Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
✝ Páll Gíslasonfæddist á Vífils-
stöðum 3. október
1924. Hann lést á
Landspítalnum í Foss-
vogi 1. janúar 2010.
Foreldrar hans
voru Svana Jóns-
dóttir, f. 1903, d.
1983) og Gísli Páls-
son, f. 1902, d. 1955.
Systir Páls var Stef-
anía, f. 1926, d. 2004.
Páll kvæntist 3. júní
1950 Soffíu Stef-
ánsdóttur, f. 1924.
Foreldrar hennar voru Stefán
Sveinsson, f. 1883, d. 1930) og
Rannveig Ólafsdóttir, f. 1882, d.
1956. Páll og Soffía eignuðust fimm
börn: 1) Rannveig, f. 1952, 2) Svana,
f. 1953, maki hennar er Sigurður
Geirsson, f. 1953. Börn þeirra eru
Freyja, Magnea og Hjalti og barna-
börn þeirra eru Sigurbjörn, Svan-
borg Soffía og Svandís. 3) Guð-
björg, f. 1956, sonur hennar er
Héðinn og barnabarn hennar er El-
ín. 4) Gísli, f. 1958, maki hans er
við Sjúkrahús Akraness og á ár-
unum 1970-1994 sem yfirlæknir á
Landspítalanum. Páll sat um árabil
í stjórn Nordisk Kirurgisk For-
ening.
Páll sinnti fjölda félags- og trún-
aðarstarfa. Hann starfaði með
skátahreyfingunni frá unga aldri
og var skátahöfðingi í tíu ár. Páll
var fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í bæjarstjórn á Akranesi og í
borgarstjórn í Reykjavík í fjölda
ára. Hann sat í fjölmörgum nefnd-
um, meðal annars var hann formað-
ur veitustofnana í átta ár. Páll vann
ötullega að málefnum aldraðra og
beitti sér sérstaklega í bygging-
armálum. Hann sat í bygging-
arnefndum í þágu aldraðra á ár-
unum 1977-1994 og var lengi í
stjórnum hjúkrunarheimila fyrir
aldraða. Páll sat ennfremur í stjórn
Krabbameinsfélags Íslands, að-
alstjórn Hjartaverndar og Félags
eldri borgara. Páll var heið-
ursfélagi í Skurðlæknafélagi Ís-
lands, Æðaskurðlæknafélagi Ís-
lands, Krabbameinsfélagi Ísland,
Hjartavernd, Félagi eldri borgara í
Reykjavík og Skátafélagi Akraness.
Útför Páls fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 10. janúar 2011,
kl. 15.
Dagný Björk Pjet-
ursdóttir, f. 1959.
Börn hans eru Ólöf
Eyrún, Páll og Fríða
Sædís. Barnabörn
hans eru Andri
Freyr, Sunna Natalía,
Emilía Ósk og Jenný
Stefanía. 5) Soffía, f.
1962, maki hennar er
Halldór Jónsson, f.
1962). Dætur þeirra
eru Helga Lára og
Sigrún Soffía.
Á uppvaxtarár-
unum bjó Páll á Eski-
firði, í Hafnarfirði og Reykjavík.
Hann ól þó aldur sinn að mestu í
Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1943. Páll lærði læknisfræði við Há-
skóla Íslands og fór í framhaldsnám
í handlækningum til Danmerkur.
Seinna dvaldi hann eitt ár við nám í
Englandi og sótti fjölmörg nám-
skeið og ráðstefnur í sínu fagi.
Hann var frumkvöðull á sviði æða-
skurðlækninga á Íslandi. Árin 1955-
1970 starfaði hann sem yfirlæknir
Elsku afi, mig langar að skrifa
nokkur orð til þín um þær minningar
sem ég hef að geyma í hjartanu
mínu.
Það sem rennur upp í huga mér
eru svo margar skemmtilegar minn-
ingar, eins og ferðirnar okkar fjöl-
skyldunnar í sumarbústaðinn á
Þingvöllum, alveg yndislegur tími,
kvöldvökur, veiði og fjölskyldusam-
veran var í fyrirrúmi. Alltaf líf og
fjör og auðvitað var sungið fram á
rauða nótt.
Svo ber auðvitað að nefna allar
þær skemmtilegu veislur sem þið
amma hélduð, þar sem var ýmist
spilað, sungið og auðvitað borðaður
góður matur og alltaf jafn flott og
gaman að koma til ykkar.
Elsku afi minn, þú varst alveg ein-
stakur maður, góður, blíður og með
mikla samkennd, það skipti þig alltaf
máli hvernig manni liði og þú réttir
ávallt fram hjálparhönd ef eitthvað
bjátaði á. Ég mun geyma minning-
arnar um þig á góðum stað í hjarta
mér um ókomin ár.
