Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/Golli Undir Eyjafjöllum Myrkur var um miðjan dag vegna öskufalls í eldgosinu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bjargráðasjóði og Viðlagatryggingu Íslands miðar ágætlega við að gera upp tjón sem íbúar á Suðurlandi urðu fyrir vegna eldgossins í Eyja- fjallajökli. Nokkur mál sem brenna á íbúum hafa þó ekki verið leidd til lykta. Á fjölmennum íbúafundi sem sveitarstjórn Rangárþings eystra efndi til í félagsheimilinu Heima- landi í byrjun desember voru sam- þykktar ályktanir um atriði sem íbú- arnir töldu að þyrfti að lagfæra. Framlenging ef á þarf að halda Forsætisráðuneytið var hvatt til að sjá til þess að tilkynningafrestur vegna tjóna af völdum eldgossins yrði framlengur um að minnsta kosti eitt ár þar sem ekki væri útséð um allt það tjón sem eldgosið hefði vald- ið. Snýr þetta fyrst og fremst að Bjargráðasjóði en í reglum sjóðsins er kveðið á um að tilkynning um tjón þurfi að berast áður en ár er liðið frá tjóni. Hildur Traustadóttir, formaður stjórnar Bjargráðasjóðs, telur að meginhluti tjóna verði afgreiddur þegar að þessum tímafresti kemur. Sigurgeir Þorgeirsson, formaður starfshóps ráðuneytisstjóra um að- gerðir vegna eldgossins, segir að stjórn Bjargráðasjóðs muni fara yfir stöðu mála í einstökum tjónaflokk- um þegar að þessu kemur og meta það hvort óhjákvæmilegt sé að fram- lengja fresti vegna tiltekinna verk- efna. Tillögur verði þá lagðar fyrir sjávarúvegs- og landbúnaðarráðu- neytið. Tjón á tækjum ekki bætt Nokkrir íbúar hafa orðið fyrir tjóni á bílum og tækjum vegna ösk- unnar. Þar er um að ræða rispur á bílum og viðgerðir á dýrum tækjum vegna ösku sem komist hefur í vélar eða glussakerfi. Ísólfur Gylfi Pálma- son sveitarstjóri nefnir einnig að raf- stöð hafi skemmst vegna öskunnar. Tjón af völdum öskufoks er afleitt tjón sem tryggingar bæta ekki. Rík- ið hefur ráðstafað fjármunum til að- stoðar íbúum vegna tjóna sem falla utan trygginga. Forsætisráðuneytið treysti sér ekki til að bæta tjón á bíl- um og tækjum vegna öskunnar. Sig- urgeir Þorgeirsson segir erfitt að meta hvaða tjón sé sannarlega af völdum gossins og hvað af öðrum or- sökum og erfitt að halda utan um slíkar bætur. Hann segir að áskorun íbúafundar um endurskoðun á þess- ari ákvörðun verði tekin fyrir í starfshópi ráðuneytisstjóranna þeg- ar hann komi næst saman. Ekki tekin afstaða til óska íbúanna  Nokkur eftirmál eldgossins í Eyja- fjallajökli standa enn út af borðinu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við gengum einn og hálfan metra fyrir framan bílinn og fikruðum okk- ur þannig áfram eftir versta kaflan- um,“ sagði Sigurður Sveinsson, leið- togi í kerskála álvers Alcoa Fjarðaáls í gærkvöldi. Rúta með starfsmenn álversins frá Neskaup- stað og Eskifirði var nærri tvær klukkustundir að fara milli Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar, leið sem tekur venjulega 5-10 mínútur að aka. Björgunarsveitir voru í viðbragðs- stöðu víða um landið í gærkvöldi vegna slæmrar veðurspár. Á nokkr- um stöðum þurfti að hjálpa ferða- fólki og aðstoða fólk vegna foks á þakplötum og lausamunum, s.s. í Vestmannaeyjum þar sem þakplötur losnuðu á Þórsheimilinu. Annars voru flestar leiðir á Norð- urlandi og Austurlandi orðnar ófær- ar í gærkvöldi vegna roks og snjó- blindu og víða innanbæjar einnig. Hættir að sjá veginn Rúta Austurleiðar með tuttugu starfsmenn álversins er venjulega tæp þrjú korter frá Neskaupstað til álversins á Reyðarfirði með viðkomu á Eskifirði. Ferðin tók tæpa þrjá tíma að þessu sinni. Ekkert var að færð þegar lagt var af stað en Sig- urður Sveinsson segir að það hafi verið eins og að keyra á vegg á miðri leiði á milli Oddskarðsganga og Eskifjarðar. Enn verra hefði verið að aka inn fyrir Eskifjörð. Bílstjór- inn hefði orðið að stöðva bílinn og bíða af sér verstu hviðurnar og síðan stoppa alveg í Króknum á móti fiski- mjölsverksmiðjunni. „Það var svo mikið