Morgunblaðið - 07.01.2011, Page 8

Morgunblaðið - 07.01.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 Kristján Möller veit að þau gjöldsem bifreiðaeigendur greiða nú þegar myndu með hefðbundnum hætti duga til að standa undir þeim vegaframkvæmdum sem stjórnvöld bjóðast til að fara í nái þau að leggja nýja skatta á hina sömu.    Hann á því aðhætta að lemja andlitinu í olíu- mölina.    Blekkingaleikurvinstristjórn- arinnar gengur æ lengra.    Og það höggvafleiri í sama knérunn. Um leið og skattar og gjöld eru hækkuð jafnt og þétt á Reykvíkinga gerir borgarstjórinn gnarr að þeim. Hann byrjar á að til- kynna að sorp verði ekki framar sótt einu sinni í viku heldur á 10 daga fresti. Og svo bætir hann um betur og breytir reglunum í miðju spili. Hann ætlar að hætta að láta sækja sorptunnur ef lengra en 15 metrar er í þær frá sorpbílnum.    Borgaryfirvöld hafa sjálf sam-þykkt staðsetningu sorp- geymslna nær allra húsa í borginni og aldrei sett neina fyrirvara um 15 metra. Hvað eiga aldraðir að gera með yfirfulla tunnu af tíu daga sorpi sem á 27 metra í öskubílinn?    Eiga þeir að draga hana tólfmetra og skilja hana eftir á annarra lóð eða úti á gangstétt eða götu? Hvað er orðið af þeirri þjón- ustuhefð sem Reykjavíkurborg var fræg fyrir.    Þetta nýjasta gnarr er ekki baraskref aftur á bak, þetta eru fleiri metrar í þá átt og ósæmilegt hvernig að þessu er staðið. Jón Gnarr Þjónusta skert og skattar hækkaðir STAKSTEINAR Kristján Möller Veður víða um heim 6.1., kl. 18.00 Reykjavík -11 snjókoma Bolungarvík -10 snjókoma Akureyri -10 snjókoma Egilsstaðir -10 rigning Kirkjubæjarkl. -11 léttskýjað Nuuk -1 skýjað Þórshöfn -4 upplýsingar bárust ek Ósló -5 skýjað Kaupmannahöfn 1 þoka Stokkhólmur -1 alskýjað Helsinki -5 skýjað Lúxemborg 6 skúrir Brussel 8 skýjað Dublin 1 léttskýjað Glasgow 0 léttskýjað London 2 skúrir París 11 skúrir Amsterdam 5 skúrir Hamborg 2 skýjað Berlín 2 alskýjað Vín 0 skýjað Moskva -8 heiðskírt Algarve 17 skýjað Madríd 13 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -22 léttskýjað Montreal -7 snjókoma New York 0 alskýjað Chicago -3 snjókoma Orlando 17 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:12 15:57 ÍSAFJÖRÐUR 11:50 15:29 SIGLUFJÖRÐUR 11:34 15:10 DJÚPIVOGUR 10:49 15:19 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Áskrift að Stöð 2 sport í janúar kostar frá 4.480 til 6.400 krónur eða minna en aðgangur að einum leik í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í hand- bolta sem hefst í Svíþjóð í næstu viku og verður að mestu í læstri dagskrá á Stöð 2 sport. Eðlilegt að borga Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir eðlilegt að þeir sem vilji njóta handboltans eða annars sér- tæks sjónvarpsefnis borgi fyrir það frekar en að allir séu skattlagðir vegna beinna sjónvarpsút- sendinga frá viðkomandi viðburði. Hann bendir á að miði á venjulegan leik á HM í handbolta kosti um 500 sænskar krónur (um 8.600 kr.) og um 36.000 kr. á úrslitaleikinn. Venjan sé sú erlendis að aðgangur að áskriftarstöðvum sé seldur til 12 mánaða í senn, en aðgengi að Stöð 2 sé um allt land og fólk geti keypt aðgang að Stöð 2 sport í aðeins einn mánuð. Allir leikir HM verði í janúar auk þess sem stöðin sýni margt annað efni eins og til dæmis fótboltaleiki í ensku bikarkeppninni og spænsku deildinni, golf og körfubolta. Ekki allir leikir læstir Ísland er í riðli með Aust- urríki, Brasilíu, Japan, Noregi og Ungverjalandi og verða leikirnir á móti Japönum og Ungverjum sýndir í opinni dagskrá. Komist Ísland í milli- riðil verður einn af þremur leikjum þar í opinni dagskrá og fari Ísland í úrslit verður leikurinn ekki í læstri dagskrá. Fram hefur komið að Handknattleikssamband Íslands vill að all- ir leikirnir séu sýndir