Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á þessum stað var bent á það fyrir helgina að áætl- unin sem Dagur Eggertsson kynnti fyrir ríkisstjórn- inni og hún kok- gleypti er stæling á sams konar fyrir- bæri sem ESB er með í gangi. Meira að segja yfirskrift áætlunar- innar er hin sama að breyttu breytanda. Þetta hefur ekki farið framhjá Evrópuvaktinni sem spyr af þessi tilefni: „Hvernig stendur á því að Sóknaráætlun 2020 hefur ekki verið kynnt hér á Íslandi með eðlilegum hætti? Af hverju er ekki sagt frá því, að þetta er sama prógramm og er á dag- skrá ESB-ríkjanna, Evrópa 2020, þar sem sett eru heild- armarkmið fyrir ESB-ríkin og síðan markmið fyrir hvert land fyrir sig? Af hverju þetta pukur? Er þetta hin opna og gagn- sæja stjórnsýsla, sem núver- andi ríkisstjórn hefur boðað?“ Þetta eru eðlilegar spurn- ingar. Þessu til viðbótar hefur Birgir Ármannsson alþingis- maður bent á að áætlunar- myndin hans Dags var lögð fyrir Alþingi fyrir tæpu ári og það hefur ekki haft geð í sér að afgreiða hana. Það fór ganski vel á því að áætlunina „dagaði uppi“ eins og það er kallað í þinginu. Líklegt er að forsætisráð- herrann hafi verið búin að gleyma því að áætlunin sat föst í þinginu og hafi samþykkt þessa ólesna eins og er hennar hátt- ur. Það gerði hún með fyrsta Icesave-samninginn eins og menn muna og var auðvitað stóralvarlegt, en forseta og þjóðinni tókst að bjarga mál- inu í horn. Miðað við það er svo sem sárasaklaust þótt Jóhanna eyði ekki tíma í ljósritið af Evrópusambandsáætluninni, sem Dagur hefur að vísu aukið nokkru orðagjálfri og froðu við, enda enginn betur til slíks verks fallinn. Eldri menn muna að meðan vöruúrval var fágætara á Ís- landi en nú er var kostur á að kaupa sápuna 13-13 til heima- brúks. Hún var sögð góð gagn- vart bakteríum en gefa litla froðu. 20-20-áætlun dagsins minnir mjög á gömlu sápuna. Heldur er þó ótrúlegt að hún komi að gagni í slag við bakt- eríur en á móti kemur að froð- an er miklu meiri og samfelld- ari í 20-20-sápunni en var í 13-13-sápunni. Svo segja menn að ríkisstjórnin sé á móti fram- förum. Þeir sem eru sólgnir í samhengislaust froðusnakk og óskiljanlegt málæði ættu endilega að kynna sér 20-20- áætlunina} Sápuópera dagsins Þrátt fyrirskatta-hækkanir núverandi meiri- hluta borgar- stjórnar er borgin að láta undan síga í þjónustu við borgarbúa. Nýjasta dæmið er að borgin mun hér eftir sækja sorp borgarbúa mun sjaldnar en hingað til, auk þess sem þeir borgarbúar sem ekki uppfylla nýjar kröfur borgaryfirvalda um staðsetningu sorps verða alfarið af þjónustunni. Á sama tíma og borgin tel- ur sig ekki lengur hafa ráð á að sinna grunnþjónustu við borgarbúa vekur athygli að hún skuli ekki eiga í vand- ræðum með rekstur mann- réttindaráðs og mannrétt- indaskrifstofu, en kostnaður við þau verkefni nemur tug- um milljóna króna á ári. Þessi forgangsröðun er ekki síst athyglisverð í ljósi þekktasta baráttumáls mann- réttindaráðs, en það varð á liðnu ári alræmt fyrir að reyna að halda umfjöllun um kristna trú frá ungmennum í borginni. Eftir að hafa tekið til hend- inni í skólum borgarinnar hef- ur mannréttinda- ráðið nú ákveðið að beina spjótum sínum að heimil- um borgarbúa. Mannréttindaráð Reykja- víkurborgar hefur nú sam- þykkt að hefja undirbúning verkefnis sem snýr að verka- skiptingu og jafnrétti inni á heimilum borgarbúa. Verk- efnið á að vinna í samvinnu við mannréttindaskrifstofu borgarinnar og ætlunin að breyta verkaskiptingu inni á heimilum borgarbúa. Það