Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 ✝ Guðbjartur Gest-ur Andrésson, kennari og húsa- smíðameistari, fædd- ist á Hamri í Múla- sveit, Austur-Barðastrand- arsýslu 22. janúar 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofun Suðurlands á Selfossi 8. desember 2010. Foreldrar hans voru hjónin á Hamri, Guðný Gestsdóttir, f. 12.8. 1895, d. 9.4. 1987, og Andrés Gíslason, f. 20.4. 1888, d. 5.3. 1976. Guðbjartur var þriðji elstur af 15 systkinum, þau eru: Haukur Breiðfjörð, f. 1919, Gísli, f. 1920, d. 1945, Sigurbergur, f. 1923, d. 1989, Kristín, f. 1924, Andrés Berlín, f. 1925, d. 2003, Guðrún Jóhanna Norðdahl, f. 1927, d. 2007, Páll Straumberg, f. 1928, Sigríður, f. 1929, d. 2000, Bjarni Kristinn, f. 1930, d. 2008, Jón, f. 1931, Ingibjörg Sigurhildur, f. 1932, d. 1943, Garðar, f. 1935, d. 2001, og Björg, f. 1937. Hinn 30. júní 1953 kvæntist Guðbjartur Ester Önnu Aradótt- ur frá Vestmanna- eyjum, þau skildu. Áður átti Guðbjartur soninn Jakob, f. 1942, hann á tvö börn og tvö barnabörn. Sam- an eignuðust Guð- bjartur og Ester Anna sex börn, þau eru: Andrés, f. 1954, hann á fjögur börn og tvö barna- börn, Guðný Bóel, f. 1956, hún á fjögur börn og tvö barnabörn, Bryndís Björg, f. 1958, hún á þrjú börn og eitt barnabarn, Þórdís Sig- urlína, f. 1960, hún á tvö börn og tvö barnabörn, Dagmar Anna, f. 1962, hún á eitt barn, María Hrafn- hildur, f. 1968, hún á þrjú börn. Útför Guðbjarts fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 17. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hann er kominn heim. Mín fyrstu kynni af Guðbjarti Andréssyni voru á Almenna mótinu í Vatnaskógi ein- hvern tíma á 8. áratugnum, þegar ég var þar í fylgd föður míns, Björgvins Jörgenssonar. Milli þeirra hafði skapast mikil vinátta þegar faðir minn varð þess aðnjótandi að fá að leiða Guðbjart til trúar á Jesú Krist sem frelsara sinn. Guðbjarti kynnt- ist ég síðan betur þegar ég gekk í Gí- deonfélagið á Akranesi 1982, en þar bjó hann allt þar til hann flutti til dóttur sinnar, Guðnýjar, á Selfossi, en þá var heilsu hans tekið að hraka nokkuð. Guðbjartur gekk í félagsdeildina nokkrum mánuðum eftir stofnun hennar og var ötull liðsmaður alla tíð, ýmist sem almennur félagi eða stjórnarmaður. Hann lét sig ekki muna um að brjótast í ófærð norður í Finnbogastaði í Trékyllisvík oftar en einu sinni til þess að koma einu til þremur eintökum af Nýjatestamenti Gídeonfélagsins í hendur skólabarna þar. Ég naut þess að fá að vera með honum í nokkrum úthlutunarferðum og lærði ég mikið af honum. Þá kynntist ég því hversu frábær kenn- ari hann var. Hann var handavinnu- kennari við Brekkubæjarskóla á þessum árum, en einhvern veginn finnst mér að hann hefði átt að kenna kristnifræði, svo vel náði hann tök- um á börnunum, þegar hann var að segja þeim frá Gídeonfélaginu og ástæðum þess að félagið gefur þeim þessa gjöf. Ég á von á því að mörg barnanna muni enn ýmislegt af því sem hann miðlaði þeim í þessum heimsóknum. Þá hafði hann yndi af að kynna félagið í heimsóknum þess í kirkjur á okkar svæði, frá Hall- grímskirkju á Hvalfjarðarströnd til Ingjaldshólskirkju á Hellissandi. Guðbjartur var ekki bara ötull liðsmaður hvað varðar hið ytra starf, heldur líka einlægur bænamaður, og trúi ég að hann hafi stundað þann þátt starfsins allt til dauðadags. Ávallt voru börnin, sem hann hafði úthlutað Nýjatestamentum, honum í huga, svo og kennarar, skólastjórar og aðstandendur barnanna. Alla