Morgunblaðið - 07.01.2011, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011
✝ Olga Guðmunds-dóttir fæddist
þann 17. desember
1924 í Geirshlíð í Mið-
dölum í Dalasýslu.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi á
nýársdag.
Foreldrar hennar
voru þau Guðmundur
Ögmundsson og Sig-
ríður Bjarnadóttir
sem búsett voru á
Skógarströnd á Snæ-
fellsnesi, m.a. á Set-
bergi. Olga fluttist síð-
ar með foreldrum sínum til
Ytri-Njarðvíkur og átti þar heima
þar til hún settist að í Keflavík og
stofnaði þar heimili með eftirlifandi
manni sínum að Smáratúni 9.
Bróðir Olgu var Ögmundur Guð-
mundsson f. 1928, d. 1990, maki Em-
ilía Guðjónsdóttir f.
1935. Olga var kvænt
Árna Guðgeirssyni
húsasmíðameistara, f.
27. janúar 1923. For-
eldrar hans voru Guð-
geir Ögmundsson og
Svava Einarsdóttir.
Börn Olgu og Árna
eru 1) Erna f. 1949,
maki Þorsteinn Geir-
harðsson 2) Guðgeir
Smári f. 1953, maki
Rebekka Jóna Ragn-
arsdóttir 3) Birkir f.
1957, d. 2009, maki
Halldóra Ásgeirsdóttir 4) Þröstur f.
1960, maki Victoría Solodovnyc-
henko. Barnabörninin eru 10 og
barnabarnabörnin eru 17.
Útför Olgu fer fram frá Keflavík-
urkirkju í dag, föstudaginn 7. janúar
2011, og hefst athöfnin klukkan 13.
Þegar jólahátíðin var hálfnuð
kvaddi elskuleg tengdamóðir mín,
kynntist ég henni fyrst fyrir um 40
árum þegar ég fór að vera með syni
hennar honum Smára. Margs er að
minnast frá þessum árum, Olga var
mikil húsmóðir og dáðist ég að því
hversu mikil búkona hún var, hún
sultaði, saltaði, súrsaði, bjó til sviða-
sultu, kæfu, var alltaf að baka klein-
ur og pönnukökur og ýmislegt ann-
að, einnig var hún mjög fær í
höndum saumaði fatnað og óteljandi
voru útprjónuðu peysurnar eftir
hana, einnig var hún mjög iðin við út-
saum eins og sést um alla veggi á
hennar heimili og ekki má ég gleyma
öllum útsaumuðu púðunum, sjálf á ég
nokkur stykki eftir hana.
Fyrir tæpum tveimur mánuðum
fór hún á hjúkrunarheimilið Garð-
vang eftir að hafa verið um þrjá mán-
uði á sjúkrahúsi, en er þangað kom
var það alveg unun að sjá hvað henni
leið vel þar og fannst okkur öllum
eins og hún hefði yngst um 10 ár svo
mikil breyting varð á henni, Olga tal-
aði um það hvað starfsfólkið var in-
dælt við hana og vil ég nota tækifær-
ið og þakka starfsfólkinu fyrir
frábæra umönnun.
Að morgni gamlársdags fékk hún
tvö hjartaáföll og lést að kvöldi ný-
ársdags á Borgarspítalanum. Ég er
glöð yfir því að hafa fengið að sitja
yfir henni ásamt fjölskyldunni þessa
tvo daga og fengið að halda í hönd
hennar þegar kallið kom. Elskulegur
tengdafaðir minn kveður eiginkonu
sína eftir 63ja ára samleið.
Þegar við Smári heimsóttum hana
fyrir nokkrum dögum þá fórum við
að tala um sveitina hennar og hún
spurði okkur um myndina sem við
tókum af henni með dalinn og fjöllin í
baksýn, já ótrúlegt að hún skyldi
fara að tala um þessa mynd sem var
tekin árið 1994 er við fórum með þau
hjónin í helgarferð um Snæfellsnesið
og nutu þau þessarar ferðar mjög
vel, því Árni var líka frá nesinu,
fæddur á Hellissandi. Við tókum
ákvörðun um að finna þessa mynd og
setja hana í ramma og fara með hana
til hennar næst er við myndum heim-
sækja hana en nú verður myndin
áfram hjá okkur.