í opinni dagskrá. Ari segir að komið sé að nokkru til móts við óskir HSÍ auk þess sem til- lit sé tekið til hagsmuna handbolt- ans og þjóðarinnar með því að sýna hluta mótsins í opinni dagskrá, „án þess að okkur beri nein skylda til þess“. Áskrift ódýrari en miði á einn leik  Stöð 2 sýnir suma leiki á HM í handbolta í opinni dagskrá til að mæta óskum Ari Edwald Dagsetning páskadags getur verið allbreytileg ár frá ári og bar hann til dæmis upp á 4. apríl í fyrra en er 24. apríl í ár. Páskadag getur raunar borið upp á fimm vikna tímabil, frá og með 22. mars til og með 25. apríl. „Hugmyndin er sú að páskadag- ur skuli vera fyrsti sunnudagur eftir fullt tungl eftir vorjafndægur en í framkvæmd er miðað við að vorjafndægur séu 21. mars og gangur tunglsins svo reiknaður eftir vissum meðaltalsreglum þannig að þessi upphaflega skil- greining getur brugðist,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur. Allmiklar reiknikúnstir liggja þarna að baki og nær saga þeirra aftur til 6. aldar þegar munkurinn Díónýsíus Exiguus reiknaði páska- dagsetninguna 95 ár fram í tím- ann. Í dag er stuðst við reikniað- ferðir sem voru innleiddar með „nýja stíl“ þegar Gregoríus páfi breytti tímatalinu árið 1582. Erfitt að breyta frá hefðum „Í „gamla stíl“ var gangur tunglsins reiknaður út frá þeirri forsendu að kvartilaskipti tungls- ins endurtækju sig nákvæmlega á sömu mánaðardögum á 19 ára fresti. Staða ársins í þessari 19 ára lotu nefndist gyllinital. Í nýja stíl er hins vegar miðað við svokallaða pakta, sem samsvara nokkurn veg- inn aldri tunglsins á nýársdag, þ.e. hve margir dagar hafa þá liðið frá nýju tungli. Nýi stíll var lögtekinn á Íslandi árið 1700. Í Austur- löndum, þar sem rétttrúnaðar- kirkjan ríkir, er enn miðað við reglur gamla stíls við ákvörðun páska.“ Þorsteinn, sem hefur ritstýrt Almanaki Háskóla Íslands frá árinu 1963 og er áhugamaður um reiknireglur til að finna dagsetn- ingu páskadags, segir það oftsinnis hafa verið rætt að festa dagsetn- ingu páskadags. „Menn hafa eink- um talað um fyrsta sunnudag í apríl í þessu sambandi. En þetta er breyting sem menn hafa ekki treyst sér í, enda er allt okkar tímatal byggt á löngum hefðum sem ákaflega erfitt er að breyta. En hefðir eru ekki endilega vís- bending um hvað er hentugast.“ Þorsteinn nefnir sem annað dæmi að í raun liggi engin haldgóð rök að baki því að skipta deginum í 24 stundir, klukkutímanum í 60 mínútur og mínútunni í 60 sek- úndur. „Þetta á sér sögulegar ræt- ur og ekki líklegt að nokkur breyt- ing verði þar á.“ holmfridur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Páskar Reiknaðir upp á hár. Páskarnir flakka til og frá 19. apríl » Árið 1981 lét Þorsteinn tölvu Raunvísindastofnunar Háskól- ans reikna út dagsetningu páskadags frá árinu 1583 til 5.701.582 (ein páskaöld). Það tók tölvuna 34 klukkustundir að klára reikninginn er niður- staðan er sú að páskadag ber oftast upp á 19. apríl. Nánar má lesa um páskaút- reikninga á vefslóðinni alman- ak.hi.is.  Dagsetningin reiknuð út samkvæmt gömlum, illbreyt- anlegum hefðum  Getur borið upp á fimm vikna tímabili Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi í gær 365 miðlum tilboð um að kaupa sýningarréttinn á HM í handbolta á sama verði og 365 greiddu fyrir hann að viðbættu 20% álagi vegna und- irbúningskostnaðar af ýmsu tagi. Ari Edwald, forstjóri 365, blés á þessa hugmynd og sagði hana fýlubombu og sprell af hálfu Páls. Hann spurði hvort fjármunum rík- isins væri ekki betur varið í að kaupa mat fyrir fátæka. Páll sagði að með því sýna leikina í lokaðri dagskrá væri ver- ið að loka handboltann inni í kústaskáp. Óvænt útspil fékk engar undirtektir RÚV VILL KAUPA RÉTTINN AF 365

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.