Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 ✝ Geir HlíðbergGuðmundsson fæddist í Geirshlíð í Miðdölum, Dalasýslu, 11. ágúst 1953. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 6. desem- ber sl. Foreldrar hans: Guðmundur Gíslason, bóndi í Geirshlíð, f. 11. maí 1929, d. 3. október 2007 og Guðný Jón- asdóttir, húsmóðir í Geirshlíð, f. 3. janúar 1929. Systkini Geirs: Gísli Hlíðberg, f. 6. ágúst 1955 og Sigurdís, f. 4. febrúar 1960. Hinn 26. júní 1976 kvæntist Geir eftirlifandi eiginkonu sinni, Mar- gréti Guðmundsdóttur geislafræð- ingi, f. 11. september 1953. Margrét er dóttir Guðmundar Óskarssonar bifvélavirkja, f. 8. október 1927 og Geir starfaði sem læknir við Heilsu- gæsluna í Ólafsvík árin 1982-1983, við Heilsugæsluna og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði árin 1981-1982 og 1986-1990. Heimilislæknir við Heilsugæslustöð Miðbæjar árin 1990-2010 og læknir á Droplaug- arstöðum árin 1999-2010. Einn af stofnendum Læknavaktarinnar ehf. og sat í stjórn hennar árin 1998- 2009. Síðustu mánuðina starfaði hann við stjórnsýslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Geir sótti fjölda símenntunarnámskeiða í heimilislækningum og undanfarin þrjú ár lagði hann stund á fram- haldsnám í lýðheilsufræðum við Nor- ræna heilsuháskólann í Gautaborg. Geir var virkur félagi í Oddfellow- stúkunni Snorra goða og Kiwanis- klúbbnum Heklu. Gegndi hann m.a. starfi kjörumdæmisstjóra Kiwanis á Íslandi og Færeyjum 2009-2010. Geir hafði mikla ánægju af skíðaiðkun og allri útivist. Heimaslóðirnar í Döl- unum voru honum ætíð hjartfólgnar og þar naut hann sín við leik og störf. Útför Geirs fer fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ í dag, 17. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Jarð- sett verður í Garðakirkjugarði. Þórgunnar Þorgríms- dóttur húsmóður, f. 16. apríl 1928. Börn Geirs og Mar- grétar: Guðmundur Freyr, f. 17. október 1976, bóndi í Geirs- hlíð. Eiginkona, Pál- ína Kristín Jóhanns- dóttir og börn þeirra: Sindri Geir, Eydís Lilja og Jóhann Mar- geir. Gunnar Þór, f. 11. nóvember 1980, læknir. Steinunn Ósk, f. 6. ágúst 1982, hjúkr- unarfræðinemi. Maki, Friðrik Óskar Friðriksson og börn þeirra: Iðunn Lilja og Friðrik Skorri. Geir varð stúdent frá Mennta- skólanum á Laugarvatni árið 1973, eðlisfræðideild. Cand. med. frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1979 og lauk sérfræðinámi í heim- ilislækningum frá Svíþjóð árið 1986. Elsku pabbi, nú ertu horfinn á braut. Sár er missirinn. Sár því svo margt er ósagt og ógert. Sár því nær- vera þín er ekki til staðar. Í byrjun árs hætti hjarta þitt að slá, en tók við sér á ný og sigraðist á öllum hindrunum. Við héldum í einlægni að sigurinn væri okkar og glöddumst yf- ir hamingjuríkum ókomnum árum. En þegar síst skyldi kom þessi litla þúfa og brá fyrir þig fæti. Fallið var mikið og meira en nokk- urn óraði fyrir, þú reist ekki upp aft- ur. Hún rændi þér frá okkur, þessi litla skaðræðisþúfa. En hún getur ekki rænt frá okkur góðu stundunum. Hlýjunni, væntum- þykjunni og hjálpseminni. Þær hugs- anir verða ekki teknar frá okkur held- ur munu þær styrkja okkur í sorginni og halda við minningu þinni um ókomin ár. Gunnar Þór Geirsson. Ég man þegar ég var lítill hvað við eyddum miklum tíma saman. Ég fór með þér í sveitina þar sem ég fékk að vera með þér og afa í hinum ýmsu bú- störfum þótt ég væri ekki hár í loft- inu. Þar smitaðist ég af sveitabakt- eríunni sem er oftast ólæknandi. Þú tókst mig með þegar þú varst á drátt- arvélunum og leyfðir mér að „keyra heim“ þegar búið var taka saman á túninu þann daginn og það er mér enn eftirminnilegt. Þegar