Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Heimsferðir bjóða frábæra 12 nátta ferð til Costa del Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð, með „öllu inniföldu“ á Roc Flamingo hótelinu sem var mjög vinsælt meðal farþega Heimsferða í fyrra. Ath. mjög takmarkaður fjöldi her- bergja í boði á þessum kjörum. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Costa del Sol Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is - með „öllu inniföldu“ 28. mars í 12 nætur Verð kr. 128.180 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 12 nætur með öllu inniföldu á Hotel Roc Flamingo*** Sveitarstjóra Dalabyggðar þykir það sérkennileg þróun að leggja nið- ur lögregluvarðstöðina í Búðardal á sama tíma og um- ferð um Dala- byggð fer vax- andi. Búðardalur tilheyrir lög- regluumdæmi Borgarfjarðar og Dala og hefur þar verið einn lög- reglumaður starf- andi en nú stend- ur til að leggja þá stöðu niður og að lögreglan í Borg- arnesi muni sinna eftirliti og útköll- um. „Við erum að tala um þrjár milljónir sem munu sparast, það kostar ekki nema þrjár milljónir að halda þessari stöð opinni,“ segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri. Hann segir sveitarstjórn Dalabyggðar leggjast gegn þessari ákvörðun og hafi hún komið á framfæri mótmæl- um og óskað eftir fundi með Ög- mundi Jónassyni innanríkis- ráðherra. „Við viljum fá útskýringar og helst leiðréttingu á þessu.“ Víðáttumikið umdæmi Sveinn segir mikið öryggisatriði fyrir íbúana og vegfarendur að hafa tiltæka lögreglu nær en í Borgar- nesi. „Búðardalur er mjög mið- svæðis í umdæminu og afmarkaður með fjallvegum í allar áttir. Það geta skapast þær aðstæður að þetta verði einangrað svæði og það er nauðsyn- legt, verði hér bílslys og annað slíkt, að aðrir viðbragðsaðilar geti reitt sig á að lögreglan mæti á svæðið. Við bestu aðstæður tekur klukkutíma að aka milli Borgarness og Búðardals. Svo má ekki gleyma því að um fleiri staði er að ræða, þetta er mjög víð- áttumikið byggðasvæði og eitt það stærsta á landinu, svo að aðrir staðir innan umdæmisins eru ennþá fjær Borgarnesi. Ytri mörkin ná t.d. til Fells- strandar, Reykhóla og Gilsfjarðar, þangað tekur allt að tvo tíma að aka frá Borgarnesi, þótt þessir staðir séu í hóflegri fjarlægð frá Búðardal. Svo hefur umferð aukist mjög um þetta svæði síðan þetta varð ein að- alleiðin til Vestfjarða, svo okkur þykir öfug þróun að draga úr lög- gæslu á svæðinu á sama tíma og um- ferðin eykst.“ ingibjorgrosa@mbl.is Engin lögregla í Búðardal Sveinn Pálsson  Sveitarstjórn mótmælir harðlega Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Gamla gestamóttakan á Hótel Loft- leiðum iðar af lífi. Þar eru þó ekki ferðamenn þessa dagana, sem alla jafna setja svip á slíka staði. Yfir 30 iðnaðarmenn vinna hörðum höndum að endurbótum á hótelinu og er áætl- að að ljúka vinnu við endurgerð hót- elsins áður en sumar gengur í garð. Frá því í haust hafa miklar end- urbætur staðið yfir á hótelinu. Um áramót lauk breytingum á ráð- stefnuálmunni með lagfæringum á 74 herbergjum. Þau herbergi og önnur starfsemi í þeirri álmu eru nú komin í fullan rekstur á nýjan leik. Um miðja síðustu viku voru gesta- móttaka og skrifstofur hótelsins flutt í þessa álmu, sem snýr að Naut- hólsvík, til bráðabirgða og þar er nú nýr inngangur. Með nýju ári hófust hins vegar framkvæmdir við endurnýjun gesta- móttökunnar, veitingasala og sund- laugar. Allar lagnir verða teknar í gegn í miðhúsinu og herbergi lag- færð. Fyrir sumar verður þetta 220 herbergja hótel búið að fá mikla and- litslyftingu og öll herbergin komin í fulla notkun, eftir að hótelið hefur starfað á hálfum krafti í vetur. Fasteignafélagið Reitir er eigandi hótelsins, en í sumar var leigusamn- ingur hótelsins framlengdur til árs- ins 2025. Reitir borga stærsta hluta kostnaðar við breytingarnar á hót- elinu, en hann er áætlaður rúmlega milljarður. „Hótel Loftleiðir er fjögurra stjörnu hótel og með þessum breyt- ingum viljum við styrkja stöðu okkar í þeim flokki,“ segir Sólborg Stein- þórsdóttir, hótelstjóri á Hótel