Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 ✝ Ólafía KatrínHjartardóttir (Lóa) fæddist 19. febr- úar 1915 á Saurum, Laxárdal, Dalasýslu, andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 28. desember 2010. Foreldrar hennar voru Guðmundur Hjörtur Egilsson (1884-1958) frá Köldu- kinn í Haukadal Dala- sýslu og Ingunn Ólafs- dóttir (1888-1971) frá Vatni í Haukadal, Dalasýslu. Systkini Lóu voru: 1) Mar- grét (1908-1908). 2) Guðmundur (1910-1991). 3) Magnea Kristín (1916- 2007). 4) Egill (1918-2006). 5) Björn Daníel (1919-1992). 6) Sigurlaug (1921-1993). 7) Guðrún (1923). 8) Kristján Benedikt (1926-2010). 9) Katrín (1927) og 10) Halla Jensína (1930). Lóa giftist Hinrik Guðbrandssyni (1905- 1940) árið 1939, sonur þeirra var Hinrik (1940-2010), hann kvæntist Ólafíu H. Bjargmundsdóttur (1945) árið 1968, börn þeirra eru 1) Ólafía Magnea (1970), 2) Hall- dóra Guðrún (1973), gift Páli L. Sigurðssyni og eiga þau dæturnar Þóru Lóu (1997) og Auði Rán (2002), 3) Bjargey Una (1974) gift Róberti E. Jenssyni og eiga þau Matthildi (2009) og 4) Hinrik Ingi (1981). Lóa giftist Magnúsi Sigurgeir Jósepssyni (1908-2006) frá Fremri- Hrafnabjörgum árið 1947. Lóa og Maggi hófu búskap að Hlíð í Hörðu- dal og bjuggu þar ásamt Gesti bróð- ur Magga en þá fluttust þau að Fremri-Hrafnabjörgum í Hörðudal árið 1949 og bjuggu þar til ársins 2002, en þá fluttu Lóa og Maggi á Hjúkrunarheimilið Skjól í Reykjavík. Lóa stundaði nám í farskóla í Döl- unum og lauk námi frá Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli. Hún stundaði ýmis þjónustustörf bæði í Reykjavík og í Dölum áður en hún hóf búskap með síðari manni sínum. Útför Lóu fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 7. janúar 2011 og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Snóksdal, Dalabyggð, laugardaginn 8. janúar kl. 13. Okkur langar til að minnast ömmu okkar, ömmu í sveitinni. Amma var glaðlynd og vinnusöm kona sem aldrei féll verk úr hendi enda sat hún við útsaum á Skjóli fram á síðustu daga sína. Hún var léttlynd að eðl- isfari og átti það til að stíga dans við afa í stofunni þegar þannig stóð á og bresta í söng á leið heim af engjun- um. Auk þess átti hún það til að kasta fram vísum í góðra vina hópi. Hún kunni ógrynni af vísum og ljóð- um auk þess sem hún var hafsjór af fróðleik, enda víðlesin. Hún hafði mjög gaman af því að spila á spil og áttum við systkinin margar góðar stundir með henni og afa við spila- mennsku. Amma var mikill búkona og sveit- in, Dalirnir áttu hug hennar allan. Á Hrafnabjörgum bjuggu amma og afi við blandaðan búskap. Hún gekk til allra verka á bænum, annaðist heim- ilið, var stórtæk í eldhúsinu og lagði mikla áherslu á að veita gestum vel. Hjá ömmu lærðum við fyrstu hand- tökin við eldamennsku og bakstur enda fengum við alltaf, þrátt fyrir miklar annir, að taka virkan þátt í eldhússtörfunum. Það var eitt sem ömmu þótti mjög erfitt við búskapinn og það var að senda skepnur til slátrunar. Henni þótti mjög vænt um húsdýrin og lagði oft mikið á sig til að þeim liði sem allra best. Til dæmis var það eitt vorið þegar við vorum hjá henni að hún kom inn með nýfætt lamb sem hún vafði í handklæði og setti svo inn í ofn til að ylja og vekja til lífsins. Amma var mjög handlagin og list- ræn kona og liggur eftir hana mikið af fallegu handverki. Hún saumaði út og flosaði myndir, dúka og rúmfatn- að í hundraðatali. Auk þess sem hún saumaði á sig íslenskan búning og annan klæðnað