ég varð eldri ákvað ég að taka við búskapnum í Geirshlíð. Studdir þú mig með ráðum og dáð í því ferli. Oft komuð þið mamma í heimsókn og gistuð hjá mér og á æskuheimili þínu til að byrja með. Vorum við mikið í heyskap sam- an og einnig í að búa til ný og stærri tún. Í túnræktinni fékk ég að njóta reynslu þinnar sem gamall ýtumaður hjá ræktunarsambandinu og sléttaðir þú nokkur tún með ýtu sem ég fékk lánaða. Man ég eftir að eina vanda- málið var að fá þig af ýtunni því þér fannst þetta alveg rosalega gaman. Þegar árin liðu byggðuð þið mamma sumarbústað þar sem þú undir þér við leik og störf. Þú komst alltaf við heima á leiðinni í bústaðinn og spurðir oft hvort eitthvað væri að gera. Feng- um við Lína að njóta krafta þína við heyskap, áburðardreifingu og smala- mennsku. Var gott að fá að njóta starfskrafta þinna í sveitinni, sérstak- lega við vélastörf sem þér fannst svo skemmtileg. Þó að þú hafir veikst al- varlega þegar þú varst ungur varst þú aldrei veikur. Þú lést veikindin aldrei hafa áhrif á það hvernig þú lifð- ir þínu lífi og einnig varst þú ekkert að hlífa þér. Þú lifðir lífinu til fulls og gerðir það sem þú vildir gera þegar þú vildir gera það. En ég á mjög bágt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur og trúi því ekki ennþá. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert staddur núna og við sjáumst aftur eftir ein- hvern tíma. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Þinn vinur og sonur, Guðmundur Freyr Geirsson. Lífið er hverfult. Elskulegur bróðir er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Í 30 ár lifðirðu með þínum sjúkdómi, varst aðeins 27 ára þegar þú fórst í þína fyrstu hjartaaðgerð. Þú lést það ekki hefta þig, varst alltaf sívinnandi, ef ekki við læknisstörf þá við fé- lagsstörf, m.a. hjá Oddfellow og Kiw- anis. Einnig ferðuðust þið hjónin mik- ið, oft í tengslum við endurmenntun ykkar eða félagsstörf. Þótt þú færir ungur að heiman til náms varstu alla tíð mikill Dalamað- ur. Um síðustu aldamót byggðir þú sumarbústað á æskuslóðunum að Hrafnabjörgum í Hörðudal. Þar dvaldirðu mikið í þínum frístundum með fjölskyldunni, sinntir trjárækt og aðstoðaðir oft við bústörfin í Geirs- hlíð. Þú varst mikill fjölskyldumaður. Það var gæfa þín að hitta eftirlifandi eiginkonu þína, Margréti, á fyrsta ári í læknisfræðinni. Börnin ykkar þrjú og síðan barnabörnin eru augastein- arnir ykkar. Meðan börnin voru ung var ferðast mikið um Ísland. Oft fékk dóttir mín að fara með í þær ferðir og á hún mjög góðar minningar úr þeim. Þegar ég hugsa til baka koma upp í hugann margar góðar minningar. Við sem strákar að leik í sveitinni þar sem við ólumst upp við mikla hlýju og alúð foreldra okkar, við með pabba í vöru- bílnum eða við fullorðnir með eigin- konum okkar á skemmtilegum ferða- lögum heima og erlendis. Eftirminnileg er ferðin til Portú- gals og Spánar, meðal annars akst- urinn frá Portúgal yfir til Spánar þar sem ég ók bílaleigubílnum og þú varst á kortinu. Eiginkonurnar aftur í að reyna að telja okkur trú um að við værum að villast. Við „vissum“ að við værum á réttri leið þótt við hefðum trúlega ekki farið stystu leiðina, en við komumst á leiðarenda að lokum. Einnig kemur fjölskylduferðin á skíði til USA upp í hugann. Háfjallaveikin herjaði á mannskapinn. En þú tókst ekki annað í mál en að fara upp í fjall alla dagana þrátt fyrir að þunna loftið væri ekki hollt fyrir þig. Harðfylgi þitt var lýsandi fyrir lífsviðhorf þitt. Þá eins og oftar hefði ef til vill verið skynsamlegra að fara aðeins rólegar en það var ekki þinn stíll. Missir fjölskyldunnar er mikill, sérstaklega eiginkonu, barna, barna- barna