Loft- leiðum. „Hótelið fær nýjan svip og þó mikil vinna sé samfara þessu fyrir starfsfólk, því hótelið verður opið all- an tímann, þá er gaman að sjá breyt- ingarnar verða að veruleika og ánægjulegt hversu vel hefur tekist til nú þegar. Ekki skemmir fyrir að þessar framkvæmdir eru atvinnuskapandi og ekki veitir af. Hér hafa verið 30- 40 iðnaðarmenn að vinnu að stað- aldri síðustu mánuði og með hönn- uðum og þeim sem eru að smíða inn- réttingar úti í bæ telur hópurinn örugglega 50 manns,“ segir Sólborg, en verkfræðistofan Ferill heldur ut- an um verkefnið. Um áramót urðu þær breytingar á veitingaþjónustu Hótels Loftleiða að hótelið sjálft tók yfir veitingarekst- urinn af JT-veitingum. Friðrik Valur Magnússon og Arnrún Magnús- dóttir sjá nú um veitingaþjónustuna, en þau ráku áður veitingahúsið Frið- rik V á Akureyri. Sólborg segir að smátt og smátt muni þau setja sinn svip á eldhús hótelsins. Hótelið opn- ar nýja veitingasali og veitingastað í vor, þar sem lögð verður sérstök áhersla á hollustu og íslenskt hrá- efni. „Við bindum miklar vonir við að nýjungar í þjónustu hótelsins muni ekki eingöngu falla í kramið hjá hin- um fjölmörgu erlendu ferðamönnum sem hér gista allt árið um kring, heldur einnig freista samlanda okkar og nágranna á svæðinu,“ segir Sól- borg. „Við höfum á undanförnum misserum lagt mikið upp úr því að veita gestum okkar innsýn í íslensk- an menningarheim með ýmsum hætti, til að mynda með listsýn- ingum, bókaupplestri, bíósýningum, auk þess að tileinka fjölda herbergja bæði samtímalistamönnum og helstu þjóðskáldum.“ Milljarður í andlitslyftingu  Gagngerum endurbótum á Hótel Loftleiðum á að ljúka fyrir sumar  Ekki skemmir fyrir að verkefnið er atvinnuskapandi, segir hótelstjórinn Morgunblaðið/Ómar Lokað Margir hafa átt notalega stund í sundlauginni á Loftleiðum og svo verður væntanlega áfram eftir að opnað verður á ný að loknum endurbótum. Tölvumynd/Ferill Ný móttaka Komið inn um aðalinngang hótelsins eftir breytingar. Hjörtur J. Guðmundsson Jón Pétur Jónsson Össur Skarphéðinsson, utanríkisráð- herra, segir að ráðuneytið muni koma „ákveðnum sjónarmiðum“ á framfæri við bandarísku utanríkis- þjónustuna vegna kröfu bandarískra stjórnvalda um að fá afhentar upp- lýsingar um samskipti Birgittu Jóns- dóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á netinu, einkum í gegnum sam- skiptasíðuna Twitter. Þá hefur Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, forseti Alþingis, óskað eftir því að úttekt verði gerð á rétt- arstöðu Birgittu í málinu sem þing- manns. Hefur m.a. verið óskað eftir upplýsingum frá Alþjóðaþingmanna- sambandinu vegna málsins. Össur sagði að það yrði gert með milligöngu sendi- herra Bandaríkj- anna á Íslandi, en hann hefur verið boðaður til fund- ar í ráðuneytinu vegna málsins. Össur gerði þó ekki ráð fyrir því að funda með sendiherranum sjálfur um málið heldur kæmi það væntanlega í hlut ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneyt- isins. Hann hefði ennfremur boðið Birgittu að eiga fund með ráðuneyt- isstjóranum og öðrum starfsmönn- um ráðuneytisins til þess að skýra stöðu hennar og þá áhættu sem hugsanlega væri fólgin í ferðalögum hennar. Þarf að geta ferðast óáreitt „Ég hélt fund um þetta mál í gær í ráðuneytinu með ráðuneytisstjóran- um og þjóðréttarfræðingi okkar meðal annars til þess að kanna stöðu þingmannsins í þessu máli. Við ræddum auðvitað með hvaða hætti við myndum koma okkar sjónarmið- um á framfæri en ekki síður með hvaða hætti við gætum tryggt það sem ég vil kalla ferðafrelsi hennar sem fulltrúa á löggjafarsamkund- unni. Hún þarf að geta ferðast áreit- islaust til Bandaríkjanna sem þing- maður,“ segir Össur. Þótt Birgitta virtist gera sér grein fyrir því teldi hann engu að síður nauðsynlegt að útskýra fyrir henni að um væri að ræða grafalvarlegt mál, svo að það væri alveg ljóst. Réttarstaðan könnuð  Sendiherra Bandaríkjanna kallaður á fund í utanríkis- ráðuneytinu vegna máls Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Birgitta Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.