Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Fyrsta minning mín um hann afa minn var um áramótin þegar ég, Hilmar, Gunnar Karl og Gunnar Bjarki vor- um í bílskúrnum hjá afa og ömmu og vorum með stjörnuljós og þar var afi að hjálpa okkur. Afi passaði að við værum með hlífðargleraugu. Eitt sumarið var mér boðið að vera hjá afa og ömmu í nokkra daga. Ég fór með þeim í Herjólf ásamt Gunnari Bjarka. Afi fór með mig og Gunnar Bjarka að gefa hest- unum og gæsunum brauð og svo fórum við að skoða kindurnar og síðan fórum við líka á bryggjuna að skoða skipin og þar sagði hann okk- ur margar sögur af því þegar hann var á sjónum. Á kvöldin spiluðu amma og afi við mig, Gunnar Bjarka og Gunnar Karl og höfðu alltaf tíma þegar við báðum þau um það. Þegar ég fermdist í vor sem leið þá komu afi og Nanna frænka deg- inum áður og afa fannst ómögulegt að geta ekki hjálpað til. Hann spurði hvort hann mætti ekki smyrja flatkökurnar en þarna vildi afi hjálpa til við ferminguna mína. Svona var afi. Ef hann gat eitthvað gert þá fannst honum það alltaf sjálfsagt. Þegar afi hringdi þá spurði hann alltaf um dýrin mín, Tátu, Smala, Frikka og Púka. Síðan missti ég Smala fyrir tveimur árum og Tátu í haust og þá spurði afi hvort við ætluðum að fá annan hund en pabbi sagði nei. Þeg- ar ég kom í desember þá spurði afi hvort ég væri nokkuð búin að fá mér nýjan hund og ég sagði já. Þá sagði afi til hamingju með það og ég bara takk. Síðan spjölluðum við um hundinn. Að lokum samræðum sagði afi: Láttu ömmu ekki vita af þessu og svo hnykkti hann höfðinu brosti og hló, sem hann gerði svo oft þegar hann var að stríða ömmu. Svona var afi æðislegur og góður. Elsku afi, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og með mér, minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þitt barnabarn, Gunnar Þorbjörn Haraldsson ✝ Gunnar ÞorbjörnHaraldsson fædd- ist í Vestmannaeyjum 21. apríl 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 30. desember 2010. Útför Gunnars fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 7. janúar 2011. Jónína Jórunn. Ekki væri hægt að hugsa sér betri afa en þig, það hafa verið forréttindi að hafa þig svona lengi með okk- ur. Og að fá að alast upp í nánast næsta húsi við ykkur ömmu. Ég og þú höfum brallað margt saman frá því að ég fæddist. Þegar ég var yngri held ég að þú hafir þekkt mig manna best. Þegar ég kom í pössun til þín og ömmu, þá nýttir þú þér keppnisskapið sem ég hef og spurðir mig alltaf þegar ég átti að fara að sofa, hvort við ættum að fara í keppni um hvort myndi sofna fyrst, og þar með var það gulltryggt að ég fór beinustu leið inn í rúm og var sofnuð á núll-einni. Þegar ég var lítil fannst mér þú sterkasti maður í heimi, þú gast allt, lagað dótið mitt, kennt mér að hjóla, þú leiddir mig á fyrstu fótboltaæf- inguna mína þegar ég þorði ekki að fara ein og þú huggaðir mig ef mér leið illa. Einnig fannst mér afi vita allt, bíltúrarnir sem við fórum um helg- ar, þar sem við byrjuðum niðri á bryggju og þú kenndir mér nöfnin á öllum bátunum í Eyjum. Með við- komu í skýlinu þar sem þú keyptir handa mér einn súkkulaðiglugga. Eftir bryggjurúntinn fórum við að skoða úteyjarnar og þú baðst mig að nefna allar eyjarnar með nöfnum og þú hjálpaðir mér ef ég mundi ekki einhver nöfn. Takk, elsku afi, fyrir allan þann fróðleik sem þú deildir með mér. Þú varst minn mesti aðdáandi og lést engan heimaleik sem ég spilaði fram hjá þér fara, lagðir bílnum þín- um við völlinn og fylgdist vel með gangi mála. Einnig varstu alltaf með réttu orðin eftir leiki hvort sem vel eða