er óneitanlega sér- kennilegt, að á sama tíma og yfirvöld í borginni hafa gefist upp á að láta sækja rusla- tunnurnar heim til borgarbúa svo skammlaust sé, skuli þessi sömu yfirvöld ætla að eyða skattfé þessara sömu borgarbúa í að ræða hver þeirra fer út með ruslið. Er ekki augljóst þegar svona er komið, að borgin hefur villst af leið? Væri ekki tilvalið fyrir borgina að þiggja það sparnaðarráð að leggja niður mannréttinda- ráð? Borgin ætlar að kenna borgarbúum að fara út með rusl sem ekki verður sótt} Sparnaðarráð É g lauk við að lesa sagnabálkinn um Harry Potter í fyrrakvöld – í annað skipti. Nú var ég að lesa fyrir dóttur mína eða öllu heldur með henni, því ég naut ekki síður lesturs- ins. Þegar við lukum við síðasta kaflann um miðnætti hrifsaði hún bókina af mér til að leita að fleiri skrifuðum blaðsíðum, og þeg- ar þær fundust ekki bað hún mig um að lesa kaflann aftur. Ég er strax farinn að sakna ævintýra- heimsins sem J.K. Rowling skapaði í kring- um galdrastrákinn útvalda. En hugga mig við það að sonur minn muni lesa bækurnar með mér þegar fram líða stundir. Einn af göldrunum við sögurnar um Potter er hversu gaman er að lesa þær með hliðsjón af Hringadróttinssögu Tolkiens, þjóð- sögunum og norrænu goðafræðinni. Eyðimerkur- ganga Potters í síðustu bókinni með föruneyti sínu, Hermione og Ron, minnir óneitanlega á hobbitana þrjá á göngu sinni. Ekki síst þegar helkrossarnir fara að síga í, valda innri togstreitu og breyta skapgerð þess sem á heldur. Í báðum bókum veldur það því að einn verður viðskila við hina. Þá er merkilegt að bera saman hvernig persónu- leiki þeirra Fróða og Harrys þroskast og tekur breytingum frammi fyrir miklum örlögum. Undir lok- in eru þeir orðnir jafningjar vitru öldung- anna, Gandalfs og Dumbledores, nokkuð sem mann óraði ekki fyrir í upphafi. Lýs- ingin á fórnardauðanum minnir um margt á píslargöngu krists, þó að útfærslan á upprisunni sé ólík. Þjóðsögurnar blandast inn í frásögnina, meðal annars í gegnum Ævintýri Skálda Sveins, sem reynast eitt lykilstef sögunnar og minna óneitanlega á Grimms-ævintýri. Svo er það Skröggur, skrýtni karlinn með alsjáandi augað, sem hann getur tekið út úr sér – það er notalegt að vita af Óðni í þessu kompaníi. Harry Potter er enn í fullu fjöri þegar Rowling skilur við hann, að vísu ráðsettur og hokinn af reynslu, spakvitur eins og Dumbledore, en horfir upp á æskuna end- urtaka sömu ærslin og uppátækin. Fregnir hafa borist af því að Rowling hafi þegar teiknað upp hvaða ævintýrum næsta kynslóð lendir í í Hogwartsskóla, þar sem Neville Longbottom er far- inn að kenna jurtafræði. Ég hef hugboð um að hann verði yfir Gryffindor-vistinni. Það er einfaldlega lóg- ískt. Rowling lýsti því yfir árið 2009 að hún hygðist ekki skrifa meira um Hogwartsskóla, en lét í veðri vaka á dögunum að hún gæti vel hugsað sér það. Það myndi gleðja börn á öllum aldri. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Goðsagnir og galdrar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hægagangur eykur á neyðina á Haítí FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skortur á samhæfðum að-gerðum af hálfu þarlendrastjórnvalda og alþjóða-samfélagsins hefur hamlað uppbyggingu á Haítí eftir ein- hverjar mannskæðustu náttúru- hamfarir sögunnar. Á miðvikudag er ár liðið frá skjálftanum sem var 7 stig og lagði stóran hluta höfuðborgarinnar, Port-au-Prince, í rúst. Er talið að allt að 230.000 manns hafi farist. Fullyrt er að ef vörubílahlöss- um með rústabraki