Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 ✝ Guðmundur Guð-laugsson fæddist í Vestmannaeyjum 24. september 1929. Hann lést að heimili sínu í Kópavogi þann 30. desember 2011. Guðmundur var sonur hjónanna Guð- laugs Brynjólfssonar f. 30. júlí 1890, d. 30. desember 1972 og Valgerðar Guð- mundsdóttur f. 8. mars 1895, d. 29. september 1937. Guðmundur átti fimm alsystkin; Halldóru f. 18. júní 1920, d. 21. febrúar 1998, Brynjólf Gunnar f. 30. júlí 1920, d. 26. desember 1949, Guðrúnu Bríeti f. 30. júlí 1923, Ingibjörgu f. 14. september 1925, Ástu Kristnýju f. 24. júlí 1959 og börn þeirra eru Erna Val- borg f. 4. nóvember 1988, Haukur Árni f. 18. mars 1992 og Axel Þór f. 18. mars 1992. Dóttir Björgvins af fyrra hjónabandi er Jesse My- ree McGoldrick f. 12. júní 1981. Guðmundur kvæntist 25. nóv- ember 1972, Randi Marie Robert- stad f. 22. mars 1936. Þau skildu. Guðmudnur fór ungur til sjós og var orðinn bátsmaður á togara 18 ára að aldri. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum 1953 og var skipstjóri og stýrimaður á ís- lenskum fiskiskipum en þó fyrst og fremst togurum. Hann fór til Noregs og var þar á olíuskipum og fragtskipum en hélt síðan til Persaflóa þar sem hann kenndi fiskveiðar. Eftir það sigldi hann skipum við Afríkustrendur, Suð- ur-Ameríku og víðar. Hann flutti til Íslands þegar hann hætti til sjós og vann þá við netagerð, sendibílaakstur og lagerstörf hjá Reykjavíkurborg. Guðmundur Guðlaugsson verð- ur jarðsunginn frá Kópavogs- kirkju í dag, 10. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 1926 og Þórarin f. 3. ágúst 1931, d. 19. apríl 2005. Hálf- systkin Guðmundar samfeðra voru þau Sveinbjörn Óskar f. 4. apríl 1914, d. 6. maí 1994 og Halla Bergsteina f. 5. nóv- ember 1918, d. 17. ágúst 1997. Uppeld- isbróðir Guðmundar var Jóhannes Gunn- ar Brynjólfsson f. 20. september 1908, d. 27. maí 1973. Guðmundur bjó um hríð með Guðrúnu Helgu Björgvinsdóttur f. 13. september 1930, d. 10. júlí 2010 og á með henni Björgvin Val Guðmundsson f. 24. febrúar 1959. Sambýliskona Björgvins er Þóra Björk Nikulásdóttir f. 20. október Ég kynntist ekki föður mínum, Gvendi Eyja, fyrr en ég var orðinn fullorðinn. Jú, ég hafði hitt hann tvisvar eða þrisvar sinnum síðan þau mamma skildu að skiptum þegar ég var of ungur til að muna eftir honum, en síðan kynni tókust með okkur að nýju, vorum við góð- ir vinir. Það var ekki vegna viljaskorts að við þekktumst ekki nema að af- spurn fyrstu þrjátíu ár ævi minnar, heldur vegna þess að um það bil þegar heimshornaflakki hans lauk tók mitt við. Gvendur Eyja, eins og mér fyr- irgefst vonandi að kalla föður minn, var sonur Guðlaugs Brynj- ólfssonar og Valgerðar Guðmunds- dóttur. Fyrstu átta ár lífs hans voru eins og svo margra annarra; áhyggjulaus og glöð. En þegar hann var átta ára lést Valgerður móðir hans og þá breyttist lífið til hins verra, eins og gefur að skilja, einkum og sér í lagi fyrir lítinn og viðkvæman strák sem var hændur að móður sinni. Ég held að hann hafi aldrei jafnað sig á móðurmiss- inum. Við tóku ár upplausnar og óvissu. Pabbi var sendur í sveit upp á land og hann sagði mér að tvennt stæði upp úr í minningunni þaðan; hann sá læk í fyrsta skipti á ævinni og það var lús á bænum. Afi flutti skömmu síðar til Reykjavíkur og fjölskyldan með honum en fjórtán ára gamall hljóp pabbi að heiman og munstraði sig á Óla Garða, togara sem sigldi til Bretlands og það var stríð á Norð- ur-Atlantshafi. Þar með var kúrsinn tekinn því næstu þremur áratugum eyddi pabbi á sjó en hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum 1953. Ferill hans er slíkur og svo mikill að þessi litla grein nær ekki að fanga