Lífið geymir leyndarmál,
sem lærist engum manni.
Fyrr en skilur skel frá sál,
sem skín frá himins ranni.
Margt er það í heimi hér,
sem hugnast okkur eigi.
En þannig lífsins leiðin er,
líkust sveitavegi.
Minningarnar fylgja mér,
af manni sem ég unni.
Með söknuði, afi, sendi þér,
Hinn hinsta koss af mínum munni.
Góða ferð afi minn og sjáumst síð-
ar.
Elsku amma mín, vona að guð gefi
þér styrk til að takast á við þennan
mikla missi. Guð geymi ykkur .
Ykkar barnabarn,
Ólöf Eyrún Gísladóttir.
Með nokkrum orðum viljum við
þakka þér fyrir samfylgdina. Þú
varst höfuð ættarinnar og fyrirmynd
okkar. Þú gafst góð ráð, huggaðir og
læknaðir ef á þurfti að halda.
Margs er að minnast og margar
gleðistundir áttum við saman. Alltaf
varst þú tilbúinn fyrir samveru og
byrjaðir alltaf strax að skipuleggja
næsta vinafund. Aldrei var vöntun á
tilefni til að hittast og gleðjast sam-
an. Ferðalög, sumarbústaðaferðir,
matarboð, afmæli, spilaklúbbar,
kirkjuferðir, jólaböll og nú síðustu ár
að fara og gróðursetja tré í Pálslund
við Úlfljótsvatn. Alltaf var gaman,
mikið sungið, spjallað og vel veitt.
Amma Didda var alltaf þér við hlið
og voruð þið samtaka og hamingju-
söm.
Oft var boðið í grillveislur í Kvista-
land, eitthvað gott í magann og síðan
spilað og sungið. Afi og amma alltaf
til í að stjórna söng eða skemmti-
atriðum. Þið kennduð okkur marga
leiki og söngva sem við munum miðla
áfram. Á nýliðnu ári áttuð þið 60 ára
brúðkaupsafmæli og fögnuðuð því
með börnum ykkar og mökum. Alltaf
var nýjum börnum og mökum fagnað
og þau boðin velkomin í fjölskylduna.
Á öllum hátíðarstundum í lífi okk-
ar fengum við ræðu og einn góður
brandari fylgdi með. Aldrei varst þú
glaðari en þegar öll fjölskyldan var
samankomin. Þú lagðir mikla
áherslu á að fjölskyldan væri mik-
ilvægust og stæði vel saman. Að því
búum við vel nú.
Það var gott að þú náðir að gefa
ævisögu þína út og er það dýrmætt
fyrir okkur og komandi kynslóðir að
geta rifjað upp og skoðað lífshlaup
þitt. Þú varst hugsjónamaður og
voru margir sem nutu góðs af því. Þú
beittir kröftum þínum að ýmsum
málefnum sem voru þér hugleikin.
Að miðla þekkingu, gleðja aðra og
hjálpsemi var þín lífsýn. Hugsa um
veika, lækna og líkna. Þú varst alltaf
svo jákvæður og trúðir á það besta í
öllum. Að skila heiminum örlítið
betri en hann var þegar þú komst
var þér mikilvægt og tókst það svo
sannarlega vel.
Nú ertu farinn heim, takk fyrir
allt, minning þín lifir.
Svana, Sigurður, Freyja,
Magnea, Hjalti og fjöl-
skyldur.
Góður og ljúfur drengur er geng-
inn til hvíldar eftir veikindi síðustu
árin.
Ég kynntist svila mínum Páli
Gíslasyni um það leyti sem við Her-
mann Ragnar lögðum saman upp í
lífsgönguna árið 1947. Það var ekki
leiðinlegt að vera ungur og ástfang-
inn þegar leiðin liggur með slíkum
samferðarmanni sem Páll var, en
hann var læknirinn, skátabróðir, og
fjölskylduvinur okkar.
Ég hef alla tíð borið mikla virðingu
fyrir Soffíu mágkonu minni, hvað
hún alla tíð studdi vel við manninn
sinn, þau voru svo samhent með allt
sem Palla datt í hug. Það var oft erf-
itt áður fyrr að vera með fimm börn
og eiginmaðurinn var alltaf í
vinnunni dag og nótt og alla hátíð-
isdaga eins og þegar hann var yf-
irlæknir á Akranesi. Einu sinni á jól-
um er við vorum stödd á Akranesi
fór hann að taka á móti barni á jóla-
nótt. Það gekk eitthvað erfiðlega að
koma barninu í heiminn en við fylgd-
umst öll með og vorum nú heldur
glöð þegar Páll kom labbandi dauð-
þreyttur undir morguninn sallaró-
legur heim og sagði að jólabarnið
væri loksins fætt. „Þá var kátt í höll-
inni, höllinni“.
