Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 Tinna Þorsteins- dóttir píanóleik- ari leikur ný píanóverk eftir Slátur-meðlimi í Norræna húsinu á morgun, laug- ardag, kl. 17. Tinna hefur á síðustu árum flutt mikið af ís- lenskri tónlist auk þess að frumflytja tónverk sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir hana. Hún hefur unnið með ýmsum Slátur-meðlimum í gegnum tíðina og mun á tónleikunum á morgun flytja verk frá síðustu tveimur ár- um, sem flest voru gerð í samvinnu við hana. Sláturmeðlimir stefna að því að semja tónlist sem boðar ágenga hugmyndafræði og nýsköp- un, og hafa framlög þeirra fengið góðar móttökur. Á tónleikunum heyrist m.a. nýtt verk eftir Hallvarð Ásgeirsson, sem hefur nýlokið tónsmíðanámi í New York, og verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson og Jesper Pedersen. Á jólatónleikum S.L.Á.T.U.R. er hefð fyrir því að klappa ekki, held- ur blístra lágt eftir flutning hvers tónverks. Tinna leikur verk Slátur- meðlima Tinna Þorsteinsdóttir Jólahádegistón- leikar Önnu Jónsdóttur sópr- ansöngkonu og Sophie Schoon- jans hörpuleik- ara verða haldn- ir í dag, föstu- dag, klukkan 12.15 í Skúlatúni 2, 6. hæð. Anna og Soph- ie hafa starfað saman undanfarinn áratug. Á þessum tíma hafa þær á hverju ári sett saman aðventu- og jóladagskrá til flutnings. Á tónleik- unum flytja þær uppáhaldsjólalögin sín í fjölbreyttri dagskrá sem hefur að geyma aðventu- og jólalög og aðra andlega tónlist. Að sögn Önnu eru þetta í bland íslensk, norræn og ensk jólalög; verk eftir Holst sem Egil Gunnarsson; „Jólin alls staðar“ sem „Jólasnjór“. Dagskráin er sögð hæfilega löng til að hlýða á í hádeginu og henta gestum vel til að slaka á í amstri dagsins á aðventunni. Jólahádegis- tónleikar Sophie og Anna. Í dag, föstudag klukkan 17-19, kemur hópur rithöfunda sam- an hjá Sögufélaginu, Fischer- sundi 3, og fjallar um nýjustu sögulegu ritin. Gefst þá færi á að taka sagn- fræðinga og höfunda nýrra sögulegra rita tali, ræða um sjónarmið þeirra og bakgrunn verkanna, nálgun þeirra og efnistök. Höfundarnir sem verða á staðnum eru Anna Agnarsdóttir, Þórir Stephensen, Guðni Th. Jó- hannesson, Sigrún Pálsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon, Snorri Freyr Hilmarsson, Unnur Birna Karlsdóttir, Þorgrímur Gestsson og Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir. Sagnfræði Höfundar fjalla um söguleg verk Sigrún Pálsdóttir Um þessar mundir sýnir Sverrir Kristinsson í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Hann sýnir 100 myndir unnar með blandaðri tækni og einnig 13 málverk. Sverrir segir verkin unnin undir hughrifum frá sjó og landi. Þau fjalli um fólk með sýn frá fortíð til framtíðar en einnig um atburði dagsins, enda sé honum ekkert óvið- komandi. Í myndunum birtist húmor fyrir augna- blikinu. Málverkin eru unnin eftir hrun og fjalla um það hvernig hrunið hefur farið með land og þjóð. Sýningin stendur til áramóta. Myndlist Sverrir sýnir í Listhúsi Ófeigs Sverrir Kristinsson Melarnir í Reykjavík upp úr stríðslokum eru vettvangur bókarinnar Melastelpan, ærslafullrar minningabókar Normu E. Samúelsdóttur sem til þessa hefur einkum gefið út ljóðabækur. Segir í bókinni af dóttur skosks her- manns og íslenskrar móður, melastelpunni, á heimili þeirra og mannlífinu í blokkinni heima og í ná- grenninu, en einnig af námsári meðal skoskra ættingja, au pair-ári í París og puttaferð um Korsíku með fleiru. Í tilkynningu segir að þetta sé ástríðufull saga um krakka sem er langt frá því að vera eins og hinir. Bækur Ærslafull minn- ingabók Normu Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Jólasöngvarnir eru í föstum skorð- um og engar róttækar breytingar,“ segir Jón Stefánsson kórstjóri um hina árlegu jólasöngva Kórs Lang- holtskirkju, sem verða fluttir á fern- um tónleikum, í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld. Þetta eru þrítugustu og þriðju jóla- söngvarnir en fyrstu jólasöngvarnir fóru fram í Landakotskirkju 1978 og voru þá nýmæli hérlendis. „Þegar við byrjuðum var óþekkt að vera með svona tónleika,“ segir Jón. „Í ein- staka kirkju voru aðventukvöld, oft með ræðumanni, en það er með ólík- indum hvað tónleikum í þessum anda hefur fjölgað.