Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Andvari 2010
Ritstjóri: Gunnar Stefánsson.
Aðalgreinin í Andvara 2010 er
æviágrip Björns Ólafssonar ráðherra
eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.
Andvari fæst í helstu
bókaverslunum og hjá
Sögufélagi í Fischersundi 3.
Dýrahald
Labrador Retriever hvolpar.
Hreinræktaðir. Ættbókarfærðir HRFÍ.
Sprautaðir. Tilbúnir til afhendingar.
Verð kr. 160 þús. Upplýsingar í síma
695 9597 og í síma 482 4010.
Jólagjöf fjölskyldunnar
11 vikna, ungverskar vizlur til sölu.
Örm. Ættbókarfærðir HRFÍ. Tilb. til af-
hendingar. Uppl. í síma 772 5350.
Gisting
JÓL OG ÁRAMÓT Glæsileg, ný
heilsárshús til leigu að Hellnum á
Snæfellsnesi. 8 rúm í hvoru húsi.
Upplifið jól eða áramót í stórkostlegu
umhverfi. Uppl. í síma 892 2526.
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s. 897- 5300.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Tómstundir
Plastmódel í miklu úrvali.
Opið laugardag kl. 11-20:00 og
sunnudag kl. 13-20:00.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 5870600.
www.tomstundahusid.is
Öflugir fjarstýrðir bensín- og raf-
magnsbílar í miklu úrvali.
Opið laugardag kl. 11-20:00 og
sunnudag kl. 13-20:00.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 5870600.
www.tomstundahusid.is
Til sölu
Ný sending, lækkað verð.
Kristal hreinsisprey fyrir kristal
ljósakrónur og kristal.
Slóvak Kristall, Dalvegur 16 b,
201 Kópavogur, s. 5444331.
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!!...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
MYNDA-
ALBÚM
Augnablik
Geisladiskur með lögum við
ljóð Hákonar Aðalsteinssonar
flutt af Nefndinni og gestum.
Fæst í Hagkaupum, Tónspili,
Samkaupum Egilsstöðum og
hjá útgefanda í síma 863 3636.
Netfang; darara@gmail.com.
Verslun
Trúlofunar- og giftingarhringar í
úrvali. Auk gullhringa eigum við m.a.
titanium og tungstenpör á fínu verði.
Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar-
þjónusta.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið góð
ráð. Uppl. á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Bókhaldsstofan ehf. Reykja-
víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi,
launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl,
stofnun fyrirtækja. Magnús Waage,
viðurkenndur bókari, s. 863 2275,
www.bokhaldsstofan.is.
Vélar & tæki
Bílalyftur - rafsuðutæki
Vatnsdælur, rafstöðvar - varaafl-
stöðvar - frábært verð - stærðir 2.5-
150 KW - Shine rafsuðuhjálmar -
MIG-TIG MMA rafsuðutæki - 2, 3, 4
tommu vatnsdælur - Parsun utan-
borðsvélar. www.holt1.is.
Bílar
Árg. '07, ek. 62.000 km, NISSAN
QASHQAI LE, dísil, sjálfskiptur,
leðurklæddur, glerþak,17" dekk.
Uppl. í s. 660-3074 / 663-5363.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Útsala á nýjum 13“ vetrardekkjum.
Kaldasel ehf.
Hjólbarðaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogur.
S. 5444333.
Húsviðhald
Parket er okkar fag í 26 ár
Verið í góðum höndum
Notum eingöngu hágæða efni
Förum hvert á land sem er
FALLEG GÓLF ehf - Sími 898 1107
www.falleggolf.is - golfslipun@simnet.is
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald.
Ragnar V. Sigurðsson ehf.
Sími 892 8647.
✝ Birgir Jónassonfæddist í Lax-
árdal á Skógarströnd
11. apríl 1933. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
9. desember 2010.
Foreldrar hans
voru Lára Jóelsdóttir
frá Laxárdal, f. 11.
mars 1909, d. 23.
mars 1969, og Jónas
Guðmundsson frá
Bíldhóli, f. 27. apríl
1905, d. 27. júlí 1978.
Systkini Birgis eru:
1) Baldur, f. 21. maí 1934, maki
Brynhildur Sigtryggsdóttir, f. 23.
apríl 1934. 2) Lilja Soffía, f. 6. maí
1937, maki Helgi Lárusson, f. 25.
júní 1936, d. 10. september 1997. 3)
Guðmundur Þórður, f. 8. apríl 1942,
maki Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 21.
júní 1946. 4)Jóel Halldór, f. 26.
október 1944, maki Halldís Halls-
dóttir, f. 13. febrúar 1945. 5) Her-
dís, f. 15. júní 1950, maki Reynir
Guðmundsson, f. 22. mars 1941.