kennarana og skólastjórana þekkti hann með nafni. Guðbjartur fór að tapa heyrn fyrir nokkrum árum, og á endanum ákvað hann að hann hefði ekki gagn af fundarsetum. Það var honum greini- lega erfið ákvörðun, svo mjög unni hann starfinu. Ári síðar hafði heilsu hans hrakað svo að hann ákvað að flytjast til dóttur sinnar, Guðnýjar, eins og áður er frá sagt, og naut hann hennar þjónustu og návistar allt þar til hann lagðist inn á Sjúkrarhúsið á Selfossi fyrir um sex vikum, en það- an átti hann ekki afturkvæmt. Bróðir okkar í trúnni hefur nú fengið að sjá þann sem sál hans þráði: Jesú Krist. Við biðjum góðan Guð að styrkja aðstandendur hans í söknuði sínum og sorg, og þökkum góð kynni og samvistir við góðan dreng. Við kveðjum Guðbjart með þessu einkunnarversi okkar, sem hann unni svo mjög: Gefðu að móðurmálið mitt minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helst mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. (Hallgrímur Pétursson) Fyrir hönd Gídeonfélagsins á Akranesi, Böðvar Björgvinsson. Guðbjartur Gestur Andrésson honum ekki og það fannst á. Geir var tryggur og góður félagi en þegar hann kynntist henni Möggu sinni þá gekk okkur illa að skilja að hann skyldi frekar vilja vera með henni en okkur. Magga var lífslánið hans Geirs. Geir hafði veilt hjarta frá því fyrir þrítugt, en lét það ekki aftra sér frá því að gera það sem hann langaði til. Hann fór á skíði, gekk til rjúpna, gekk á fjöll og var kappsamur við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Geir var mikill bridsspilari og í veikindum hans á árinu hafa spilafélagar hans stytt honum stundir við spila- mennsku. Þegar menntaskólaárum sleppir hverfa menn í ýmsar áttir, en halda vinskapnum. Við félagarnir höfum í 25 ár hist á hverju ári á þorra með konum okkar, borðað saman og gist á sama stað eina nótt. Við höfum sagt hvert öðru frá lífi okkar, glaðst og hlegið. Þarna hafa verið rifjuð upp menntaskólaárin, væntumþykja og gleði hafa ríkt. Næst þegar við hitt- umst vantar Geir. Við munum sakna hans mikið, en verðum samt að þakka fyrir að hafa átt svo góðan vin svona lengi. Geir unni börnum sínum og barna- börnum heitt og var þeim góður faðir og afi. Missir þeirra er mikill. Elsku Magga, við sendum þér, börnum ykk- ar og barnabörnum okkar dýpstu samúðarkveðjur sem og allri fjöl- skyldu Geirs. Agnar og Dalla, Andri og Hellen, Halldór og Anna Björg, Sveinbjörn og Ragna, Torfi og Hildur, Þorsteinn og Birna, Þorvaldur og Auður. Eftir erfið veikindi er nú vinur minn Geir látinn. Dalamaðurinn eins og ég kallaði hann stundum er við vorum að spauga. Enda var hann gegnheill Dalamaður inn við beinið, frá Geirshlíð. Þar byggði hann ásamt Möggu sinni á seinustu árum veglegt sumarhús til að njóta átthaganna. Ógleymanleg er sumarhelgin er við skólafélagarnir heimsóttum þau Möggu í bústaðinn. Þá var sko grillað ósvikið lambakjöt, uppáhaldið hans Geirs. Við kynntumst í læknadeildinni og áttum okkar fyrstu sameiginlegu æv- intýri í krufningaferð í Liverpool. Geir hafði notalegt viðmót, var hæglátur og orðvar hversdags og ávallt var stutt í bros og léttan hlátur í vinahópi. Hann var fljótur að mynda sér ákveðnar skoðanir á málefnum, var þá rökfastur og ekki reyndist allt- af auðvelt að fá hann til að skipta um skoðun. Á kandidatsárinu 1980 veiktist Geir alvarlega og þurfti að fara í hjartaað- gerð. Hann lét það ekki hindra sig heldur hélt sínu striki af seiglu og ákveðni. Stefnan var fljótlega