Við höfum allaf verið í mjög góðu
sambandi og notið ógleymanlegra
ferða hérlendis og erlendis. Góðar
minningar eru um skátastörfin, ská-
taútilegur og margar fjölskylduhá-
tíðir. Didda og Palli voru bæði miklir
gleðigjafar og héldu upp á alla tylli-
daga sem þau gátu. Við nutum þess
að koma saman með börnin okkar og
ekki hvað síst þegar Bubba frænka
var á lífi og hennar naut við, því hún
var sameiningartákn okkar.
Síðastliðin 60 ár höfum við að öllu
jöfnu verið saman á þessum degi en í
dag kemst Palli ekki í afmæliskaffi
mitt eins og hann var svo vanur gera.
Stundum var hann eini herramaður-
inn í afmælinu mínu en lét það ekki á
sig fá, mætti bara að sjálfsögðu aftur
næsta ár.
Ég og mín fjölskylda þökkum allar
ógleymanlegu samverustundirnar
bæði í gleði og sorg. Didda mín, þú
missir mikið, góðan eiginmann og
vin en gleymdu því ekki þú á átt góða
fjölskyldu sem umvefur þig á erfið-
um tímum.
Þökk fyrir góða vináttu alla tíð.
Unnur Arngrímsdóttir.
Árið 1943, fyrir nær sjö tugum
ára, gekk hópur vonglaðra ung-
menna, 50 að tölu, úr Menntaskól-
anum í Reykjavík út í sólbjartan
sumardag með hvíta kolla á höfðum.
Syngjandi gengu þau fram og aftur
um götur borgarinnar og enduðu
daginn með gleðskap í Golfskálanum
á Öskjuhlíð. Í skólanum höfðu þau
tengst óvenju traustum vináttubönd-
um, þessvegna eru þau líka gripin
sorg þegar einhver úr hópnum er
burtkallaður frá jarðnesku lífi. Nú
síðastan kveðjum við söngvarann
okkar ljúfa, Pál Gíslason.
Páll var mjög fjölhæfur maður, en
á þremur sviðum naut hann sín best
eins og Gissur Skálholtsbiskup.
Fyrst og fremst var hann að sjálf-
sögðu læknir, sérmenntaður í skurð-
lækningum. Sjúkrahúslæknir á
Akranesi í fimmtán ár, en þaðan
kvaddur til að gerast yfirlæknir
handlækningadeildar Landspítalans
1970, og gegndi því embætti til loka
starfsaldurs. Ákaflega vinsæll af
samstarfsmönnum og ekki síður af
sjúklingum, því hann kunni þá list
sannra lækna að græða jafnt sálu
sem líkama.
Fyrir störf sín að lækningum og
að félagsmálum lækna hlaut Páll
margvíslegar viðurkenningar og var
meðlimur í mörgum alþjóðlegum vís-
indafélögum lækna.
Hann hafði líka einstaka hæfileika
til félagslegra starfa og var mjög
kallaður til slíkra verka. Í ættlandi
sínu var hann kjörinn í stjórn eða
formennsku ýmissa félaga og stofn-
ana á vegum stéttarsystkina sinna.
Og hann var með ólíkindum atorku-
samur í ýmsum félagsmálum utan
sinnar sérfræðigreinar. Mest voru
tilþrif hans í borgarstjórn Reykja-
víkur þar sem hann átti sæti fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins í tuttugu
ár. Þar sat hann í mörgum nefndum
og ráðum og átti þátt í fjölda þjóð-
þrifamála, ekki síst í þágu heilsu-
lausra og aldraðs fólks.
Þriðja fylkingin sem hann tók þátt
í og veitti mikilvægt brautargengi
var skátahreyfingin. Í minningabók
sinni hefur hann lýst því hvernig
hann steig fyrstu skrefin með skát-
unum, og síðan reis hann þar jafnt og
þétt til áhrifa uns hann varð skáta-
höfðingi Íslands um tíu ára skeið. Ég
sá Pál fyrst þegar hann var nýorðinn
flokksforingi fjórtán vetra, og ég
dáðist að því hvað hann var glæsi-
legur í einkennisbúningnum sínum.
