Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarFIMM ÓKUNNUGIR FASTIR Í LYFTU OG EITT ÞEIRRAER EKKI ÞAÐ SEM ÞAