Morgunblaðið - 17.12.2010, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ríkisstjórn-inni tókst ígær að
koma fjárlögum í
gegnum þingið en
hefur fyrir þeim
eins tæpan meirihluta og
hægt er – Þráin Bertelsson.
Þrír þingmenn sem taldir hafa
verið til stjórnarmeirihlutans
sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una. Þegar útlit var fyrir að
einn þeirra mundi sitja hjá
sagði forsætisráðherra að sá
þingmaður yrði að gera upp
við sig hvort hann væri í
stjórn eða stjórnarandstöðu.
Samkvæmt þessu mati for-
sætisráðherra – sem eðlileg-
ast er að líta á sem enn eina
hótunina eins og sjónarmiðið
var sett fram – hafa þrír þing-
menn nú sagt skilið við stjórn-
arliðið. Fram að þessu var
stjórnin talin með þrjátíu og
fimm þingmenn á bak við sig,
en nú má í besta falli teljast
óvissa um þingstyrk stjórn-
arinnar.
Afstaða þingmannanna
þriggja sem við afgreiðslu
fjárlaganna sögðu skilið við
stjórnarliðið er skiljanleg.
Allt sem að nýsamþykktum
fjárlögum snýr er gagnrýni
vert og gildir þar einu hvort
horft er til vinnubragðanna
síðustu mánuði eða niðurstöð-
unnar í gær. Velferðarkerfi
landsins hefur verið sett í
uppnám svo ekki sér fyrir
endann á og skattar hafa verið
hækkaðir svo ekki sér heldur
fyrir endann á þeim ósköpum,
enda margt óút-
kljáð. Þá eru út-
gjöld stórkostlega
vanmetin, ekki
síst ef tekið er mið
af þeim áformum
ríkisstjórnarinnar að hengja
Icesave-klyfjarnar á íslenska
skattgreiðendur. Í gær mælti
fjármálaráðherra fyrir enn
einu Icesave-frumvarpinu
sem gerir ráð fyrir tugmillj-
arða útgjöldum á næsta ári, en
lætur sama dag samþykkja
fjárlög þar sem þeirra út-
gjalda er að engu getið.
Loks eru tekjur stórlega of-
metnar í fjárlögunum, annars
vegar vegna þess að skatta-
hliðin er enn í algerri óvissu,
en ekki síður af þeirri ástæðu
að hagvöxturinn er ofmetinn.
Og ofmat á hagvexti er ekki
síst því um að kenna hvernig
ríkisstjórnin hefur staðið að
málum á síðustu misserum.
Skattahækkanir í bland við
fjandskap við atvinnulífið hafa
orðið til þess að draga þrótt úr
efnahagslífinu svo að lítil von
er um verulegan vöxt á næsta
ári.
Nýsamþykkt fjárlög eru því
sannkölluð kreppufjárlög í
fleiri en einu tilliti. Þau munu
framlengja kreppuástandið
hér á landi ofan í þá framleng-
ingu sem ríkisstjórnin hefur
þegar valdið. En veikburða
samþykkt þeirra er ekki síður
til marks um stjórnmála-
kreppuna sem ríkir um þessar
mundir og allt bendir til að
fari vaxandi.
Kreppan er stjórn-
valda, sama hvernig
á það er litið}
Kreppufjárlögin
naumlega samþykkt
Andrúmsloftið íþjóðfélaginu
er enn lævi blandið
og jafnvel á köflum
illt. Og virðast sum-
ir hafa tapað áttum
og telja þetta hið
sjálfsagða og æski-
lega ástand. Frambjóðandi til
stjórnlagaráðstefnunnar tók
fram að hann væri einn af „9
menningunum“ sem réðust
gegn friðhelgi Alþingis og virt-
ist telja sér það mjög til fram-
dráttar. Munnsöfnuður í at-
hugasemdum í bloggheimum
fer síst batnandi og er iðulega
mannskemmandi og mjög vegið
þar að einstökum persónum og
mannorði þeirra undir augljósri
velþóknun þeirra sem um-
ræðunni stýra. Mikil mótmæla-
hrina gekk yfir Lundúnir vegna
ákvörðunar þarlendra stjórn-
valda að hækka skólagjöld há-
skóla. Í þeim óeirðum var ráðist
óvænt að bifreið breska rík-
isarfans og öryggi
hans og eiginkonu
hans þótti svo ógn-
að að lögreglan hef-
ur sagst aldrei hafa
verið nær því að
grípa til skotvopna
en þá í þeirri ógn-
arhrinu, sem yfir gekk. Um-
ræðustjóri Ríkisútvarpsins á Ís-
landi fagnaði þessum árásum á
ríkisarfann sérstaklega í pistli
sínum!
