Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  11. tölublað  99. árgangur  LOGANDI ÚTÞRÁIN TEKUR VÖLDIN ELLIN HRELLIR KÍNVERJA KEPPNI SKÚFFU- SKÁLDA ÖR FJÖLGUN ALDRAÐRA 14 SÖNGVAKEPPNI 30ÆVINTÝRIN SEIÐA 10 Fréttaskýring eftir Unu Sighvatsdóttur Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var leiddur út í lögreglubíl úr húsakynn- um sérstaks saksóknara seint á 11. tímanum í gærkvöldi. Hann og Steinþór Gunnarsson, skv. fréttum RÚV, voru leiddir fyrir dómara í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá sér- stökum saksóknara í gær. Embætti sérstaks saksóknara var þá búið að leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir þeim tveimur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við Morgunblaðið laust fyrir miðnætti, að þá væri ekki ljóst hvort dómarinn teldi sig hafa forsendur til að taka afstöðu til gæsluvarðhaldskröfunnar strax eða hvort hann ákvæði að taka afstöðu innan 24 stunda. Ljóst var að menn- irnir tveir yrðu í haldi lögreglu á grundvelli handtöku þar til niður- staða dómarans lægi fyrir. Sjö fyrrverandi yfirmenn Lands- bankans voru færðir til yfirheyrslu hjá embættinu í gær vegna rann- sóknar á meintri markaðsmisnotkun hjá Landsbankanum. Auk Sigurjóns og Steinþórs voru þau Elín Sigfús- dóttir, Yngvi Örn Kristinsson og Ívar Guðjónsson öll yfirheyrð. Um er að ræða rannsókn á kaup- um Landsbanka Íslands á hlutabréf- um gefnum út af bankanum og lán- veitingum bankans til hlutabréfa- kaupa. MAflandsfélög notuð »14 Sigurjón handtekinn  Gæsluvarðhalds krafist yfir tveimur fyrrverandi yfirmönn- um Landsbankans  Sjö voru teknir til yfirheyrslu í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Færður út í lögreglubíl Sigurjón Þ. Árnason var fluttur frá húsakynnum sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF og TF-GNA, sem sést á myndinni, voru sendar í sjúkraflug að litháska flutn- ingaskipinu SKALVA í gær. Skipið var þá statt um 115 sjómíl- ur (213 km) suðvestur af Reykjanestá. Reykjavík klukkan 11.40 og komu að skipinu um klukkan 13.00. Eins og sjá má var vont í sjóinn og mikill veltingur á skipinu sem var léttlestað. Sjúklingurinn var hífður um borð í TF-GNA og sneru þyrlurnar aftur til lands kl. 13.12. Landhelgisgæslunni barst beiðni í gærmorgun, kl. 10.26, um að slasaður skipverji á flutningaskipinu yrði sóttur. Skip- stjórinn talaði við þyrlulækni sem mat ástand sjúklingsins þannig að hann yrði að sækja með þyrlu. Þyrlurnar fóru frá Tvær þyrlur fóru í sjúkraflug langt út á haf Ljósmynd/LHG Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að ákveðin biðstaða ríki í kjaravið- ræðunum á meðan Samtök atvinnu- lífsins neiti að tala í alvöru um nýja samninga nema látið verða reyna til fullnustu á hvort hægt verði að ná sameiginlegri launastefnu. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir í fréttabréfi samtakanna að skynsamlegir kjara- samningar séu ein af helstu forsend- um fyrir hækkun gengis íslensku krónunnar og þar með lágri verð- bólgu og auknum kaupmætti. Guðmundur bendir á að innan Raf- iðnaðarsambandsins séu margir samningar og þolinmæði starfsmanna í hópunum sé takmörkuð. Menn geti ekki setið og beðið heldur bresti stífl- urnar á ákveðnum tímapunkti. Þá fari félög út í það að semja hvert fyrir sig og þau sem séu öflugust fái mest í sinn hlut. Það þýði að þeir sem minnst hafi dragist enn frekar aftur úr. Hann segir að stöðugleiki og vextir skipti marga hópa innan RSÍ verulegu máli. Kauphækk- unin sé því ekki aðalatriðið held- ur aukinn kaupmáttur. Þar gæti ríkisstjórnin spilað inn í án þess að tryggja hærri laun. Hann áréttar að ekki verði liðið að útvegsmenn taki kjarasamningana í gíslingu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Hann segir að það sé ekki beinlínis málefni vinnu- markaðarins að fjalla um sjávarút- vegsmál og það horfi til algjörrar ný- breytni ef atvinnurekendur ætli að gera breytingar á skipan sjávarút- vegsmála sem forsendu fyrir því hvort þeir geri kjarasamning eða ekki, þótt sjávarútvegsmálin hafi auð- vitað áhrif á vinnumarkaðinn. »16 Setja kaup- mátt á oddinn  Verður ekki liðið að útvegsmenn taki kjarasamningana í gíslingu  Í biðstöðu Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fyrir utan almenna kaupmáttarþróun þurfi ríkis- stjórnin að taka á atvinnu- málum. Koma þurfi hlutunum af stað og hyggja að atvinnu- uppbyggingu til framtíðar. Jöfnun lífeyrisréttinda sé mikilvæg sem og vinnu- markaðsmál og hafa beri í huga að auðlindirnar komi ekki að gagni séu þær ekki notaðar til að skapa lífs- viðurværi og verðmæti. Að mörgu þarf að hyggja SAMNINGAVIÐRÆÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.