Morgunblaðið - 07.01.2011, Page 1

Morgunblaðið - 07.01.2011, Page 1
F Ö S T U D A G U R 7. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  5. tölublað  99. árgangur  PÁSKADAG BER OFTAST UPP Á 19. APRÍL GUÐBJÖRG HAFNAÐI HAMBURGER FIMLEIKAR ERU EINS OG PRINGLES ÍÞRÓTTIR 2 ÍRIS MIST AÐALSKONA 30ERFITT AÐ BREYTA HEFÐUM 8 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Niðurskurður á fjárveitingum til lög- reglunnar og fækkun lögreglumanna á seinni árum hefur haft þau áhrif að skráðum afbrotum, einkum svo- nefndum sérrefsilagabrotum sem byggjast að stórum hluta á frum- kvæðisvinnu lögreglunnar, hefur fækkað. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri vekur athygli á þessu í inngangi að skýrslu embættisins um afbrotatölfræði fyrir árið 2009, sem kom út í lok nýliðins árs. Þannig fækkaði skráðum sérrefsi- lagabrotum um 52% á árunum 2005- 2009 og miðað við bráðabirgðatölur fyrir síðasta ár er fækkunin 45% á fimm árum. Á sama tíma fjölgaði þjófnaðarmálum um nærri 30%. Hafa lögreglumenn miklar áhyggj- ur af þessari þróun, sem hefur m.a. leitt til þess að umferðareftirliti á vegum úti er sjaldnar sinnt. Á seinni árum hefur eknum kílómetrum fækk- að verulega hjá bílaflota lögreglunnar og frá árinu 2007 hefur lögreglu- mönnum í landinu fækkað um 60, þar af um 41 á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum af þessu miklar áhyggjur og það er kominn tími til að stjórnvöld fari að hlusta á okkur,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í Morgunblaðinu í dag. MNiðurskurðurinn bitnar á »9 Löggæsla dregst saman  Niðurskurður á fjármagni og fækkun lögreglumanna bitnar á frumkvæðisvinnu  Málum sem byggjast einkum á frumkvæði lögreglu fækkar um 52% frá 2005 Frumkvæðisvinna » Skráning svonefndra sér- refsilagabrota nær einkum til frumkvæðisvinnu lögreglu- manna í eftirliti með umferð- ar-, áfengis- eða fíkniefnabrot- um. Skráðum afbrotum af þessu tagi hefur fækkað veru- lega á seinni árum. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, lét „órólegu deildina“ í VG heyra það á þingflokksfundi í fyrradag og sagði að stöðugur fréttaflutningur fjölmiðla af innri átökum í flokknum væri honum skaðlegur. Hann vill að menn ræði sín ágreiningsmál á lokuðum fund- um og beri ágreininginn ekki á torg. Undir þessi sjónarmið formannsins tók stjórn þingflokks VG, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var hart tekist á á fund- inum, þar sem krafan um breyttar áherslur í Evrópusambandsmálum var í forgrunni. Stjórn þingflokksins lagði fram tillögu að bókun þingflokksins, sem var ekki útrædd, en m.a. stendur til að halda þeirri umræðu áfram á þingflokksfundi á mánudag. Ljóst er að á þeim fundi verða Evrópusambandsmál og það aðlög- unarferli Íslands að regluverki ESB, sem ýmsir félagar í VG segja hafið, án heimildar þjóðar og þings, einnig rædd. Fyrir liggur, samkvæmt sam- tölum við VG-félaga í gær, að þing- flokkurinn í heild mun enga bókun samþykkja, nema til komi breyttar áherslur flokksins í ESB-málum. »6 Skamm- ast og vilja aga Morgunblaðið/Ómar Órói í VG Lilja Mósesdóttir og Ás- mundur Einar Daðason.  „Órólega deildin“ fékk það óþvegið Flogið var í gær með grænlenskan mann aftur til Nuuk á Grænlandi með flugvél Mýflugs en hann hafði verið sóttur þangað og fluttur til meðferðar á Landspítalanum á aðfangadag eftir að hann hafði fengið heilablóðfall. Rolf Karl Tryggvason, sjúkraflutningamaður, sést hér annast hann á leið- inni til Grænlands. 21. desember var einnig flogið sjúkraflug til Grænlands til að sækja fyrirbura sem fæddist í Narsarsuaq. Fluttu sjúkling aftur til Nuuk á Grænlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg  Rafmagn fór af stærstum hluta Þingeyjarsýslna upp úr klukkan 10 í gærkvöldi. Háspennulína á milli Ak- ureyrar og Laxárvirkjunar slitnaði og í kjölfarið slógu vélar Laxárvirkj- unar út. Mikill krapi er í Laxá sem veldur erfiðleikum við að halda vélum virkjunarinnar í eðlilegum rekstri. Unnið var að því að koma vél- unum í gang að nýju til þess að koma á rafmagni á Norðausturlandi. Hins vegar verður ekki reynt að laga rafmagnslínuna fyrr en veður lægir. »2 Rafmagnslaust þegar línur slitnuðu og vélar Laxárvirkjunar slógu út Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Þeir einstaklingar sem fengu lán til að taka þátt í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Svarfdæla í lok árs 2007 gætu þurft að borga 50.000 krónur á mánuði næstu 15 árin til að gera upp skuld sína. Stofnbréfin sem keypt voru með lánunum eru á hinn bóginn að mestu verðlaus enda hefur Seðlabanki Íslands leyst til sín um 90% af stofnfé sparisjóðsins. Flestir þeirra sem tóku þátt í stofnfjáraukning- unni voru heimamenn og var meðalaldur þeirra um 60 ár. Stofnfjáreigendur voru 150 og tóku nánast allir þátt í aukningunni Upphaflega voru lánin til fjögurra og hálfs árs og áttu að greiðast upp með arðgreiðslum frá spari- sjóðnum. Samkvæmt bréfi til stofnfjáreigenda frá nóvember 2007, áttu stofnbréfin sjálf jafnframt að vera trygging fyrir láninu en í lánskilmálunum er hins vegar ákvæði um að hægt sé að krefjast aukinna trygginga. Stofnfjáreigendur tóku ýmist erlend lán eða krónulán upp á 3,5 milljónir til að kaupa stofnfé. Í dag standa lánin í á bilinu 5-8 milljónum króna. Í tillögu að skilmálabreytingu sem Saga Capital sendi lántök- um í vikunni er boðið upp á að skuldbreyta láninu í 15 ára lán með um það bil 50.000 króna greiðslum á mánuði. Í dag er fyrirhugaður fundur hjá stofnfjár- eigendum og stjórnarformanni sjóðsins. »14 Borgi 50.000 á mánuði fyrir tapað fé Morgunblaðið/Kristinn  Svarfdælingar súpa seyðið af stofnfjáraukningu Rausnarlegt Árið 2007 var ákveðið að sparisjóð- urinn myndi greiða fyrir menningarhús á Dalvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.