tekin á sér- nám í heimilislækningum í Trollhätt- an og Vänersborg í Svíþjóð. Þar lágu leiðir okkar saman 1983 og áttum við frábæran tíma með fleiri vinum í sama sérnámi. Vinaböndin styrktust í Trollhättan þar sem við bjuggum í litlu Íslendingasamfélagi. Margt brölluðu fjölskyldurnar þar saman og minningarnar hrannast upp. Geir var áræðinn og öflugur að vanda. Kom sér vel fyrir og ferðaðist víða með fjölskylduna bæði að vetri og sumri. Vann svo af krafti þess ut- an. Eftir að sérnáminu lauk vann Geir í nokkur ár á Ísafirði. Hann flutti svo til Reykjavíkur og starfaði á Heilsu- gæslustöð Miðbæjar til æviloka. Hann lét sér það starf þó ekki nægja heldur vann hann einnig á Lækna- vaktinni, hjúkrunarheimilum, á svo- kallaðri „héraðsvakt“ í Reykjavík og stundum úti á landi. Í stjórn Lækna- vaktarinnar var hann í um 13 ár og þar áttum við langt og farsælt sam- starf. Geir var ótrúlega duglegur og ósér- hlífinn. Sívinnandi fyrir sig og sína. Aldrei var hann að kvarta eða ræða sín veikindi að fyrra bragði við okkur vinina þó að áföll og erfiðar aðgerðir væru í sjónmáli eða yfirstaðnar. Í gegnum tíðina höfum við Troll- hättan-félagar hist annað slagið, rifj- að upp gamlar minningar og skemmt okkur. Minnisstæðar eru t.d. leikhús- ferðirnar þar sem við Geir dottuðum iðulega saman en náðum okkur á strik í hléi eða eftir sýningar. Aðdáunarvert var að sjá hvernig Geir náði sér á strik eftir hjartastopp- ið um síðustu áramót. Þar skipti líka miklu umhyggja og styrkur Möggu og fjölskyldunnar. Ekki datt honum í hug að draga sig í hlé og hætta að vinna. Var hann kominn aftur til vinnu í sumar eftir endurhæfingu á Reykjalundi. Því var það mikið og óvænt reiðar- slag að lítilsháttar aðgerð ótengd hans hjartasjúkdómi skyldi verða honum að aldurtila. Geir ætlaði þó ekki að gefast upp frekar en fyrri daginn og barðist hetjulega um langa hríð. Magga mín og fjölskylda! Minning Geirs verður okkur sem urðum þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast honum ljós og veganesti í lífinu. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Þórður Gísli Ólafsson. Kær vinur, Geir H. Guðmundsson, er látinn, langt um aldur fram. Kynni okkar hófust fyrir um 20 árum, þegar þau hjónin Geir og Margrét flytja í götuna okkar. Geir var nokkurskonar útvörður götunnar, bjó á horninu á nr. 2 sem maður ekur daglega framhjá. Leiðir okkar áttu eftir að liggja víða saman. Þegar Geir starfaði sem læknir á Ísafirði gekk hann í Oddfel- lowstúkuna Gest og þegar fjölskyldan flytur í Garðabæinn, þá flytur hann sig jafnframt í Garðabæjarstúkuna Snorra goða. Þar var hann virkur í öllu starfi og þau hjónin tóku þátt í öllu félagslífi sem boðið var upp á. Við Geir vorum saman í stjórn stúkunnar okkar og það var gott að vinna með Geir. Hann var áhugasamur um stúk- una og bar hag Oddfellowreglunnar fyrir brjósti. Það var honum eðlilegt að tileinka sér gildi reglunnar því hann var sannur og góður maður sem setti sér göfug markmið í lífinu. Hann var gæfumaður í einkalífi, leik og starfi og tileinkaði sér hið fagra og góða og hafnaði hinu illa. Á öðrum vettvangi áttum við sam- leið, í Norræna félaginu í Garðabæ, en þar var Margréti eiginkona hans í stjórn. Geir tók virkan þátt í starfinu með henni, við fórum á vinabæjarmót og einu sinni í mjög eftirminnilega ferð á vegum Norræna félagsins til Grænlands. Geir var góður ferða- félagi og oft kom það sér vel að hafa lækni með í för, þegar moskítóflugan var að