Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Þónokkur styr hefur staðið um stöðu
Sólheima í Grímsnesi undanfarna
daga. Á miðvikudaginn tilkynnti full-
trúaráð Sólheima að framkvæmda-
stjórninni hefði verið veitt heimild til
að segja upp þjónustu við fatlaða. Í
kjölfarið tilkynnti félags- og trygg-
ingamálaráðuneytið í félagi við sveit-
arfélagið Árborg að þjónusta á Sól-
heimum yrði áfram tryggð og að
íbúar mundu áfram eiga þar búsetu
færi svo að stjórn Sólheima nýtti fyrr-
greinda uppsagnarheimild.
Forsaga málsins er sú að nú liggur
fyrir Alþingi að samþykkja lög um
flutning á málefnum fatlaðra frá rík-
inu til sveitarfélaganna. Flest bendir
til þess að lögin verði samþykkt nú
fyrir helgi og munu þau þá öðlast gildi
1. janúar. Guðmundur Ármann Pét-
ursson, framkvæmdastjóri Sólheima,
segir að með lögunum sé litið fram
hjá sérstöðu Sólheima og að lítið tillit
hafi verið tekið til þeirra sjónarmiða
hingað til.
Vilja semja við jöfnunarsjóð
Samkvæmt umræddum lögum
verður yfirfærsla málaflokksins tekin
til endurskoðunar árið 2014.
Guðmundur segir kröfu fram-
kvæmdastjórnarinnar vera þá að Sól-
heimar fái að semja beint við jöfn-
unarsjóð sveitarfélaga til ársins 2014
en ekki við sveitarfélög á Suðurlandi
eins og lagafrumvarpið geri ráð fyrir.
Þannig haldist að hans mati sjálfstæði
Sólheima en fáir heimilismenn séu frá
sveitarfélögum á Suðurlandi.
„Mér finnst eðlilegt að löggjöf í
þessum málaflokki endurspegli þá
staði sem nú eru starfandi og þeir
gjaldi ekki þessa gjörnings,“ segir
Guðmundur.
Öll sveitarfélög á Suðurlandi nema
Vestmannaeyjar og Hornafjörður
standa að sameiginlegu þjónustu-
svæði fyrir fatlaða. Sveitarfélögin eru
13 talsins, þar eru 5 félagsþjónustur
sem mynda félagsþjónusturáð sem
mun taka við málefnum Sólheima af
ríkinu. Sveitarfélagið Árborg sér um
að semja fyrir hönd sveitarfélaganna
við sjálfstæða þjónustuaðila eins og
Sólheima.
„Um miðjan nóvember höfðum við
samband við Sólheima með það að
markmiði að hefja samningsvinnu því
vitað er að slík vinna getur tekið tíma
og lögin taka gildi 1. janúar,“ segir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmda-
stjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún
segir að forsvarsmenn Sólheima hafi
ekki viljað hefja viðræður fyrr en lög-
in hefðu öðlast gildi. „Við ákváðum að
verða við þeirra beiðni en munum
áfram verða í sambandi við Sólheima
um að semja, svo framarlega að fram-
kvæmdastjórnin nýti ekki heimildina
til að segja upp þjónustunni.“
Fjárframlög tryggð
Ásta segir að sveitarfélögunum
hafi verið tryggt nægilegt fjármagn
til að standa undir starfsemi Sól-
heima og annarra stofnana sem hafi
með málefni fatlaðra að gera. Þau
þrettán sveitarfélög sem Árborg sé í
forsvari fyrir hafi alla burði til að
sinna málaflokknum almennilega.
„Samkvæmt nýsamþykktum fjárlög-
um er gert ráð fyrir því að Sólheimar
fái nákvæmlega sömu upphæð á
næsta ári og þau fengu í ár,“ segir
Ásta. Það sé þó nauðsynlegt að gera
þjónustusamning við Sólheima. Hún
segist ekki hafa fengið neinar hald-
bærar útskýringar á því hvers vegna
Sólheimar treysti ekki sveitarfélög-
unum fyrir málinu.
Guðmundur Ármann segir að Sól-
heimar vilji einfaldlega ekki hefja við-
ræður við Árborg fyrr en allt annað
hafi verið reynt. Málið snúist ekki um
traust eða vantraust.
„Það sem okkur gengur til er að
tryggja áframhaldandi sérstöðu Sól-
heima,“ segir Guðmundur. Hann
bendir á að við fyrri tilraunir til þess
að flytja málefni fatlaðra yfir til sveit-
arfélaga hafi verið gert ráð fyrir því
að Sólheimar stæðu utan við þann
gjörning. Guðmundur segist hafa
fengið þau svör að núverandi fyrir-
komulag helgist af þeirri stöðu sem
Samband íslenskra sveitarfélaga vilji
eiga þegar komi til yfirfærslu á mál-
efnum aldraðra.
