Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ekki eru allir á eitt sáttir um niður-
stöðu starfshóps sem leggur til að
beinar lúðuveiðar verði bannaðar, en
þessar veiðar hafa farið vaxandi síð-
ustu ár. Bent er á að rannsóknir
skorti á lúðustofninum og að mun
fleiri lúður veiðist sem meðafli í drag-
nót, botnvörpu og humarvörpu heldur
en með notkun haukalóða. Stórlúðan
bítur hins vegar frekar á stóra króka
lúðulínunnar, sem kölluð er haukalóð,
og því er tonnafjöldinn sem kemur á
land úr beinum veiðum mun meiri en
sem meðafli í önnur veiðarfæri.
Því verður þó tæpast á móti mælt
að lúðustofninn stendur illa og hefur
hrakað verulega síðustu árin. Í árs-
skýrslu Hafrannsóknastofnunar á
síðasta ári segir að árið 2009 hafi
landaður lúðuafli á Íslandsmiðum
verið um 570 tonn. Afli Íslendinga var
um 530, en Færeyingar hafa heimild
til að veiða 40 tonn hér við land. Frá
árinu 1996 hefur lúðuafli á Íslands-
miðum verið innan við eitt þúsund á
ári.
Reyna að drýgja kvótann
Upplýsingar um lúðuafla liggja fyr-
ir allt frá árinu 1905, og sýna að frá
þeim tíma hefur hann aldrei verið
minni en undanfarin ár, segir í
skýrslu Hafró. Að mati stofnunarinn-
ar hefur lúðugengd á grunnslóð verið
mjög lítil í tvo áratugi. Í skýrslunni er
talað um að viðkomubrestur hafi orð-
ið í stofninum og segir þar að ástandið
sé orðið svo langvinnt að fyrirsjáan-
legt sé að stofninn muni áfram verða í
lágmarki á næstu árum. Hafrann-
sóknastofnunin ítrekaði í fyrra ráð-
gjöf fyrri ára um að bein sókn í lúðu
verði bönnuð sem fyrsta skref í
verndun stofnsins. Á þann hátt megi
ætla að takast megi að vernda nokkuð
hrygningarstofninn og þannig
tryggja svipaða nýliðun og nú er.
Eftir útkomu þessarar skýrslu í
júní í fyrra sendu útgerðarmenn átta
báta sem verið hafa á lúðuveiðum bréf
til sjávarútvegsráðuneytisins. Sumar
þessara útgerða eru ekki með kvóta
og hafa því sótt í lúðuna, sem er ekki í
aflamarki. Aðrar nota lúðuveiðarnar
til að drýgja kvótann, m.a. vegna þess
hve lítið er að hafa á leigumarkaði.
Bátar sem stunda beinar línuveiðar
eru af ýmsum stærðum, frá 10 upp í
um 200 lestir að stærð.
Fáir fiskar fást á haukalóð
Í bréfinu er harðlega mótmælt öll-
um áformum um að banna beinar
veiðar á lúðu og segir þar að styrking
Betra að sleppa smálúðu
en banna beinar veiðar
Stóra kynþroska lúðan hefur einkum fengist á haukalóð
Ungfiskurinn kemur frekar sem meðafli í önnur veiðarfæri
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011
Togarinn Eldborg RE 13 kom til Hafnarfjarðar um miðj-
an dag í gær í kjölfar þess að hann rakst á ísjaka við
strendur Grænlands þar sem hann hafði verið að veiðum.
Gat kom á olíutank togarans, sem gerður er út frá Eist-
landi,og tóku hafnarstarfsmenn, slökkviliðsmenn og kaf-
arar á móti honum við komuna til landsins. Viðbrags-
kerfi Umhverfisstofnunar vegna bráðamengunar var
ræst þegar tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni um
olíulekann.
Að sögn Kristins Aadnegard, forstöðumanns þjón-
ustusviðs Hafnarfjarðarhafnar, var engin hætta á ferð-
um. Einhver olía hefði lekið úr olíutanki togarans en hún
hefði að mestu haldist í honum vegna þrýstings.
Kristinn segir að um sjö tonnum af olíu hafi verið dælt
úr tanknum við komu togarans til Hafnarfjarðar. Þá hafi
rifan sem kom á tankinn ekki verið stór og hafi verið þétt
með tréfleygum. Togarinn fari síðan í slipp í Reykjavík í
dag og aftur á veiðar að viðgerð lokinni.