hann, fyrir utan að aðrir eru betur til þess fallnir að gera honum skil því hann spannar næstum því heiminn allan; síld fyrir norðan, nýsköpunartogarar, bátar í Eyjum, olíuskip í Noregi, fiskveiðar á Persaflóa, siglingar við strendur Afríku og Ameríku, rækjuveiðar við Grænland, fragtarar í Kína svo eitthvað sé nefnt. Heimshöfin voru hans. Þess í stað langar mig að fara orðum um þann hlýja og dásam- lega mann sem ég kynntist þegar leiðir okkar lágu aftur saman. Þá var ég að koma heim frá útlöndum en hann fyrir nokkru sestur að í landi. Hann tók mér fagnandi og þegar börnin mín fæddust hændi hann þau að sér og nú við fráfall hans er missir þeirra mestur; eitt ankera bernsku þeirra er farið og tómið blasir þar við. Gvendur, faðir minn, var húm- oristi af bestu gerð; kaldhæðni og hárfín tilsvör voru hans aðal en ég held að hann hafi gætt þess að særa aldrei nokkra manneskju því fyrst og fremst gerði hann grín að sjálfum sér; gerði reyndar alltof lítið úr sjálfum sér á köflum, fannst mér, en eru ekki þeir hógværu sæl- ir? Hann sagðist bakka bílnum sín- um eftir eyranu, sagðist hafa sett þrjú bæjarfélög á Austfjörðum á hausinn vegna þess að hann fiskaði ekki nóg á bæjarútgerðartogurun- um; fræg er sagan af því þegar hann sagði útgerðinni að karfinn veiddist ekki vegna þess að hann væri uppi í sjó að kenna ungunum að synda. En allt var þetta sagt til að gera lífið skemmtilegra og það tókst svo sannarlega. Ég sakna föður og vinar. Björgvin Valur Guðmundsson. Drund afi var einstakur maður, finnst okkur. Beittur húmor og ást- úð er það sem stendur upp úr þeg- ar við hugsum um elsku afa okkar. Það er svo óraunverulegt að hafa afa ekki hjá okkur lengur, að geta ekki kíkt í Hamraborgina, fengið nýbakaða jólaköku og spjallað um daginn og veginn. Við sjáum hann fyrir okkur sitjandi við eldhúsborð- ið, berfættan með axlabönd og raulandi ræ ræ ræ. Fyrsta bíóferðin mín, Ernu, var með afa. Það var jafnframt síðasta bíóferðin hans. Þá bjuggum við á Bergþórugötunni, strákarnir voru nýfæddir og fengu mikla athygli sökum veikinda. Ég var fjögurra ára. Ég man alltaf eftir þegar við löbbuðum niður í Regnbogann, hönd í hönd, og spenningurinn í hámarki. Mér fannst ég vera svo stór, að fara ein í bíó með afa. Við sáum Tomma og Jenna og þó ég muni ekki mikið eftir myndinni man ég alltaf eftir þessari ferð. Það var eitthvað sérstakt við hana, eitthvað sem við afi áttum bara saman. Þegar við vorum lítil áttum við erfitt með að segja Gvendur afi og kölluðum hann alltaf Drund afa. Allt sem hann gaf okkur kenndum við við hann. Þegar við fengum föt voru það Drund afa föt. Við feng- um einu sinni skó frá honum. Það voru uppáhaldsskórnir okkar, Drund afa skór. Hann sagði okkur í seinni tíð að sér hefði þótt vænt um Drund afa nafnið. Við munum seint gleyma því þegar við, strákarnir, vorum í pöss- un hjá afa á meðan foreldrar okkar voru að snúast. Afi reykti pípu og við vildum vera eins og hann og fá að reykja pípuna. Hann var ekki alveg á því en við fengum nú samt að prufa. Fjögurra ára sátum við og blésum í pípuna, einu sinni hvor. „Þið megið alls ekki segja mömmu ykkar þetta,“ sagði afi og við lofuðum því. Þegar þau komu svo að sækja okkur var auðvitað það fyrsta sem þau heyrðu þegar þau komu inn um dyragættina; „Afi leyfði okkur að reykja pípu.