Morgunblaðið - 13.01.2011, Side 16
16 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2011
Ferðamennska á Ís-
landi er á miklum tíma-
mótum og fjöldi aðila
að skipuleggja framtíð
hennar eða vinna að
verkefnum sem ætlað
er að skapa þar betri
framtíð. Það mætti
ætla að þetta sé allt af
hinu góða og muni
skapa hina fullkomnu
framtíð í ferðamennsku
á Íslandi.
Ef við skoðum þetta nánar kemur
ýmislegt í ljós sem þarf að varast.
Hér eru nokkur af þeim mörgu verk-
efnum sem eru í gangi.
1. Ný náttúruverndarlög
2. Skipulagsmál vegslóða í tugum
sveitarfélaga
3. Lokun landeigenda á vegslóðum
4. Stjórnunar- og verndaráætlun
um Vatnajökulsþjóðgarð
5. Stækkun Þjórsárvera
6. Landnýtingaráætlun
7. Geopark-garðar
Í drögum að nýjum náttúruvernd-
arlögum er miðað við að fyrir 2013 og
2016 verði allir vegir og slóðar á
miðhálendi og láglendi Íslands skráð-
ir í kortagrunn. Hvergi er getið um
hverjir eigi að vinna þessar skrán-
ingu eða hvaðan fjármagnið eigi að
koma og margir telja óframkvæm-
anlegt að klára ferlamælingar innan
þessa tímaramma. Það er sagt að ut-
anvegaakstur hafi aukist, en engar
mælingar eru til að staðfesta það. Ná
umferðarlög yfir vegi sem eru skil-
greindir öðruvísi í náttúruvernd-
arlögum. Það læðist að manni sá
grunur að þetta snúist eingöngu um
að skapa lagalegan grunn til að dæma
fyrir hugsanlegan utanvegaaksturs á
vegum sem ekki verða skráðir í
kortagrunn. Skráning vega í korta-
grunn er engin trygging fyrir því að
þeir verði opnir fyrir umferð. Skipu-
lagsyfirvöld í hverju sveitarfélagi
sem eru yfir sjötíu talsins, ákveða
samkvæmt skipulagslögum hvort
vegir innan þeirra marka eru opnir
eða lokaðir. Aðalskipulag sveitarfé-
laga þarf að staðfesta af umhverf-
isráðherra, en erfitt verður að taka
fram fyrir hendur sveitarfélaga í
þessu.
Ferðafólk sér oft
skilti með orðinu
„Einkavegur“ og flestir
snúa þá frá. En hvers
vegna eru þessi skilti
sett upp og hvað þýða
þau? Samkvæmt ein-
hverjum lögum eru
landeigendur gerðir
ábyrgir fyrir tjóni á bíl-
um, ef vegur er ekki í
lagi og dómar hafa fallið
um bótaskyldu. Skiltið
„Einkavegur“ er stund-
um bara sett upp til að
fría sig lagalegri ábyrgð
og landeigandi hefur jafnvel ekkert á
móti því að ekið sé um veginn. Það er
líka til að landeigendur séu að loka
vegum fyrir umferð með svona skilti
og jafnvel vegum sem óheimilt er að
loka.
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur
sent til umhverfisráðherra tillögur að
stjórnunar- og verndaráætlun þar
sem gert er ráð fyrir lokunum á
ferðaleiðum og takmörkunum á gist-
ingu. Vinnuferlið við undirbúning
þessara tillagna var lokað, upplýs-
ingastreymi og samráð lítið og at-
hugasemdaferli virt að vettugi. Þeir
aðilar sem áttu að vera fulltrúar al-
mennings í þessu verkefni reyndust
ganga hagsmuna annarra.