“ Jón segir það vera hluta af að- ventuhefðum margra að sækja tón- leika. „Það er afskaplega ánægjulegt, því hvað er betra til að undirbúa sig fyrir hátíðina en að fjölskyldan setjist saman í ró og hlusti á fallega tónlist. Hugmyndin var sú að fólk gæti undið ofan af sér eftir búðarápið. Þess vegna voru tónleikarnir alltaf svona seint á föstudegi, þegar búð- unum var lokað. Til að byrja með vor- um við í Landakoti og þetta virkaði. Fólk kom með innkaupapokana og slakaði á,“ segir hann. Á tónleikunum syngja, auk Kórs Langholtskirkju, Gradualekór kirkj- unnar og Táknmálskórinn. „Við erum stolt af því að vera með Táknmálskórinn með okkur,“ segir Jón. „Þau túlka textana á táknmáli og það hefur verið stórkostlegt að æfa með þeim. Það er svo áhrifaríkt að margir söngvaranna minna hreinlega táruðust.“ Einsöngvarar eru Andri Björn Ró- bertsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir. Hallfríður Ólafsdóttir og Arna Kristín Ein- arsdóttir leika á flautur, Monika Abendroth á hörpu og Tómas Guðni Eggertsson á orgel. Um djasssveiflu sjá Kjartan Valde- marsson, Gunnar Hrafnsson og Pétur Grétarsson. Í hléi verður boðið upp á súkkulaði og piparkökur. Sú hefð komst á árið 1982, þegar sungið var í þá óglerj- uðu kirkjuskipi Langholts- kirkju í 14 stiga frosti. „Þetta virkaði, fólk kom með innkaupapokana og slakaði á“ Morgunblaðið/Kristinn Táknmálskórinn æfir Táknmálskórinn kemur fram á tónleikum Kórs Langholtskirkju næstu kvöld. Eldgosið í Eyjafjallajöklisl. vetur er efni nýrrarÚtkallsbókar ÓttarsSveinssonar. Meira hangir raunar á spýtunni hjá höf- undi. Einnig er sagt frá því þegar þotu frá British Airways var flogið Einstök heimild úr öskunni Útkall - Pabbi, hreyflarnir loga bbbnn Eftir Óttar Sveinsson Útgefandi: Útkall ehf. Reykjavík 2010 - 272 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR í gegnum ös- kuský við eyj- una Jövu við Indónesíu sumarið 1982, með þeim af- leiðingum að drapst á hreyflum vél- arinnar svo litlu munaði að hún hrapaði. Lengi hefur verið vísað til um- rædds flugs sem eins hins merk- asta í sögunni. Reynslan sem þar fékkst var orsök þess að gripið var til víðtækra ráðstafana og flugbanns um alla Evrópu meðan gaus af mestum krafti í Eyja- fjallajökli. Byggir Óttar frásögn sína meðal annars á viðtali við flugstjórann Eric Moody auk þess að ræða við fleiri, til að mynda farþega sem voru um borð. Fólk gerir sér ef til vill ekki í hugarlund hvílík raun aðdragandi eldgossins var fyrir Eyfellinga. Einnig tók á taugar að berjast vikum saman fyrir tilveru sinni meðan þessar náttúruhamfarir stóðu yfir. Þessu lýsir Óttar ágætlega í bók sinni, í viðtölum við bændur á Þorvaldseyri og Öndunarhorni undir Eyjafjöllum og á Fljótsdal í Þórsmörk. Vissu- lega var talsvert rætt við þetta fólk í fjölmiðlum sl. vor – en eigi að síður tekst Óttari að draga sitthvað nýtt fram. Þá eru mynd- ir í bókinni sem íbúarnir tóku sjálfir á ögur- stundum ein- stakar heimildir – samtímasaga í hnotskurn. Indónesíu- flugið er þekkt og víða hefur verið vitnað til reynslunnar sem þar fékkst. Lýs- ingar bæði áhafnar og farþega eru magnaðar og enginn getur í raun ímyndað sér þá raun sem fólk gekk þar í gegnum. Þrátt fyrir að Útkallsbókin sé um margt vel lukkuð er langsótt að spyrða saman frásögn af raun- um Eyfellinga og flugi í fjarlægri álfu þótt einstakt hafi verið. Milli atburða eru þrjátíu ár og ekki tekst í bókinni að tengja þá sam- an svo vel sé. Í raun hefði betur farið að segja sögurnar tvær sína í hvorri bókinni. Af nægu er að taka. Bók Óttars er þó prýðilega unnin, stíllinn er hnökralaus og spennan helst út í gegn. Þó verð- ur að segjast að frásagnarmáti og ritháttur Útkallsbókanna, sem eru orðnar sautján, er óþarflega líkur frá einni bók til annarrar. Myndi ekki saka að í þeirri næstu færi höfundur út fyrir þann ramma sem tryggum les- endum er orðinn býsna fyr- irsjáanlegur – þótt mótrök séu þau að vinningsformúlu sé ástæðulaust að breyta. Óttar Sveinsson Hann hefur aflýst öll- um sínum flugum og neitar að fljúga til landsins „í þessu veðri“ 41 » Árlegir jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir í kvöld og tvö næstu kvöld; klukkan 23 í kvöld, föstudag, klukkan 20 og 23 á morgun, laug- ardag, og klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Ásamt Kór Langholts- kirkju syngur Gradualekór Langholtskirkju en stjórn- andi kóranna er Jón Stef- ánsson. Þá tekur Táknmálskórinn, undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur, þátt í tónleikunum, en það er í fyrsta skipti sem hann kemur fram hér á landi með öðrum kórum. Kórarnir flytja jólalög hver fyrir sig og einnig allir saman, bæði há- tíðleg og einnig með léttri sveiflu. Áheyrendur taka virkan þátt í al- mennum söng. Í hléi er boðið upp á rjúkandi jóla- súkkulaði og piparkökur. Fernir tónleikar næstu kvöld ÁRLEGIR JÓLASÖNGVAR KÓRS LANGHOLTSKIRKJU Jón Stefánsson kórstjóri  Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju sungnir frá 1978

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.