Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 Ólína Þorvarð- ardóttur hefur sýnt sitt rétta andlit þegar kem- ur að upplýstri um- ræðu um sjávarútveg. Sama manneskjan og sagði: „Ég minni þó á að í siðaðri umræðu beita menn rökum um efnisatriði máls“ kol- fellur á eigin bragði með því að draga sig í hlé um leið og kallað er eftir rökum fyrir málflutningi hennar. Kannski er hún enn í losti eftir fréttir um að af- skriftir „ofurskuldsettra“ sjávar- útvegsfyrirtækja væru aðeins brot af því sem hún hélt að þær myndu verða? Dræm mæting á fund Samfylking- arinnar um sjávarútvegsmál á Ak- ureyri fyrir nokkru er til vitnis um að þjóðin lætur ekki stjórnmálamenn fífla sig, því þar mættu u.þ.b. 0,15% af íbúum svæðisins. Sú mæting rímar illa við ummæli þeirra stjórnmála- manna sem telja sig standa fyrir breytingum í sjávarútvegi í umboði þjóðarinnar enda fer lítið fyrir um- mælum um sigra Ólínar á þeim fundi, en hafa skal það sem betur hljómar. Valdníðsla ráðherra En Ólína er ekki eini stjórn- málamaðurinn sem talar niður til þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherrann sjálfur er þar ekki betri en aðrir. Framganga hans við setningu reglugerðar um takmarkanir á dragnótaveiðum lýsir ótrúlegum valdhroka og lítilsvirðingu í garð þeirra sem hafa lifibrauð sitt af þeim veiðum. Vantrú hans á vís- indamönnum Hafrannsóknastofn- unarinnar er algjör. Þeir höfðu kom- ist að þeirri niðurstöðu að áhrif dragnótar á botndýralíf væru ómark- tæk. Þá er sú ákvörðun ráðherrans að úthluta ekki aflamarki í úthafs- rækju með ólíkindum. Hún hefur verið kærð og verður fróðlegt að sjá hvort ráðherrann kemst upp með þá valdníðslu sem í ákvörðuninni felst. Annar ráðherra VG, Ögmundur Jónasson, fyllir þann flokk stjórn- málamanna sem tala af hroka í garð sjáv- arútvegsins. Hann lét hafa eftir sér á fundi samtaka strandveiði- manna að kvótakerfið væri orsök efnahags- hrunsins. Enginn dreg- ur í efa að sjávarútvegs- fyrirtæki skulda umtalsverðar fjárhæðir. Samt eru þær skuldir ekki nema 2,4% af heildarskuldum allra íslenskra fyrirtækja í lok árs 2009. Afskriftir til sjávarútvegsfyr- irtækja eftir hrunið eru mjög litlar í heildarsamhenginu. Að tengja kvóta- kerfið efnahagshruninu er ann- aðhvort hroki eða heimska, nema hvort tveggja sé. Upphaf kvótakerfisins Þessir þrír þingmenn eru í hópi þeirra sem linnulítið halda því fram að hinar dreifðu byggðir landsins hafi farið halloka vegna kvótakerfisins. Kvótakerfið er afleiðing, ekki orsök. Þótt aðeins séu rúm 25 ár frá því kvótakerfinu var komið á virðist stór hluti þjóðarinnar illa eða óupplýstur um hver var ástæða þess að því var komið á. Fiskistofnar voru að hruni komnir vegna ofveiði en þrátt fyrir þessa miklu veiði var rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja á helj- arþröm. Langflestir útgerðarmenn voru alfarið á móti kvótakerfinu á sínum tíma enda skerti það verulega möguleika þeirra til veiða. Á þessum árum veiddum við allt að 400 þúsund tonn af þorski, en í dag eru þetta 160 þúsund tonn. Þessi mikli niðurskurður í afla- heimildum kallaði á stórfækkun skipa og vinnslustöðva. Sú breyting varð þó ekki fyrr en framsal afla- heimilda var gefið frjálst eftir gríð- arlegan taprekstur í sjávarútvegi um árabil. Þrátt fyrir niðurskurðinn er það svo að flest fyrirtækin skila góðri rekstrarafkomu í dag. En hún hefur ekki orðið til án fórna. Samruni fyr- irtækja, fækkun skipa og ör tækniþróun hefur gert það að verk- um að starfsfólki við veiðar og vinnslu hefur fækkað mikið. Fyrir 15 árum störfuðu um 16.000 manns við veiðar og vinnslu en í dag eru það rúmlega 7.000 