sem til þurfti. Hún var einnig lagin við prjóna en lagði þá áherslu á nytjahluti eins og vett- linga og sokka. Hún gerði alla tíð mikinn greinarmun á hvort hún væri að sauma nytjahluti eða fallegt lín eða mynd sem henni þótti munaður að geta veitt sér tíma til að sinna og hafði hún mikla ánægju af. Amma var pólitísk og fylgdist vel með þjóðfélagsumræðu. Hún hafði sterkar skoðanir á flestum málum og var einstaklega rökföst kona. Hún spurði frétta af Alþingi fram á síð- ustu ár og hún hafði mikla ánægju af rökræðum um samfélagsmál og oft sköpuðust fjörugar umræður við eld- húsborðið. Hún ögraði okkur ungum til að mynda okkur skoðanir á sam- félagsumræðunni og taka þátt í sam- ræðum um þau mál. Hjá ömmu og afa var oft gest- kvæmt enda löðuðu þau að sér fólk. Þau tóku fjölda barna og unglinga í sveit sem mörg komu til þeirra aftur og aftur og héldu tryggð við þau alla tíð. Vorum við systur síðustu börnin sem nutum þess að vera hjá þeim í sveitadvöl. Oft var mjög mannmargt á bænum yfir hásumarið þegar ætt- ingjar, gömul sumarbörn, hesta- menn og veiðimenn litu í heimsókn. Oftar en ekki voru þá allir drifnir út í heyskap eða aðra vinnu og verðlaun- aðir í dagslok með góðum kvöldverði, spjalli og skemmtun fram á nótt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma, við munum ætíð minnast þín. Ólafía Magnea, Halldóra Guðrún, Bjargey Una og Hinrik Ingi Hinriksbörn Elsku langamma Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allar stundirnar. Við minnumst þín og elskum. Þóra Lóa og Auður Rán Pálsdætur. Lóa mín. Nú er komið að kveðjustund. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég var ekki há í loftinu þegar þú og Magnús tókuð mig til ykkar í sveitina. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig þó þægindunum væri ekki fyrir að fara. Ekkert rafmagn og þú þurft- ir að fara ofan í síki til þess að skola þvottinn og þvo ullina. Þú tókst allan krakkaskarann með þér og hópurinn var auðvitað rennandi blautur, því að allir þurftu að hoppa í síkið. Það var alltaf mikill gestagangur og öllum var boðið inn hvort sem um var að ræða snemma morguns eða seint að kvöldi og genguð þið úr rúmi ef þess þurfti. Alltaf voru kökur og matur og nóg af öllu. Þú bakaðir og bjóst til smjör og skyr og ekkert mátti vanta. Þú varst alltaf tilbúin að taka mig í fangið og syngja með mér; ef leiðist mér heima ég labba niður að tjörn. Þá hresstist Gulla litla. Þú varst mikil hannyrðakona og mörg listaverkin liggja eftir þig. Það voru teknir hveitipokar og hvíttaðir, saumaðir dúkar af öllum stærðum, koddaver og sængurver, talið út, heklað og prjónaðir munstraðir vett- lingar. Þú kenndir mér að prjóna og sauma út og þú hættir ekki fyrr en ég gat saumað flatsaum sem þér þótti frambærilegur. Það var alltaf gott að koma til ykk- ar Magnúsar, þar var alltaf svo mikil kyrrð og hlýja, ef manni leið illa var alltaf gott að heyra í þér eða skreppa í sveitina. Þegar ég var komin með fjölskyldu hugsaðirðu til mín, hringdir og sagðir: Gulla mín, þarftu ekki að taka slátur? Komdu, og við bjuggum til slátur, pakkað sauðakjöt fylgdi með eða reykt sauðalæri eða frampartur. Þú varst orðin rígfull- orðin þegar þú hættir þessu. Þú varst mikill dýravinur og fórst alltaf út þegar það þurfti að hjálpa kúnum og kindunum að bera. Þú reyndir alltaf að halda lífi í öllu. Þú leyfðir mér að hafa heimalning í kassa við hliðina á rúminu mínu í heilt sumar. En Lóa mín, þú hefur oft verið þreytt