Síðar meir verður líklega litið
á marga þætti sem nú viðgang-
ast, bæði orð og atburði, sem
heldur dapurlegan blett á ís-
lensku þjóðfélagi og hin ræs-
islitaða umræðuhefð verða fyr-
irlitin að verðleikum. Gáttir
netheima eru eitthvað hið besta
sem gat opnast fyrir opna lýð-
ræðislega umræðu og er miður
að siðlausir sóðar hafi náð um
hríð að setja mark sitt á hana.
Auðvitað mun það breytast til
betri vegar fyrr eða síðar.
Enn er loft lævi
blandið og margt
viðgengst sem úti-
lokað væri við skap-
legar aðstæður}
Tímabundið ástand
N
okkuð sem maður heyrir allt of
oft í stjórnmálaumræðu hér á
landi er að leysa þurfi úr þessu
eða hinu málinu með samvinnu
og samráði allra flokka. Hug-
myndin, sem eins og margar slæmar hug-
myndir á sér göfugar rætur, er sú að með því
móti náist sem mest samstaða um þá lausn sem
verður ofan á.
Þá er með þessu hægt að forðast rifrildi og
leiðindi á Alþingi og láta hendur standa fram
úr ermum.
Vandinn við þessa nálgun á stjórnmál er sá
að með henni er hlutverk stjórnarandstöð-
unnar gert að engu. Stjórnarandstaðan getur
vissulega, að minnsta kosti í augum þeirra sem
styðja sitjandi ríkisstjórn á hverjum tíma, virst
hafa þann áhuga einan að þvælast fyrir og tefja
úrlausn mikilvægra mála.
En í því felst einmitt hlutverk stjórnarandstöðunnar og
hlutverkið er mikilvægt. Það er algerlega nauðsynlegt að
stjórnarandstaða haldi fótum ríkisstjórnarinnar við eldinn
og neyði hana til að færa sterk rök fyrir máli sínu. Slík
átakastjórnmál leiða til lengri tíma litið til betri ákvarð-
ana. Hugmyndir sem komast í gegnum síu rökræðna og
jafnvel rifrilda eru sterkari og betri en þær sem sullast í
gegnum Alþingi án nokkurra mótmæla.
Samræðu- og samvinnustjórnmál eru að mínu viti stór
þáttur í því að hugtakið „fjórflokkurinn“ varð til. Ef
stjórnmálaflokkarnir vinna mikið saman á Alþingi, burt-
séð frá því hver er í stjórn á hverjum tíma, er ekki nema
eðlilegt að almenningur sjái ekki tilganginn í
því að velja einhvern þeirra fram yfir hina. Sjá
má svipaða hluti í Evrópu, þar sem allir
stærstu flokkar ESB-ríkja tala einum rómi um
ágæti sambandsins, þrátt fyrir að í ákveðnum
ríkjum sé almenningur haldinn miklum efa-
semdum um þetta meinta ágæti.
Einn mesti kosturinn við lýðræðið kann að
skipta litlu máli fyrir okkur friðsama og her-
lausa Íslendinga. Þegar átökin eiga sér stað á
þingi eru minni líkur á því að þau færist út á
götu.
Að þessu sögðu er að sama skapi mikilvægt
fyrir alla, stjórnmálamenn sem kjósendur, að
hafa það í huga að andstæðingur í stjórn-
málum er ekki óvinur. Þeir eru fáir stjórn-
málamennirnir sem hafa það skýra markmið
að vinna landi og þjóð illt. Sumir, jafnvel flest-
ir, stjórnmálamenn geta verið bölvuð flón á köflum en þeir
meina vel.
Sama á við um þá sem styðja stjórnmálaflokkana, sem
og þá sem hafa gefist upp á „fjórflokknum“ og vilja kjósa
eitthvert annað afl. Þeir sem tala um fífl sem kjósa fífl
hafa misst sjónar á þessu. Við erum öll í sama bátnum,
þótt við getum rifist um hvernig og hvert eigi að stýra
honum. Eins og áður segir er ég þeirrar skoðunar að slík
rifrildi séu af hinu góða, en ábatinn af þeim minnkar óhjá-
kvæmilega ef rýtingar eru komnir á loft og heiftin ræður
ríkjum. Bretar bjuggu til ágætt hugtak um þetta, sem út-
leggja má á íslensku sem þjóðholl andstaða. Ég myndi
taka fagnandi harðari andstöðu af því tagi. bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Til varnar átakastjórnmálum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Á
rið 2006 tóku gildi breyt-
ingar á umferðarlögum
sem fela það í sér að
mælist ávana- eða fíkni-
efni í blóði eða þvagi
ökumanns teljist viðkomandi undir
áhrifum efnanna. Sá hinn sami má
ekki stjórna eða reyna að stjórna
vélknúnu ökutæki. Engu skiptir
hvert mælt magn efnanna sem um
ræðir er eða hvenær þeirra var
hugsanlega neytt. Magnið getur hins
vegar skipt máli hvað sektarupphæð
varðar og refsiúrræði. Þrátt fyrir að
lögin séu afdráttarlaus hættir fjöldi
fólks enn á það að aka undir áhrifum
ávana- og fíkniefna á ári hverju.
