Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 10. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Líðan Péturs stöðug 2. Man.Utd lagði Liverpool 3. Ferguson: Sorgleg niðurstaða 4. Eldborgin rakst á ísjaka »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Heimildarleikritið Elsku barn eftir Dennis Kelly verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu nú á fimmtudaginn en það er byggt á sannsögulegum at- burðum sem áttu sér stað í Bretlandi. Ung móðir var sökuð um að hafa myrt börnin sín. Leikstjórinn Jón Páll Eyj- ólfsson segir verkið vera mjög erfitt verk tilfinningalega. »26 Elsku barn er saga um sannleika og lygi  „Oskaras Kors- unovas og aðrir Litháar ollu of- viðri í Borgarleik- húsinu í Reykja- vík.“ Þannig er fyrirsögn ítarlegs leiklistardóms sem birtist í Lietuvos rytas, stærsta dagblaði Litháens, í byrjun þessa árs. Helmutas Abaseviius fer þar lofsamlegum orðum um uppsetn- ingu Oskaras Korsunovas á Ofviðri Shakespeares sem nú er sýnt í Borg- arleikhúsinu. Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverkinu sem Prospero er sagður halda áhorfendum í heljar- greipum „með einstökum hæfi- leikum, vel þjálfaðri líkamsbeitingu og rödd“. Kristín Þóra Haraldsdóttir í hlutverki Aríels er sögð „rösk og fantagóð leikkona, sem umbreytist eins og búningur hennar“. Ljósa- meistarinn Björn Bergsteinn Guð- mundsson fær mikið hrós og sama er að segja um Vytautas Narbutas og leikmynd hans. Verkið er sagt „magn- ast upp í nær ólýsanlega fegurð í meðförum listamanna leikhússins“. Ofviðrið fær mikið lof í lithásku dagblaði Á þriðjudag Norðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast V-til. Víða él eða dálítil snjókoma, en úrkomulíitð SV-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag Ákveðin norðaustlæg átt með élj- um, en lengst af bjartviðri V-lands. Fremur kalt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 og víða él, en úrkomulítið á V-landi. Fer að snjóa N- og A-lands í kvöld. Frost 3 til 12 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR Frammistaða íslenska lands- liðsins í handbolta gegn Þjóðverjum gefur tilefni til bjartsýni og þá sérstaklega þegar haft er í huga að hóp- urinn er nánast skipaður sömu leikmönnum og unnu til verðlauna fyrir ári. Sér- staklega var uppörvandi að sjá varnarleik íslenska liðs- ins sem minnti mjög á varn- arleik Íslands á Ólympíu- leikunum í Peking. » 4-5 Frammistaðan til- efni til bjartsýni Umdeild atvik í bikar- slagnum á Old Trafford Hrafn Kristjánsson, þjálfari körfu- boltaliðs KR, vonast eftir því að mæta Grindvíkingum á heimavelli í undanúrslitum bikarkeppninnar. KR vann Fjölni í átta liða úrslitunum í gær og Hrafn sagði að stöðugleikinn væri að koma hjá liðinu en hann hef- ur vantað í vetur. Haukar og Tinda- stóll komust líka í undanúrslit keppninnar í gærkvöld. » 8 Hrafn vill mæta Grinda- vík í undanúrslitum ÍÞRÓTTIR Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Hjónin Gunnþór Jónsson og Þór- unn Hrund Óladóttir á Seyðisfirði eiga þrjá syni, sem væri varla í frásögur færandi nema vegna þess að tveir þeirra bera nöfn sem bera því vitni hvar þeir fæddust. Elstur er Óli Jóhannes, sex ára, sem fæddist líkt og flest börn á fæðing- ardeild inni á sjúkrahúsi, en yngri bræðrum hans lá talsvert meira á að komast í heiminn. „Sá í miðið fæddist í sjúkra- flugvél, við vorum á leiðinni á sjúkrahúsið á Akureyri af því að barnið var sitjandi. En fæðingin gekk samt svo hratt fyrir sig að hann bara fæddist rétt fyrir lend- ingu,“ segir Þórunn. Hún og mað- ur hennar ákváðu í framhaldinu að seinna nafn sonarins yrði Loft- ur. „Hann heitir Heimir Loftur, af því að hann fæddist í loftinu. Og það var því ekki hægt annað en nefna næsta dreng Vagn, þar sem hann fæddist í bíl.