki allt ömmu sína, gekk ótrú- lega langt í fylgispekt sinni og áróðri sínum. Þannig var langt viðtal við Steingrím J. eina framlag þess fyrir kosninguna kvöldið áður en hún fór fram, þar sem Stein- grímur fann kosningunni allt til foráttu og sagði að miklu betri samningur „lægi á borðinu“ og því væri óþarft og fáránlegt að kjósa. Þó hafði þessi sami Stein- grímur sagt í þinginu dag- inn sem málið var afgreitt þar að það væri „bjargföst trú“ hans að þetta væri besti samningur sem hægt væri að ná. Það er skemmst frá því að segja að í ljós kom að enginn samningur hafði legið á borðinu og borðið virtist horfið líka. Þetta varð strax ljóst þegar kosningunum var lokið. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra höfðu í örvæntingu sinni farið opin- berlega með hrein ósannindi í þeirri viðleitni sinni að eyðileggja kosningaþátttök- una. Það hafði öfug áhrif. Þau sögðu þó ekki af sér, svo ótrúlegt sem það er. Og þá varð einnig ljóst að heimsendaspádómar ríkis- stjórnarinnar, Seðlabank- ans, aðila vinnumarkaðarins og fleiri slíkra sem ekki gera miklar kröfur til eigin trúverðugleika höfðu verið innihaldslausar blekkingar og pantaðar upphrópanir til að skelfa almenning. Er þar um að ræða mikið óuppgert alvörumál gagnvart þessum aðilum. Nú, næstum ári síðar, er kom- inn „nýr“ samn- ingur og hvað sem um hann má segja er eitt kristalskýrt: Að- ilarnir sem að framan voru taldir ætluðu að hafa af þjóðinni hundruð milljarða fyrir erlenda kröfuhafa! Undirskriftasafnarar, stjórnarandstaðan, forset- inn og umfram allt þó þjóðin sjálf afstýrðu því yfir- gengilega skemmdarverki. Um þetta er ekki lengur deilt, aðeins er deilt um hve mörg hundruð milljarðarnir voru sem hafa átti af þjóð- inni. Og enn eru þeir komn- ir, góðkunningjar almenn- ings, með sama sönginn, allir svo fyrirsjáanlegir og ótrúverðugir og gefa fylli- lega til kynna að þeir kunni ekki að skammast sín og muni aldrei læra það, hversu ríkar sem ástæð- urnar verði. Og enn er það „bjargföst trú“ Steingríms að lengra verði ekki komist, mannsins sem er svo mikið á móti ESB að hann sótti um aðild að því. Reynt er með lúmskum hætti að fá stjórnarandstöð- una til að axla ábyrgð á gjörðum ríkisstjórnarinnar svo fráleitt sem það er. All- ur aðdragandi þessa máls, óheilindi Jóhönnu og Stein- gríms við þjóð og þing og ekki síst stjórnarandstöðu eru slík að engar líkur geta staðið til að hún láti véla sig til slíkrar vanvirðu. Og þess utan má ekki gleyma 98 pró- sentunum sem mættu á kjörstað og sögðu hug sinn um málið. Þau úrslit hefðu átt að duga sérhverri ríkis- stjórn með lágmarkssjálfs- virðingu og siðferðisþrösk- uld til að hætta að ganga erinda Breta og Hollend- inga gegn þjóðinni. Ef svo ólíklega tekst til að þessu máli verði þröngvað í gegn- um þingið með venjubundn- um hótunum og þvingunum, „kattarsmölun“ og hálf- kveðnum vísum um stjórn- arslit verður það naumast lokapunktur þess. Þjóðin tók þetta mál til sín með svo afgerandi hætti að útilokað virðist að afgreiða það án þess að lokadómur hennar sjálfrar liggi fyrir. Enn eru þeir á ferð- inni, góðkunningjar almennings, sem ekkert var að marka þegar þjóðin henti Icesave út af borð- inu með sveiflu} Hin „bjargfasta trú“ er byggð á falsi og fúa STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.