Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 2
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Umboð Evrópusambandsins til þess að standa í viðræðum við íslensk stjórnvöld um inngöngu Íslands í sambandið er háð viðræðuramma sem leiðtogaráðið kynnti fulltrúum landsins síðastliðið sumar þegar tekin var ákvörðun um að hefja viðræðurn- ar, að sögn Angela Filote, talsmanns stækkunarmála hjá framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. „Viðræðuramminn var kynntur ít- arlega fyrir fulltrúum Íslands á fyrstu ríkjaráðstefnunni í júlí 2010. Ísland mótmælti ekki afstöðu Evrópusam- bandsins af því tilefni. Viðræðuramm- inn er grundvöllur þess að hin 27 ríki sambandsins geti tekið þátt í aðild- arviðræðunum,“ segir Filote. Hún segir að viðræðuramminn setji fram „umboð Evrópusambandsins til þess að taka þátt í samningaviðræðum við umsóknarríki“. Hraði háður aðlögun Í viðræðuramma Evrópusam- bandsins er gert ráð fyrir því að Ísland þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði, svo- kallaðar viðmiðanir, áður en ákveðnir kaflar viðræðnanna eru opnaðir og þeim síðan lokað. „Nákvæmar viðmið- anir munu, allt eftir hverjum kafla, m.a. vísa til aðlögunar löggjafarinnar að regluverkinu og til þess hvort stað- ið hafi verið með fullnægjandi hætti við að innleiða regluverksins [sic] þar sem sýnt er fram á nægilega getu stjórnsýslu og dómstóla,“ segir í við- ræðurammanum í þýðingu utanríkis- ráðuneytisins. „Rétt innleiðing Ís- lands á regluverkinu og framkvæmd þess, þ.m.t. árangursrík og skilvirk beiting af hálfu viðeigandi stofnana á sviði stjórnsýslu og dómsmála, mun ákvarða hversu hratt samningavið- ræðurnar ganga fyrir sig.“ Fram kemur í viðræðurammanum að um aðlögun að regluverki Evrópu- sambandsins sé að ræða umfram þá löggjöf sem fellur undir aðild Íslans að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Schengen-samstarfinu. Umboðið byggt á aðlögun  Talsmaður ESB segir viðræðuramma sambandsins vera umboð þess í viðræð- um um inngöngu Íslands  Viðræðuramminn gerir m.a. ráð fyrir aðlögun að ESB Reuters Aðlögun Viðræðurammi ESB er umboð þess í viðræðum við Ísland. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F í t o n / S Í A Verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica hotel þann 11. janúar kl. 19.30. Dagskrá : Lagabreytingar. Önnur mál. Tillögur til breytinga á lögum VR liggja frammi á skrifstofum félagsins. Félagsmenn hvattir til að mæta. Framhalds- aðalfundur VR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gerjun er í heilsuferðaþjónustu, eink- um þeim hluta hennar sem snýr að læknisþjónustu fyrir útlendinga. Ef þau verkefni sem eru í undirbúningi verða að veruleika skapast þúsundir starfa í ferðaþjónustu og heilbrigðis- þjónustu. Tvö einkasjúkrahús eru í undirbún- ingi, Iceland Healthcare í Reykja- nesbæ og Primacare í Mosfellsbæ. Bæði munu bjóða upp á sérhæfðar að- gerðir og meðferðir, meðal annars lið- skipti, og sækja viðskiptavini sína til útlanda. Á næstu dögum opnar Nor- dic Smile í Reykjavík en það býður upp á tannígræðslur með nýrri aðferð og sækir á erlendan markað. Þá má nefna að fyrirtækið Nordic Health Pro sem er í eigu íslenskra lækna sem starfa hér og í Svíþjóð, er að athuga möguleika á innflutningi sjúklinga fyrir íslenskar læknastofur og jafnvel sjúkrahús. Þessi verkefni bætast við þá starf- semi sem fyrir er á þessu sviði. Land- spítalinn tekur við sjúklingum frá Grænlandi og Færeyjum samkvæmt samningum við yfirvöld í þessum löndum og hefur reynt að auka þessa starfsemi. Aðeins hefur verið um það að sérhæfðar læknastofur hafi gert aðgerðir á sjúklingum sem komið hafa til landsins gagngert í þeim til- gangi. Bitist um skurðstofur Af stóru verkefnunum, einka- sjúkrahúsunum, virðist Iceland Healthcare í Reykjanesbæ lengra komið. Í upphafi var ætlunin að fá inni á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á meðan fyrirtækið væri að hefja starfsemi. Ekki fengust und- irtektir eftir að Ögmundur Jónasson tók við heilbrigðisráðuneytinu. Undir lok síðasta árs náðist samkomulag um að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem er í eigu ríkisins, myndi