Rakst á ísjaka við Grænland
Morgunblaðið/Kristinn
Olíuleki Gat kom á olíutank togarans Eldborgar RE þegar hann rakst á ísjaka við strendur Grænlands í gær.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Þetta er svolítið eins og lífrænn
gjörningur. Núna eru að spretta upp
þessi karókí úti á landi þannig að við
ætlum allavega að láta þetta rúlla
fram yfir þá atburði og síðan er ætl-
unin að afhenda Jóhönnu þetta. En
nákvæm tímasetning og gjörningur
á því er ekki alveg ákveðinn,“ segir
Oddný Eir Ævarsdóttir, einn af tals-
mönnum undirskriftasöfnunar á vef-
síðunni Orkuaudlindir.is. Óvíst sé
nákvæmlega hvenær söfnuninni
verði hætt.
Með undirskriftasöfnuninni er
skorað á stjórnvöld að koma í veg
fyrir söluna á orkufyrirtækinu HS
Orku til sænska fyrirtækisins
Magma Energy og jafnframt skorað
á Alþingi að láta fara fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu um eignarhald á
orkuauðlindum Íslands og nýtingu
þeirra. Um klukkan níu í gærkvöldi
höfðu safnast rúmlega 45 þúsund
undirskriftir á síðunni.
Sama söfnunin
Borið hefur á gagnrýni á undir-
skriftasöfnunina þess efnis að nöfn
fólks og kennitölur hafi verið skráð á
vefsíðuna að því forspurðu. Nokkrir
tugir einstaklinga hafa haft sam-
band við forsvarsmenn söfnunar-
innar og kvartað undan slíku. Fólk
hefur ætlað að skrá sig en þá fengið
þau skilaboð að það hefði þegar gert
það. Þá hefur það verið gagnrýnt að
eina leiðin til þess að kanna hvort
fólk hafi verið skráð í söfnunina væri
að skrá það. Að-
spurð segir
Oddný að skýr-
ingin á þessu
kunni a.m.k. í ein-
hverjum tilfellum
að vera sú að um
sömu undir-
skriftasöfnun sé
að ræða og hófst
síðasta sumar
gegn sölunni á
HS Orku. Einhverjir sem skráðu sig
þá hafi hugsanlega ekki gert sér
grein fyrir því að um sömu söfnun-
ina væri að ræða þegar þeir ætluðu
að skrá sig núna.
Reynt að tryggja
„Við munum náttúrlega í fyrsta
lagi tryggja það að þarna séu ekki
nöfn og kennitölur sem eru ekki til
með því að keyra listann saman við
Þjóðskrá,“ segir Sigurður Bragason
sem heldur utan um vefsíðu undir-
skriftasöfnunarinnar. Hann segir að
það sé á hinn bóginn í raun ekki
hægt að koma algerlega í veg fyrir
það ef einhverjir aðilar reyni að skrá
fólk að því forspurðu nema þá með
því að tengja söfnunina við rafræn
skilríki eða annað slíkt.
Sigurður segir að hins vegar sé
reynt að koma í veg fyrir að slíkt sé
gert með öllum tiltækum ráðum og
meðal annars með því að kanna
hvort margar skráningar komi frá
sömu tölvu. Þá hafi verið athugaðar
flestar þær skráningar sem gerðar
hafi verið athugasemdir við og það
verk klárað á næstu dögum.
Um 45 þúsund
undirskriftir
Gagnrýni á að fólk sé skráð án vitundar
Oddný Eir
Ævarsdóttir
Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmi
Gestur Hólm Kristinsson, trillu-
karl í Stykkishólmi, hefur stundað
lúðuveiðar í Breiðafirði meira og
minna á hverju hausti frá því hann
var unglingur. Hann var 11 ára þegar
hann dró sína fyrstu lúðu á haukalóð
með Ágústi Péturssyni skipstjóra og
síðar hafnarverði.
Gestur segir að lúðuveiði hafi
verið mjög misjöfn í gegnum tíðina.
Sum árin hafi verið góð lúðuveiði, en
önnur ár hafi minna veiðst. Hann seg-
ir að á hefðbundnum haukalóða-
slóðum hafi verið áberandi minna um
lúðu síðustu 20 árin. Gestur segir að
það sé álit sjómanna hér um slóðir að
þegar rækjuveiðar voru mest stund-
aðar í Breiðafirði árið 1985 þá hafi
rækjubátar mokað upp stórlúðu í
Breiðafirði. Þegar fiskmarkaðir tóku
til starfa í kringum 1990 kom í ljós að
dragnótabátar lönduðu miklu magni
af smálúðu kringum kíló að þyngd.