og útkeyrð en þú lést það aldrei í ljós. Stundum áttirðu það til að vera hvöss við okkur krakkana og Magnús, en þurfti það ekki til, til þess að koma ró á krakkaskarann og Magnús? En hann átti það til að vera léttur og stríðinn. Lóa mín, nú ertu komin til Magn- úsar og Hinna og ég veit að þar viltu helst vera og ég veit að þér líður vel núna. Hvíldu í friði og takk fyrir allt. Guðlaug (Gulla.) Ólafía Katrín Hjartardóttir (Lóa) ✝ Dóróthea Antons-dóttir var fædd í Vík í Mýrdal 30. októ- ber 1950. Hún lést á Sjálfsbjargarheimilinu Hátúni 12, þann 1. janúar sl. Hún var dóttir hjónanna Antons Guð- laugssonar f. 26.11. 1920, d. 22.8. 1993 og Charlotte Guð- laugsson f. 6.11. 1925. Systkini Dórótheu eru Edda Guðlaug f. 1953, Agnes f. 1956 og Guð- laugur Valdimar f. 1964. Hinn 26. desember 1972 giftist Dóróthea Þorsteini Árnasyni f. 23.10. 1949, d. 17.6. 2004 frá Holts- múla í Landssveit. Foreldrar hans voru hjónin Árni Jónsson f. 17.6. 1896, d. 16.9. 1995 og Þorgerður Vilhjálmsdóttir f. 27.2. 1918, d. 4.10. 1996. Börn Dórótheu og Þorsteins eru 1) Anton Karl, f. 10.8. 1970, kona hans er Hanna Valdís Garð- arsdóttir f. 25.1. 1973. Börn þeirra eru Birta Rós f. 1994, Daníel Garð- ar f. 2001 og Þorsteinn Aron f. 2004. 2) Helga, f. 14.6. 1974. Maður hennar er Baldur Þór Bjarnason f. 3.7.1969. Dætur þeirra eru Hildur Vala f. 1992, Dóróthea f. 2004, Kolfinna f. 2006 og Viktoría f. 2009. 3) Þorbjörg Sif f. 9.3. 1981. Maður hennar er Hreimur Örn Heimisson, f. 1.7. 1978. Börn þeirra eru Embla Margrét f. 2005 og Þorsteinn Heiðar f. 2008. Dóróthea ólst upp í Vík í Mýrdal og lauk gagnfræða- prófi frá Skógaskóla 1966. Hún hóf búskap með Þorsteini í Hvolsvelli árið 1973 og bjuggu þau þar til árs- ins 1997 er þau fluttu til Reykjavík- ur. Í Vík vann Dóróthea hjá Spari- sjóði Vestur-Skaftafellssýslu og síðan í Landsbankanum og hjá Raf- magnsveitum ríkisins á Hvolsvelli. Dóróthea bjó síðustu árin á Sjálfs- bjargarheimilinu að Hátúni 12 í Reykjavík. Útför Dórótheu verður gerð frá Stórólfshvolskirkju í dag, 7. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Núna er elsku mamma komin heim til pabba og langri sjúkdóms- baráttu lokið. Þó að mömmu liði vel á Sjálfsbjargarheimilinu í Hátúni og að þar væri einstaklega vel hugsað um hana þá var hún alltaf á leiðinni heim til pabba, og núna er hún komin þangað. Það er okkur mikil huggun á þess- um erfiðu tímum að vita af þeim sam- an á ný. Mikið fannst okkur nú gott að koma til hennar og naut mamma þess að fá heimsóknir og þá sérstak- lega frá barnabörnunum. Alltaf var stutt í brosið og auðvelt að fá hana til að hlæja innilega þegar maður sagði henni hrakfallasögur af sjálfum sér og fjölskyldumeðlimum. Við eigum eftir að sakna þessara stunda en gott er að eiga minningar að ylja sér við. Mamma átti líka því láni að fagna að margir fleiri lögðu leið sína í Há- túnið að heilsa upp á hana og erum við þeim ævinlega þakklát. Lífið hefði orðið öðruvísi ef mamma hefði ekki veikst, en við verðum að reyna að takast á við það eins og hún gerði með æðruleysi sínu og jákvæðni og þakka fyrir allan þann tíma sem við áttum með henni. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Hún kvaddi með flugeldasýningu og náði að lifa fram á árið 2011, sem er táknrænt fyrir baráttuviljann sem í henni bjó. Hvíl í friði, elsku mamma, Anton, Helga og Þorbjörg. Elsku Dolla Nú eru 20 ár síðan ég kynntist þér fyrst og ég man það eins og það hefði gerst í gær. Þú varst svo áberandi falleg og þið hjónin bæði og þið tókuð svo vel á móti mér. Þú varst svo spennt þegar við Ant- on fórum að búa saman í fyrsta sinn og ekki síður þegar frumburðurinn okkar hún Birta Rós fæddist. Þú varst fljót að kíkja í geymsluna og tína til gömul barnaföt og sængurföt. Þú varst alltaf til í að passa börnin fyrir okkur og líka þegar fram liðu stundir og heilsan fór versnandi. Þá hjálpuðust þið að, þú, Þorbjörg og Steini. Það er margs að minnast en eitt stendur upp úr og það er hvað þú varst alltaf ótrúlega kát og jákvæð og hláturmild þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm. Ég hef aldrei heyrt þig kvarta. Það er okkur mikil huggun í sorg- inni að nú líður þér vel og ert búin að hitta hann Steina þinn. Synir mínir hugsa mikið til þín og tala við þig í bænum sínum á kvöldin. Þorsteini Aroni áskotnaðist smá pen- ingur í gær og sagðist hann að ef hann gæti myndi hann helst vilja kaupa sér nýja Dollu ömmu. Elsku Anton minn, Helga og Þor- björg, ég votta ykkur mína innileg- ustu samúð og guð veri með okkur öllum á þessum erfiða tíma. Hanna Valdís. Mín ágæta mágkona, Dolla, lést á nýársnótt eftir mjög erfið veikindi, má segja að hún hafi verið búin að glíma við þennan sjúkdóm tæplega hálfa ævi sína. Ég kynntist henni fyrst við sér- stakar aðstæður árið 1967, þá vorum við í hestaferð með hestamanna- félaginu Sindra og var verið að fara yfir Mýrdalssand í ausandi slagveðri. Þegar kom á miðjan sandinn var mér sagt að fara í bíl sem fylgdi hópnum. Nú bíllinn var þéttsetinn en mér var holað niður í framsætið hjá Dollu. Þetta var mikill heiður þrátt fyrir að hún væri gegndrepa í regngalla, því hún var glæsileg 17 ára stúlka, en ég fermingarstrákur rétt að byrja að fá hvolpavitið. Sjálfsagt hefur þetta haft þau áhrif að ég sótti mjög til Víkur á ung- lingsárum og eignaðist síðan yngri systur hennar. Síðar eftir að við Agnes gerðumst bændur í Hólmahjáleigu var fastur liður að koma við í Norðurgarði 19, þegar farið var á Hvolsvöll, þiggja kaffi og spjalla, einnig fengu krakk- arnir okkar oft pössun þar þegar var verið að útrétta. Það er mjög minnisstætt þegar Dolla og Steini komu til okkar að hjálpa við heyskap, það munaði vel um hjálpfúsar hendur þegar mikið var úti af böggum, þó ekki vildi dótt- irin að mamma sín keyrði dráttarvél, það kom ekki til mála. Öll þessi og miklu fleiri samskipti ylja um hjartarætur á þessum tíma- mótum. Það var mjög lærdómsríkt að fylgjast með Dollu í sínum veikind- um, alltaf jafn falleg, með allra glæsi- legustu konum sem maður sér, já- kvæð og hafði það bara gott og ekkert amaði að hjá henni. Það er mikill kostur að hafa svona gott lundarfar. Steini sinnti sinni konu af ein- stakri alúð meðan kraftar hans leyfðu, börnin hafa staðið sig sem hetjur, frábært að fylgjast með hvernig öll fjölskyldan stóð saman við að reyna að hafa lífið sem eðlileg- ast. Ég votta móður hennar, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum mína dýpstu samúð. Bergur Pálsson. Dóróthea Antonsdóttir  Fleiri minningargreinar um Dó- rótheu Antonsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar JÓNS JÓNSSONAR frá Grundargili. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Kristjánsdóttir. ✝ Látin er í Trelleborg, Svíþjóð, kær systir okkar og frænka, SIGRÍÐUR FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR LEO, Dista. Blessuð sé minning hennar. Systkin og frændsystkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.