Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 Ljósmynd/Zoe Robert Kæra Höfuðstöðvar Eftirlitsstofn- unar EFTA (ESA) í Brussel. FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Við mat Ríkiskaupa, fyrir hönd Varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, á samningsaðilum vegna leigu á ljósleiðaraþræði vó örvun samkeppni mun þyngra en aðrir þættir sem horft var til, þar á meðal boðið leiguverð. Svo fór að Vodafone gekk frá samningi til tíu ára um leigu á þræðinum, en um er að ræða einn af átta þráðum í sama streng, sem liggur hringinn í kring- um landið. Líkt og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur fjarskiptafyrir- tækið Míla, sem fer með yfirráð yfir fimm þráðum af átta í strengnum, kært leigusamninginn til Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA). Í kærunni er því haldið fram að leiguverðið sé langt undir eðlilegu markaðsverði og því sé um að ræða verulegan ríkis- styrk til handa fyrirtæki í sam- keppnisrekstri. Vodafone þurfi ein- ungis að greiða hluta af rekstrarkostnaði og sé laust við kostnað af lagningu, endurnýjun og afskriftum. „Þetta er hljóð úr horni einokun- araðila sem er að missa spón úr aski sínum,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone. Hann segir tilkomu þráðarins gera Voda- fone sjálfstæðara í sínum rekstri, þó fyrirtækið eigi áfram í viðskiptum við Mílu á öðrum sviðum. Vodafone hafi raunar verið einn stærsti ein- staki viðskiptavinur Mílu. „Nú get- um við boðið fyrirtækjum og stofn- unum þjónustu í samkeppni við Mílu,“ segir hann. Míla sé þannig bæði að missa einn stærsta við- skiptavin sinn og þurfi að takast á við aukna samkeppni á markaðnum. Hrannar segir ýmislegt villandi í málflutningi Mílu. Fyrir það fyrsta sé leiguupphæðin gengistryggð. Hún sé 25 milljónir á þessu ári, en ekki 19 milljónir eins og haldið hafi verið fram. Hann segir jafnframt að ekkert sé óeðlilegt við það að Voda- fone greiði einungis hluta rekstrar- kostnaðar strengsins. „Við teljum það þvert á móti fullkomlega eðli- legt, af því við erum að leigja hluta af strengnum, en ekki allan strenginn. Þá borgum við hluta af rekstrar- kostnaðinum,“ segir Hrannar. Hann segir fyrirtækið hafa þurft að leggja út á annað hundrað milljónir í kostn- að vegna kaupa og uppsetningar á búnaði til þess að taka þráðinn í notkun. „Þannig að kostnaður okkar af þessu er auðvitað miklu meiri en sá sem fer í leigu á þræðinum.“ Verð ekki veigamesti þátturinn  Kæra Mílu vegna leigu Vodafone á ljósleiðaraþræði „hljóð úr horni einokunaraðila sem er að missa spón úr aski sínum,“ segir upplýsingafulltrúi Vodafone  Örvun samkeppni veigamest í auglýsingu Þráðurinn sem Vodafone leigir nú er leigður af utanríkisráðu- neytinu, sem tók yfir hluta af starfsemi Varnarmálastofnunar frá áramótum. Þegar stjórnvöld tóku rekstur Ratsjárstofnunar yfir árið 2007 fylgdu þrír ljós- leiðaraþræðir NATO með. Þræðirnir fluttust síðan til Varnarmálastofnunar en rekst- ur þeirra heyrir nú undir ráðu- neytið. Ekki liggur fyrir hvernig rekstrarfyrirkomulagi þeirra verður háttað til langframa. Ráðuneyti leigusalinn LJÓSLEIÐARAÞRÆÐIR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikill austanstormur geisaði með suðurströndinni í gær. Hvasst var í Öræfum og sandrok og stormur á Mýrdalssandi, undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. „Það er bara snælduvitlaust,“ sagði Sigurjón Pálsson á Steinum undir Eyjafjöllum þegar hann var spurður um veðrið í gær. Veðurstöð Vegagerðarinnar hjá Steinum sýndi mjög sterkar hviður, þar af þrjár sem slógu í eða yfir 50 m/s í fyrrinótt, en svo datt allt í dúnalogn á mælinum upp úr klukkan níu í gærmorgun. Sigurjón sagði að ekki hefði lægt heldur hefði vindmælir- inn fokið niður í gærmorgun. „Þetta er með því verra nú á seinni árum,“ sagði Sigurjón um óveðrið. En hafði orðið eitthvert tjón á Steinum? „Ekki sem maður veit um en við förum ekki nema rétt í fjós,“ sagði Sigurjón. Hann sagðist hafa þurft að ganga með húsveggjum og sæta lagi á milli bylja til að stökkva á milli húsa. „Það er ekki gefandi neinum skepnum úti og ekki hægt að opna neinar dyr. Þetta er bara sand- og öskubylur og grjóthríð.