Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 STUTTAR FRÉTTIR ● Skuldabréfavísitala GAMMA var óbreytt eftir viðskipti gærdagsins og endaði daginn í 199,86 stigum. Verð- tryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,03 prósent en sá óverðtryggði hækkaði um 0,05 prósent. Velta var rétt rúmir fjórir milljarðar króna. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 1,1 prósent í dag í 23,5 milljóna króna viðskiptum. Marel lækk- aði um 1,22 prósent. bjarni@mbl.is Lítil velta í gær ● Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur valið 20 verkefni til að fara áfram til skoðunar hjá dómnefnd Nýsköpunar- verðlauna forseta Íslands. Alls bárust 215 lokaskýrslur um verkefni til sjóðsins. Á meðal þeirra fyrirtækja sem valin voru til áframhaldandi þátttöku í sam- keppninni er Valamed, sem er nýsköp- unarfyrirtæki á sviði lyfjarannsókna og þróar aðferðir til að gera lyfjameðferð við krabbameini einstaklingsmiðaðri. Dómnefnd Nýsköpunarverðlauna for- seta Íslands er skipuð fulltrúum frá Rannsóknamiðstöð Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Stúd- entaráði Háskóla Íslands, Samtökum iðnaðarins og Reykjavíkurborg. Verð- launaafhendingin fer fram á Bessastöð- um í febrúar árið 2011. Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur styrkt 255 verkefni á árinu og hefur sjóð- urinn aldrei styrkt jafnmörg verkefni á einu ári. Vinna við verkefnin fór fram í öllum landshlutum og voru um 250 nemendur styrkþegar sjóðsins á árinu 2010. Valamed Þróar aðferðir til að næmisprófa krabbameinsfrumur. 20 verkefni keppa um nýsköpunarverðlaun Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Óvissa er um hvernig efnahags- og skattanefnd Alþingis mun taka á frumvarpi fjármálaráðherra um virðisaukaskatt á gagnaver. Iðnað- arnefnd skilar áliti sínu til efnahags- og skattanefndar í dag og í kjölfarið fundar sú síðarnefnda um málið. Samtök íslenskra gagnavera hafa í nokkra mánuði gert ítrekaðar at- hugasemdir við frumvarpið, eins og það var lagt fram og segja að óbreytt komi frumvarpið í raun í veg fyrir að geirinn geti komist á lappirnar hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er talið líklegt að iðnaðar- nefnd taki í áliti sínu undir tillögur samtakanna, en öllu meiri óvissa er um úrslit málsins í efnahags- og skattanefnd. Snýst óvissan einkum um afstöðu þingmanna Vinstri grænna. Athugasemdir samtakanna snúa í meginatriðum að þremur þáttum. Í fyrsta lagi því að leggja skuli virð- isaukaskatt á útflutta þjónustu gagnaveranna. Segja samtökin að í Evrópusambandinu sé reglan sú að þjónusta sé skattlögð þar sem við- skiptavinurinn er staðsettur. Þá sé almennt ekki innheimtur virðisauka- skattur á útflutta vöru hér á landi. Í öðru lagi gagnrýndu samtökin að leggja ætti virðisaukaskatt á inn- flutning erlendra aðila á netþjónum, sem hýsa á í íslenskum gagnaverum. Heimildir Morgunblaðsins herma að nokkuð almenn sátt sé um það í efna- hags- og skattanefnd að falla frá þessari skattheimtu. Þriðja atriðið, sem samtökin hafa gert athugasemd við, varðar starfs- stöðvar erlendra viðskiptavina gagnavera. Ákveði erlendur við- skiptavinur að flytja inn eigin net- þjóna, til hýsingar hjá verunum, þarf hann, samkvæmt áliti ríkisskatt- stjóra, að setja upp fasta starfstöð á Íslandi. Samtökin segja að í því felist umtalsverður kostnaður fyrir við- skiptavini og það sé til þess fallið að fæla þá frá Íslandi. Morgunblaðið/Eggert Thor Frá opnun gagnavers Thor Data Center í maí á þessu ári. Óvissa um framtíð gagnavera Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjöl- miðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins, staðfestir að fulltrúar almennra kröfuhafa hafi ítrekað viðrað hug- myndir sínar að lausn Icesave-deil- unnar við fulltrúa íslenskra stjórn- valda. „Þær hugmyndir gengu allar út á að ná til baka með einum eða öðrum hætti þeim forgangsrétti sem innistæðueigendum var veittur umfram almenna kröfuhafa með neyðarlögunum. Þessar hugmyndir fulltrúa hópa almennra kröfuhafa eru knúnar áfram af kröfum al- þjóðlegra fjármálastofnana, sem vegna forgangsréttar innistæðueig- enda, sáu fram á að fá ekkert eða í besta falli mjög lítinn hlut, upp í sínar