Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 25
DAGBÓK 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VIRÐIST VISSULEGA ÞÆGILEGRA ÉG Á EFTIR AÐ SAKNA FISKSINS BÓBO ÞAÐ ER SATT SEM MENN SEGJA... ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ BORÐA KÖKUNA OG EIGA HANA LIKA ÞAÐ VAR EF TIL VILL ÓÞARFA BJARTSÝNI AÐ TAKA GOLFKYLFURNAR MEÐ HEYRÐU, ÞAÐ ERU BARA ÞRJÚ HJÓL UNDIR ÞESSUM?! EKKI HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ, HANN ER ÆTLAÐUR RÍKISSTARFSMANNI OG ÞEIR ERU EKKI Í NEINNI AÐSTÖÐU TIL AÐ GERA ÓÞARFA KRÖFUR ÉG VEIT EKKI HANN ER SVO MIKLU ÁNÆGÐARI Á ÞUNGLYNDISLYFJUM. FINNST ÞÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ TAKA ÞAU LÍKA? ÁTTU ERFITT MEÐ AÐ LIFA LÍFINU VEGNA ÓTTA OG KVÍÐA? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI, ÉG HEF ALDREI LIFAÐ ÁN ÓTTA EÐA KVÍÐA KANNSKI ÆTTIRÐU AÐ PRÓFA ÞAU DR. OCTOPUS ER FLÚINN, HVAÐ Á ÉG AÐ GERA NÚNA? ÉG GET MÆLT MEÐ FRÁBÆRU LEIKRITI SEM HETIR „PICTURE PERFECT” AÐALLEIKKONAN MARY JANE PARKER ER GLÆSILEG! ER ÞAÐ? ÉG HEFÐI KANNSKI ÁTT AÐ LÁTA ÞETTA ÓSAGT ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA HRÆÐILEGT HAUST HÉRNA Á ENGLANDI Lítilsvirðing gagn- vart kyni og kyn- þætti í barnaefni í fjölmiðlum Við viljum vekja fólk til umhugsunar um það barnaefni sem sýnt er í fjölmiðlum. Í mörgum þáttum kem- ur fram mikil lítils- virðing gagnvart fólki af öðrum kynþætti og konum. Oft kemur fram að konur geti ekki séð um sig sjálfar og þurfi hjálp karl- manna. Lítilsvirðing gagnvart fólki af öðr- um kynþætti kemur fram í því að vondu mennirnir eru af öðrum kyn- þætti en sá góði og boðskapur þeirra þátta hlýtur því að vera að fólk sem er öðruvísi sé vont. Þetta kemur helst fram í gömlu barnaefni eins og í mörgum Tinna-bókunum, þar sem margir vondu mennirnir eru dökkir en góða og löghlýðna fólkið er hvítt. Einnig er gott dæmi úr Lion King, þar sem ljónin fara að berjast, og þar eru góðu ljónin ljós, hrein og fín en vondu ljónin eru dökk og skítug. Reyndar er nýtt efni oft einmitt öf- ugt eins og í Gló mögnuðu þar sem hún er ofurstelpa, en besti vinur hennar og aðstoðarmaður er heimskur strákur. Millý og Mollý er einn- ig nýtt barnaefni þar sem þær eru bestu vin- konur, en önnur þeirra er dökk á hörund. Greinilegt er að nú er reynt að laga barna- efnið mjög. Oft þarf þó að hafa einn eða fleiri öðruvísi og verða þær persónur oft fyrir að- kasti vegna þess en það sýnir að það er í lagi að gera grín eða stríða þeim sem eru öðruvísi. Af hverju er ekki hægt að hafa alla jafna, sem er í rauninni mun meiri boðskapur eða eins og í Millý og Mollý, þar sem þær eru hvor af sínum kynþættinum, en eru samt bestu vinkonur? Það er dæmi um góðan boðskap í barnaefni. Vonum að þetta veki fólk aðeins til umhugsunar um það sem er í fjöl- miðlum fyrir börnin. Kolbjörg Katla, Klara og Ingibjörg. Ást er… … að fanga athygli hans. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur allan daginn, handavinna, leikfimi, sögu- stund. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10 leikfimi, brids kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffi-spjall kl. 13.30, dans- kennsla-námskeið kl. 17, kennari Lizý Steinsdóttir. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, handverksklúbbur Valdórs kl. 13. Handavinna m/kennara kl. 9, félagsvist kl. 13 ef næg þátttaka fæst. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin; leiðbeinandi við til há- degis, botsía kl. 9.30, gler- og postu- línsmálun kl. 9.30/13, lomber kl. 13, canasta kl. 13.15. Dagskrá Gjábakka til vors liggur nú frammi í afgreiðslu. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10. Handa- vinna og brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Aflagranda | Vinnu- stofa kl. 9, útskurður/myndlist kl. 13, félagsvist kl. 13.30, samsöngur kl. 14. Spilað virka daga. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 9.15 og 10, í Ásgarði kl. 11. Vatnsleikfimi kl. 12.10. Innritun í leikfimi- og tómstunda- námskeið er lokið. Jónshús er opið kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. útskurður/handavinna. Spila- salur opinn frá hád., kóræfing kl. 15.30. Grensáskirkja | Kvenfélag Grens- áskirkju heldur fund mánudaginn 10. janúar kl. 14. Spiluð verður félagsvist. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Alla mánudaga er félagsvist kl. 13. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30, gler- bræðsla og tréskurður kl. 13, félagsvist og botsía kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9, brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðja kl. 9 harðang- urssaumur, perlusaumur, bútasaumur, prjón, hekl, kragar, bjöllur, dúkar o.fl. Tölvuleiðbeining kl. 13.15. Félagsvist kl. 13.30. Skapandi skrif kl. 16. Skráning í spænsku, skrautskrift, spjaldvefnað og tónlistarhóp s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Korpúlfar Grafarvogi | Í dag er ganga í Egilshöll kl. 10, í Eirborgum botsía kl. 13.30, sjúkraleikfimi kl. 14.30. Vesturgata 7 | Handavinna og botsía kl. 9, leikfimi kl. 10.30, kóræfing kl. 13, tölvukennsla kl. 12. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband og postulínsmálun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 19, upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin eftir hádegi, spil, stóladans kl. 13. Það var létt yfir Sigrúnu Har-aldsdóttur þegar leið að jólum, enda undirbúningurinn í föstum skorðum – svona að mestu leyti! Henni varð að orði: Ég ekta kvenna iðka sið og undirbý nú jólin og töluvert hef ég tafist við að troða mér í kjólinn. Jón Gissurarson skrifaði á fés- bókina þegar leið á kvöldið í vik- unni sem leið: Óðum dvína orku finn andinn kennir dofa. Eftir basl við búskapinn best er að fara að sofa. Kristján Runólfsson var ekki sáttur við þá lendingu og svaraði að bragði: Í bælið liggur ekkert á, engan finn ég dofa. Ég vil stökur fleiri fá, farðu ei strax að sofa. Eðli málsins samkvæmt heyrðist ekkert frá Jóni, því hann var farinn að sofa! Klukkutíma síðar bætti Kristján við: Jæja fyrst þú ferð í ból, finn ég í mér dofa. Öll mín fara andans tól, óðara beint að sofa. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kjól og svefni - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.