Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Á skattadegi Deloitte, sem haldinn verður á morgun, mun Hólmfríður Kristjánsdóttir, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, fjalla um hömlur sem settar eru á fjárfestingar íslenskra og erlendra fjárfesta, hvort sem er í fjárfest- ingu hérlendis eða erlendis. Í erindi sínu mun hún taka fyrir gjaldeyrishöftin, svokallaða 10 pró- senta reglu um arð og söluhagnað hlutabréfa og um niðurfellingu krafna og umbreytingu í hlutafé. Hvað varðar gjaldeyrishöftin mun Hólmfríður rekja í stuttu máli tilurð gjaldeyrisreglnanna og síðari breytingar á þeim, en þær hafa tek- ið veigamiklum breytingum frá því að gjaldeyrishöft voru fyrst sett á eftir bankahrun. Segir Hólmfríður að breytingar, sem gerðar voru í október 2009, hafi verið einkar mik- ilvægar, en eftir það var bannað að flytja til landsins krónur, sem Seðlabankinn skilgreindi sem „afla- ndskrónur“. Almenn skilgreining Seðlabankans á aflandskrónum eru krónur sem keyptar voru eftir setn- ingu fyrstu reglna Seðlabankans, númer 1130/2008. Segir Hólmfríður að ætla mætti að þetta þýddi að heimilt hefði verið að flytja krónur inn til landsins fyr- ir 30. október 2009 og að enn væri heimilt að flytja inn krónur sem keyptar voru fyrir setningu fyrstu reglnanna árið 2008, því þær væru ekki aflandskrónur samkvæmt skil- greiningu Seðlabankans. Þess vegna ættu þær ekki að vera háðar þeim takmörkunum sem í gildi eru um fjármagnsflutninga til og frá landinu. Svo hefur þó ekki verið og segir Hólmfríður að Seðlabankinn hafi teygt sig ansi langt í því að neita umsóknum um undanþágur frá gjaldeyrisreglunum. Þá segir hún að málshraði Seðlabankans hafi ekki verið til fyrirmyndar og megi gera ráð fyrir því þegar sótt er um undanþágu að það taki að minnsta kosti þrjá mánuði að fá svar. Í erindi sínu mun Hólmfríður jafnframt fjalla stuttlega um af- greiðslur Seðlabankans á ýmsum erindum um undanþágur frá regl- unum Dregur úr dreifðu eignarhaldi Hin svokallaða 10 prósenta regla gengur út á það að arðgreiðslur milli fyrirtækja séu því aðeins frá- dráttarbærar frá skatti ef eignar- hlutur annars fyrirtækisins í hinu er yfir tíu prósentum. Sama regla gildir svo um frádráttarbærni vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa. Þegar reglurnar voru settar gagn- rýndu margir þær og sögðu Samtök atvinnulífsins meðal annars að hagnaður eða arður yrði margskatt- aður í þeim tilvikum sem hann gengur frá einu félagi til annars á leið sinni til þeirra sem endanlega njóta arðsins. Tillögurnar ganga, að mati SA, gegn þeim sjónarmiðum að stuðla eigi að dreifðu eignarhaldi félaga og muni gera fjárfestingu í innlendum atvinnurekstri síður fýsilegan en áður. Samkvæmt lögum telst niðurfell- ing krafna til tekna hjá þeim sem hljóta slíka niðurfellingu. Hólmfríð- ur segir að undantekningu sé að finna, sem segir að eignaauki, sem stafar af eftirgjöf skulda við nauða- samninga skuli ekki teljast til tekna, enda hafi skuldirnar ekki myndast í sambandi við atvinnu- rekstur skattaðila. Í júní árið 2010 voru samþykkt bráðabirgðaákvæði við tekjuskatts- lög. Kemur þar fram að í stað þess að telja að fullu til tekna eftirgjöf skulda umfram rekstrartöp er fé- lögum heimilt að tekjufæra einung- is 50% af fengnum eftirstöðvum eft- irgjafar skulda vegna rekstrar- og greiðsluerfiðleika á tekjuárunum 2009, 2010 og 2011 allt að samtals 50 millj. kr., og 75% af eftirgjöf um- fram samtals 50 millj. kr. á fram- angreindu tímabili. Ákvæðið setur það skilyrði að til skuldanna hafi verið stofnað í beinum