Stækkun Þjórsárvera virðist ætla
að stefna í sama farveg varðandi
skerðingu á ferðafrelsi, en þar er gert
ráð fyrir því að banna allan akstur á
snjó. Það er líka spurning hvort
verndunarsjónarmið ráði þar för. Er
hugsanlega verið að nota nátt-
úruverndarsjónarmið til að koma í
veg fyrir virkjanir og byggingu ál-
vera? Allavega væri gaman að taka
þá umræðu og skoða rökin sem þarna
eru fyrir hendi. Kannski eru það er-
lendu formúlurnar um víðerni og
einkanotkun gönguelítunnar sem
ræður för eins og víða annars staðar.
Það liggur fyrir tillaga á Alþingi
um að vinna landnýtingaráætlun fyrir
ferðamennsku á miðhálendi Íslands.
Þar á að leggja mat á þolmörk (fé-
lagsleg og umhverfisleg) helstu ferða-
mannastaða og hvernig hagstæðast
er að nýta hvert svæði á hálendinu
fyrir ferðamennsku þannig að nýt-
ingin henti umhverfinu sem best og
þeirri ferðamennsku sem svæðinu
hentar sem og markmiðum þeirra
sem reka þar ferðaþjónustu. Þetta
hljómar vel, en hvaða áhrif mun þetta
hafa á almenna ferðamennsku Íslend-
inga? Ekkert er rætt um opna ferða-
mennsku almennings í tengslum við
þessa landnýtingaráætlun. Verða
hömlur í framtíðinni settar varðandi
aðkomu hins almenna Íslendings að
fallegum náttúrusvæðum?
Það nýjasta er „Geopark“, svokall-
aðir jarðminjagarðar og ferðaþjón-
usta sem víða er verið að skoða hér á
landi. Þetta er ennþá spurning-
armerki, en hvað gerist með stór
landsvæði hér á landi þegar þau hafa
verið skilgreind samkvæmt þessu?
Mun þetta hafa áhrif á notkun vega
og verða svæðin jafnvel lokuð umferð
nema með leiðsögn og tilheyrandi
kostnaði? Ef það yrði, gæti stór hluti
landsins lokast fyrir almennri ferða-
mennsku Íslendinga.
Eins og sést í þessari upptalningu
hér að framan, þá er ferðafrelsi á Ís-
landi að ganga í gegnum miklar
breytingar og er í mikilli hættu. Það
sem gerir þetta allt flókið og erfitt er
vöntun á heildarsamræmi í þessum
verkefnum og reynsla þeirra sem
vinna að þessum verkefnum er
kannski ekki alltaf nógu mikil. Auka
þarf gegnsæi og efla upplýsingagjöf
til almenning ásamt því hafa virka
samvinnu við útivistarfélög og ferða-
þjónustuaðila.
Það er nokkuð ljóst að ef þessi
verkefni verða ekki unnin í góðri
samvinnu við almenning, útivist-
araðila og ferðaþjónustu, munum við
standa frammi fyrir styrjöld á milli
þeirra og stjórnvalda. Stjórnvöld
munu tapa þeirri styrjöld og því væri
skynsamlegt að vinna þetta saman.
Ferðafrelsi á Íslandi
er í mikilli hættu
Eftir Guðmund G.
Kristinsson »Ef þessi verkefni
verða ekki unnin í
góðri samvinnu við al-
menning, útivistaraðila
og ferðaþjónustu, verð-
ur styrjöld á milli þeirra
og stjórnvalda.
Guðmundur G.
Kristinsson
Höfundur er sölu- og markaðsstjóri,
formaður landssamtakanna Ferða-
frelsis, er í Ferðaklúbbnum 4x4 og í
nefnd Samtaka útivistarfélaga um
Vatnajökulsþjóðgarð.