og móður okkar. Megi góðar minningar og guðshjálp styrkja okk- ur í sorginni. Þín minning lifir. Þinn bróðir, Gísli. Hvað er langlífi? Hvað er langlífi, alefling andans og athöfn þörf. (Jónas Hallgrímsson) Fallinn er frá fyrir aldur fram góð- ur félagi okkar og starfsbróðir, Geir H. Guðmundsson læknir. Viljum við minnast hans með fáeinum orðum. Dalasýsla er eitthvert söguríkasta hérað landsins. Hún er leiksvið ör- lagaríkra atburða um margar aldir. Þar námu göfgir höfðingjar land, þar er sögusvið Laxdælu, þar bjuggu Sturlungar, þar fæddist Snorri … Hörðudalur er grösugur í besta lagi og hlýlegur. Þar fæddist Geir og sleit barnsskónum.Við kölluðum hann gjarnan Dalamanninn. Við höldum að þrátt fyrir hógværð sína hafi hann verið ofurlítið stoltur af viðurnefninu. Fyrir nokkrum árum byggði hann með fjölskyldunni sumarhús í dalnum sínum. Þangað var farið í frístundum til að njóta kyrrðarinnar og náttúr- unnar í átthögunum. Mörg okkar heimsóttum þau hjón í bústaðinn á fögrum ágústdögum fyrir þremur ár- um og nutum þar gestrisni þeirra og leiðsagnar. Geir hafði gaman af að sýna okkur æskuslóðirnar. Kenna okkur örnefnin og segja okkur sögu þeirra. Hrafnabjörg, Hólsfjall, Þórut- indur, Tregasteinn … Fór með okkur inn Laugardal allt upp í Sópanda- skarð. Hér vorum við á slóðum forn- kappanna. Þetta verða okkur ógleym- anlegir sumardagar. Við eigum öll góðar minningar um hann Geir allt frá því við vorum sam- an í læknadeild Háskólans. Traustur og yfirvegaður og röddin var karl- mannleg. Einbeittur og stundum lítt sveigjanlegur en góður félagi. Hóg- vær með réttlætiskennd. Við urðum fljótt vör við að hann væri góður og samviskusamur læknir. Bar ætíð hag sjúklinga sinna fyrir brjósti. Skömmu eftir að við útskrifuðumst úr lækna- deildinni lenti hann sjálfur í því að veikjast alvarlega. Þau veikindi hafa nú óbeint valdið hinum ótímabæra dauðdaga. Þrátt fyrir þetta áfall í upphafi lét hann ekki bilbug á sér finna. Þvert á móti var hann alla tíð ákaflega starfsamur. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að hann gæti sinnt fjölskyldu sinni af kostgæfni. Við kveðjum nú góðan dreng, fé- laga og vin. Biðjum allar góðar vættir að styrkja fjölskyldu Geirs H. Guð- mundssonar. F.h. félaganna úr læknadeild Há- skóla Íslands útskrifaðir 1979, Haukur Valdimarsson. Í dag kveðjum við góðan dreng, Geir H. Guðmundsson lækni, sem lát- inn er langt um aldur fram eftir óvænt en erfið veikindi á þessu hausti. Geir kom til starfa sem sérfræðingur í heimilislækningum á Heilsugæslu- stöð Miðbæjar haustið 1990 og starf- aði þar til dauðadags, en síðustu eitt til tvö árin í sérverkefnum fyrir Heilsugæsluna í Reykjavík. Fyrir voru tveir heimilislæknar, undirrituð og Ásmundur Magnússon, en smám saman urðum við fimm í læknahópn- um. Sólveig Benjamínsdóttir bættist í hópinn 1991, Máni Fjalarsson nokkr- um árum síðar og loks María Ólafs- dóttir, öll sérfræðingar í heimilis- lækningum. Stöðin bjó við mikil húsnæðisþrengsli 1990 og deildum við Geir vinnuaðstöðu minni, tveimur litlum herbergjum, til að byrja með, og létum okkur nægja sitt hvort. En í ársbyrjum 1991 rættist úr með hús- næði og við fluttum á Vesturgötu 7, þar sem stöðin er enn til húsa. Geir var duglegur og samviskusamur læknir og sinnti sjúklingum sínum vel. Hann var mjög traustur og þægi- legur í samstarfi. Hann var yfirleitt staðgengill minn og yfirlæknir stöðv- arinnar, ef ég fór í frí, og þessi 19 ár, sem við unnum saman, urðu aldrei hnökrar á samstarfi okkar. Hann var ósérhlífinn og gekk í öll verk, sem til féllu, sinnti sínum sjúklingum, stóð vaktir, tók þátt í kennslu læknanema og kandídata, og