Fyrri kona Birgis var Marta Elín
Jóhannsdóttir, f. 10. desember
1937, þau skildu. Sonur þeirra er
Rafnar, f. 11. janúar 1956, kona
hans er Guðrún G. Guðbjartsdóttir,
f. 6. september 1959.
Hinn 11. apríl 1963
kvæntist Birgir eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Sólveigu G. Sig-
fúsdóttur, f. 20. ágúst
1939 í Reykjavík. For-
eldrar hennar voru
Ingibjörg Jónsdóttir,
f. 13. desember 1912,
d. 10. október 2002,
og Sigfús Guðmunds-
son, f. 26. mars 1909,
d. 5. ágúst 1969, bæði
ættuð frá Eyr-
arbakka.
Börn Sólveigar og
Birgis eru: 1)Ingibjörg, f. 9. desem-
ber 1958, maður hennar er Eng-
ilbert Valgarðsson, f. 14. desember
1954. Dætur þeirra eru Sólveig
Kanthi, f. 21. febrúar 1985, og
Arna, f. 8. mars 1994. Börn Sól-
veigar og Almars Miðvík Halldórs-
sonar, f. 18. apríl 1973, eru Almar
Tristan, f. 26. júní 2004, og Aríanna
Rakel, f. 26. júlí 2008. 2) Valdimar,
f. 15. september 1964, kona hans er
Kristín Gyða Njálsdóttir, f. 12. júní
1966. Börn þeirra eru Bryndís, f. 4.
júní 1988, og Birgir, f. 18. mars
1993.
Útför Birgis Jónassonar fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 17. des-
ember 2010 kl. 13.
Birgir Jónasson, góður bróðir og
frændi, er látinn. Við minnumst
góðra samvista við hann með sökn-
uði og trega og sendum okkar bestu
samúðarkveðjur til Veigu, Ingu,
Valdimars, Rafnars og fjölskyldna.
Birgir hafði ríka hæfileika til að
laða fram jákvæðni og gleði hvar
sem hann kom, var léttur í fasi með
bros á vör. Við börnin ræddi hann
sem jafningja og lagði sig fram um
að kynnast þeim og þeirra högum.
Birgir var fróður um margt og
hafði ánægju af að grúska og afla sér
þekkingar. Þó að hann hafi ekki not-
ið langrar skólagöngu var hann samt
sem áður vel menntaður. Birgir var
eins og fleiri í hans ætt góður sögu-
maður og hafði gaman af að segja frá
skrítnum uppákomum og sérstöku
fólki. Hann var pólitískur og hafði
ákveðnar skoðanir og stóð með þeim
sem standa höllum fæti.
Fæðingarsveitin Skógarströnd
var Birgi ávallt kær og hann sýndi
henni mikla ræktarsemi. Þó að hann
hafi búið í Keflavík stærstan hluta
ævinnar má segja að hann hafi aldrei
flutt úr sveitinni og átti þar um ára-
bil sitt annað heimili. Það var honum
mikils virði að við ættingjarnir rækt-
uðum minninguna um sveitina okkur
og forfeður.
Sambúð Birgis og Veigu var ein-
stök. Á tímum voru samskiptin
þannig að ókunnugir hefðu eflaust
talið að þar væru svarnir óvinir á
ferð, því það gat gengið á með skot-
um og eitruðum athugasemdum. Allt
var þetta þó í gamni gert og ástúð
undir hrjúfu yfirbragði.
Þó að Birgir hafi eins og aðrir
þurft að glíma við erfiðleika og
breyskleika stóð hann ávallt uppi
sem sigurvegari. Það var reisn yfir
honum og hann var flottur maður.
Lilja Soffía, Lára Jóna,
Sigurður Helgi og Dagný.
Hann Birgir minn er farinn í
löngu ferðina, ég sem var að vona að
hann myndi missa af lestinni, en svo
var ekki.
Hann var alltaf stundvís og
ábyggilegur í einu og öllu. Sérstakur
persónuleiki og einstakur maður.
Þegar ég þurfti að fá upplýsingar
um hvað væri að gerast í pólitík og
bara almennum málum á Íslandi eft-
ir að ég flutti úr landi þá þurfti ég
bara að spyrja Birgi mág minn. Þeg-
ar hann var búinn að skýra þetta allt
út fyrir mér, fannst mér ég vera
tilbúin að stíga upp á stól og halda
ræðu fyrir allan heiminn.
Hann var mjög vel lesinn og var
mjög gaman að hans útskýringum á
málefnum sem komu til tals. Það var
gaman og gott að heimsækja þau
hjónin, Veigu systur og Birgi. Hvort
sem var í Keflavík eða á Skógar-
ströndina.
