Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011
Um helgina verður opnuð í Ráðhúsinu í Reykja-
vík sýning á lengsta trefli landsins, svonefndum
gangatrefli, sem var prjónaður í mörgum bútum
og settur saman í þeim tilgangi að tengja saman
Fjallabyggð, Siglufjörð og Ólafsfjörð, þegar
Héðinsfjarðargöng voru opnuð.
Fluttur í 20 feta gámi
Trefillinn hefur verið til sýnis í menningarhús-
inu Hofi á Akureyri frá því í nóvember en var
settur í 20 feta gám og er á leiðinni í Ráðhúsið í
Reykjavík, þar sem hann verður til sýnis í aust-
ursalnum frá og með mánudeginum 10. janúar til
laugardagsins 22. janúar. Fríða Björk Gylfadótt-
ir, listakona og bankastarfsmaður á Siglufirði,
átti hugmyndina að prjónaskapnum og segir að
hugsanlega verði trefillinn kominn á sinn stað í
Ráðhúsinu á sunnudag, en það fari eftir veðri.
„Það er magnað að sjá hann í einu lagi,“ segir
Fríða Björk. Trefillinn er um 11,5 km slétt mælt
en um 17 km þegar teygt er á honum og þá nær
hann á milli miðbæjanna á Siglufirði og í Ólafs-
firði.
Fríða Björk segir að yfir 1.400 manns hafi
komið að prjónaskapnum. Treflar hafi komið
víða að, jafnt innanlands em utan, og þátttakan
hafi farið fram úr björtustu vonum. Ekki var um
keppni að ræða en metið var tæplega 400 metrar
hjá einni konu. steinthor@mbl.is
Gangatrefillinn á leið í Ráðhúsið
Um 11,5 km löngum treflinum troðið í 20 feta gám og fluttur frá Akureyri til Reykjavíkur
Er um 17 km og nær frá miðbæ Ólafsjarðar í miðbæ Siglufjarðar þegar teygt er á honum
Hrúga Gangatrefillinn er um 11,5 km slétt mælt en um 17 km þegar teygt er á honum.
Verður bútaður niður
» Yfir 1.400 manns prjónuðu
trefla sem síðan voru tengdir
saman í um 11,5 km langan
gangatrefil.
» Konur á öllum aldri voru fjöl-
mennastar í prjónahópnum en
inni á milli leyndust prjónakall-
ar og allt niður í 10 ára strákar.
» Ein kona prjónaði hátt í 400
m langan trefil.
» Að lokinni sýningunni í Ráð-
húsinu verður trefillinn bút-
aður niður, hver bútur merktur
Fjallabyggð, númeraður og síð-
an seldur til styrktar góðu mál-
efni.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Triton, sem er einkafjárfestingasjóð-
ur sem er meðal annars í eign lífeyr-
issjóða þekktra fyrirtækja á Norður-
löndum á borð við Ikea og Nordea
auk lífeyrissjóða opinberra starfs-
manna í Texas og Washington-ríki í
Bandaríkjunum, á nú í viðræðum við
Framtakssjóð Íslands um kaup á
stórum hluta eigna Icelandic Group.
Carl Evald Bakke Jacobsen, sem leið-
ir viðræðurnar við Framtakssjóðinn
fyrir hönd Triton, sagði í samtali við
Morgunblaðið að viðræðurnar væru
vel á veg komnar og það ætti að skýr-
ast innan nokkurra vikna hvort af
kaupunum yrði.
Viðræðurnar snúast um kaup Tri-
ton á starfsemi Icelandic á erlendri
grund, þar með talið í Bandaríkjunum,
Þýskalandi, Kína, Bretlandi og Frakk-
landi, en sölustarfsemi Icelandic yrði
áfram í eigu Framtakssjóðsins.
Langur aðdragandi
Að sögn Jacobsen vildi Triton í upp-
hafi kaupa allt fyrirtækið en áhuginn
stóð óhaggaður eftir að krafa kom upp
að sölustarfsemin fylgdi ekki með í
kaupunum.
Jacobsen segir að áhugi Triton á
Icelandic Group eigi sér töluverðan
aðdraganda. Sjóðurinn sérhæfi sig í
fjárfestingum í fyrirtækjum í
ákveðnum geirum í Norður-Evrópu,
þar með talið í verslunarrekstri. Und-
anfarin tvö og hálft ár hafi Triton verið
að kanna möguleika á fjárfestingum í
tengslum við vinnslu sjávarafurða.
