Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 17
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við lagasetninguna 1968 var mark- miðið að fara þá leið sem flestir landsmenn gætu sætt sig við. Ef taka ætti ákvörðun á ný og allar hlið- ar málsins væru skoðaðar er ég þess fullviss að niðurstaðan yrði óbreytt.“ Svo skrifar dr. Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnufræðingur í grein sem birtist í Morgunblaðinu 20. mars síðastliðinn. Í annarri svar- grein frá 25. febrúar í ár segir Þor- steinn að ekki sé mögulegt að stilla klukkur eftir sönnum sóltíma. Því sé ekkert sem kallast geti rétt klukka í þeim skilningi að hún fylgi sólinni. „Stilling klukkunnar er og verður ætíð málamiðlun, og skoða þarf kosti og galla hverrar lausnar. Það sem einum finnst mikilvægt finnst öðrum litlu skipta svo að leita verður þeirr- ar niðurstöðu sem flestir geta sætt sig við.“ Ekki ný umræða Þessi orð eru rifjuð upp í tilefni nýrrar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Ekkert er nýtt undir sólinni og umræðan um stillingu klukk- unnar er ekki ný af nálinni. Klukkur landsins voru stilltar eftir meðalsóltíma viðkomandi stað- ar þar til 1907, þegar sett voru lög sem kváðu á um samræmdan tíma- reikning á Íslandi. Samkvæmt lög- unum var fylgt tíma sem var einni stund á eftir miðtíma Greenwich. Frá 1943 til 1967 var klukkunni flýtt um eina klukkustund í mars eða apr- íl og seinkað aftur aðfaranótt fyrsta sunnudags í vetri. Árið 1968 var „sumartíminn“ gerður að staðaltíma og síðan hefur klukkan verið stillt eftir miðtíma Greenwich. Lagafrumvarpið 1968 var samið að fengnum tillögum frá stjarnfræð- ingunum og doktorunum Trausta Einarssyni og Þorsteini Sæmunds- syni. Í greinargerð kemur fram að „sumartíminn“ hafi orðið fyrir valinu þar sem fólki hafi þótt það kostur að fá að njóta sólarbirtu klukkutíma lengur að kvöldinu. Færsla klukk- unnar fram og aftur hafi líka skapað mörg vandamál. Miðtími Greenwich hentugur Í umsögn um þingsályktunar- tillögu um sumartíma 1994 áréttar Þorsteinn að sérhver regla um still- ingu klukkunnar sé málamiðlun, þar sem taka þurfi tillit til margra sjónarmiða. Miðtími Greenwich sé hafður til viðmiðunar í alþjóðlegum rannsóknum, samgöngum og fjar- skiptum og að hann skuli líka vera íslenskur tími allt árið sé til mikils hægðarauka. Hann komi í veg fyrir ýmiss konar óþægindi og mistök og auðveldi marga starfsemi, ekki síst hjá stofnunum þar sem tímasettar athuganir og mælingar fara fram. Síðan lögin hafi verið sett 1968 hafi nær fullkominn friður ríkt um málið. „Ber þetta vott um að vel hafi tekist til, og sýnist óráðlegt að stofna til deilna á nýjan leik.“ Morgunblaðið/Eggert Stilling klukkunnar alltaf málamiðlun háð mörgu  Stjörnufræðingur hlynntur núverandi fyrirkomulagi Breytingar » Í greinargerð með núver- andi tillögu til þingsályktunar er áréttað að klukkan á Íslandi sé rangt skráð miðað við gang sólar, en dr. Þorsteinn Sæ- mundsson bendir á að í raun- inni sé ekkert sem kallast geti rétt klukka í þeim skilningi. » Í greinargerðinni segir að ungmenni vakni þreytt á morgnana enda enn nótt. Þor- steinn spyr í grein sinni 20. mars sl. hvort eitthvað bendi til þess að svefntími Íslendinga hafi styst eftir 1968. Hæstiréttur þyngdi í gær fangelsis- dóm yfir 22 ára karlmanni, Emil Frey Júlíussyni, en hann á að baki óslitinn sakaferil frá árinu 2007. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Emil í tólf mánaða fangelsi en Hæstiréttur þyngdi refsinguna um aðra tólf. Þrátt fyrir ungan aldur telst Emil síbrotamaður, en samkvæmt saka- vottorði gekkst hann fyrst undir lög- reglustjórasátt vegna fíkniefnabrots árið 2006, þá átján ára að aldri. Strax á næsta ári fékk hann sinn fyrsta dóm og fylgdu þrír aðrir í kjölfarið á sama ári. Var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnabrot, þjófnað, nytjastuld, fjársvik og rán. Brotaferill Emils er næsta sam- felldur frá árinu 2007 og aðeins af- plánun dóma í fangelsi hefur áhrif á samfelluna. Brot hans eru sum hver einnig framin í beinu framhaldi þeirra dóma sem hann hefur hlotið. Ók burt á heimilisbílnum Í gær var Emil dæmdur fyrir fjöl- mörg brot framin á síðasta ári. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að brjótast inn í tvö íbúðarhús og stela þaðan miklum fjármunum. Í öðru til- vikinu tók hann ýmsa muni og ók burt af vettvangi á bifreið húsráð- enda. Í dómi Hæstaréttar segir að verð- mæti þeirra muna sem brot Emils náðu til hafi numið á fimmtu milljón króna, en þá er um að ræða átta auðgunarbrot. Og þá segir: „Brot þessi eru öll framin eftir að hann hlaut fangelsi í 12 mánuði með dómi 12. júlí 2007 fyrir vopnað rán og fangelsi í fimm mánuði með dómi 25. október sama ár, en þá var hann sakfelldur fyrir fjölmörg brot, þar á meðal þjófnað og fjársvik.“ Einnig verður til þess að líta að Emil hefur margoft verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot, oftar en ekki akstur undir áhrifum fíkniefna. Í eitt þeirra skipta sem hann ók um götur Reykjavíkur óhæfur til akst- urs vegna amfetamínáhrifa, þ.e. í febrúar á síðasta ári, sinnti hann ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók m.a. á allt að 100 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/ klst. Ævilöng ökuleyfissvipting hefur enda alloft verið áréttuð. Ungur en síbrotamaður  Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóm yfir 22 ára karlmanni  Óslitin brotastarfsemi frá árinu 2007 utan afplánunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.