ásamt fleiri aðilum standa að lagfæringum á gamla hersjúkrahúsinu á Ásbrú og tilheyrandi aðstöðu og leigja fyrir- tækinu. Þá var talið að starfsemin gæti hafist í sumar og unnið hefur verið að undirbúningi. Eftir að ráð- herrar VG yfirgáfu ráðuneytið opn- uðust aftur möguleikar á að einkaað- ilar gætu nýtt skurðstofurnar. Iceland Healtcare var meðal þeirra fyrirtækja sem sýndu áhuga á að ann- ast reksturinn. Ef skurðstofurnar verða leigðar og samið við Iceland Healtcare gæti starfsemin hafist fyrr en ella en um leið mætti gefa meiri tíma í endurbæturnar. Ferðamannatíminn lengdur Í samstarfsyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er meðal annars kveðið á um að nýttir verði möguleikar Ís- lands á sviði heilsutengdrar ferða- þjónustu með því að nýta hreina nátt- úru og heilbrigða ímynd landsins til að efla ferðaþjónustu í tengslum við leirböð, heilsurækt, endurhæfingu og almenna lífsstílsbreytingu. Að þessu hefur verið unnið í mörg ár og er Bláa lónið þekktasta dæmið um það. Fyrirtæki í ferðaþjónustu vinna saman að eflingu starfseminnar í Samtökum um heilsuferðaþjónustu. Magnús Orri Schram, formaður sam- takanna, segir að heilsuferðaþjónusta hafi verið að aukast um allan heim en sé skammt á veg komin hér. Hann tel- ur mikla möguleika á þessu sviði þeg- ar til skemmri tíma er litið, einkum til að nýta þá aðstöðu sem fyrir hendi er. Með því sé hægt að sækja fram á svið- um þar sem íslensk ferðaþjónusta er veikust fyrir, svo sem á vorin og haustin, og auka þannig arðsemi fyr- irtækjanna. Til lengri tíma litið segir hann að miklir möguleikar felist í lækninga- ferðaþjónustu, svo sem einkasjúkra- húsunum sem nefnd hafa verið. Það skapi miklu meiri veltu en vellíðunar- þjónustan og kalli á mikinn fjölda starfsmanna. Skilja meira eftir Starfsemi einkasjúkrahúsa fylgir mikil ferðaþjónusta. Sjúklingar þurfa að fara á milli landa og gista og borða og nýta síðan ýmsa aðra þjónustu sem landið hefur upp á að bjóða. Algengt er að maki fylgi og jafnvel fleiri úr fjölskyldunni. Í tengslum við sjúkrahús Prima- care í Mosfellsbæ verður byggt upp hótel og Iceland Healthcare í Reykja- nesbæ tekur tvö fjölbýlishús á leigu fyrir sjúkrahótel. Ferðaþjónustan hugsar einnig gott til glóðarinnar því talið er að hver ein- staklingur í heilbrigðisferðaþjónustu skilji eftir sig margfalt meiri gjaldeyri en venjulegur ferðamaður. Einkasjúkrahús efla ferðaþjónustu  Stór verkefni í heilsuferðaþjónustu eru undirbúin Morgunblaðið/RAX Ásbrú Bílastæðin við gamla hersjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli gætu fyllst af bílum síðar á þessu ári þegar sjúkrahúsið kemst í notkun. Stækkandi markaður » Markaður fyrir skurðað- gerðir og meðferðir í öðrum löndum fer stöðugt vaxandi. » Heilbrigðiskerfin hafa ekki undan og sums staðar er sjúk- lingum leyft að sækja þjónustu til annarra landa í stað þess að bíða lengi heimafyrir. » Einstaklingar sækja þjón- ustuna ýmist fyrir eigin reikn- ing eða á kostnað trygginga sinna eða sjúkrasamlaga. Þar sem óveður gekk yfir landið á þrettándanum var mörgum brennum og samkomum frestað fram á helgina og jólin kvödd óvenjuseint víðast hvar, þótt álfar og tröll hafi eflaust haldið til síns heima 6. janúar. Í gærkvöldi kveiktu meðal annars Mosfellingar í sinni brennu og brugðu blysum á loft að gömlum og góðum þrettándasið. Morgunblaðið/Kristinn Jólin loksins kvödd Bræla hefur ver- ið á flestum mið- um undanfarið en þrátt fyrir það hefur gulldepla veiðst nokkuð. Hoffell frá Fá- skrúðsfirði land- aði fyrsta farmi ársins í Vest- mannaeyjum á þrettándanum, um 165 tonnum, og beið af sér óveðrið en hélt aftur til veiða að- faranótt laugardags. Þegar Morg- unblaðið náði tali af Bergi Einars- syni, skipstjóra, í gærkvöldi var Hoffellið á leið í land aftur vegna brælu, en hafði fengið tæp 500 tonn af gulldeplu í tveimur hölum „utan á tánni“, við Grindavíkurdýpi. Farminum verður landað nú í morgunsárið og stefnir Bergur að því að halda aftur á miðin um leið og lægir. ingibjorgrosa@mbl.is Hoffellið á gulldeplu þrátt fyrir brælu Hoffell í Fáskrúðs- firði og Hoffell SU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.