Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.01.2011, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2011  Rás 2 hefur birt lista yfir þau 100 lög sem oftast voru leikin á stöðinni árið 2010 og er lagið „Gamli graf- reiturinn“ með Klassart þar í efsta sæti. „Thank You“ með Diktu er í 2. sæti. Af lögunum 100 eru 67 íslensk og efstu tíu lög einnig íslensk. „Gamli grafreiturinn“ oftast spilað á Rás 2 Fólk  Heimildarmyndin Uppistands- stelpur verður sýnd í Bíó Paradís í dag en hún segir af uppistandshópi ellefu kvenna sem orðnar voru leið- ar á kvennaleysi í uppistandi hér á landi og ákváðu að stofna hópinn Uppistandsstelpur. „Stelpurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, frá anarkistum og magadansmeyj- um til lesbískra doktorsnema og húsmæðra í Vogunum,“ segir m.a. á vef Bíós Paradísar. Að sýningu lok- inni munu þrjár uppistandsstelpur, þær Helga Tryggvadóttir, Ugla Eg- ilsdóttir og Alma Geirdal verða með uppistand. Heimildarmynd og uppistand hjá stelpum Geturðu lýst þér í fimm orðum? Skipulögð, íþróttafrík, upptekin, ófeimin, há- vær. Í hvernig nærbuxum ertu? (spyr síðasti að- alsmaður, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir) Hot pants Ertu trúuð? Ekki á guð. En ég trúi á sjálfa mig :) Strengdir þú áramótaheit? Já, ég ætla að gera allt sem ég get til að liðið mitt standi sig sem best á Norðurlandamótinu. Getur þú stungið stóru tánni inn í eyrað á þér? Haha nei. Hvað dvelurðu lengi á Fésbókinni á dag? Misjafnt, fer eftir því hvort ég er í skólanum eða heima. Kannski svona klukkutíma til tvo að meðaltali á dag. Spilarðu tölvuleiki? Nei, en fer stundum í tetris þegar ég er alveg að mygla í skólanum :) Hvað er best á morgnana? Að snooze-a nokkrum sinnum og kúra aðeins lengur undir sæng :) Svo er alltaf best að fá ab mjólkina mína þegar ég kemst fram úr :) Uppáhaldslitur? Fjólublár og svartur. Hvernig líst þér á nýja árið? Ótrúlega vel. Erfitt að toppa seinasta ár, en er mjög spennt fyrir öllu sem er að fara að gerast. Borðar þú burrito með höndunum eða hníf og gaffli? Klárlega höndunum. Er algjör subba. Hvaða bók hefurðu lesið oftast? Ekkert mál, eftir Njörð P. Njarðvík. Hvað fær þig til að skella upp úr? Svartur húmor og þegar aðrir gera eitthvað klaufalegt. Opal eða Tópas? Blár opal. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hvað erum við að tala um langt aftur í tímann? Mjög lítil, ætlaði að verða fugl, :) aðeins stærri, ólympíumeistari í fimleikum. En stærri, hár- greiðslukona og í dag íþróttasálfræðingur. Hvernig er best að slappa af? Uppi í rúmi og horfa á Greys Anatomy :) Hver er besta kvikmynd sem gerð hefur verið? Mmm á nokkrar uppáhalds, en Boondock Sa- ints, The Blind Side og Law Abiding Citizen eru þær sem mér dettur helst í hug núna. Býrðu yfir leyndum hæfileika og ef svo er þá hverjum? Nei, er mjög opin fyrir því að sýna alla mína hæfileika :) Fimleikar eru eins og … Pringles, einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt :) Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Hvað er vandræðalegasta mómentið þitt? Aðalskona vikunnar er fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir. Hún gegnir lykil- hlutverki í besta hópfimleikaliði heimsins í dag, Evrópumeistaraliði Gerplu og hafnaði nú í vikunni í þriðja sæti í valinu á íþróttamanni ársins. Húmor Íris Mist skellir helst upp úr þegar aðrir gera eitt- hvað