Eftir að ég kom í fyrsta skipti
vestur á Skógarströnd og hitti for-
eldra Birgis, þau Jónas og Láru á
Leiti, þá skildi ég hvaðan hann kom.
Birgir elskaði sveitina sína, fólkið og
víðáttuna, sem var eins og hún
myndi aldrei enda.
Hann útskrifaðist úr Háskóla lífs-
ins með A+ í öllum fögum.
Hann var besti pabbi og afi. Það
var gaman að sjá hann með barna-
börnunum, hvað hann gaf sér mikinn
tíma fyrir þau og hvað hann naut
þess. Hann þessi hljóðláti maður
sem aldrei talaði illa um nokkurn
mann og kvartaði aldrei er farinn en
ekki gleymdur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við vottum Veigu, Rafnari,
Gunnu, Ingu, Venna, Valdimar,
Kristínu, Sólveigu, Almari, Örnu,
Bryndísi, Birgi, Tristani og Aríönnu
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Eygló og fjölskylda.
Birgir Frændi. Það er viljandi hjá
mér að setja stórt „F“ í frændi, því í
huga mér varst þú alvöru frændi og
þá meina ég maður sem þykir vænt
um skyldfólk sitt.
Þegar hugurinn reikar til æskuár-
anna þá man ég alltaf eftir því, að
þegar þú og Veiga voruð hjá okkur,
eða við hjá ykkur, þá gafst þú þér
alltaf tíma til að tala við okkur
„krakkana“ og ekki síst að þú hlust-
aðir á okkur og tókst þátt í samræð-
um okkar sem jafningi.
Tíminn flýgur og það er sumarið
1986. Ég var að koma úr Reykhóla-
sveitinni og vissi að pabbi og
mamma væru á Bílduhóli hjá Jóa
frænda. Ég ákvað að koma við og þá
voruð þið Veiga þar ásamt fleira
fólki. Eins og alltaf var líf og fjör í
kringum ykkur og mér er sérstak-
lega minnisstætt að þú varst með
tóbaksklút bundinn um ennið og
sagðist vera hinn íslenski Rambó.
Veigu frænku fannst þetta nú ekki
alveg jafn fyndið og okkur hinum.
Já, Birgir minn, þar sem þú varst
var alltaf líf og fjör. Samt sem áður
vissum við öll að á bak við brosmilda
manninn var traustur og góður fjöl-
skyldumaður.
Síðustu árin þegar ég hitti ykkur
Veigu á hinum ýmsu mannamótum,
þá endaðir þú alltaf kveðjuna til mín
með því að bjóða mér og mínum að
koma við í sumarbústaðnum ykkar
Veigu fyrir vestan, sem ég vissi að
var ykkar líf og yndi. Ég gerði það
aldrei, en ætla samt að reyna að
heimsækja hana Veigu þína þangað
næsta sumar og hver veit; kannski
mér takist að „draga“ pabba og
mömmu með og kannski bara fleiri
ættingja.
Þegar ég hitti þig síðast, er ég fór
með pabba og mömmu að heimsækja
þig á spítalann, var ég svo þakklát
fyrir það að þú þekktir mig. Ég von-
aði að þú mundir þekkja þau, en
vegna sjúkdóms þíns bjóst ég alls
ekki við að þú vissir hver ég væri.
Við stoppuðum stutt í þessari heim-
sókn. Eftir smá spjall um hin ýmsu
mál þreyttist þú fljótt og þegar við
stóðum upp til að kveðja og sögð-
umst frekar ætla að koma fljótlega
aftur, þá sýndir þú og sannaðir enn
hversu orðheppinn maður þú alltaf
varst, með því að segja þessi fleygu
orð: „Ég held það væri heillaráð.“
Nú ert þú kominn á þann stað sem
við sem eftir lifum vitum ekkert um.
Ég trúi því samt að þar munir þú
vakna heill heilsu og verða um-
kringdur af ættfólki og vinum, sem
farnir eru.
Ég ætla nú að kveðja þig, Birgir,
skemmtilegasti Frændi minn (þú
veist hvað það þýðir), með smá vísu-
korni og fá lokaorðin þín til okkar
pabba og mömmu að láni í fyrstu lín-
una:
Ég held það væri heillaráð
sig í að hafa að kveðja.
Við sjáumst þótt ekki verði í bráð
um það ég þori að veðja.
Elsku Veiga, Inga, Valdimar og
fjölskyldan öll. Megi góður Guð vera
með ykkur á þessari erfiðu stund,
þess óska ykkur líka Kris og Inga.
Kærar kveðjur,
Guðrún Lára Baldursdóttir
(Rúna frænka).
Birgir Jónasson