manns. Sérkennilegar „gjafir“ Eittvert vinsælasta hugtakið í munni þeirra sem harðast ganga fram gegn sjávarútveginum er það sem nefnt er „gjafakvóti“. Stór hluti skulda íslenskra útgerðarfyrirtækja er í dag tilkominn vegna kaupa þeirra á aflaheimildum til þess eins að halda sjó í þeim niðurskurði sem þau hafa orðið fyrir með samdrætti í kvótaút- hlutun. Þorbjörn hf. í Grindavík er gott dæmi um fyrirtæki sem hefur gengið í gegnum miklar breytingar. Fyrirtækið gerir í dag út sjö skip en kvóti þeirra kemur af 45 skipum. Um 90% veiðiheimilda fyrirtækisins hafa verið keypt. Ef ekki væri fyrir nið- urskurð í aflaheimildum í þorski væru þær í dag 5.000 tonnum meiri en raun ber vitni. Óneitanlega sér- kennilegar „gjafir“ þar á ferð. Það er þekkt úr sögunni að verð- mæti eru tekin af þeim sem hafa skapað þau og þeim endurúthlutað til þeirra sem telja sig réttmæta hand- hafa þeirra. Þekktasta dæmið er frá Simbabve; þurfum við eitthvað að ræða stöðuna þar núna? Hefur kvóta- kerfið reynst Íslendingum illa? Svarð er einfalt: Nei. Kerfið hefur leitt af sér gríðarlega endurskipulagningu og hagræðingu með stóraukinni arð- semi sem þjóðarbúið hefur allt notið góðs af. Störfum hefur vissulega fækkað en að kenna því einu um fækkun fólks á landsbyggðinni er ein- földun. Bættar samgöngur og auknar kröfur almennings um aðbúnað og þjónustu eiga hér stærstan hluta að máli. En það hentar málstaðnum frekar að berja á sjávarútveginum. Í norska liðinu? Það er íhugunarvert að á sama tíma og fregnir berast af hug- myndum stjórnvalda um að grafa undan þeim stöðugleika, sem sjávar- útvegurinn þarf að búa við, eru norsk stjórnvöld að setja milljarða króna í markaðsmál fyrir eigin sjávarafurðir. Og hvert skyldi markmiðið vera? Að ryðja burt íslenskum afurðum á dýr- ustu og bestu mörkuðunum. Norræn samvinna kann að vera góðra gjalda verð en það er of langt gengið þegar íslensk stjórnvöld leggja lóð á vog- arskálar Norðmanna, helsta sam- keppnisaðila okkar fyrir sjávaraf- urðir í Evrópu. Að tala sjávarútveginn niður Eftir Pál Steingrímsson » Að tengja kvótakerf- ið efnahagshruninu er annaðhvort hroki eða heimska, nema hvort tveggja sé. Páll Steingrímsson Höfundur er sjómaður. Af hverju var vinnan tekin frá mér? Af hverju má fólk ekki hafa at- vinnu? Af hverju er allt þetta of- beldi, tillitsleysi og mannfyrirlitn- ing? Það eru ekki margir sem vilja hafa 64 ára karlfausk í vinnu, þannig að þegar ungur hugsjónamaður gerði draum sinn að veruleika, og ég fékk vinnu við að framleiða heilsudrykk sem hét My secret, var lundin létt, lögð var nótt við dag, að smíða tæki til gerilsneyðingar og pökkunar. Ekki voru allar þær stundir taldar, en metnaðurinn var mikill og margir nutu góðs af, bæði neytendur sem og starfsmenn allir. Í annarri viku nóvember ruddust starfsmenn hins opinbera inn í búðir og markaði, rifu vöruna úr hillum og kælum. Allt okkar starf var eyðilagt, merkið lagt í rúst. Þeir héldu okkur sem við þetta unnum vel upplýstum gegnum fjölmiðla, engin grið voru gefin og enginn frestur þar á. Sögðu að miðinn á flöskunum væri með fullyrðingum sem ekki væru sam- kvæmt reglum Evrópusambandsins (lofað sé þess nafn), miði sem þau sjálf höfðu skoðað og sagt að væri með hæpnum fullyrðingum sem hugsanlega væru á einhverju gráu svæði. Þetta var tilkynnt í bréfi 10 dögum áður. Aldrei hafði neinn kvartað en margir lofað og þó reynt væri að bæta um þá vita allir að það tekur 6 til 12 vikur að fá nýja miða prentaða. Er nokkur þarna úti sem vantar skrögg á sjötugsaldri í vinnu? Gleðileg jól. KRISTJÁN HALL. Höfundur er atvinnulaus. Af hverju? Af hverju? Frá Kristjáni