“ Við höfum aldrei séð móður okkar eins reiða og afa eins hræddan. Þrátt fyrir það er þetta minning sem vekur alltaf hlátur, jafnvel hjá mömmu. Eftir að við fluttum suður til að sækja skóla var afi duglegur að rétta okkur hjálparhönd. Það var alltaf hægt að treysta á tilbúinn mat þegar við vorum í hádegis- hléum eða hlýlegt afdrep í löngum eyðum síðasta vetur, þar sem við bjuggum í Keflavík og ekki mögu- legt að skreppa heim. Hann gaf okkur annað heimili og tók alltaf á móti okkur með glottinu sínu. Það var ómetanlegt að vita af griðastað hjá afa. Við þökkum fyrir að hafa kynnst Gvendi Eyja og ótal minningar streyma fram sem hægt væri að segja frá. Minning um yndislegan afa lifir í hjörtum okkar. Erna Valborg, Haukur Árni og Axel Þór Björgvinsbörn. Guðmundur Guðlaugsson ✝ Okkar einlægustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRHILDAR SIGURÐARDÓTTUR, Suðurgötu 17-21, Sandgerði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja og hjúkrunarheimilisins á Garðvangi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Steinunn Fríðhólm Friðriksdóttir, Gunnlaugur Sigmarsson, Sigurður Sævar Fríðhólm Friðriksson, Sólrún Bragadóttir, Rúnar Þórarinsson, Jón Fríðhólm Friðriksson, Alma Jónsdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Marta Eiríksdóttir, Fanney Friðriksdóttir, Theodór Blöndal Einarsson, Heiður Huld Friðriksdóttir, Eiður Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HERDÍSAR ANTONÍUSARDÓTTUR frá Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunarlækninga- deildar 4-B á Landspítala Fossvogi fyrir alúð og umhyggju við umönnun hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir Sigurbergur Sigsteinsson Guðrún Hauksdóttir Oddný Sigsteinsdóttir Líney Rut Halldórsdóttir Sjöfn Sigsteinsdóttir Finnur Pálsson Þröstur Sigsteinsson Soffía Sturludóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA JÓNSDÓTTIR frá Meiri-Hattardal lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar föstudaginn 7. janúar Friðgerður S Baldvinsdóttir, Sverrir Pétursson, Axel Bessi Baldvinsson, Halldóra Pétursdóttir, og barnabörn. ✝ Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON, Gvendur Eyja, Hamraborg 26, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. desember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudag- inn 10. janúar kl. 13.00. Björgvin Valur Guðmundsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Erna Valborg Björgvinsdóttir, Haukur Árni Björgvinsson, Axel Þór Björgvinsson, Jesse Myree McGoldrick. ✝ Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN VILBERGSDÓTTIR, Háagerði 43, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 3. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 11. janúar kl. 15.00. Jóhanna Ögmundsdóttir, Sigurbjörg Svavars, Eyþór Örlygsson, Sylvía Svararsdóttir, Ragnar Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Sigurbjörg Páls- dóttir Ég tel mig hafa verið heppinn að fá að kynnast henni Sigurbjörgu frá Laufskálum eða Böggu eins og hún var kölluð. Í sex sumur vann ég á gróðrarstöðinni á Laufskálum. Alltaf stóð hún Bagga við pottana og eldaði fyrir okkur starfsfólkið. Lengst af Sigurbjörg Pálsdóttir ✝ Sigurbjörg Páls-dóttir fæddist 22. júlí 1920 á Böðv- arshólum í Húna- vatnssýslu. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi 1. janúar 2011. Sigurbjörg var jarðsungin frá Reyk- holtskirkju í Borg- arfirði laugardaginn 8. janúar 2011. var ég að vinna með barnabörnum hennar og þá fór ég líka að kalla hana ömmu, ég man að henni fannst það bara sniðugt. Hún Bagga var alltaf svo kát og hress, man aldrei eftir henni öðru- vísi en brosandi. Mér fannst alltaf gaman að heyra hana lýsa því þegar hún og Steini voru að hefja búskap í garðyrkjunni, t.d. sög- urnar af bananarækt- inni, kaktusaræktinni og öllum ferð- unum sem þau fóru í. Takk, amma Bagga, fyrir allar samverustundirnar, allar sögurnar, allt spjallið, öll hlýju faðmlögin og öll hlátrasköllin saman í gegnum tíðina. Hrafnhildur Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.