Í apríl 2008 samdi
Rio Tinto Alcan við
norska skipafélagið
Wilson Euro Carriers
um álflutninga frá
Straumsvík. Áhafnir
um borð í norsku skip-
unum eru frá Arkang-
elsk í Rússlandi. Skip-
verjar eru á
smánarlaunum, aðeins
36% af íslenskum sjómannasamn-
ingum og eru þá stórhátíðaálag og
tryggingar ekki inni í dæminu. Ég
sýndi framkvæmdastjóra sam-
skiptasviðs Rio Tinto Alcan kjör rúss-
nesku skipverjanna svart á hvítu á
dögunum á skrifstofu Sjómannafélags
Íslands eftir að ranglega var fullyrt á
vef álversins að kjör Rússanna væru
„…sambærileg við kjör íslenskra
áhafna“.
Þau í Straumsvík vita nú betur. Það
er sótt að íslenskri alþýðu. Nú þegar
12-15 þúsund manns eru án vinnu og
yfir 10 þúsund manns fluttu úr landi
árið 2009 er álverið í Straumsvík með
útboð um álflutninga til Evrópu. Ál-
verinu er í lófa lagið að tryggja 32 ís-
lenskum sjómönnum vinnu með því að
semja við skipafélag með íslenska sjó-
mannasamninga. Með því
stæði álverið með íslensk-
um sjómönnum.
Íslenskir sjómanna-
samningar gildi í skip-
um frá Straumsvík
Félag skipstjórn-
armanna, Sjómannafélag
Íslands og Félag vél-
stjóra og málmtækni-
manna fagna út af fyrir
sig vilja álversins um að
íslenskir sjómenn annist
álflutninga til Evrópu. En félögin vilja
efndir, ekki innantóm orð. Félögin
krefjast þess að álverið geri það að
skilyrði að íslenskir sjómannasamn-
ingar gildi um borð í skipum á vegum
Rio Tinto Alcan frá Straumsvík til
Evrópu. Ég er þess fullviss að ekki
komi til greina að vísa íslenskum
verkamönnum á dyr í Straumsvík fyr-
ir verkafólk á rússneskum kjarasamn-
ingum. Hið sama á að sjálfsögðu að
gilda um flutninga frá Straumsvík. Ál-
verinu er í lófa lagið að krefjast þess
að íslenskir sjómannasamningar gildi
um borð í skipum sem flytja fullunnið
ál úr landi.
Sjómannafélag Íslands, Félag skip-
stjórnarmanna og Félag vélstjóra og
málmtæknimanna hafa vakið athygli
á nýlegum ummælum Rannveigar
Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan, í Við-
skiptablaðinu um að sterkur vilji sé til
að aðstoða Ísland við uppbygginguna.
Félögin hafa líka vakið athygli á siða-
reglum Rio Tinto Alcan að tryggja
heimamönnum „…sanngjarna hlut-
deild í ávinningi og tækifærum“ ál-
versins. Og félögin hafa vakið athygli
á að Rio Tinto Alcan er aðili að Eþi-
kos, íslenskri fræðslu- og rannsókn-
armiðstöð um samfélagslega ábyrgð
fyrirtækja innan Global Compact sem
er vettvangur innan Sameinuðu þjóð-
anna með þátttöku yfir fjögur þúsund
fyrirtækja um allan heim.
Sjómenn treysta því að þetta séu
ekki bara innantóm orð.
Þegar álverið hóf starfsemi fyrir
rúmum fjörutíu árum kreppti að ís-
lenskum sjómönnum þegar síldin
hvarf. Þá fengu margir sjómenn vinnu
í Straumsvík. Það hafa alltaf verið
sterk tengsl milli álversins og sjó-
manna. Það er tímabært að styrkja
tengslin.
Álverið í Straumsvík tryggi
íslenskum sjómönnum vinnu
Eftir Jónas
Garðarsson » Það hafa alltaf verið
sterk tengsl milli ál-
versins og sjómanna.
Jóna Garðarsson
Höfundur er stjórnarmaður
í Sjómannafélagi Íslands.
✝ Helga Sigurjóns-dóttir fæddist á
Vatnsholti í Vill-
ingaholtshreppi í Ár-
nessýslu 13. sept-
ember 1936. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Eir 5. janúar 2011.