tengslum við atvinnurekstur félagsins. Morgunblaðið/Þorkell Skattar Deloitte hefur um árabil haldið skattadaginn, sem er fundur um málefni tengd sköttum og skattlagningu. Er dagurinn haldinn í samstarfi við Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptablað Morgunblaðsins. Hömlur settar á fjárfestingar  Á skattadegi Deloitte verður m.a. fjallað um hömlur, sem settar eru í lögum, á fjárfestingar hér á landi og erlendis Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, mun setja Skatta- dag Deloitte og er það í annað sinn sem hann setur fundinn. Aðrir ræðumenn eru Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs Íslands, sem flytur er- indið Skattar og skynsamleg við- brögð, Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor, sem fjalla mun um efnahagskreppu og skatt- heimtu og Vala Valtýsdóttir, sviðs- stjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sem flytur erindið Skattabreytingar – lausnir eða vandamál. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík og hefst hann klukkan 8:15 í fyrramálið og stend- ur í um tvo tíma. Fundarstjóri verð- ur Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Skattlagning krufin til mergjar SKATTADAGUR DELOITTE Steingrímur J. Sigfússon Kaupmáttur fer nú rýrnandi í Bretlandi, en launahækkanir hafa ekki haldið í við verðlagshækkanir að undanförnu. Í frétt Daily Tele- graph segir að samkvæmt launa- vísitölu VocaLink hafi laun í Bret- landi, bæði í einkageiranum og opinbera geiranum, hækkað um 1,1% á ársgrundvelli í september, október og nóvember síðastliðnum. Í nóvember hafði neysluverðs- vísitalan hækkað um 3,3% næstu tólf mánuði á undan og búist er við því að hún hafi enn farið hækkandi síðan þá. Telegraph ræðir við Mar- ion King, yfirmann hjá VocaLink, sem segir að hækkandi verðlag komi niður á arðsemi fyrirtækja, sem aftur valdi því að þau verði að skera niður og forðast launahækk- anir. „Þetta eru tvöfaldar slæmar fréttir fyrir neytendur, því ekki aðeins lækkar raunvirði launa, heldur eykst verðbólgan einnig,“ segir hann við blaðið. „Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir efnahags- lífið.“ Kaupmáttur Breta rýrnar  Launahækkanir halda ekki í við verðhækkanir Reuters Bretland Raunlaun lækka, enda hækkar verðlag meira en laun. • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Rótgróin, sérhæfð heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 140 mkr. EBITDA 25 mkr. • Ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. EBITDA um 40 mkr. • Þekkt matvælavinnsla. Ársvelta 300 mkr. • Lítil heildverslun með sérhæfða vöru og góða afkomu. Heimsþekkt vörumerki. • Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu tæknifyrirtæki til að nýta vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 160 mkr. og EBITDA um 30 mkr. Viðkomandi gæti starfað við fyrirtækið sem fjármálastjóri. • Veitingastaður og framleiðslufyrirtæki með indverskan mat, krydd, sósur og brauð sem selt er í verslunum og til stórnotenda. Auðveld kaup. • Vel þekkt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Velta á uppleið og góð verkefnastaða. EBITDA 35 mkr. Kaupverð felst að stórum hluta í yfirteknum langtímaskuldum en kaupandi þarf að leggja fram góðar tryggingar fyrir rúmlega 100 mkr. • Fasteignafélag með 9000 fm í öruggri útleigu. 25 ára leigusamningur. Áhvílandi hagstæðar langtímaskuldir um 840 mkr. 100% hlutur á 600 mkr. • Nýleg barnafataverslun með eigin innflutning að hluta. Ágætt tækifæri til að byggja upp sjálfstæðan rekstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.