Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 10
Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Þorgerður Þorgeirsdóttir hófstörf sem heimilis-fræðikennari í Laugar-nesskóla árið 1949 og kynntist þar Vilborgu Björnsdóttur sem kenndi sömu grein. Við kennsl- una studdust þær við bókina Lærðu að matbúa eftir Helgu Sigurð- ardóttur en þeim fannst vanta ít- arlegri kennslubók og ákváðu að skrifa slíka bók í sameiningu. Strákar ekki með í heimilisfræði Bókin Unga stúlkan og eldhús- störfin kom út árið 1967 og var að sögn Þorgerðar vel tekið. „Fyrst þegar ég byrjaði að kenna voru nær eingöngu stúlkur í heimilisfræði í skólunum. Það var ekki reiknað með strákum og þeir voru ekki með nema þeir bæðu sérstaklega um það. Það var því sjálfsagt að við lét- um bókina heita fyrir stúlkurnar og tileinkuðum þeim hana. Svo breytt- ist þetta og strákarnir stóðu alveg jafnfætis stúlkunum í þessu fagi. Þá breyttum við nafni bókarinnar þannig að það höfðaði til beggja kynja,“ segir Þorgerður en þegar bókin var gefin út að nýju árið 1975 höfðu talsverðar breytingar verið gerðar á henni, m.a. þær að nafninu var breytt í Unga fólkið og eldhús- störfin. Ekki síður þörf fyrir bókina nú en árið 1967 Árið 1980 var næringarfræði bætt inn í bókina. Þorgerður og Vil- borg höfðu skrifað ágrip af næring- arfræði sem nefndist Fæðan og gildi hennar og var það fellt inn í bókina. „Við kenndum alltaf næringarfræði jafnframt matreiðslunni og gáfum út smápésa um hana og það var ákveðið að taka hann inn í bókina,“ segir Þorgerður. Bókin var síðast gefin út árið 1983 og er því löngu uppseld. Þor- gerður segir marga hafa spurt eftir bókinni og beðið um að hún yrði gef- in út aftur. Tóku hún og dóttir Vil- borgar, Guðríður Lillý Guðbjörns- dóttir, höndum saman og kemur bókin nú út í sama búningi og 1983. Þorgerður telur ungt fólk ekki síður hafa gagn af bókinni nú árið 2010 en árið 1967. „Það er verið að kenna helstu grunnaðferðirnar. Það eru ekki flottar myndir eða neitt svoleiðis í bókinni en það er verið að sýna ungu fólki hvernig það getur mælt, vegið og bjargað sér við ein- földustu heimilisstörf.“ Kennir grunn- aðferðir við heimilisstörf Hvernig á að þvo ullarpeysur eða hreinsa skó? Hvernig á að flaka fisk, búa til pönnukökur eða jafna með hveitijafningi? Hvað eru kolvetni og af hverju eru vítamín svona mikilvæg? Svör við þessum spurn- ingum og fjölmörgum öðrum er að finna í bókinni Unga fólkið og eldhússtörfin sem kom fyrst út árið 1967. Síðan þá hefur bókinni verið breytt talsvert og ýmsum gagnlegum upplýsingum bætt inn í hana. Jólaleg Þorgerður Þor- geirsdóttir með bókina fyrir framan sig. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 Nú þegar frostið herðir á ískalda Ís- landi og dagarnir eru hvað dimm- astir, er gott að láta sig dreyma um sumar og sól. Ef slóðin hér að ofan (absolutely-beautiful-beach) er sleg- in inn á leitarvef (google.com) opn- ast flipi á vefsíðu þar sem meðal annars er að finna 65 undurfagrar myndir af ströndum um víða veröld. Á þessari síðu er boðið upp á þessar myndir sem veggfóður (wallpapers) sem fólk getur sett inn á tölvurnar sínar. Það er ekki amalegt að skipta kannski daglega um strönd í tölv- unni sinni, svona til að ylja sér í kulda og myrkri. En það er líka bara gaman að skoða þessar myndir og láta sig dreyma um suðrænar slóðir, sólböð, hita og náttúrufegurð. Sjá sig kannski fyrir sér að teygja úr fá- klæddum skrokknum í skjóli pálma- trjáa í góðum félagsskap og súpa á einhverju svalandi. Og skella sér í sjóinn og svamla um stund áður en farið er í göngutúr og ókunnar slóðir kannaðar. vefsíðan www.absolutely-beautiful-beach Dásamlegt Gott er að hverfa á vit suðrænna sandstranda og dagdreyma. Draumar um sumar og sól Síðasti Pop-Up-markaðurinn sem haldinn verður á þessu ári verður núna um helgina á Mýrargötu 6, þar sem hárgreiðslustofan Rauðhetta og úlfurinn var áður til húsa. Opið verður frá kl. 13-22 á laugar- daginn og kl. 13-18 á sunnudaginn. Engir posar verða á markaðnum og því er fólk beðið að mæta með reiðufé. Þeir sem taka þátt í Pop-Up- markaðnum að þessu sinni eru: Hild- ur Yeoman, EYGLO, Hlín Reykdal, Elva, IBA, FærID, Shadow Creatures, Go With Jan, Thelma, Áróra, Skap- arinn, SHE, Baby K, Fafu Toys, Heli- copter, Eight Of Hearts og Forynja. Margvíslegar vörur verða í boði, s.s. flíkur jafnt á börn sem fullorðna, fylgihlutir, leikföng, skrautmunir fyrir heimilið o.fl. Endilega … … Pop-ið ykkur Up Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Hafnarhúsinu Pop Up hélt tísku- sýningu síðastliðið sumar. Jólaförðunin ár eftir ár á það sam- merkt að vera glæsileg. Það er alltaf glamúr yfir henni enda nauðsynlegt að líta vel út þegar hátíð frelsarans geng- ur í garð. Rauðar neglur og varir eru af- skaplega jólalegar og eru flest snyrti- vörumerki með afbrigði af rauðum í varalitum og naglalakki núna. Hjá Hel- enu Rubinstein er ekki um neitt af- brigði af rauðum að ræða í jólavör- unum, jólanaglalakkið er bara einfaldlega rautt og varaliturinn líka eins og sjá má á henni Demi Moore á meðfylgjandi mynd. Augnskuggaboxið samanstendur af fjórum litapallíettum, frá ljósum upp í dökkgráan með smá glimmer. Hægt er að skapa fallega kvöldförðun með litunum úr þessu boxi eða nota eingöngu þá ljósustu yfir daginn. Gloss setur svo punktinn yfir i-ið því hver vill ekki vera kyssileg á jólahátíðinni? Snyrtivörur Jólaförðun Hér má sjá vörurnar í jólaförðun Helenu Rubinstein. Rauður er litur jólanna Glæsileg Leikkonan Demi Moore auglýsir jólalínu HR. Að þeyta eggjahvítu Þegar egg eru aðskilin verður að gæta þess að sprengja ekki rauðuna því að þá vill nokkuð af henni fara með hvítunni og hvítan þeytist ekki. Skál og þeytari verða að vera vel þurr og hrein. Eggjahvíta er hæfilega þeytt þegar hvolfa má skálinni án þess að hún falli úr. Eggja- hvítu á að þeyta rétt áður en hún er notuð. Ef hún bíður að ráði fellur hún saman og ekki er unnt að þeyta hana að nýju. Þegar þeyttri eggjahvítu er blandað saman við deig er það gert gætilega með hníf eða sleikju. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 20% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS SkíðapakkarJÓLAGJÖFIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.