Morgunblaðið - 07.01.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 07.01.2011, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011 ✝ Gunnar ÞorbjörnHaraldsson fædd- ist í Vestmannaeyjum 21. apríl 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja fimmtu- daginn 30. desember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Matt- hildur Málfríður Gísladóttir, f. 22. jan- úar 1898 í Norður- Hjáleigu, Álftaveri, d. 31.mars 1976 og Har- aldur Þorsteinsson, f. 5. janúar 1902 á Grímsstöðum, V- Landeyjum, d. 11. desember 1974 Systkini Gunnars voru: Þóra, f. 4 . apríl 1925, d. 13. apríl 2001. Þor- steina Guðbjörg, f. 14. júní 1926, d. 27. mars 1927. Óskar, f. 7. ágúst 1929, d. 22. ágúst 1985 og Guðbjörg Erla, f. 21. júlí 1931. Gunnar kvæntist 31. maí 1952 Jórunni Guðnýju Helgadóttir, f. 11. júní 1929. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Björgvin Benónýsson frá Háafelli í Skorradal, f. 23. apríl 1900, d. 19. ágúst 1985 og Nanna 15. okt. 1958, gift Jóni Gunnari Hilmarssyni, f. 18. júní 1958, búsett í Kópavogi. Synir þeirra eru Hilmar Smári, f. 14 .nóv. 1994 og Gunnar Bjarki, f. 30. ágúst 1998. 4) Nanna Björk, f. 16. ágúst 1962, búsett í Vestmannaeyjum. Dóttir hennar er Hanna Guðný Guðmunds- dóttir, f. 15. ágúst 1984, í sambúð með Grétari Jónssyni. Gunnar bjó í Vestmannaeyjum ásamt foreldrum sínum og syst- kinum í Nikhól við Hásteinsveg og þar sleit hann barnsskónum. Fjöl- skyldan fluttist á Grímsstaði við Skólaveg þegar hann var unglingur. Hann byrjar á sjó 16 ára gamall þegar faðir hans veikist. Hann lauk minna mótorvélstjóraprófi 1950 og 2. stigi í Vélskóla Íslands 1968. Hann var vélstjóri á Erlingi VE-325 1950-1953, Ófeigi II VE-324 og Ófeigi III VE-325 1955-1962, Þá kom hann í land og vann sem vél- stjóri í Ísfélagi Vestmannaeyja. Aft- ur fór hann á sjóinn og þá á Gideon VE-7 1967-1969, Halkion VE-205 1969-1974 og svo á Gullberg VE-292 1975-1982. Þegar hann hætti á sjó fór hann að vinna sem húsvörður í Hamarsskóla Vestmannaeyja. Hann vann þar þangað til hann fór á eft- irlaun. Útför Gunnars fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 7. janúar 2011, og hefst athöfn- in kl. 11. Magnúsdóttir, f. 12 . sept. 1905, d. 9. sept. 1975. Börn Gunnars og Jórunnar eru: 1) Helgi Benóný, f. 3. okt. 1952, giftur Jarþrúði Kolbrúnu Guðmunds- dóttur, f. 12. feb. 1953, búsett á Hellu. Dóttir þeirra er Jónína Jór- unn, f. 17. ágúst 1996, fósturdóttir Sæunn Klara Breiðfjörð, f. 1. ágúst 1980, hún á þrjá syni, í sambúð með Sigurjóni Jónssyni. Uppeldisdóttir Hildur Björk Rúnarsdóttir, f. 9. júlí 1976. gift Gísla Engilbert Haralds- syni, þau eiga fimm börn. 2) Haraldur Þorsteinn, f. 1.maí 1956, kvæntur Kristínu Gunn- arsdóttur, f. 19.3. 1960, búsett í Vestmannaeyjum. Þeirra börn eru: Hrefna, f. 28 apríl 1980, gift Þor- steini Elíasi Þorsteinssyni. Börn þeirra eru Kolfinna og Kristín Elsa. Eyrún, f. 26. mars 1985 og Gunnar Karl, f. 25. sept. 1994. 3) Matthildur Gunnarsdóttir, f. Ó, elsku pabbi, ég ennþá er aðeins barn, sem vil fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. (Hugrún.) Þú ólst upp í Nikhól, þaðan áttir þú góðar minningar og leikfélagar þínir voru Diddi Marinós, Gústi Sigurjóns og hans bræður, fleiri mætti telja. Síðan kaupir þú húsið Grímsstað með Halla afa og Möttu ömmu. Þú og mamma byrjið bú- skap í kjallaranum, þá kem ég í heiminn og Halli bróðir. Svo flytj- um við í nýtt hús á Illugagötu 9 sem þú byggðir. Þar koma Matt- hildur og Nanna Björk. Þú hugsaðir alltaf vel um fjöl- skyldu þína og var þér umhugað um að okkur liði öllum vel, líka þegar barnabörnin voru komin og ég tala ekki um þegar barnabarna- börnin voru komin og fylgdist vel með þeim. Sveitin þín var Álftaverið. Þú varst í Holti, á næstu bæjum bjó afi þinn og amma. Mikið var gam- an að fara með þig í bíltúr þangað, þegar kom að Holti þá kom: „Er búið að eyðileggja garðinn okkar Páls? Hann var hér síðast.