“ Sá heitir fullu nafni Vilberg Vagn og fæddist í október, í bíl við sjúkrahúsið í Neskaupstað. „Við fórum á Norð- fjörð, því það er hvergi annars staðar hægt að eiga börn á Aust- urlandi. Við náðum hins vegar ekki alla leið og hann fæddist í bílnum.“ Ljósmóðir með í för Um einn og hálfan klukkutíma tekur að aka frá Seyðisfirði til Norðfjarðar, við góðar aðstæður, og þrír fjallvegir á leiðinni. Þótt veður væri með skárra móti þegar fæðingu Vilbergs Vagns bar að ákváðu Þórunn og Gunnþór að koma við á Eskifirði og taka með ljósmóður sem þar býr, vitandi að fæðingin gæti gengið hratt fyrir sig. Ljósmóðirin gat því tekið á móti barninu í bílnum á bílastæð- inu og skömmu síðar voru mæðg- inin komin í hendur starfsfólksins á sjúkrahúsinu. Drengirnir fædd- ust allir hraustir og hafa dafnað vel síðan. Undanfarið hafa verið mikil vetrarveður við Seyðisfjörð og segir Þórunn að ef hún ætti von á sér núna væri hún ekki mjög ró- leg. „Hér er allt á kafi í snjó og búið að vera ófært í marga daga, ég byði ekki í það að eiga von á mér nú. Ég væri þá bara löngu farin til Reykjavíkur, Akureyrar eða á Norðfjörð og þyrfti að liggja þar uppi á ættingjum eða vinum.“ Nöfn Óli Jóhannes, sex ára, Heimir Loftur, þriggja ára, og Þórunn sem heldur á Vilberg Vagni, þriggja mánaða. Nöfnin réðust af fæðing- arstöðum drengjanna  Tveir sonanna fæddir um borð í flugvél og í bifreið Frá því í haust hafa miklar endur- bætur staðið yfir á Hótel Loftleið- um. 30-40 iðnaðarmenn hafa verið við vinnu í hótelinu að staðaldri síð- ustu mánuði og með hönnuðum og þeim sem eru að smíða innréttingar úti í bæ telur hópurinn um 50 manns. Um miðja síðustu viku voru gesta- móttaka og skrifstofur hótelsins fluttar til bráðabirgða í álmuna sem snýr að Nauthólsvík og þar er nú nýr inngangur. Með nýju ári hófust framkvæmdir við endurnýjun gesta- móttöku, veitingasala og sundlaug- ar. Allar lagnir verða teknar í gegn í miðhúsinu og herbergi lagfærð. Fyr- ir sumarið verður þetta 220 her- bergja hótel búið að fá mikla andlits- lyftingu og öll herbergin komin í fulla notkun, eftir að hótelið hefur starfað á hálfum krafti í vetur. Kostnaður við breytingarnar á hótelinu er áætlaður rúmlega millj- arður. „Hótel Loftleiðir er fjögurra stjörnu hótel og með þessum breyt- ingum viljum við styrkja stöðu okk- ar í þeim flokki,“ segir Sólborg Steinþórsdóttir, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum. »4 Morgunblaðið/Ómar Breytingar Iðnaðarmenn ráða nú ríkjum í gestamóttöku Loftleiða. Nóg að gera á Hótel Loftleiðum  Atvinna fyrir 50 manns við breytingar Umdeild atvik settu svip sinn á viður- eign Manchester United og Liverpool í enska bikarnum í gær, þar sem Kenny Dalglish stýrði Liverpool í fyrsta skipti í 20 ár. Sitt sýndist hverjum um vítaspyrnu í byrjun leiks og rautt spjald á Steven Gerrard eftir hálftíma. »7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.