„Það sem er í blóðinu, það hefur
áhrif,“ segir Jakob Kristinsson, pró-
fessor í eiturefnafræði við lækna-
deild Háskóla Íslands og starfs-
maður Rannsóknastofu í lyfja- og
eiturefnafræði við sama skóla. Stofn-
unin annast rannsóknir á blóð-
prufum fyrir lögregluna. „Umferð-
arlögin eru afdráttarlaus að þessu
leyti. Ef það finnst í blóðinu er mað-
ur talinn óhæfur til þess að aka bif-
reið,“ bætir hann við.
Færri brot en í fyrra
Til og með nóvember hafði
Ríkislögreglustjóri skráð 856 brot
gegn ákvæði umferðarlaga um fíkni-
efnaakstur, samkvæmt bráðabirgða-
tölum frá embættinu. Haldist fjöld-
inn svipaður í desember stefnir í að
brot verði í heild öllu færri en í fyrra,
en þá skráði embættið 999 brot.
Ætla má að þeir sem aka undir áhrif-
um efna, en nást aldrei, séu öllu
fleiri.
Jakob segir að um þessar
mundir séu kannabisefni og amfeta-
mín þau efni sem algengast sé að
finnist í sýnum úr ökumönnum. Rafn
M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis-
og vímuvarna hjá Lýðheilsustöð,
segir slævandi efni á borð við kanna-
bis hafa svipuð áhrif og áfengi.
„Samhæfingin og skynjun verður öll
brengluð. Menn eru alveg jafn-
hættulegir í umferðinni með það,“
segir hann. Jakob tekur í sama
streng. „Það slævist allt bara.“
Þeir sem aka undir áhrifum örv-
andi efna á borð við amfetamín eru
ekki síður hættulegir umhverfi sínu
en þeir sem neyta slævandi efna.
„Þeir verða hvatvísari og menn fá
þrengra sjónsvið. Það er að segja að
athyglin beinist að þrengra sjón-
sviði. Menn einbeita sér betur að
einhverju þröngu og ákveðnu mark-
miði, en skynja verr það sem fram
fer í nánasta umhverfinu,“ segir Jak-
ob.
Þung viðurlög við brotum
Mælist ávana- eða fíkniefni í
blóði ökumanns er hann undantekn-
ingarlaust sviptur ökuréttindum og
beittur fjársekt, óháð magni. Lengd
ökuréttindasviptingar og upphæð
sektar ræðst þó af magni efnanna,
og eru mörkin ólík eftir því um hvaða
tegund er að ræða.
Mælist amfetamín í sýni er
sektarupphæðin 70 þúsund krónur,
og ökumaður sviptur réttindum í
fjóra mánuði. Fari magnið hins veg-
ar yfir 170 ng/ml tvöfaldast sektin í
140 þúsund og sviptingin gildir í eitt
ár. Mörkin hvað kannabisefni varðar
eru lægri, en hækkun sektar og
lenging sviptingar verður við 2 ng/
ml. Í báðum tilvikum þyngist refsing
sé um endurtekið brot að ræða og er
ökumaður þá sviptur ökuréttindum í
tvö ár, sektin getur sömuleiðis
hækkað í 200 þúsund krónur. Mælist
ökumaður hópbifreiðar, vöru-
bifreiðar eða bifreiðar með tengi-
vagni hækkar sektin um 20%.
„Það sem er í blóð-
inu, það hefur áhrif“
Morgunblaðið/Júlíus
Eftirlit Þeim sem staðnir hafa verið að akstri undir áhrifum fíkniefna hefur
fækkað lítillega frá því í fyrra, og enn frekar frá árinu 2008.
Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfir-
læknir á Vogi,
segir rann-
sókn á áhrif-
um ávana- og
fíkniefna
flókna, sér-
staklega gagnvart efnum sem
eru lengi í blóðinu, líkt og ró-
andi ávanabindandi lyf og
kannabis. Slík efni geta verið í
blóði lengi eftir að neyslu þeirra
hefur verið hætt. Það sem flæki
málin enn frekar sé að amfeta-
mín sé stundum notað sem lyf.
Jakob Kristinsson segir það
gert í mun smærri skömmtum,
sem hafi ekki áhrif á aksturs-
hæfni. Þórarinn segir að oft geti
verið um að ræða flókin úr-
lausnarefni lögfræðilega. Því sé
gjarnan leitað til rannsóknar-
stofa sem mæli magn vímuefna.
Með skimunarprófum sé ein-
faldlega mælt hvort efnin séu til
staðar eða ekki.
Flókin úr-
lausnarefni
ÁHRIF FÍKNIEFNA
856
skráð tilfelli aksturs undir áhrifum
fíkniefna fyrstu 11 mánuði ársins.
70.000 kr.
fjárhæð sektar sem ökumaður fær
mælist lítið magn fíkniefna í blóði.
‹ FÍKNIEFNAAKSTUR ›
»