gera út af við ferðafólkið. Ekki má gleyma grásleppukvöldum Nor- ræna félagsins, en þar lét hann sig ekki vanta og þau hjónin alltaf virk í að halda þessum skemmtilega sið. Oft hefur fjölskyldan leitað til Geirs sem læknis og var hann alltaf boðinn og búinn að aðstoða. Geir var góður læknir og naut mikils trausts, réð þar miklu hið yfirvegaða fas hans og skarpar gáfur. Það var ánægjulegt að fylgjast með hvernig Geir vann sig upp úr miklum veikindum eftir alvarlegt hjartaáfall um síðustu áramót. Eftir margra mánaða sjúkrahúslegu og stóra hjartaaðgerð, þjálfaði hann sig upp, var farinn að vinna aftur og í sumar þegar sást til hans uppi á efsta vinnu- palli við að mála þakkantinn á húsinu sínu, gladdist maður og sá að þarna var gamli góði Geir kominn aftur. En Adam var ekki lengi í paradís, hann veiktist aftur í haust og barðist þá hraustlega fyrir lífi sínu á þriðja mán- uð. Vinir og fjölskylda vonuðu og trúðu að hann með sinni þrautseigju mundi hafa þetta af, en því miður gekk það ekki eftir. Þetta ár er búið að vera fjölskyld- unni erfitt og það hefur verið aðdáun- arvert að fylgjast með Margréti tak- ast á við þessi áföll af æðruleysi og hvernig hún reyndist sínum manni til hins síðasta. Með Geir H. Guðmundssyni er fall- inn góður drengur og minning hans mun lifa í hjörtum okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja Margréti, Guðmund Frey, Gunnar og Steinunni, tengdabörn, barnabörn og móður hans í þessari miklu sorg. Helga og Stefán. Hinsta Kiwaniskveðja Félaga í Kiwanisumdæminu Ís- land-Færeyjar setti hljóða þegar fréttir bárust af ótímabæru andláti Geirs H. Guðmundssonar, fyrrver- andi kjörumdæmisstjóra. Okkur sem nutum þeirra forréttinda að hafa unn- ið náið með honum í forystusveitinni undanfarin ár, var brugðið. Örlögin höguðu því þannig að á síðustu stundu öftruðu veikindi hans því að hann tæki við æðstu stjórnartaumum un- dæmisins. Starfi sem hreyfingin hafði treysti honum fyrir, starfi sem hann hlakkaði til að takast á við og hefði sinnt af þeirri alúð og samviskusemi sem jafnan einkenndi störf hans. Við sjáum á bak góðum félaga, sem á sinn ósérhlífna en ákveðna hátt lagði veigamikil lóð á vogarskál Kiwanis- starfsins víða um land, en átti samt svo margt óunnið. Fjölskyldu Geirs sendum við hug- heilar samúðarkveðjur um leið og við þökkum henni fyrir að hafa fengið að njóta um árabil krafta hans við leik og störf á Kiwanisakrinum. Hvíl í friði, kæri félagi. F.h. umdæmisstjórna 2008-2010, Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri. Nú þegar við Heklufélagar kveðj- um Geir Guðmundsson er okkur efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir það starf sem hann innti af hendi sem fé- lagi okkar og vinur, eftir að hann gekk til liðs við Kiwanisklúbbinn Heklu. Frá árinu 1987 hafði hann starfað með Kiwanisklúbbnum Bás- um á Ísafirði og seinna með Viðey í Reykjavík eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Árið 2006 sameinuðust síðan Viðey og Hekla. Í öllum þessum klúbbum var hann starfsamur og góður félagi og var kallaður til forystu. Hann gegndi starfi forseta í Viðey starfsárið 1993- 1994. Hann var valinn af félögum sín- um til að gegna starfi svæðisstjóra í Þórssvæði og sat sem slíkur í um- dæmisstjórn fyrir starfsárið 2005- 2006. Kiwanisumdæmið Ísland-Fær- eyjar kallaði hann áfram til starfa sem erlendan ritara 2008-2009 og hann var síðan valinn kjör- umdæmisstjóri starfsárið 2009-2010. Hann hefði því