klaufalegt. Getur ekki stungið tánni í eyrað Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þorsteinn Magnússon gítarleikari er líkt og Sigurður Bjóla einn af þekktari huldumönnum íslenskrar tónlistar. Einn af gítarguðum þjóð- arinnar, staða sem hann innsiglaði með sveitum eins og Eik og Þey. Nú er Bjólan stiginn fram úr leyni og hefur verið áberandi vegna end- urútgáfu Spilverksins og því kannski við hæfi að Þorsteinn stígi loksins fram. Svona hljómaði all- tént Fésbókarfærsla sem var skotið inn á milli jóla og nýárs: „Vinnsla á hljómplötu minni gengur mjög vel. Þetta eru 19 lög og ég er að stúdera upptökurnar heima og tel að sprenging verði þegar að útgáfu kemur. Ég sé líka að gítarinn er minn húsbóndi í lög- unum og ég hlýði …! Tónleikar verða á Cafe Rosenberg 10. janúar. Stanya og Gunni Þórðar.“ Blaðamanni þótti réttast að kanna þetta mál aðeins og sló því á þráðinn til meistarans, Stanya, eins og listamannsnafnið hans er. Góðir menn „Platan er unnin með góðum mönnum,“ segir Þorsteinn glað- hlakkalegur í símann. „Þetta eru Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson og Pétur Hjaltested. Þetta er nánast gamla Eikin! Lögin eru öll eftir mig og frá ýmsum tímum. Eitt lag er t.d. frá Eikartímabilinu og heitir bara „Eik“, það fannst ekkert annað heiti á það. Þetta eru lög sem hafa verið að þvælast um í hausnum á mér í áratugi og ég hef ekki fengið frið fyrir þeim mætti segja.“ Eina sólólplata Þorsteins til þessa, Líf, kom út árið 1982 og því sannarlega kominn tími á nýjan grip. „Við tókum þetta upp hjá honum Geira (Ásgeir Óskarsson). Þetta er blúskennt stöff, jafnvel fönkað líka.“ Þorsteinn segist vera með yfrið nóg af efni og m.a. sé hann með fullt af ósungnu efni sem þurfa líka að fá pláss einhvers staðar. „Platan gæti því endað sem tvö- föld þess vegna. Þannig að fólk fengi nett áfall (hlær).“ Þáttur Þorsteins í mektarsveit- inni Þey er þeim sem hér skrifar afar mikilvægur, en Þorsteinn var einn af fáum tónlistarmönnum sinnar kynslóðar sem umfaðmaði nýbylgjuna eftir að pönkið hafði svo gott sem jarðað rokktónlist þá sem tíðkaðist á áttunda áratugn- um. „Ég og Gulli (Guðlaugur Krist- inn Óttarsson) vorum þarna tveir reyndar á áþekkum aldri. Ég lærði alveg afskaplega mikið af því að vera í Þey, það var allt svo opið og maður gat prófað alls kyns hluti.“ Heilsan góð Blaðamaður spyr að lokum hvernig heilsan sé hjá kappanum. „Hún er bara ljómandi góð þakka þér fyrir,“ segir Þorsteinn. „Ég hef ekki hafi burði til þess að standa í þessu í mörg sökum heilsufars, í fyrsta lagi vegna sulls en svo fékk ég kransæðastíflu og svo heilablóðfall. En ég er búinn að jafna mig vel á þessu öllu saman og er í banaformi nú.“ „Gítarinn er minn húsbóndi“  Fyrsta sólóplata Þorsteins Magnússonar í 28 ár í farvatninu Gítarguð Þorsteinn Magnússon fer hamförum á gítarinn. Sumt fólk fæðist með náðargáfu af einhverju tagi og Þorsteinn fann að gítar lék í höndum hans barn að aldri. Hvernig líður honum með það að vera kallaður gítarguð? „Mér líður nú bara alveg ágæt- lega með það. Þetta hefur fylgt mér síðan ég stofnsetti sveit á Akranesi tíu ára gamall. Mér var gefið eitthvað sem ekki allir hafa aðgang að, stundum er þetta köll- uð snilligáfa. Það er erfitt að út- skýra þetta, þetta rennur bara um í blóðinu.“ Í blóðinu Yngri Þorsteinn, ungur að árum. ÞORSTEINN GÍTARGUÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.