illa gekk. Takk fyrir stuðn- inginn í öll þessi ár. Hann var ómet- anlegur. Á seinni árum eftir að ég flutti frá Eyjum þá fann ég vel að fjarlægðin gerir fjöllin blá, því fyrstu háskóla- árin mín fannst mér voða erfitt að vera svona langt í burtu frá ykkur, en þú sagðir alltaf við mig að ef ég væri hamingjusöm þá væri afi líka hamingjusamur. Þú hafðir alltaf réttu orðin til að hughreysta mig. Áður en ég fór í Herjólf þá hringdi ég í þig til að spyrja þig hvernig væri í sjóinn, því ég treysti þér miklu betur en starfsfólki Veður- stofu Íslands. Oftast sagðirðu mér að það væri lens og því myndi þetta bara vera eins og að vera heima í stofu að fara með bátnum, nema ef það var virkilega vont í sjóinn þá sagðirðu mér að það gæti verið smá veltingur en ekkert sem ég myndi ekki ráða við. Þú varst alltaf jákvæður og kenndir mér fljótt að ungt fólk eins og ég ætti ekki að kvarta, þú minnt- ir mig reglulega á það hversu gott ég hefði það, svona heilbrigð ung stúlka. Þú, elsku afi, áttir stóran part í að gera mig að þeirri mann- eskju sem ég er í dag, með allri þeirri visku sem frá þér kom. Minningarnar sem ég á um þig, elsku afi, eru óteljandi, engin orð geta lýst því hversu mikið ég sakna þín. Ég bið góðan Guð að gæta ömmu og gefa henni styrk í sorginni. Þín Hanna Guðný. Elsku afi okkar, það eru ófáar minningar sem streyma fram. Fyrst koma upp í huga okkar ógleyman- legir bryggjurúntar þar sem þú reyndir að vekja áhuga okkar á bát- um sem lágu við bryggju í Eyjum. Athygli okkar var þó meiri í bíl- skúrnum þínum þar sem alltaf var snyrtilegt og allir hlutir á sínum stað. Í honum var ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar. Þú áttir ávallt til stjörnuljós sem við fengum að kveikja á í skúrnum og þá rað- aðir þú upp mörgum kertum í stig- ann til að við gætum kveikt á þeim. Sem börn þá er minning okkar sú hversu smáar hendur okkar voru í sterkbyggðum höndum þínum og því er handabandið okkur mjög minnisstætt. Aldrei kom það fyrir að við hittum þig án þess að taka í höndina þína og þegar við vorum yngri var margoft farið með fingra- vísurnar þar sem við þuldum upp hvaða hlutverk hver fingur hafði og margar fleiri vísur. Við systurnar vorum ótrúlega stoltar af því að hafa þig sem húsvörð í Hamars- skóla alla okkar grunnskólagöngu og ófá skiptin sem við komum við á „skrifstofunni þinni“. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku afi, við kveðjum þig með miklum söknuði. Hvíldu í friði og takk fyrir allt. Hrefna, Eyrún og Gunnar Karl. Þá er Gunnar frændi, bróðir mömmu, fallinn frá eftir erfið veik- indi 82 ára að aldri. Það er svo sárt að sjá á eftir yndislegu fólki þó það sé orðið fullorðið. Þó að það eina sem við vitum fyrir víst í þessu lífi sé að við munum öll einhvern tím- ann deyja, erum við aldrei tilbúin að sleppa takinu af fólkinu okkar. Gunnar og Jórunn voru mikill hluti af lífi okkar systkina á Hólagötu 26, það var alltaf svo gott að koma til þeirra. Gunnar var barngóður mað- ur, glettinn, hafði gaman af að segja sögur og stundum var hann líka smá stríðinn. Ég á svo mikið af góð- um minningum frá öllum okkar stundum saman, og man ég sér- staklega hvað það var gaman að koma til þeirra hjóna á Illugagötuna þegar við vorum krakkar. Gunnar veiktist fyrir um það bil einu og hálfu ári, fór í stóra og mikla aðgerð í júlí 2009 og var mikið veikur en jafnframt var hann ákveð- inn í því að hann væri ekki að fara neitt. Svo síðasta vetur þegar hann var kominn aftur á bryggjurúntinn var maður aftur orðinn bjartsýnn en svo kom í ljós í sumar að þessi skelfilegi