sinnti afleysingum eftir þörfum, ásamt sérverkefni sínu, sem var að sjá um sjúkradeildina á Droplaugarstöðum fyrir hönd stöðv- arinnar, í mörg ár. Hann sat lengi í stjórn Læknavaktarinnar. Hann var líka duglegur að stunda viðhalds- menntun bæði heima og erlendis. Ut- an vinnutíma var hann góður félagi, og þá kynntumst við hans ágætu konu, Margréti Guðmundsdóttur röntgentækni. Við komum yfirleitt saman nokkrum sinnum á ári, ýmist allir starfsmenn stöðvarinnar með mökum eða bara læknahópurinn við ýmis tækifæri, svo sem árshátíðir, matarveislur af ýmsu tagi, ferðir og námskeið. Ógleymanleg er ráðstefnu- ferð, sem við fórum saman til Flórída fyrir nokkrum árum. Við fræddumst um börnin hans þrjú, sem honum var mjög annt um, þau Guðmund, Gunnar og Steinunni, og seinna barnabörnin. Einnig um sumarhúsið, sem þau byggðu á æskustöðvum hans í Geirs- hlíð í Dalasýslu. Ég vil að lokum votta Margréti, börnum hennar og öðrum aðstandendum Geirs mína innileg- ustu samúð og ég mæli þar líka fyrir munn annarra samstarfsmanna okk- ar á Heilsugæslustöð Miðbæjar. Margrét Georgsdóttir, frv. yfirlæknir Heilsugæslustöðvar Miðbæjar. Heilsugæzlustöð Miðbæjar hóf starfsemi sína 1983 í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg. Ég kom til starfa þar 1987 og fyrir var aðeins einn læknir, Magrét Georgsdóttir yf- irlæknir. Við vorum í sambýli við Lungna- og berklavarnadeildina og húsnæði fremur þröngt. Nokkru áður en við fluttum á núverandi stað, í jan- úar 1991, á Vesturgötu 7, og starfs- svæði stöðvarinnar var tvöfaldað, bættist þriðji læknirinn við, Geir Hlíðberg Guðmundsson sem kom frá Ísafirði. Fékk Geir eitt skoðunarher- bergi sem vinnuaðstöðu! En aðstaða okkar allra vænkaðist á Vesturgötu. Fljótt fann ég að hér var traustur læknir á ferð og vel að sér í fræð- unum. Við Geir og Margrét áttum mjög gott samstarf í hátt á annan ára- tug. Síðan bættust fleiri kollegar við einn af öðrum. Geir var traustur fé- lagi sem var gott að vinna með og bera bækur sínar saman við. Oftar en ekki var það Geir sem leysti Margréti af sem yfirlæknir þegar hún var fjar- verandi. Og hann tók að sér fleiri trúnaðarstörf, m.a. í stjórn Lækna- vaktarinnar ehf. frá stofnun hennar. Undanfarin ár jók Geir við þekkingu sína, meðal annars með námskeiðum á Nordiska hälsovårds-högskolan í Svíþjóð og eitt ár var hann við öldr- unarlækningar á Landspítalanum. Síðustu ár hefur hann starfað einnig á öðrum vettvangi innan Heilsugæzlu höfuðborgarsvæðisins, bæði á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum og á héraðsvakt, og starfshlutfall á heilsugæzlustöðinni þ.a.l. minnkað. Við Geir og Margrét Georgsdóttir, ásamt Sólveigu Benjamínsdóttur og Mána Fjalarssyni sem störfuðum hvað lengst saman sem læknar á Heilsugæzlustöð Miðbæjar, áttum ásamt mökum ýmsar ánægjulegar stundir saman utan vinnutíma. Auk okkar voru þar með kollegar sem störfuðu skemmri eða lengri tíma á stöðinni. Á þessum stundum kynntist maður þeim Geir og Margréti eigin- konu hans betur og Geir sýndi á sér nýjar og léttari hliðar. Þetta ár sem er að líða hefur verið þeim Margréti og fjöskyldunni erfitt. Þegar hann var búinn að ná sér þokkalega eftir alvarlegan heilsu- brest um síðustu ármót og farinn að starfa á ný, tóku ný veikindi við. Geir er okkur öllum harmdauði, og ég votta Margréti og ástvinum þeirra öllum mína dýpstu samúð. Bið þeim öllum blessunar Guðs og blessuð sé minning góðs drengs. Ásmundur Magnússon. Vinur minn Geir var einhver sá lóg- ískasti maður sem ég hef kynnst. Ein stutt saga lýsir því vel. Um sl. áramót fékk Geir mjög slæmt hjartaáfall og ef ekki hefðu komið til góð viðbrögð hjá Möggu og