Sjóðurinn hafi skoðað fjölda fyrir-
tækja með hliðsjón af mögulegri fjár-
festingu en ekki látið slag standa. Það
hafi á endanum verið mat sérfræð-
inga Triton að Icelandic Group sé
rétti vettvangurinn til þess að byggja
á frekari fjárfestingar sjóðsins í sjáv-
arútvegi sökum stærðar og framtíð-
armöguleika. Jacobsen segir að fyrir-
tæki sem vinna sjávarafurðir þurfi að
vera stór og umsvifamikil til þess að ná
viðunandi framlegð og til þess að geta
þjónað viðskiptavinum sínum sem eru
oftar en ekki stórar verslunarkeðjur.
Hann segir að ef af kaupunum verði sé
það markmið Triton að endurfjár-
magna Icelandic og fjárfesta frekar í
uppbyggingu á verksmiðjum félags-
ins.
Aðspurður hvort Triton geri kröfu
um hvort vörumerkið Icelandic muni
fylgja með í kaupunum segir hann
vonir standa til þess að endanlegt sam-
komulag muni fela í sér að hægt
verði að nota
það með ein-
hverjum
hætti
áfram.
Sala Icelandic skýrist næstu vikurnar
Triton, fjárfestingasjóður sem er meðal annars í eign erlendra lífeyrissjóða, sér mikil tækifæri til upp-
byggingar félagsins Icelandic kjörinn vettvangur til frekari fjárfestinga í vinnslu og sölu sjávarafurða
Þessar ungu og efnilegu ballerínur tóku gleði
sína á ný þegar kennsla í Klassíska listdansskól-
anum hófst að nýju í gær eftir jólafrí.
Að sögn Bryndísar Friðgeirsdóttur, verk-
efnastjóra hjá skólanum, byrja krakkarnir jafn-
vel þriggja til fjögurra ára gamlir í dansinum en
auk þess er boðið upp á námskeið fyrir þá sem
styttra eru komnir. „Það eru sumir sem byrja
mjög ungir í ballett en svo erum við líka með
námskeið fyrir eldri nemendur ef þeir hafa ekki
verið í ballett frá unga aldri eins og allir hinir.“
Hún segir að meirihluti nemendanna við skól-
ann sé stelpur en þó séu einhverjir strákar að
læra dans. „Strákar eru alltaf velkomnir í dans-
inn líka,“ segir Bryndís.
Morgunblaðið/Golli
Fyrstu ballettsporin á nýju ári
Fasteignafyrirtækið Stóreign aug-
lýsti í gær eftir hentugu húsnæði
fyrir rekstur matvöruverslunar,
ýmist til leigu eða sölu, en þess er
ekki getið hverja um sé að ræða.
Fyllsta trúnaði er jafnframt heitið.
Að sögn Þorláks Ómars Einars-
sonar, sem annast leitina fyrir Stór-
eign, er um að ræða sterka inn-
lenda aðila sem eru ákveðnir í því
að koma inn á þennan markað á
næstunni. Hann geti þó ekki til-
greint hvaða aðilar það séu sem
ætli sér út í þennan rekstur.
Að sögn Þorláks hafa umbjóð-
endur hans rannsakað matvöru-
0markaðinn hér á landi ofan í kjöl-
inn. Þeir meti það svo að hann sé
einsleitur, og því sé tækifæri fyrir
nýjan aðila að koma inn á mark-
aðinn. Þeir séu að leita að húsnæði
á fleiri en einum stað, fyrst um sinn
á höfuðborgarsvæðinu, en hugs-
anlega víðar um land í framhald-
inu. Þorlákur segist telja að innreið
þessara aðila á matvörumarkaðinn
komi til með að valda straum-
hvörfum, og verði til mikilla hags-
bóta fyrir neytendur.
einarorn@mbl.is
Hyggjast
opna fjölda
verslana
Sterkir aðilar til leiks
á matvörumarkaði
Icelandic Group hefur verið í
söluferli nokkra hríð. Fyrirtækið
komst í hendur Landsbankans
veturinn 2008 og var svo fært
yfir til eignarhaldsfélags bank-
ans, Vestia, sem svo var selt
Framtakssjóðnum. Jacobsen
segir svona langdregna óvissu
um framtíðarskipan eignarhalds
félags á borð við Icelandic vera
skaðlega og geta graf-
ið undan trausti
kaupenda og við-
skiptavina félagsins.
Skaðleg óvissa
TIL LANDSBANKANS 2008
Morgunblaðið/Golli