Morgunblaðið - 07.01.2011, Síða 11
Morgunblaðið/Ómar
Lífleg Eygló Hilmarsdóttir fer með hlutverk Höllu í myndinni Gauragangur.
Gauragangur Eygló t.v í hlutverki Höllu ásamt Hildi Arndal í hlutverki Lindu í kvikmyndinni.
segir Eygló og hlær. „Halla er hrifin af Ormi,
besta vini sínum og hann sér hana ekki. Sú
hrifning er aldrei sögð með orðum eða gjörð-
um í myndinni en kemur samt sterkt fram. Ég
held að margar stelpur geti samsamað sig við
Höllu.“
Myndin gerist 1979-’80 og telur Eygló að
ungt fólk í dag ætti að eiga auðvelt með að
samsama sig unga fólkinu í myndinni. „Þetta
er sama unglingadæmið ár eftir ár; skóli, leið-
inlegir kennarar, ástin og sambandið við for-
eldrana, ég held að þetta breytist ekkert með
árunum. Þessar týpur sem koma þarna fram
hafa líka alltaf verið til, metró-típan, hipparnir
og listamennirnir.“
Syngur djasslög, les og skíðar
Eygló hefur aðeins séð Gauragang einu
sinni og segir það undarlega tilfinningu að sjá
sjálfan sig á hvíta tjaldinu. „Þegar ég sá mig
fyrst í mynd þoldi ég mig ekki, langaði mest til
að sparka í mig. Ég held að það séu eðlileg við-
brögð við að sjá sig í fyrsta skipti í kvikmynd,
en mér leið betur eftir hlé, náði aðeins að slaka
á þá,“ segir Eygló sem finnur aðeins fyrir auk-
inni athygli eftir að myndin var frumsýnd.
„Athyglin jókst aðeins þegar skólinn byrj-
aði aftur eftir jólafrí en það eru allir ánægðir
með myndina svo ég fæ bara hrós. Ég er ekk-
ert kvíðin fyrir slíku, enda elska ég athygli.
Mér finnst gaman að afreka eitthvað þannig að
aðrir taki eftir,“ segir hún og hlær. Það þarf
ekkert að koma á óvart að Eygló stefnir á leik-
listarnám eftir menntaskóla. En hvað með
önnur áhugamál?
„Ég hef mikinn áhuga á tónlist, er í hljóm-
sveitinni Frænkur og fylgisveinar, við erum
þar þrjár söngkonur með hljóðfæraleikara og
syngjum djassaðar útgáfur af gömlum lögum.
Ég hef aldrei lært söng en er í kór MR og
finnst mjög gaman að syngja. Ég kann ekki al-
mennilega á neitt hljóðfæri en stefni á að læra
á gítar eða píanó í vetur, það er eiginlega ára-
mótaheitið,“ segir Eygló og bætir við eftir smá
umhugsun; „Mér finnst líka gaman að fara á
skíði og lesa.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011
Útsalan hefst í dag
Hæðasmára 4
- Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 - www.selena.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-15
UNDIRFÖT • SUNDFÖT
Skálastærðir A-FF
Kvenfatnaður
Stærðir 36-46
30-60% afsláttur
af völdum vörum