rok og snjóblinda að við vorum hættir að sjá nokkuð fram fyrir okk- ur,“ segir Sigurður. Gott að vera hundrað kíló Bílstjórinn og Sigurður tóku að sér að ganga á undan rútunni til að koma henni af stað og maður úr starfsmannahópnums sem hafði ekið bílnum áður settist undir stýri með tvo menn á útkikkinu sér við hlið. Þeir gengu á sitthvorum kantinum og komu rútunni af stað og yfir versta hjallann. Eftir það gátu þeir sest inn og ekið nokkra metra með hléum. „Það var varla stætt en kom sér vel núna að vera hundrað kílóa maður,“ sagði Sigurður. Vaktaskipti eru í álverinu klukkan átta en starfsfólkið var ekki komið í hús fyrr en tíu mínútum fyrir tíu. Þá voru allar leiðir út frá Reyðarfirði orðnar ófærar og starfsmönnunum sem voru að ljúka vaktinni komið í gistingu á Reyðarfirði enda eiga þeir að mæta á vakt aftur árdegis í dag. Gengu á undan rútunni  Starfsmenn álversins á Reyðarfirði þrjá tíma á leið í vinnuna  Björgunar- sveitir aðstoðuðu fólk í óveðri sem gekk yfir landið  Ófært víða um land Stórstreymt og hvasst » Óttast er að flóð geti valdið tjóni því nú er bæði stór- streymt og mikill vindur. » Rafmagn fór af stærstum hluta Þingeyjarsýslna upp úr klukkan 10 í gærkvöldi. Sam- kvæmt upplýsingum frá RARIK á Akureyri var ástæðan sú að lína milli Akureyrar og Lax- árvirkjunar slitnaði. Unnið var að viðgerð fram á nótt. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Snjóblinda Mjög blint var á Akureyri í gærkvöldi og fáir á ferli. Einn árekstur varð og tveir óku út af. Björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu víða um land. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Úfinn sjór Sjómenn og útgerðarmenn á Húsavík treystu landfestar í gær. Verktaki á vegum Siglingastofn- unar er byrjaður á framkvæmdum við að flytja ósa Markarfljóts austar en nú er, til að draga úr aurburði fyrir Landeyjahöfn. Áform Siglingastofnunar um að færa ósa Markarfljóts austur um tvo kílómetra mætti andstöðu landeig- enda og þurfti að tilkynna til Skipu- lagsstofnunar. Siglingastofnun lagði þá fram tillögur að mun minni garði og fékk framkvæmdaleyfi hjá sveit- arstjórn Rangárþings eystra. Um 600 metra flóðvarnargarður mun liggja frá sjóvarnargarði út að austurenda núverandi ósa. Garð- inum er ætlað að standa í tvö ár og verður rofinn ef fljótið brýtur sér leið austur við ósa Markarfljóts. Verktakinn byrjar á því að veita fljótinu frá vinnusvæðinu. Flóðvarn- argarðurinn á að vera tilbúinn áður en vorflóðin bresta á. helgi@mbl.is Unnið í Markarfljóti Morgunblaðið/Eggert Landeyjahöfn Grjót keyrt út í varn- argarð nýrrar hafnar. Árið 2010 voru gerðar 528 erfða- fjárskýrslur vegna fyrirfram- greidds arfs hjá sýslumanninum í Reykjavík, þar af 321 í desember. Þetta er mun meira en árið 2009 þegar alls 275 slíkar skýrslur voru gerðar. Ástæðan fyrir þessari aukn- ingu er sú að um áramótin hækkaði erfðafjárskattur úr 5% í 10%. Alls voru 782 erfðafjárskýrslur gerðar hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2009. Þar af voru 507 vegna dánarbúa og 275 vegna fyrirframgreidds arfs. Árið 2010 voru gerðar 1.208 erfðafjárskýrslur hjá embættinu. 680 voru vegna dán- arbúa og 528 vegna fyrirfram- greidds arfs. Gert er ráð fyrir að hækkun skattsins skili einum milljarði. Greiddu út mikið af arfi Viðlagatrygging Íslands hefur fengið tilkynningar um 129 tjón. Tjónþolar hafa samþykkt 25 tjónamöt og níu til viðbótar eru til athugunar hjá þeim. Um 80 matsskýrslur eru langt komnar. Meginhluti þeirra tjóna sem Viðlagatrygging greiðir út er vegna skemmda á húsþökum af völdum öskufalls, að sögn Huldu Ragnheiðar Árnadóttur framkvæmdastjóra. Greitt var fyrir hreinsun á öskunni og við- gerðir til að afstýra frekara tjóni. Bjargráðasjóður hefur þegar greitt rúmlega 100 milljónir króna í bætur, aðallega vegna endurræktunar túna, heykaupa og gripaflutninga. 129 tjón þegar tilkynnt VIÐLAGATRYGGING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.