Hall Nú fer að reyna á hvort menn þurfi að sjá eftir að hafa kosið Jón Gnarr sem borgarstjóra. Í byrjun var ekki annað að sjá og heyra, en hann talaði af einlægni um að ljá þeim lið sem minnst mættu sín og háðastir væru opinberri hjálp. Hann lét verða eitt af sínum fyrstu verkum að koma í SEM-húsið, þar sem mikið fatlað fólk býr. Hann skoðaði einu lyftuna sem er í húsinu og á stóð að varhugavert væri að nota. Hún væri svo illa farin, að hve- nær sem væri gæti bilun átt sér stað og ekki síst við vondar aðstæður. Hann kvað slíkt slæmt og algjörlega óviðunandi hjá fólki í hjólastólum og sagðist ætla að sjá um að það yrði lagað. Enn er allt við það sama og fólk hrætt við að nota lyftuna. Það eru fyrstu svikin við fatlaða. Því var lofað af yfiröldum, að engar breyt- ingar yrðu gerðar á högum okkar sem bundin erum hjólastólum án samráðs. Það er ekki staðið við það. Vinun, frábæru fyrirtæki Gunnhildar Heiðu Axelsdóttur, hefur verið sagt upp frá áramótum. Það hefur þegar sýnt sig að þá sem á að taka við skort- ir skipulagshæfileika. Hún braut fljótt vinnulöggjöfina með því að setja starfsstúlku í að vinna frá kl. 10 að morgni til 1 að nóttu. Hún raðar óvönu starfsfólki saman og fékk ég að kenna á þeim vinnubrögðum nú um helgina. Brautir eru flestar óþægileg- ar yfirferðar hjólastólum og sumar hættulegar gangandi. Of fáar eru malbikaðar. Þær steyptu eru sprungnar og skörðóttar og því eins og hraun yfir að fara. Fólk í hjólastól- um og gangandi hrekst því út á göt- urnar og veldur sjálfu sér og öðrum hættu. Eftirfarandi var samþykkt af íbú- um SEM-húss: Við viljum byrja á því að lýsa ánægju okkar á störfum Vinunar. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir er í forsvari Vinunar og er afskaplega samvinnuþýð. Alveg frá því hún kom í húsið hjá okkur með sína starfsemi hefur allt farið batnandi og nú er svo komið að allir eru ánægðir með hvernig unnið er úr þeirra málum í húsinu. Nú koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum konur tvær sem kenna sig við velferðarsvið og vilja setja svip sinn á starfsemina og hafa sagt upp samningum við Vinun frá og með áramótum. Allt er þetta gert án samráðs við okkur sem eigum að njóta þjónustunnar. Þær koma eins og refsivöndur yfir okkur í SEM- húsinu og vitum við ekki hvers við eigum að gjalda. En það er ekki þar með sagt að við látum þetta líðast. Við förum hér með fram á það, að samningur við Vinun verði óbreyttur og Vinun verði áfram í húsinu með þjónustu sína. Að hunsa vilja okkar í þessu máli er mannréttindabrot sem við mót- mælum hér með. ALBERT JENSEN, trésmíðameistari. Er borgarstjórinn heill í samskiptum við fatl- aða og aðra borgarbúa? Frá Albert Jensen Albert Jensen Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar til að kynna starfsemi ein- stakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburð. Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og grein- ar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Móttaka aðsendra greina Heilsa & hreyfing Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heilsu og hreyfingumánudaginn 3. janúar. –– Meira fyrir lesendur S ÉR B LA Ð Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 21. desember. Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2011. Meðal efnis verður: • Hreyfing og líkamsrækt • Vinsælar æfingar • Bætt mataræði • Heilsusamlegar uppskriftir • Andleg vellíðan • Bætt heilsa • Ráð næringarráðgjafa • Hugmyndir að hreyfingu • Jurtir og heilsa • Hollir safar • Ný og spennandi námskeið • Bækur um heilsurækt • Skaðsemi reykinga • Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.