Skapar fordæmi
„Næsta boðaða yfirfærsla verður á
málefnum aldraðra og þar er sjálfs-
eignarstofnunar-fyrirkomulagið al-
gengt. Við höfum fengið þau svör að
ekki sé hægt að veita Sólheimum grið
því þá höfum við skapað fordæmi við
tilfærslu á málefnum aldraðra,“ segir
Guðmundur. Hann segir að forsvars-
menn Sólheima hafi einungis fengið
eitt tækifæri til þess að kynna sjón-
armið sín fyrir félagsmálanefnd Al-
þingis og sá fundur hafi staðið yfir í
hálftíma.
Vilja tryggja sérstöðu Sólheima
Sólheimar vilja standa utan við tilfærslu á málefnum fatlaðra og semja beint við jöfnunarsjóð
Framkvæmdastjóri Árborgar segir sveitarfélög á Suðurlandi hafa fulla burði til að taka við af ríkinu
Morgunblaðið/RAX
Sólheimar Framkvæmdastjóri Sólheima vill semja beint við jöfnunarsjóð.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Um tólf hundruð ferðamenn eru
bókaðir á hótelum og gistiheimilum
í Reykjavík um jólin og er það svip-
aður fjöldi og hefur verið und-
anfarin tvö ár. Ívið fleiri eru bókað-
ir um áramótin, eða um 3.400
ferðamenn og það er aukning frá
fyrri árum, að sögn Ernu Hauks-
dóttur, framkvæmdastjóra Sam-
taka ferðaþjónustunnar. Hún segir
að búast megi við að tölurnar
hækki þegar líða fer á mánuðinn
þar sem ferðamenn séu farnir að
bóka ferðir sínar með sífellt styttri
fyrirvara.
Desembermánuður á Íslandi þyk-
ir einstakur og hafa fjölmargir
ferðavefir mælt með því að fólk
verji jólunum hér á landi. Þar má
meðal annars nefna ferðavef CNN
og breska dagblaðsins Guardian.
Erna segir marga ferðamenn einn-
ig kjósa að vera hér á landi milli
jóla og nýárs, án þess að dvelja yfir
sjálfa hátíðisdagana, enda sé mikið
um að vera í miðborginni allan des-
embermánuð. Jólaskreytingarnar
vekja verðskuldaða athygli sem og
jólahlaðborðin sem veitingastað-
irnir bjóða upp á, en þau teljast
meðal þeirra bestu í heimi.
Að sögn Ernu er boðið upp á
ýmsa afþreyingu í Reykjavík fyrir
ferðamenn um hátíðirnar og verður
farið í fjölbreyttar dagsferðir frá
borginni alla hátíðisdagana. Þó svo
að flestar verslanir og veitinga-
staðir séu lokaðir á helstu hátíð-
isdögum desembermánaðar ætti
það ekki að koma að sök. „Auðvitað
er ekki allt opið, en það er heldur
ekki hjá mjög mörgum öðrum þjóð-
um. Fólk heldur þá bara upp á svo-
lítið öðruvísi jól hér,“ segir Erna og
bendir á að hótelin bjóði flest upp á
jólaveislur á hátíðisdögum svo eng-
inn ætti að verða svikinn um jóla-
steikina.
Tólf hundruð ferðamenn á Íslandi
um jólin og enn fleiri um áramótin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stemmning Margir ferðamenn
kjósa að upplifa íslensk jól í ár.
43
fatlaðir einstaklingar búa og
starfa á Sólheimum í Grímsnesi
sem voru stofnaðir árið
1930
Sólheimar fá rekstrarkostnað
greiddan úr ríkissjóði og í nýjum
fjárlögum eru samfélaginu tryggðar
264,2
milljónir sem er sama upphæð
og Sólheimar hafa fengið
undanfarin tvö ár.
13
sveitarfélög á Suðurlandi munu
taka við málefnum Sólheima af
ríkinu. Innan þeirra starfa
5
félagsþjónustur sem mynda
félagsþjónusturáð. Árborg sér
um samninga fyrir hönd sveitar-
félaganna.
‹ SÓLHEIMAR Í TÖLUM ›
»
JÓLAPRÝÐI
PÓSTSINS 2010
Jólaprýði er fallegt jólaskraut fyrir heimilið
og tilvalið í jólapakkann.
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistar-
maður á Akureyri er höfundur jólaóróanna
og jólafrímerkjanna 2010.
Jólaóróarnir eru seldir 4
saman í pakka á kr. 3.100
og stakir í pakka á kr. 850.