Foreldrar hennar
voru Sigurjón Gests-
son, f. 1912, d. 1961,
og Herdís Jónsdóttir,
f. 1900, d. 1989.
Systkini Helgu voru
Guðrún Berglind, f.
1932, d. 2001, Guð-
rún Jóna, f. 1938, d. 1997, og Her-
mann Pálmi, f. 1941, d. 2007.
Helga giftist Þóri Gíslasyni, f.
1937, og eignuðust þau Brynjólf, f.
1958, Herdísi, f. 1963, og Gísla
Friðrik, f. 1969, d. 2004. Herdís er
gift Ingva Kristjáni Guttormssyni,
f. 1963. Börn þeirra eru Gutt-
ormur Arnar, f. 1985, Eva Írena, f.
1987, Áki Elí, f. 1999, og Hilmir
Már, f. 2001.
Helga átti heima fyrstu árin á
Vatnsholti en árið 1942 flutti fjöl-
skyldan á Nýbýlaveg 12 í Kópa-
vogi. Helga lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1956. Auk þess hafði hún kennara-
próf og BA-próf í íslensku, sál-
fræði og sögu við HÍ. Hún stund-
aði nám við Háskólann í
Gautaborg 1980-1981 og meist-
aranám í málfræði við HÍ 1992-
1993. Hún var kennari í Kópa-
vogsskóla, Víghólaskóla og
Menntaskólanum í
Kópavogi 1957-1999.
Síðustu 10 árin var
hún einnig náms-
ráðgjafi í MK og átti
frumkvæði að stofn-
un deildar fyrir ung-
linga, sem höfðu
staðið sig illa á loka-
prófum úr grunn-
skóla. Árið 2000
stofnaði Helga skóla,
sem ber nafn hennar.
Þar var lögð áhersla
á lestrarkennslu.
Helga hefur stundað
ritstörf og skrifað greinar og
bækur um skólamál. Auk þess hef-
ur hún skrifað kennslubækur.
Helga er aðalhöfundur bókarinnar
Sveitin mín Kópavogur. Hún var
bæjarfulltúi fyrir Alþýðu-
bandalagið árin 1974-1979. Helga
átti frumkvæði að stofnun jafn-
réttisnefndar í Kópavogi í tilefni
kvennaárs Sameinuðu þjóðanna
árið 1975 og átti sæti í nefndinni
til 1978 en hún var sú fyrsta sinn-
ar tegundar á landinu. Árin 1994-
1995 var Helga bæjarfulltrúi
Kvennalistans í Kópavogi en frá
1996-1998 sat hún sem óháður
bæjarfulltrúi. Hún var formaður
stjórnar Kvenfélags Kópavogs
1994-1996 og var einn af stofn-
endum Rauðsokkahreyfingarinnar
árið 1970.
Útför Helgu fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 13. janúar 2011,
og hefst athöfnin kl. 13.
Ég veit að vorið kemur
og veturinn líður senn.
Kvæðið er um konu,
en hvorki um guð né menn.
Hún minnti á kvæði og kossa
og kvöldin björt og löng
og hvíta, fleyga fugla
og fjaðraþyt og söng.
Og svipur hennar sýndi,
hvað sál hennar var góð.
Það hló af ást og æsku,
hið unga villiblóð.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stefánsson)
Þín dóttir,
Herdís Þórisdóttir.
Móðir mín Helga Sigurjónsdóttir
fæddist í Vatnsholti í Flóanum árið
1936 og ólst þar upp fyrstu árin. Hún
var dóttir Sigurjóns Gestssonar og
Herdísar Jónsdóttur. Síðan fluttist
fjölskylda hennar í Kópavog árið 1942
og voru þau meðal frumbyggja bæj-
arins.