starfsfólki hjartadeild- ar LHÍ, hefði Geir ekki haft það af. Geir var haldið sofandi í um tvær vik- ur og er hann komst til meðvitundar, þá var hann fyrst í stað ekki með á nótunum um hvar hann væri staddur né hvað hafði gerst. Við Valdi Árna heimsóttum hann á sjúkrahúsið og náðum við ekki miklu sambandi við hann. Geir sat á rúmi sínu og sagði fátt og var eins og áður sagði ekki með á nótunum. Við Valdi fórum að spjalla saman um ástandið í þjóð- félaginu og Valdi sagði sem svo að ástandið yrði orðið það slæmt í haust að sorpið yrði ekki lengur tekið hjá okkur. Ég svaraði með því að segja, að þetta yrði þá eins og í gamla daga að við þyrftum að henda því í sjóinn. Valdi sagði að það hefði einmitt verið gert í Sandgerði í gamla daga, sorp- inu var sturtað í sjóinn og síðan kveikt í því. Þá allt einu heyrðist í Geir: „Þið hafið nú varla kveikt í því sem var sjó- blautt.“ Leiðir okkar Geirs lágu saman fyr- ir rúmum fjórum áratugum í ML. Geir átti auðvelt með nám og það var sumum félögum okkar minnisstætt að Geir gat legið uppi í rúmi og lesið einu sinni yfir sögubókina og náms- efnið var komið inn og sat þar. Einn kennarinn lýsti Geir þannig: „Hann segir ekki mikið, en er alveg þræl- skarpur.“ Og það voru orð að sönnu, ég er reyndar ekki alveg sammála fyrri hlutanum, því Geir gat rökrætt endalaust ef því var að skipta. Og aldrei lét hann sinn hlut, ef talið barst að Dölunum, sauðkindinni og ákveðnum stjórnmálaflokki, þar varð honum ekki hnikað. Að loknu stúdentsprófi hóf Geir nám í læknadeild HÍ og eins og áður sóttist Geir námið vel. Á fyrsta árinu náði Geir í Möggu sína og var alla tíð mikið jafnræði á milli þeirra. Leið þeirra lá síðan til Svíþjóðar, þar sem Geir stundaði framhaldsnám í heim- ilislækningum. Geir starfaði alla tíð sem heimilislæknir; í Noregi, Svíþjóð og hér heima á Ísafirði, Ólafsvík og Reykjavík. Geir var farsæll læknir, athugull og leysti mál af öryggi og með yfirvegun. Þetta ár hefur verið erfitt hjá Geir og mikið álag á Möggu og börnum þeirra, en þau hafa öll sýnt mikinn styrk á þessum erfiðu tímum. Góður drengur er kvaddur og mun ég sakna þess mikið að geta ekki leng- ur rökrætt við Geir um menn og mál- efni. Við Birna sendum Möggu, Guð- mundi, Gunnari, Steinunni og fjölskyldum þeirra sem og móður Geirs og systkinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Geirs. H. Guð- mundssonar. Þorsteinn Garðarsson. „Hin gömlu kynni gleymast ei.“ Þessi hending leitar á hugann þegar við kveðjum vin okkar Geir Hlíðberg Guðmundsson hinstu kveðju á dimmri jólaföstu. Vinskapur okkar allra hófst fyrir rúmum 40 árum er við, ungir menn, vorum í Menntaskól- anum á Laugarvatni. Hið nána sam- býli á heimavist á mótunarárum ungra manna skapaði grunn að ævi- langri vináttu. Við komum víða að, bæði úr sveit og sjávarþorpum. Geir var frá Geirs- hlíð í Dölum vestur. Geir var í eðli sínu dreifbýlismaður, unni Dölunum og þegar hann varð fullorðinn reisti hann sér sumarhús í sinni heimasveit og dvaldi þar eins mikið og hann gat. Geir var góður námsmaður, fyrst og fremst raungreinamaður, afar minnugur og svo rökfastur að það var ekki auðvelt verk að hrekja hans mál- stað. Það má segja að orð eins kenn- ara okkar lýsi Geir vel: „Segir ekki margt, en er bráðskarpur,“ því Geir fannst óþarfi að fjölyrða um fánýta hluti. Geir var ekki sá sem maður þekkir eftir stutta viðkynningu, en eftir að kynni tókust, þá voru þau sterk og entust. Geir var oft kátur og það var gam- an að hlæja með honum, hann var um- burðarlyndur, en hann gat líka verið þver. Ef honum líkaði ekki, þá líkaði Geir Hlíðberg Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.