sjúkdómur hafði dreift sér og ekkert hægt að gera. Þegar ég fór í heimsókn til þeirra hjóna var ljóst að þau tóku þessum slæmu fréttum með miklu æðruleysi eins og þeirra var von og vísa. Þau sögð- ust vera búin að eiga góða ævi sam- an og að svona væri bara lífið. Minning um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar um ókomna ævi. Elsku Gunnar, hafðu þökk fyrir allt og elsku Jórunn, Helgi, Halli, Matta, Nanna og fjölskyldur, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Sofðu vinur vært og rótt verndi þig Drottinn góður. Dreymi þig vel á dimmri nótt dýrð þíns Jesú bróður. (Þorkell G. Sigurbjörnsson.) Guðný Hrefna Einarsdóttir og fjölskylda. „Er nokkur leið fyrir gamlan sjó- mann að koma í land?“ Þannig hljóðaði umsókn Gunnars Haralds- sonar um starf húsvarðar við Ham- arsskóla í Vestmannaeyjum sumar- ið1982. Umsóknin skar sig úr öllum hinum og ég spurðist fyrir um manninn. Alls staðar fékk hann hin bestu meðmæli. Einstakt snyrti- menni, samviskusamur, dagfars- prúður, traustur, stundvís, reglu- samur. Einhverjir efuðust um að vel metinn vélstjóri til margra ára mundi una sér í starfi húsvarðar í grunnskóla. Ég ákvað að ráða manninn og þar með hófst margra ára farsælt samstarf okkar Gunn- ars. Bæði vorum við byrjendur í starfi, hann í starfi húsvarðar, ég í starfi skólastjóra. Ég var ung og ör- geðja og sást ekki alltaf fyrir, hann minn trausti bakhjarl og vinur sem ávallt réð mér heilt. Saman lögðum við línurnar um umgengni og snyrtimennsku sem var í heiðri höfð í Hamarsskóla. Daglega kom hann við á skrifstofunni minni og saman fórum við yfir það sem þurfti að út- rétta eða gera þann daginn. Hann sagði mér líka frá lífinu til sjós og frá þeim tveimur hátíðum sem hann hélt í heiðri, sjómannadeginum og þjóðhátíðinni. „Já, Halldóra mín, oft var það nú þannig að ég tók merki sjómannadagsins úr jakkafötunum til að næla í mig þjóðhátíðarmerk- inu, meira voru jakkafötin ekki not- uð.“ Gunnar var einstaklega natinn við börnin í skólanum, þau báru virð- ingu fyrir honum og hann sýndi þeim væntumþykju og hlýju. Hann opnaði skólann klukkan 7:30 á morgnana og börnin komu inn í hlýjuna og spjölluðu við karlinn. Ef einhverjum nemendum varð á í messunni með skemmdarverkum eða óknyttum, hafði Gunnar lag á að upplýsa málin og leiða til lykta á farsælan hátt. Hann hafði næmt auga fyrir líðan barnanna og lét vita ef hann hélt að einhver væri skilinn út undan eða yrði fyrir áreiti. Gunnar hafði góða kímnigáfu og gerði oft að gamni sínu, gerði stund- um grín að eigin samviskusemi. Oft blésu öflugir vindar í Eyjum og þá átti hann það til að fara aukaferð til að huga að skólanum. „Það mætti halda að ég hefði áhyggjur af því að skólinn slitnaði frá bryggju eins og bátarnir eiga til að gera,“ sagði hann og brosti í kampinn. „Það var eins og að fá góðan happdrættisvinning að fá þessa vinnu,“ sagði hann stundum við mig. Fyrir Vestmannaeyjar og Hamars- skóla var það happdrættisvinningur að fá þennan góða dreng til starfa. Eftir að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, kíkti hann stundum til mín í skólann, fékk sér í nefið og við rifjuðum upp liðnar stundir. Hann var líka fastagestur í jóla- og vor- kaffi skólans og alltaf var hann jafn áhugasamur um skólastarfið og gott að hitta hann. Síðast lágu leiðir okkar saman þegar ég heimsótti hann á sjúkra- hús Vestmannaeyja, þá var dregið af mínum manni. Nú er hann allur minn góði samstarfsmaður og fé- lagi. Því miður get ég ekki fylgt honum síðasta spölinn þar sem ég er stödd erlendis. Elsku Jórunn, börn, tengdabörn og