Helga útskrifaðist frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1956 og lauk
kennaraprófi frá Kennaraskólanum
ári síðar. Helga aflaði sér síðar frek-
ari menntunar við Háskóla Íslands og
lauk þar BA-prófi í íslensku og sál-
fræði árið 1979 með sögu sem auka-
grein. Hún var kennari í 15 ár við
Kópavogsskóla, við Víghólaskóla í 5
ár og síðar í 17 ár við Menntaskólann í
Kópavogi þar sem hún starfaði einnig
sem námsráðgjafi. Hún starfrækti
einnig sinn eigin skóla eftir að hún
komst á eftirlaun, Skóla Helgu Sig-
urjónsdóttur. Þar kenndi hún litlum
börnum frá fjögurra ára aldri að lesa.
Fyrir utan kennslu samdi hún einnig
námsbækur í lestri og stærðfræði
handa grunnskólabörnum. Hennar
stefna í skólamálum var að allir gætu
lært og með góðum aðferðum við
lestrarkennslu varð árangurinn eins
og við mátti búast.
Helga Sigurjónsdóttir var mjög
virk í félagsmálastarfi. Hún var ein af
frumkvöðlum í kvennréttindabaráttu
og var ein af stofnendum rauðsokka-
hreyfingarinnar árið 1970 og skrifaði
hún þar sína fyrstu blaðagrein af því
tilefni sem hét „Hvað er rauðsokka“.
Þær hugmyndir sem hún og aðrar
meðsystur hennar komu með þóttu
mjög róttækar á þeim tíma en þykja
sjálfsagðar í dag, eins og dagvistun
barna. Einnig stóð hún að kvennafrí-
deginum árið 1975. Hún hafði frá
unga aldri aldrei þolað félagslegt
óréttlæti í nokkurri mynd og mótaðist
hennar starf í pólitík og félagsstörfum
af því viðhorfi.
Hún var einnig virk í pólitík og
gekk í Alþýðubandalagið og var bæj-
arfulltrúi fyrir það frá 1974 til 1979.
Hún var einnig bæjarfulltrúi Kvenna-
listans frá 1994 til 1995 og síðar á eig-
in vegum frá 1995 til 1998. Í bæjar-
stjórnum lét hún aðallega til sín taka í
skóla- og félagsmálum. Einnig stofn-
aði hún fyrstu jafnréttisnefndina á
landinu 27. júní 1975.
Fyrir utan félagsmálastörf skrifaði
Helga mikið af greinum í dagblöðum
og starfaði á Þjóðviljanum á sínum
tíma. Einnig skrifaði hún bækur. Í
nafni jafnréttis kom út árið 1988.
Sumar greinar hennar um skólamál
hafa verið gefnar út á bók. Auk bóka
um stjórnmál og skólamál skrifaði
hún einnig bókina „Sveitin mín –
Kópavogur“ sem fjallar um fyrstu ár
Kópavogs en hún var ein af frum-
byggjum þess eins og áður sagði.
Helga var góð móðir og góður fé-
lagi, þrátt fyrir mikið annríki þá gaf
hún sér góðan tíma fyrir okkur
krakkana. Hún var fróð um svo margt
og gott að fá góð ráð frá henni.
Það var mikið áfall fyrir hana þegar
yngri bróðir minn Gísli varð bráð-
kvaddur á besta aldri. Leitaði hún
mikið til mín í sorg sinni, og reyndi ég
af fremsta megni að styðja hana, má
segja að sú sorg hafi tengt okkur nán-
ari böndum.
Ég vil þakka öllum læknum og
hjúkrunarfólki á Landspítalanum og
á Hjúkrunarheimilinu Eir fyrir
umönnun hennar.
Brynjólfur Þórisson.
Kveðja frá barnabörnum
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Guttormur, Eva, Áki og Hilmir.
Helga frænka er farin. Ég hef alltaf
verið montin og stolt af því að eiga
Helga Sigurjónsdóttir