Ekki grunaði mig þá að við ættum
eftir að vera bekkjarbræður í
Menntaskólanum fjóra vetur og síð-
an tryggðavinir langa ævi. Þegar við
vorum uppkomnir menn lýsti hann
því eitt sinn fyrir mér hvílík hollustu-
áhrif skátahreyfingin gæti haft ef
rétt væri á málum haldið. Þeir
draumar Páls fengu að vísu ekki
ræst að fullu, en mikils mátu skát-
arnir störf hans og veittu honum
margvíslegar viðurkenningar.
Páll hafði góða söngrödd og kunni
ókjör af sönglögum og ljóðatextum.
Því var hann sjálfkjörinn forsöngv-
ari á öllum bekkjarsamkomum okk-
ar sem voru í senn fjölsóttar og fjör-
ugar. Við bekkjarsystkinin sem eftir
lifum þökkum Páli óbilandi vináttu
og gleðigjafir, og vottum Soffíu og
börnunum þeirra innilega samúð.
Jónas Kristjánsson.
Í bernsku minni upplifði ég ver-
öldina vandkvæðalausa; undir
styrkri leiðsögn foreldranna, í fjör-
ugum systkinahópi og á meðal
krakkanna í hverfinu leið tíminn
áfram í viðburðaríkum og ævintýra-
legum draumi þar sem martraðir
voru ekki til. Ég var virkilega
ánægður með hlutskipti mitt og
stoltur af þeim sem nálægt mér
stóðu. Auk mömmu og pabba voru
Svana amma og Ranka frænka alltaf
nærri og veittu án nokkurrar
áreynslu kærleika og birtu inn í dag-
legt líf okkar systkinanna.
Svo komu fjölskylduhátíðirnar
sem urðu stöðugt tilhlökkunarefni:
afmæli, fermingaveislur, jólaboð.
Þar kynntist ég Palla frænda, skurð-
lækninum af Akranesi sem mér virt-
ist tímalaus og öllum leið vel nálægt.
Mildur og þýður málrómurinn flétt-
aðist saman við rólegt fasið og skýra
en góðlátlega andlitsdrættina og
vakti undir eins traust barnsins.
Alltaf reiðubúinn að hlusta á það sem
litli frændi hafði að segja og svara
ófullburða spurningum hans óskipt-
ur og af fullri einlægni. Þegar Bebbý
mamma mín heilsaði Palla frænda
var mér stráklingnum það vel ljóst
að þarna hittust systkini sem virki-
lega þótti vænt hvort um annað. Það
var eins og þau væru í einhverju
fornu leynifélagi sem mann langaði
til að verða þátttakandi í. Og í gegn-
um tíðina hafa fjölmargar frásagnir
Palla frænda, í bland við samræður
við Svönu ömmu og Rönku frænku,
púslað saman heillegri mynd af
tveimur samhentum systkinum, for-
eldrum þeirra og ástúðlegri stórfjöl-
skyldu.
Allar frásagnir Palla stöfuðu
óvenjumikilli hlýju og væntumþykju
þar sem athyglinni var beint að því
sem vel var gert og allir atburðir
fengu jákvæða niðurstöðu, jafnvel
þótt ekkert hafi verið dregið undan.
Ég endurtek, ekkert dregið undan,
því Palli frændi var afar heill og
sannur í orði og athöfnum. Þetta
finnst mér vera eðli raunverulegra
ævintýra, þau segja hversdagslegan
sannleikann á jákvæðan og upp-
byggjandi máta og enda náttúrulega
vel.
Draumkennd ævintýri bernsku
minnar eru löngu að baki en í dag bý
ég að dýrmætum, martraðalausum
frásögnum Palla frænda míns sem
gera mér svo óendanlega gott. Þegar
ég horfi yfir lífshlaup Páls Gísla-
sonar – læknir, skátahöfðingi, borg-
arfulltrúi, fjölskyldumaður, frændi,
vinur og margt, margt fleira – þá er
það einmitt þetta sem stendur upp
úr: Hann var ríkur af kærleika, laus
við andúð og vildi umfram annað láta
gott af sér leiða. Ég þakka forsjón-
inni fyrir að hafa átt svona góðan
frænda.
Arnór Víkingsson.
Fallinn er frá mikill höfðingi, for-
ystumaður, samstarfsmaður til
margra ára og góður vinur. Ég
kynntist Páli árið 1974 þegar hann
var kosinn borgarfulltrúi og síðan
náið þegar við störfuðum saman í
borgarstjórninni frá 1982. Hann var
hugsjónamaður og baráttumaður
sem lengi verður minnst. Páll var
vinsæll og virtur læknir, skátahöfð-
ingi og mikill áhugamaður um sveit-
arstjórnarmál almennt, bæjar-
fulltrúi á Akranesi og síðar
borgarfulltrúi til 20 ára í Reykjavík.