“ Mikil aska hafði smeygt sér inn í bæinn á Steinum í gær. Hvergi var skjól þar í gær til að aska safnaðist fyrir. Sig- urjón hafði þó heyrt að ösku væri farið að draga í skafla á einum bæ. Hann taldi að það væri nær ófært að ferðast undir Fjöllunum enda ekki nema einn og einn bíll á ferð. Þau í Steinum hreyfðu ekki bíl í gær. Veðrið dúraði aðeins milli klukkan þrjú og fjögur en svo bætti hann aftur í á Steinum. Kubbuðust í sundur „Í versta veðrinu í morgun brotnuðu hjá mér þrjár flaggsteng- ur og það brotnuðu hjá mér rúður,“ sagði Elías Guðmundsson, eigandi Víkurskála í Vík í Mýrdal. Hann sagði að fánastangirnar hefðu legið inn á miðjan þjóðveg í gærmorgun. Engir fánar voru á stöngunum, sem eru úr trefjagleri. Þær kubbuðust í sundur niðri við festingu. „Það var alveg ofboðslegt veður hér í einn til einn og hálfan tíma í morgun,“ sagði Elías í gær. Flutningabílar og fólksbílar biðu af sér veðrið við Víkurskála í gær og voru fimm eða sex á planinu þeg- ar mest var, að sögn Elíasar. Sand- bylurinn var svo svartur á Mýrdals- sandi að bílstjórarnir sáu ekki út úr augum. Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti tíu til tólf verkefnum frá um klukkan tíu í gærmorgun og fram- undir klukkan sex. Við þetta voru fimm til sex félagar í BV á einum bíl. „Þetta voru aðallega þök, utan- hússklæðningar og ýmislegt þann- ig,“ sagði Arnar I. Ingimarsson. Síðasta verkefnið var að festa svalahandrið sem var að fjúka af fjölbýlishúsi. Við þrjú verkefnanna þurfti að nota kranabíl. Arnar sagði að flest verkefnin hefðu verið í vest- urbæ Vestmannaeyja og veðrið verst þar. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Óveður Mjög vont veður var í Vestmannaeyjum í gær og mikið særok við höfnina. Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti 10-12 óveðursverkefnum. Snælduvitlaust veður  Stormur og öskufok undir Eyjafjöllum  Fánastengur og rúður brotnuðu í Vík  Blinda vegna sandbyls á Mýrdalssandi  Útköll vegna storms í Eyjum Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) afhenti í gær Ögmundi Jón- assyni innanríkisráðherra mótmæli um 41.000 kosningabærra Íslend- inga gegn vegatollum á leiðum til og frá höfuðborginni. Er þetta ein stærsta undirskriftasöfnun sem fram hefur farið hér á landi, að sögn FÍB. Undirskriftasöfnunin hófst 3. janúar á vefsíðu FÍB og stóð í aðeins átta daga. Dagmar Björnsdóttir, ritari stjórnar FÍB, afhenti Ögmundi inn- anríkisráðherra undirskriftalistann á minnislykli. Markmið FÍB með undirskriftasöfnuninni var „að opna augu stjórnvalda fyrir því glapræði að reisa tollamúr í kringum höfuð- borgarsvæðið til að fjármagna margfalt dýrari vegaframkvæmdir en þörf krefur,“ eins og segir í til- kynningu. 41 þúsund mótmæltu vegatollum Morgunblaðið/Kristinn Slæmt ferða- veður var á Hellisheiði, líkt og víðar, í gær- kvöldi. Þar var blint og verst frá Hveradölum að Kömbum. Tveir flutn- ingabílar komust ekki um Kamb- ana fyrir kvöld- mat vegna mikillar hálku. Um síðir tókst að koma bílunum sína leið. Þá fór vörubíll þversum í Draugahlíð- arbrekku og fékk hann aðstoð Björgunarsveitarinnar í Hveragerði. Fjórir bílar lentu í árekstri á Reykjanesbraut, nálægt IKEA, um kl. 18.00 í gær. Enginn slasaðist en draga þurfti tvo bílana af vettvangi. Þá varð tíu bíla árekstur í Hafn- arfirði um kl. 15.30 á mótum Sel- vogsgötu og Suðurgötu. Enginn slasaðist þar. Hálka og blinda ollu óhöppum Umferð Nokkur óhöpp urðu í gær. Veðurstofan taldi að bálhvasst yrði syðst á landinu í nótt og að veður færi að ganga aðeins niður með morgninum. Áfram verður hvasst á sunnanverðu landinu og allt að því stormur í dag. Þá verður allhvöss NA-átt á Vestfjörðum og gengur á með élj- um þar. Á morgun getur hvesst á NA-landi og orðið lítið skyggni. Óveður var um sunnanvert landið í gær, allt frá Hvolsvelli og austur yfir Mýrdalssand. Eins var hvasst og sterkar vindhviður í Öræfasveit. Í Vestmannaeyjum geisaði austanstormur og var 37 -39 m/s vindur á Stórhöfða og allt að 49 m/s í hviðum. Lægir með morgninum ÚTLIT ER FYRIR AÐ ÁFRAM VERÐI LEIÐINDAVEÐUR VÍÐA Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.