Skátablaðið - 01.05.1940, Qupperneq 6
Hlutverk skáta í loftárásum.
íslenzka þjóðin er fámenn og fátæk. Hún
hefir engan her, ef á liana skyldi ráðizt. Því
hefir veriS treyst að fjarlægð landsins frá
öðrum löndum og hið yfirlýsta, ævarandi
hlutleysi, myndi frelsa hana frá ógnum styrj-
ar. Enda þótt þjóðin öll trúi því og treysti,
að henni verði hlíft við styrjaldarógnum,
verður hún samt, að gera sér ljóst, að slík
von byggist eingöngu á trausti því, er hún
ber í garð ófriðaraðila. Þess vegna ber öll-
um borgurum skylda til að gera sér ljóst,
livernig þeim beri að hegða séb, ef óvænta
atburði ber að.
Skátafélag Reykjavíkur hefir um nokkurra
vikna skeið, æft sérstaka hjálparsveit til ým-
iskonar aðstoðar, ef loftárásir, jarðskjálfta
eða meiriháttar eldsvoða ber að höndum.
Hjálparsveitin er skipuð Róversskátum og
nokkrum yngri skátum. Hefir hluti af sveit-
inni verið æfður sérstaklega í sjúkrahjálp
og hefir sá hluti sveitarinnar með höndum
hjálp allra sjúkra og særðra. Hinum hluta
sveitarinnar er ætlað að aðstoða almenning
á ýmsum öðrum sviðum, t. d. að loka fyrir
gasleiðslur og vatnsæðar, leiðbeina húsráð-
endum í ýmsu er máli skiptir, aðstoða hrædd
börn og konur o. m. fl.
Hjáiparsveitin mun starfa í nánu samneyti
við lögreglulið bæjarins. Aðalbækistöð sveit-
arinnar mun verða í miðbænnm og er henni
ætlað að standa í nánu sambandi við lög-
reglustjóra, og koma boðum út lil hinna al-
mennu bækistöðva, er verða munu víðsveg-
ar um bæinn.
Almenningi mun síðar tilkynnt, bæði i út-
varpi og blöðum, á hvern hátt eigi að komast
í samband við bækistöðvar hjálparsveitar-
innar og hverskonar hjálpar þar er að vænta.
Þetta mun tilkynnt af Loftvarnanefndinni.
Skátablaðinu þykir rétt að birta leiðbein-
ingar Skátafélags Reykjavíkur, ef vera kynni,
að þær gætu orðið hinum einstöku skáta-
félögum úl um landið, svo og alþýðu manna,
til leiðbeiningar. Skátablaðið vill þó taka
fram: að leiðbeiningar þessar, sem sniðnar
eru eftir erlendum fyrirmyndum, ber aö-
eirts aö skoöa sem fróðleik um þessi efni.
Öllum fyrirskipunum og reglugerðum Loft-
varnanefndarinnar ber að hlýða umsvifa-
6
laust, alveg án tillits til þess, sem stendur í
eftirfarandi upplýsingum.
Kennslan fer fram á þrem flokksæfing-
um og einni útiæfingu.
1. Æfing. Viðbúnaður og nauðsynleg tæki.
Öryggisráðstafanir í heimahúsum.
1. spurning: Hvaða tæki álítur þú nauð-
synleg í heimahúsum til þess að minnka
hættu af loftárásum og ikviknun?
Svar:
Fötur með vatni í, á lofthæðum. Kassar
með þurrum sandi, einnig á lofthæðum. Enn-
fremur skóflur, vasaljós og ýms verkfæri til
þess að komast að eldi, sem kviknað hefir
innanþilja.
2. spurning: Hverjar öryggisráðstafanir á-
lítur þú að þurfi i íbúðarhúsum, ef hætta er
á loftárásum.
Svar:
Varast aö birtu leggi út um glugga eða
dgr, ef dimmt er„ með því að láta svört
(dökk) gluggatjöld fyrir glugga, opna dyr
sem minnst, nema að áður hafi verið slökkt
í herberginu, ef ljós er í húsinu, eða eitthvað
forhengi hengt upp í dyrnar. Mjög miklu
máli skiptir, aö brunahætta sé minnkuð á
efstu hæðum húsa, með þvi að flytja þaðan
óþarfa hluti, sem eldhætta stafar af, einnig
þarf að vera greiðfært um efstu hæð hússins
til þess að hægt sé að k'omast að þeim stað.
sem eldur hefir kviknað i.
Nauðsynlegt er að á lofthæðum séu geymd
slökkvitæki ásamt þeim tækjum, sem nefnd
eru í 1. spurningu. Yfirleitt er afar nauðsyn-
legt að á efstu hæð húsa sé ekki geymt neitt,
sem eldhætta getur stafað af, einkum ef fólk
gengur þar um með óbyrgð Ijós.
3. spurning. Hvar á fólkið að hafast við
sé hætta á loftárás?
Svar:
í kjallara hússins, en þó aðeins i hornum,
við útveggi (alls ekki i miðju húsi). Hægt er
að styrkja veggina með sandpokum, sem hlaða
skal í glugga herbergisins og helzt meðfram
útveggjunum. Loftin má styrkja með tréstoð-
um, sem minnka hættuna á hruni. Nauðsyn-
legt er að skátinn þekki alla herbergjaskip-
an hússins.
SKÁTABLAÐIÐ