barnabörn, mínar dýpstu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Ykkar missir er mikill, en minningin lifir um einstakan mann. Halldóra Magnúsdóttir. Það var árið 1986, sem ég kom til Vestmannaeyja til að kenna, að ég kynntist Gunnari Haraldssyni. Ég, nýútskrifaður kennari, með ungan son með mér og Gunnar gamall sjómaður, þá húsvörður við Hamarsskóla í Vestmannaeyjum. Gunnar var nokkurskonar „afi“ okk- ar allra, nemenda sem kennara. Gunnar var einstakt ljúfmenni, hann var réttsýnn og réttlátur, handlaginn og úrræða góður og sér- staklega laginn að leysa úr ýmsum vandamálum sem stundum koma upp þar sem hópar fjörugra barna eru saman komnir. Og allt var þetta gert á rólegu nótunum. Þá þótti mér alveg magnað hvernig Gunnar, langt á undan veð- urfréttum, gat sagt til um lægð sem var á leiðinni. Sagðist sjá það á krökkunum! Gunnar reyndist mér alveg sér- lega vel, hvort sem það var að stappa stálinu í mig, ungan og óreyndan kennarann eða síðar að róa sjómannskonuna ef veður voru vond og eiginmaðurinn úti á sjó. Alltaf átti Gunnar góð ráð og hlý orð. Minnist ég hans með mikilli væntumþykju. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína og Gunnari Haralds- syni þakka ég samfylgdina og góð- mennskuna. Hulda Karen Róbertsdóttir. Elsku afi. Þegar ég vaknaði við skelfilegu hring- ingu og fréttina um að þú værir dáinn helltist yfir mig sorg. Enginn veit hve lang- an tíma maður fær hér á jörðu og ég var alls ekki tilbúin til að kveðja þig. Minningarnar frá því þegar ég var 8-9 ára að byrja að æfa fótbolta í FH koma upp í huga mér og hvað ég var stolt af því að segja þér að ég væri nú orðin markmaður í FH, alveg eins og þú. Þú sagðir mér ófá- ar sögurnar hvernig þið spiluðuð heilu leikina inní ykkar vítateig á malarvöllunum og frá öllum trébik- urunum sem þið unnuð til. Sögurn- Magnús Gunnarsson ✝ Magnús Gunnars-son fæddist á Eyr- arbakka 16. ágúst 1923. Hann lést á heimili sínu 14. des- ember 2010. Útför Magnúsar var gerð frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 29. desember 2010. ar um Hafnarfjarð- arslagina á móti Haukum þóttu mér alltaf skemmtilegast- ar og það kom auðvit- að aldrei neitt annað til greina en að byrja að æfa fótbolta með FH, ég vildi vera al- veg eins og þú. Þú hefur alltaf ver- ið mín fyrirmynd og minning þín lifir í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Hvíl í friði, elsku afi. Guðbjörg Gunnarsdóttir. Þegar komið er að kveðjustund og litið er tilbaka til tímans sem við nutum með þér kemur ótalmargt upp í huga. Oftast sátum við saman og hlustuðum á hetjusögur úr bolt- anum eða fórum í kartöflugarðinn þar sem allir mættu og hálfgert ættarmót myndaðist, Geir bróðir þinn með sitt fólk og þú með þitt og svo var borðað saman nesti í hinum „legendary Dodgei“ sem þú og pabbi keyptuð saman og voruð bún- ir að breyta í flottan húsbíl sem öll- um helstu þægindum. Við fórum svo ótal ferðir um landið í bílnum sem við munum aldrei gleyma. Þegar komið var í heimsókn á Ölduslóð sast þú iðulega fyrir fram- an sjónvarpið að horfa á íþróttir og það skipti engu máli hvaða íþrótt það var þó það hafi nú oftast verið fótbolti. Eurosport fékk að ganga allan sólarhringinn heima hjá þér. Síðustu árin hefur þú og Kári alltaf verið hjá okkur um áramótin og þú verður þar áfram í huga okkar núna um áramótin sem og öll komandi áramót í framtíðinni. Nú ertu farinn á betri stað og hvílir í friði með ömmu Ingibjörgu sem þú hefur saknað sárt. Þín afabörn, Ingibjörg Lára, Guðbjörg og Jónbjörn Magnús. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.