kröfur við slitameðferð Landsbankans,“ að sögn Rósu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær bauðst stór hluti óvar- inna kröfuhafa Landsbankans til þess í vor að lána bankanum fyrir greiðslu handa breskum og hol- lenskum stjórnvöldum vegna trygg- ingar þeirra á Icesave-innistæðum upp að 21 þúsund evrum. Lánið yrði veitt með fyrsta veðrétti í eignum Landsbankans. Með þessu myndu íslensk stjórnvöld losna undan ábyrgð á útgjöldum breskra og hol- lenskra stjórnvalda vegna Icesave. Lánið yrði veitt að því gefnu að bresk og hollensk stjórnvöld féllust á að farið yrði með kröfur umfram 21 þúsund evra innistæðutrygging- arnar eins og hefðbundnar kröfur en ekki forgangskröfur. Með öðrum orðum þýðir þetta að forsenda út- færslunnar yrði að bresk og hol- lensk stjórnvöld myndu taka á sig skerðingu (e. haircut) og hún kæmi fram í því að þau myndu fallast á þetta atriði. Hinsvegar kæmi á móti að þau fengju umsvifalaust ein- greiðslu fyrir 21 þúsund evra trygg- ingunni og þar með væri möguleg ábyrgð íslenska ríkisins úr sögunni. Þessar hugmyndir voru unnar af sérfræðingum Deutsche Bank fyrir óvörðu kröfuhafana. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að málið hafi verið reifað við háttsetta menn innan bresku stjórnsýslunnar og þar hafi hug- myndin þótt allrar athygli verð. Rósa segir hinsvegar „ekkert sem hefur komið fram sem styður það að Bretar og Hollendingar styddu hugmyndir fulltrúa hópa almennra kröfuhafa í þrotabú Landsbank- ans“. „Fyrst og fremst stórir alþjóðlegir bankar“ Eðli málsins samkvæmt felur hugmynd óvörðu kröfuhafanna í sér að mögulegar endurheimtur þeirra úr þrotabúi Landsbankans yrðu meiri en ella. Rósa segir þetta ganga gegn hugmyndafræði neyð- arlaganna: „Kjarni hugmyndafræð- innar í neyðarlögunum var einmitt að slá vörð um innistæðueigendur en að almennir kröfuhafar yrðu að sætta sig við niðurstöður úr gjald- þrotaskiptameðferð bankanna. Í því sambandi verður að hafa í huga að innistæðueigendur voru að lang- stærstum hluta til einstaklingar með til þess að gera lágar fjárhæðir hver fyrir sig en sem í mörgum til- fellum áttu hlutfallslega mjög mikið undir endurheimtum þeirra. Á hinn bóginn voru almennir kröfuhafar fyrst og fremst stórir alþjóðlegir bankar.“ Þeir fulltrúar óvörðu kröfuhaf- anna sem blaðið hefur rætt við telja að útfærsla þeirra hefði einmitt ekki gengið þvert á neyðarlögin þar sem bresk og hollensk stjórnvöld hefðu þegar tryggt Icesave-inni- stæðueigendum í löndunum tveim endurgreiðslur á innlánum sínum. Hugmyndum alþjóðlegra fjármálastofnana hafnað  Fjármálaráðuneytinu leist illa á tillögur Deutsche Bank að lausn Icesave Lausn kynnt Drög að nýjum Icesave-samningi voru kynnt í Reykjavík í vikunni sem leið. Morgunblaðið/Kristinn Þrátt fyrir að sumir telji sig sjá merki efnahags- bata í Bandaríkj- unum heldur húsnæðisverð vestra áfram að lækka. Nýlegar skýrslur benda til þess að verð lækki nú um 0,7 prósent á mán- uði. Það sem af er ári hefur virði íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum lækkað um 1.700 milljarða dala of- an á 1.050 milljarða dala lækkun árið 2009. Árið 2006 var heild- arvirði húsnæðis um 24.000 millj- arðar dala, en hefur frá þeim tíma lækkað um heila 9.000 milljarða. bjarni@mbl.is Fasteigna- verð lækkar Hús í Arizona.  Lítið bólar á uppgangi vestra                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-+ +.+-+/ ++0-12 /3-,+2 +4-555 +,-40+ ++4-2/ +-1.+5 +2.-32 +01-,1 ++,-1. +.+-0, ++0-2+ /3-,22 +4-03+ +2-33+ +/3-30 +-1.05 +2.-, +05-3, /3.-+.,4 ++,-,, +./ ++,-30 /3-212 +4-00. +2-30+ +/3-1. +-1.45 +24-+1 +05-54 –– Meira fyrir lesendur : Þann 4. janúar 2011 kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið semmun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. MEÐAL EFNIS: Háskólanám. Verklegt nám og iðnnám. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og góð ráð við námið. Tómstundanám- skeið og almenn námskeið. Nám erlendis. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni Skó lar & nám ske ið Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn Skólar & námskeið SÉ RB LA Ð Skól ar & nám skei ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.