úr skjálftanum yrði komið fyrir í röð, vörubíl fyrir vörubíl, myndi keðjan ná hálfa leið umhverfis hnöttinn. Óskilvirk verkstjórn hefur hins vegar valdið því að mikið af brakinu hefur ekki verið flutt á haugana til að rýma fyrir nýbyggingum, að mati hjálparsamtakanna Oxfam sem fara hörðum orðum um hægagang í björgunarstarfinu, þrátt fyrir að mikið fé hafi safnast í upphafi. Endurreisnarnefnd fær falleinkunn Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Jean-Max Bellerive, forsætisráðherra Haítí, fá sinn skammt af gagnrýninni en sér- stök endurreisnarnefnd sem þeir fara fyrir þykir hafa brugðist. Umrædd nefnd var stofnuð í apríl og var markmið hennar að bæta samhæfingu alþjóðlegs hjálp- arstarfs, efla getu stjórnvalda til að takast á við verkefni sem því tengj- ast og fá hjálparstofnanir og full- trúa stjórnvalda saman að borðinu til að leiða endurreisn landsins. Fulltrúar Oxfam segja þetta ekki hafa tekist. Skýrt dæmi sé að þótt 105.000 heimili hafi eyðilagst og 208.000 orðið fyrir skemmdum hafi engu fé verið úthlutað gagngert til hreinsunarstarfs. Þessi seinagangur standi í vegi uppbyggingar. Skortur á hreinu vatni Þá fullyrti dr. Unni Karuna- kara, forseti mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra, Medecins Sans Frontieres, nýlega í grein í breska blaðinu Guardian að á sama tíma og læknar á vegum samtak- anna og frá nágrannaríkinu Kúbu meðhöndluðu dag hvern hundruð manna vegna kólreufaraldurs virtist sem fáar aðrar stofnanir væru að grípa til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu sjúkdómsins í landinu. „Á þeim 11 mánuðum sem liðn- ir eru frá skjálftanum hefur lítið verið gert til að bæta hreinlætis- aðstöðu í landinu sem hefur gert kóleru kleift að breiðast út með svimandi hraða,“ skrifaði Karunak- ara og bendir jafnframt á að reynsla sé komin af því að takast á við út- breiðslu hundraða kólerufaraldra víðsvegar um heim. Veikin breiðist hratt út Vegna skorts á skipulegum við- bragðsáætlunum hafi hins vegar mistekist að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn breiddist út um land- ið, með þeim afleiðingum að 120.000 manns hafi veikst og 2.500 látist. Karunakara tekur sterkt til orða og staðhæfir að ófullnægjandi viðbrögð við kólerufaraldrinum á Haítí sé skammarlegur áfellisdómur yfir því alþjóðlega hjálparstarfi sem mótast hafi á síðustu 15 árum. Ýmis sjálfstæð samtök hafi tek- ið að sér hjálparstarf á afmörkuðum svæðum án þess að hafa getu til að uppfylla markmið um bætta heilsu- gæslu og hreinlætisaðstöðu. Þá benti hann á að nærri milljón heim- ilislausra Haítíbúa standi frammi fyrir neyðarástandi í heilbrigðis- málum og því eigi þau rök ekki við að hluti fjár til hjálparstarfs sé eyrnamerktur framtíðarverkefnum. Framtíðin Gleðin er ósvikin hjá þessum stúlkum í SOS-barnaþorpi á Haítí. Fjöldi munaðarlausra barna hefur verið ættleiddur að undanförnu. Ljósmynd/Hilary Atkins/SOS-barnaþorp Það kveður við nokkuð annan tón í skýrslu bandaríska Rauða krossins um árangurinn af hjálparstarfinu á Haítí. Þannig segir á vefsíðu bandaríska Rauða krossins í Maine-ríki að fyrir fjárframlög einstaklinga og fyrirtækja hafi tekist að veita 217.000 manns læknisaðstoð, 220.000 manns fjárstyrki og lán þeim til stuðnings, 317.000 manns drykkjarvatn til daglegra nota og 1,3 milljónum manna mat í einn mánuð, svo eitthvað sé nefnt. Hin hliðin á starfinu VANDINN ER GÍFURLEGUR Reuters Neyð Margir eiga um sart að binda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.