Að leiðarlokum kveð ég tengda-
móður mína með söknuði og mun
minning hennar lifa með mér.
Elsku tengdafaðir, systkin og aðr-
ir ástvinir, ég votta ykkur mína inni-
legustu samúð.
Kveðja til þín, Olga mín.
Þín tengdadóttir,
Rebekka Jóna Ragnarsdóttir.
Elsku amma, tíminn líður svo
hratt. Ég trúi varla að það sé komin
tími fyrir kveðjustund. Ég á eftir að
sakna þín svo mikið, en ég mun samt
ávallt gleðjast við að minnast þeirra
stunda sem við áttum saman. Ég
finn fyrir hlýju í hjartanu að vita til
þess að þú sért komin á betri stað,
amma mín. Minningar mínar um þig
verða ávallt geymdar á góðum stað í
hjarta mér. Það verður aldeilis fjör,
þarna uppi hjá ykkur, (Pabba, Jónsa,
Bigga, Ernu, Ísól, Björg, Jónasi og
öllum hinum).
Ég mun alltaf muna og segja frá,
hvað þú varst alltaf yndisleg við mig,
Og sagðir alltaf við alla að við vorum
góðir vinir. Alltaf þegar ég kom í
heimsókn sagðir þú „Þarna kemur
hann Elvar vinur minn, Elvar hann
er sko besti vinur minn“ og brostir.
Ég er svo ánægður að hafa kíkt til
þín fyrir stuttu, með konfektkassa
„Til þín frá mér“. Vonandi voru mol-
arnir góðir, hafði aldrei tími til þess
að spyrja þig að því. Það er örugg-
lega nóg af molum þarna uppi fyrir
þig, láttu ekki pabba komast í þá alla,
sparaðu einn fyrir mig.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þinn besti vinur,
Elvar Orri Pálsson.
Þá er kallið komið, elsku amma
mín. Þegar ég horfi til baka sé ég að
við áttum margar góðar minningar
saman. Fyrst minnist ég þess þegar
ég hljóp úr skólanum yfir á Smárat-
únið og fékk mér nýbakað bakkelsi
og ískalda mjólk, amma bakaði lang-
bestu kleinur í heimi og var dugleg í
eldhúsinu, þessi elska. Alltaf var svo
gaman að spjalla við þig og hafðir þú
svo góðan húmor og fífluðumst við
oft og sagðir þú við mig að ég væri
svo þrjósk og ákveðin, en þá var
svarið ávallt hjá mér að það fylgdi nú
bara nafninu og svo hlógum við og
brostum.
Elsku amma. Erfitt var að heyra
um þegar þú varst flutt með sjúkra-
bíl til Reykjavíkur á gamlársdag og
ekki væri neitt hægt að gera til að
hjálpa þér, en fyrsta sem ég hugsaði
þá var að fara inneftir til þín og
kyssa þig og knúsa og sitja hjá þér,
erfitt var það, en mjög dýrmætt.
Rétt áður en ég kvaddi þig, sagði ég
við þig „Þetta er hún Olga“ og þú
snerir höfðinu til mín og kysstir mig
og gafst mér bros, vá hvað það yljaði
mér. En nú er þitt kall komið, elsku
amma mín, og eins og ég sagði þér þá
mun Palli minn taka á móti þér með
opna arma ásamt fullt af öðrum engl-
um.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Kveð ég þig með sorg og söknuð í
hjarta mínu og þakka fyrir árin sem
ég átti með þér, elsku amma mín.
Kveðja.
Þín nafna,
Olga.
Elsku amma mín. Það er með
söknuði sem ég kveð þig en jafn-
framt þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast þér og njóta margra sam-
vistarstunda með þér. Þú varst ein-
stök, persónuleiki þinn var skemmti-
legur; hispurslaus, góð, ákveðin í
skoðunum þínum þannig að þú gast
virkað hvöss en alltaf samkvæm
sjálfri þér. Þessir eiginleikar gerðu
það að verkum að mörgum líkaði við
þig.