Einnig tók hann að sér forystuhlut-
verk fyrir félag eldri borgara og var
ötull talsmaður fyrir bættum hag og
kjörum þeirra. Þeim fjölmörgu við-
fangsefnum sem Páll tókst á við um
ævina sinnti hann af miklum áhuga,
festu og vandvirkni.
Ég kynntist Páli best þegar við
unnum saman í byggingarnefnd
stofnana í þágu aldraðra, en undir
forystu þáverandi borgarstjóra,
Davíðs Oddssonar, var ákveðið að
hefja öfluga uppbyggingu íbúða og
þjónustukjarna fyrir eldri borgara í
hverfum borgarinnar. Páll var for-
maður nefndarinnar. Á þessum vett-
vangi vann Páll frábært starf, en á
árunum 1983 til 1994 voru byggðir 9
slíkir þjónustukjarnar; við Bólstað-
arhlíð,Vesturgötu, Aflagranda,
Lindargötu, Hæðargarð, Sléttuveg,
Hvassaleiti, Hraunbæ og í Mjódd-
inni. Óhætt er að fullyrða að þessi
mikla uppbygging hafi bæði auðveld-
að aðgengi og um leið stóraukið þátt-
töku eldri borgara í margvíslegu fé-
lagsstarfi. Við Páll áttum einnig
samleið í stjórn Borgarspítalans í 12
ár. Þar naut Páll sín vel sem formað-
ur stjórnar, gjörkunnugur heilbrigð-
iskerfinu og bar hag spítalans mjög
fyrir brjósti.
Einlægur áhugi Páls á málefnum
borgarinnar og víðtæk þekking gerði
það að verkum að við yngri borgar-
fulltrúar hrifumst með og fannst gott
að vinna með Páli. Skipti þá aldurs-
munur engu máli. Víðtæk reynsla
hans og stefnufesta einkenndi öll
hans störf. Hann virtist ávallt hafa
tíma til sinna vel öllum þeim verk-
efnum sem honum voru falin á vett-
vangi borgarstjórnarinnar. Hann
fylgdi þeim vel eftir, var ósérhlífinn
og ótrúlega seigur við að þoka áfram
margvíslegum hagsmunamálum
borgarbúa, ekki síst þeim sem sneru
að eldri borgurum og málefnum
Borgarspítalans.
Það var mikils virði að hafa mann
eins og Pál í borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna. Hann skildi eftir
sig gæfuspor á þeim vettvangi. Að
leiðarlokum er mér efst í huga þakk-
læti fyrir samstarfið, samfylgdina og
vináttuna. Hann á miklar þakkir
skilið fyrir allt það góða starf sem
hann vann fyrir Reykjavíkurborg til
hagsbóta fyrir alla borgarbúa.
Ég sendi Soffíu og fjölskyldu Páls
innilegustu samúðarkveðjur okkar
Guðrúnar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Páll Gíslason fyrrverandi yfir-
læknir er allur. Páll er fyrsti æða-
skurðsérfræðingur á Íslandi og var
því frumkvöðull á því sviði. Páll var
farsæll læknir og lauk störfum sem
yfirlæknir á Landspítalanum. Áður
hafði hann unnið á sjúkrahúsinu á
Akranesi um hríð.
Páll var einn af örfáum læknum er
sinntu félagsmálum af miklum dugn-
aði. Hann sat í bæjarstjórn Akraness
og síðar lengi í borgarstjórn Reykja-
víkur og lét margt gott af sér leiða,
til dæmis í málefnum aldraðra. Hann
var skátahöfðingi og sat í stjórnum
margra félaga, s.s. Hjartavernd o.fl.
Síðar er hann lauk störfum sem
læknir var hann kosinn til formanns
eldri borgara í Reykjavík. Er hann
lét af störfum þar aðallega vegna
vaxandi sjóndepru, bað hann mig að
taka við sem ég og gerði. Þá kynntist
ég vel mörgum góðum tillögum og
verkefnum er hann hafði undirbúið
til þess að bæta hag eldri borgara, en
höfðu oft ekki náð fram að ganga, að-
allega vegna mótþróa samflokks-
manna. Ég vissi að Páll varð fyrir
miklum vonbrigðum vegna þessa.
En frumkvöðull var hann og baráttu-
maður.
Ég og Inga sendum ekkju hans og
nánustu aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Ólafur Ólafsson.
Í dag er til grafar borinn Páll
Páll Gíslason