átt að gegna starfi um- dæmisstjóra fyrir yfirstandandi starfsár og hafði þegið alla þjálfun og setið námskeið sem undirbúning fyrir starfið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hans einbeitta vilja að taka við þessu mililvæga embætti, þrátt fyrir þessi miklu veikindi sem hann gekk í gegnum. Hann tók síðan ákvörðun um að rétt væri að hann tæki ekki við embættinu vegna veik- inda sinna. Það er ljóst í huga okkar Heklufélaga að Geir hefði orðið góður umdæmisstjóri og við hefðum notið þess að standa vel við bakið á honum í þessu mikilvæga starfi, en við erum ekki svo máttugir þegar kemur að ör- lögunum sjálfum að þetta gengi eftir. Það var gaman að vinna með Geir og eru margar góðar minningar um samstarfið með góðum dreng og mikl- um kiwanismanni. Minningin um hann lifir með okkur Heklufélögum. Margréti eiginkonu Geirs, börnum og fjölskyldu sendum við Heklufélag- ar hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Heklufélaga, Sigurður R. Pétursson. Látinn er langt um aldur fram góð- ur bróðir í Oddfellowstúku vorri, Snorra goða, br. Geir Hlíðberg Guð- mundsson. Geir Hlíðberg fæddist í Dölunum 11. ágúst 1953 og varð því aðeins fimmtíu og sjö ára gamall. Dimma og drungi skammdegisins hefur lagst yfir fjölskyldu, vini og samferðafólk. En þótt hinn dáni sé farinn situr eftir minning í brjósti okkar og þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast frábærum fé- laga sem gaf, en bað ekki um neitt í staðinn. Það mun ylja okkur um hjartaræturnar og með tímanum verða ljós í myrkrinu. Geir, sem átti að eiga sitt besta æviskeið eftir, var búinn að koma sér vel fyrir í sum- arbústaðnum í sveitinni sinni, þar sem hann ætlaði að njóta kyrrðarinn- ar og fegurðinnar á efri árum með Möggu sinni og fjölskyldunni, en hon- um leið best þegar hann hafði allan hópinn í kring um sig. Geir var dag- farsprúður og drengur góður, hafði góða nærveru, og þó einhvers staðar standi, að það komi maður í manns stað, þá kemur enginn fyrir Geir. Við söknum þessa góða drengs og stúku- bróður sárt, sæti hans er autt, og við munum halda minningu hans á lofti um ókomin ár. Geir voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir stúkuna, og rækti hann þau öll af nákvæmni og sam- viskusemi. Ég kynntist Geir Hlíðberg fyrir átján árum, og þótt við höfum verið mjög ólíkir menn náðum við vel saman, áttum oft gott spjall um lífið og tilveruna. Geir hafði mjög sterka réttlætiskennd, og í því efni minnti hann mig svolítið á ástkæra tengda- móður mína sálugu, sem skipti hlut- unum í tvennt; það sem var sann- gjarnt og það sem var ósanngjarnt. Í dag erum við minnt óþægilega á, að lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Geir var gæfumaður í einkalífinu, hann var ástríkur faðir, átti þrjú upp- komin mannvænleg börn og fimm barnabörn og Geir átti einstaka konu, Margréti Guðmundsdóttur, sem sýndi í þessu erfiða veikindastríði sem Geir háði, hversu sterkt og traust samband þeirra hjóna var. Margrét annaðist um Geir sinn af einstakri natni og hlýju. Missir allra er mikill, en fjölskyldunnar mestur. Þau minn- ast nú góðs fjölskylduföður og vinar í stað. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Margrét, kæra fjölskylda. Við bræður í Snorra goða vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð gefi hinum látna ró, og þeim líkn sem lifa. Far þú í friði kæri bróðir, friður Guðs þig blessi. Ómar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.