Fyrstu minningarnar eru ljóslif-
andi úr Smáratúninu. Skólaganga
mín var nýhafin og heimili þitt ekki
alllangt frá skólanum. Alltaf var
heitur matur í hádeginu, nýsoðinn
fiskur og grjónagrautur með slátri
til skiptis sem ég fékk að njóta með
ykkur afa. Í huga mínum varst þú
alltaf að, í stígvélunum og pilsinu að
þvo þvott á gamla mátann með prik-
inu góða, pressa, í eldhúsinu alltaf að
baka eitthvað svo ekki sé minnst á
alla þína vandvirku handavinnu. Þau
voru ófá skiptin sem ég stalst í
kistuna þína til að finna eitthvert
góðgæti þegar þú hafðir skroppið og
ég komist inn í Smáratúnið með lykl-
inum sem var geymdur á sínum stað.
Skemmtilegast af öllu var þó að
spila við þig vist. Þú elskaðir að spila
og gast haldið áfram ótrauð þrátt
fyrir allt. Afkomendur þínir komu til
þín á jóladag á meðan heilsa þín
leyfði. Þá gátum við spilað þegar
matarhaldi var lokið, þú varst best í
spilunum, útsjónarsöm, djörf, klár
og ekki vantaði keppnisskapið og því
fylgdu ekki alltaf fallegustu orðin en
yngri börnin voru fjarri og heyrðu
þau ekki svo það var allt í lagi.
Síðustu árin voruð þið afi hjá okk-
ur á aðfangadag og áttum við góðar
stundir saman. Þú varst góð við
börnin mín og veit ég að Sóley sem
var svo hrifin af þér á eftir að sakna
þín. Elskulegi sonur þinn, bróðir og
fleiri munu taka vel á móti þér. Takk
fyrir þinn tíma.
Rakel Þorsteinsdóttir.
Olga Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, ég sakna þín.
Viltu knúsa hann pabba minn
og passa hann vel.
Sorglegt að þú sért dáin.
Kveðja.
Thelma Lind Pálsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTJÁN PÉTURSSON,
Löngumýri 57,
Garðabæ,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 4. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 13. janúar kl. 13.00.
Ríkey Lúðvíksdóttir,
Vilhjálmur Kristjánsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir,
Kristín Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson,
Brynja Kristjánsdóttir,
Hildur Kristjánsdóttir,
Þór Kristjánsson, Birna Jóna Jóhannsdóttir,
Arnar Kristjánsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR,
Þingskálum 12,
Hellu,
sem andaðist á dvalarheimilinu Lundi miðviku-
daginn 29. desember, verður jarðsungin frá
Árbæjarkirkju í Holtum laugardaginn 8. janúar
kl. 11.00.
Jóhanna Hannesdóttir, Jón Ingi Guðmundsson,
Erna Hannesdóttir, Hjörtur Egilsson,
Árni Hannesson, Guðbjörg Ísleifsdóttir,
Sigríður Hannesdóttir, Þorsteinn Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
GUNNAR ELLERTSSON,
Bjarnastöðum,
verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju laugardaginn
8. janúar kl. 14.00.
Ellert Pálmason, Vigdís Theodóra Bergsdóttir,
Pálína Bergey Lýðsdóttir, Bjarni Kristinsson,
Hekla Birgisdóttir,
Pálmi Ellertsson,
Oddný Rún Ellertsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HÖRÐUR ÞORVALDSSON,
Vesturgötu 40,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. janúar.
Ingibjörg Þ. Hallgrímsson,
Hrönn Harðardóttir, Magnús Rúnar Guðmundsson,
Steingerður Gná Kristjánsdóttir, Mikael Knorr Skov,
Hörn Harðardóttir, Egill Tómasson,
Þorgeir Orri Harðarson, Sandra Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR
kennari,
Meðalbraut 14,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
5. janúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
13. janúar kl. 13.00.
Þórir Gíslason,
Brynjólfur Þórisson,
Herdís Þórisdóttir, Ingvi Guttormsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓN LAXDAL ARNALDS,
Fjólugötu 11A,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 2. janúar.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni á morgun,
laugardaginn 8. janúar kl. 14.00.
Ellen Júlíusdóttir,
Eyþór Arnalds, Dagmar Una Ólafsdóttir,
Bergljót Arnalds, Páll Ásgeir Davíðsson,
Anna Stella Karlsdóttir, Arne Tronsen
og barnabörn.