“ Einnig var komið í Hraunbæ, Norðurhjá- leigu og Skálmabæ. Eitt sinn þegar við komum í Skálmabæ var Jafet einn heima og Gísli var í Vík, þá hringir síminn, Jafet svarar og við heyrum hann segja: Veistu hver er kominn? Smá þögn, svo kom: Gunnar í Holti er kominn. Við spyrjum hver hafi ver- ið í símanum. Þetta er Gísli, vildi vita hvað ætti að kaupa í Vík. Eftir smástund eru opnaðar dyrnar, Gísli kominn, ætlaði ekki missa af að hitta Gunnar í Holti. Þú spurðir hvort hann hefði verið búinn að versla, þá kom svar um hæl: Gera það bara næst. Þetta voru flottar ferðir og ógleymanlegar. Svo byrjaði ævistarfið, sjó- mennska. Á síld á Erlingi með Sig- hvati og síðar vélstjóri. Fórst að ná í fyrsta stálbátinn sem er smíðaður fyrir Íslendinga, Ófeig III VE 325 og síðar Ófeig II VE 324 sem Óli og Steini áttu. Svo kom smátími sem við mamma og systkin fengum að hafa þig í landi þegar þú gerðist vélstjóri hjá Ísfélaginu. Þá var aft- ur haldið á sjó, að sækja bát til þýskalands sem fékk nafnið Gi- deon VE 7. Sem Gísli, Stefán og Gulli í Gerði áttu. Í þessa ferð fór mamma með þér. Síðan byrjaðir þú á Halkion VE 205 hjá Gerðis- bræðrum. 1973 kom eldgosið í Heimaey. Ég man alltaf eftir þegar þú ræst- ir mig og sagðir að það væri farið að gjósa austur við Bjarnarey, svo komstu og sagðir að það gæti ekki verið við Bjarnarey, það væru svo miklar eldtungur, það hlyti að vera á Heimaey. Þú skipaðir okkur að klæða okkur og koma með þér nið- ur í Halkion, þú þyrftir að setja vélina í gang. Nú tvístraðist fjöl- skyldan og kom ekki saman fyrr en í júní. Þá byrjar þú á Gullbergi VE 292 með Gauja og Óla og ert þangað til ferð í land og gerist húsvörður í Hamarsskóla. Þar lík- aði þér vel og laukst þínu ævi- starfi. Elsku pabbi, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Þinn sonur, Helgi Benóný. Það eru góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til Gunnars tengdaföður míns. Ég kynntist Gunnari fyrir 33 árum síðan þegar ég fór að slá mér upp með Halla syni hans. Hann var einstakt ljúfmenni og ég held að okkur hafi aldrei orðið sundurorða. Hann hafði mikið gaman af að brasa eitthvað með barnabörnunum í gegnum árin. Þegar þau Jórunn bjuggu á Dverghamrinum útbjó hann alltaf lítinn varðeld á gamlárskvöld, börnunum til mikillar ánægju og það eru ófáir bíltúrarnir sem þau hafa farið með honum í gegnum árum. Alltaf var farinn bryggjur- úntur í leiðinni, krökkunum til mismikillar ánægju en Gunnar fylgdist alltaf vel með öllum bát- um, hvort þeir hefðu fiskað mikið og hvort þeir væru í landi. Alltaf var hann tilbúinn að skutla nafna sínum honum Gunnari Karli, hvort sem var til sjúkraþjálfara, vina eða bara í bakaríið til að kaupa snúð. Hann fylgdist vel með öllum barnabörnunum sínum í skóla og starfi og vildi alltaf fá að vita hvað þau væru að fást við á hverjum tíma. Hann starfaði í mörg ár sem húsvörður í Hamarsskóla Vest- mannaeyja og þar hafði hann gott lag á nemendum. Ég held að flest- ir hafi nú litið upp til hans og borið virðingu fyrir honum. Mér skilst að hann hafi verið einstaklega lag- inn við að fást við þá krakka sem voru „óþekkir“. Þá tók hann þau á smá spjall inn í kompu til sín og talaði rólega við þau um lífið og til- veruna og undantekningalaust komu þau bara nokkuð rólegri út frá honum eftir þetta spjall. Ég hefði ekki getað eignast betri tengdaföður og vil ég þakka honum fyrir samfylgdina í gegnum árin. Hvíl í friði, kæri Gunnar. Þín tengdadóttir, Kristín Gunnarsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Gunnar, hvíldu í friði, þökk fyrir það sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Þín tengdadóttir, Jarþrúður Kolbrún. Gunnar Þorbjörn Haraldsson  Fleiri minningargreinar um Gunn- ar Þorbjörn Haraldsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þórey Þorkels-dóttir fæddist á Sauðárkróki 1. des- ember 1947. Hún lést á krabbameinsdeild 11E á Landspít- alanum við Hring- braut hinn 31. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Þorkell Sigurðs- son, f. 12. okt. 1923, og Þorbjörg Guð- mundsdóttir, f. 28. des. 1928. Bróðir Þór- eyjar var Sigurður Guðmundur, f. 20. feb. 1958, d. 20. okt. 1975. Hinn 1. júní 1968 giftist Þórey Ögmundi Hermanni Runólfssyni, f. 28. nóv. 1940. Foreldrar hans voru Runólfur Kristjánsson, f. 7. ágúst 1916, d. 1. feb. 2002, og Jóhanna Ögmundsdóttir, f. 3. júlí 1919, d. 1. jan. 1983. Börn Þóreyjar og Ög- mundar eru: 1) Sigurður Þorkell, f. 16. mars 1979, unn- usta Erna Gunn- arsdóttir, f. 20. feb. 1982. 2) Þorbjörg Hanna, f. 20. jan. 1982, gift Hafþóri Hannessyni, f. 29. júní 1972. Þórey ólst upp á Sauðárkróki til tíu ára aldurs og flutti þá með fjölskyldunni til Reykjavíkur. Hún út- skrifaðist úr Kenn- araskólanum 1967, og starfaði sem kennari alla sína tíð, fyrst við Vogaskóla og síðan Selásskóla. Þórey var félagi í Oddfellowreglunni og tók virkan þátt auk þess að gegna ýmsum ábyrgðarstörfum í Rebekkustúku nr. 1 Bergþóru frá árinu 1991. Þórey verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, föstudaginn 7. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku mamma mín. Ekki datt mér í hug að þú myndir kveðja okkur svona snöggt. Auðvitað vissu allir í hvað stefndi en þú varst búin að vera hress yfir jólin, í raun allan tímann frá því þú greindist með sjúkdóminn sem all- ir hræðast. Meðferðin tók vissu- lega á en þú stóðst þig eins og hetja, staðráðin í að vinna bug á þessu og njóta lífsins, sem þú sannarlega gerðir. Þú varst stoð mín og stytta í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég á eftir að ylja mér við að skoða vinnubækurnar mínar úr grunnskóla sem voru fallega myndskreyttar af þér því ég taldi mig ekki teikna nógu vel. Það eru forréttindi að hafa átt þig sem móður og vinkonu og ég held ég hafi ekki sagt þér það nógu oft, en síðustu klukkutímana okkar saman var ég dugleg að segja þér það. Tobbukotið okkar var staður skemmtilegrar samveru og eigum við stóran fjársjóð af frábærum minningum þaðan enda var sveitin okkur öllum mjög kær. Þegar við Hafþór fórum að vera saman kveið ég fyrir því að koma með hann heim í fyrsta skipti, þú vildir auð- vitað hafa eitthvað að segja um mannsefni „litlu“ stelpunnar þinn- ar. En þetta var óþarfi enda mynd- aðist ótrúlegt samband milli ykkar sem allir sáu sem nærri okkur stóðu. Hann var ekki bara tengda- sonur þinn heldur vinur þinn og saman stóðuð þið í blíðu og stríðu. Allt sem þú tókst þér fyrir hend- ur, elsku mamma, gerðir þú 200%. Þú sagðir alltaf við mig að gera hlutina vel annars gæti ég bara sleppt því. Þú varst vel liðin alls staðar þar sem þú komst. Þegar ég byrjaði að vinna í Salaskóla í haust sagðir þú að nú væri eins gott að ég myndi standa mig, þar sem ég væri dóttir þín og margir þekktu þig í skólanum. Það kom síðar í ljós að ég var kynnt sem Þorbjörg þroskaþjálfi og síðan fylgdi „hún er dóttir Þóreyjar“. Þig munaði heldur ekki um að mála 150 kerti fyrir brúðkaupið okkar Hafþórs í nóvember og „skella“ í brúðartert- una. Þú hristir þetta fram úr ann- arri erminni. Ég er ánægð að hafa fengið að hafa þig með okkur á stóra deginum. Ég er staðráðin í að fara að mála kerti, þau verða aldrei eins og þín, ég vil það ekki, mig langar til þess að geta minnst þín með þessum hætti. Þið pabbi voruð ofboðslega flott hjón, traustið og vináttan var engri lík. Pabbi var ekki bara að missa ástina í lífinu heldur líka besta vin sinn og ég lofa að passa upp á hann og hjálpa honum að aðlagast breyttum aðstæðum. Það hafa margir haft á orði undanfarin ár hversu líkar við