Þessir tveir þættir telur Gestur að
eigi stærstan þátt í hvernig ástand
lúðustofnsins er í dag. Gestur er
ósáttur við að Hafrannsóknastofnun
geri tillögu um að banna íslenskum
bátum sérveiðar á lúðu. Stofnunin
virðist ekki hafa gögn í höndunum
sem rökstyðji tillöguna.
Gestur segist hafa heyrt að ein-
ungis 3% af lúðueinstaklingum sem
veiddir eru komi frá sérveiðum og
það er ekki stór hluti. Mestur lúðu-
afli, um 97 %, komi sem meðafli í önn-
ur veiðarfæri. Hafrannsóknastofnun
hefur aldrei gert athugasemdir við
lúðuafla sem meðafla hjá t.d. drag-
nóta- og rækjubátum. Tölur séu til
um lúðuafla í hvert veiðarfæri fyrir
sig, en ekki eftir gerð skipanna og
stærð þeirra, og ekki séu til tölur um
kynjaskiptingu eða stærðarflokkun.
Hann telur að Hafrannsóknastofnun
hafi litlar sem engar rannsóknir
stundað varðandi lúðuna. Gestur seg-
ir að það helsta sem Hafrann-
sóknastofnun hafi í höndunum sé ár-
legt togararall. Það gefi enga mynd af
lúðuveiðum sem sérveiðum.
Gestur er á móti því að lúðuveið-
ar með haukalóð verði bannaðar eins
og nú er til umræðu. Áður en til þess
komi þurfi að liggja fyrir rökstuddar
rannsóknir sem leiði það í ljós að
haukalóðin sé stóra vandmálið í
minnkandi lúðustofni. Hann telur að
önnur veiðarfæri vegi miklu þyngra
og þangað eigi að beina athyglinni til
verndar lúðunni.
Haukalóðin ekki
stóra vandamálið
Hefur stundað
lúðuveiðar í Breiða-
firði í áratugi
Morgunblaðið/Gunnlaugur
Aflamaður Haustið 2009 lagði
Gestur Hólm 1.000 króka á lúðuslóð
á Breiðafirðinum. Í einum róðri var
aflinn sjö stórar lúður sem samtals
reyndust um hálft tonn að þyngd.
Algengasta heitið á flyðrulóð var
haukalóð, en einnig var hún kölluð
haukalína, snæri, sprökusnæri,
hneifasnæri, sprökulóð, hneifalóð,
dráttarlóð og lúðulóð, segir í riti
Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenskir
sjávarhættir. Þar kemur einnig
fram að haukalóð mun ekki hafa
verið byrjað að nota fyrr en seint á
18. öld og þá ef til vill fyrst á Aust-
fjörðum og í Strandasýslu. Við
lúðuveiðar er línan almennt látin
liggja lengur en sólarhring og jafn-
vel upp í fjóra sólarhringa.
Orðið haukur hefur ýmiskonar
merkingu í íslensku máli og meðal
annars er haukur stór öngull, t.d. á
flyðrulóðum, samkvæmt íslenskri
orðabók. Lúðukrókur er bæði
þyngri og nokkru stærri en krókar
sem notaðir eru til bolfiskveiða,
samkvæmt upplýsingum frá Haf-
rannsóknastofnun. Einnig er lagið
á hauknum öðruvísi og lagað að
því að halda lúðunni sem best, en
kjafturinn á lúðu snýr á annan hátt
en á bolfiskum. Því endar oddurinn
á króknum með því að vísa inn að
leggnum á króknum en ekki að
auga eins og oftast er á venjuleg-
um krókum.
Almennt er notaður girnis-
taumur og lengri taumar en við
venjulegar veiðar. Á þessu er þó
heilmikill breytileiki þar sem al-
gengast er að sjómaður setji upp
sína línu sjálfur. Beita er að öllu
jöfnu skorin stærri og er af annarri
gerð en notuð er við hefðbundna
veiði þar sem oft er beitt síld eða
makríl. Á lúðuveiðum er oft beitt
karfa, ufsa eða öðru sem til fellur.
Í riti Lúðvíks segir að egnt hafi
verið fyrir lúðu með margs konar
beitu, „en algengasta lúðuagnið
var ljósabeita, einkum kalýsa og
þaraþyrsklingur og ennfremur
koli, ufsi og lok.“
Þyngri og stærri krókar