værum, skipulagð- ar, eiginlega of skipulagðar, við vildum hafa allt á hreinu, staðfesta alla hluti helst tvisvar sinnum. Af þessu er ég stolt. Ég vil líkjast þér, elsku mamma, enda besta fyr- irmynd sem hægt er að eiga. Ég veit að þér líður vel núna og ert komin til Sigga, bróður þíns, og allra þarna „uppi“. Megi góður Guð styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum sem framundan eru. Þúsund þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku mamma mín, og líka það sem þú munt kenna mér í framtíðinni því ég veit að ég á eftir að læra meira af þér, elsku kerlingin mín. Hvíldu í friði. Þín, Þorbjörg Hanna. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Þóreyjar Þorkels- dóttur. Ég kynntist Þóreyju og Ögmundi þegar ég fór að vera með Þorbjörgu dóttur þeirra. Strax myndaðist mikil og góð vinátta á milli okkar sem aldrei bar neinn skugga á. Þegar við Þorbjörg ákváðum að kaupa okkur fyrstu íbúðina saman lentum við á milli íbúða í 9 mánuði. Það var ekki tek- ið annað í mál en að við myndum á þeim tíma vera hjá þeim. Þessi tími var frábær, þar sem manni fannst bara eins og maður væri kominn á hótel mömmu aftur, góð- ur heimalagaður matur sem hús- bóndinn eldaði og þvottahúsþjón- usta eins og hún gerðist best frá húsfrúnni, allt kom samanbrotið til okkar. Þegar við giftum okkur í vetur þá sagði presturinn í sinni ræðu að það par sem gæti þraukað sambúð í þetta langan tíma inni á heimili tengdaforeldra ætti bjarta framtíð. Ég hefði viljað vera leng- ur því þarna leið mér afskaplega vel. Þórey var alveg einstaklega góð manneskja og með góða nær- veru. Hún var ekki bara tengda- móðir mín heldur einnig mikill vin- ur minn. Hann „lilli litli“ hennar, eins og hún kallaði mig, fékk ansi marga hluti í gegn því henni þótti svo vænt um hann. Því er nú t.d. haldið fram að viðbyggingin við sumarbústaðinn sem þau eiga sé mér að kenna, langflestar hug- myndir sem ég fékk við þessar breytingar samþykkti hún. Ég veit að hún mun standa með mér þegar ég þarf að koma einhverju í gegn hér eftir sem hingað til. Á síðustu árum hafa flestar helgar að sumri til farið í breytingarnar á bústaðn- um þeirra. Þessi tími hefur verið frábær þar sem við höfum eytt miklum tíma saman við allt sem fylgir því að eiga bústað. Nær öll kvöld í bústaðnum var svo setið við spil og spilaður kani. Ég dáðist oft að því hvað hún nennti að spila þetta spil við okkur því þetta var klárlega ekki hennar sterkasta hlið. Einhverju sinni komumst við að því að mér gekk vel við spila- mennskuna þegar við hlustuðum á Abbatónlist. Það var oftar en ekki sem hún vildi setja þá tónlist á svo mér gengi sem best. Þetta lýsir henni svo vel og þeirri væntum- þykju sem maður skynjaði frá henni. Þegar ég greindist með MS sjúkdóminn þá veitti hún mér ómetanlegan stuðning og hjálpaði mér við þá erfiðleika sem ég átti við með að sprauta mig gegn því. Hún hringdi í mig þegar illa gekk og stappaði í mig stálinu og það varð oftast til þess að ég átti auð- veldara með þetta. Nú hefur önnur vinkona hennar tekið við þessu og ætlar að hjálpa mér í gegnum þetta. Það er okkur Þorbjörgu al- veg ómetanlegt að hún skuli hafa verið í brúðkaupi okkar 20. nóv. sl. Þar geislaði af henni og það voru stoltir foreldrar sem nutu hverrar stundar þann dag. Minningarnar tengdar Þóreyju er óteljandi og of langt að telja þær allar upp, en þær eiga það all- ar sameiginlegt að eiga góðan stað í huga mínum. Fyrir þessar minn- ingar er ég óendanlega þakklátur. Það eru erfiðir tímar framundan hjá okkur nánustu aðstandendum Þóreyjar en ég veit að við munum komast saman í gegnum þetta og halda minningu góðrar konu á lofti um alla framtíð. Hvíl í friði. Þinn tengdasonur og vinur, Hafþór. Þórey Þorkelsdóttir  Fleiri minningargreinar um Þórey Þorkelsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.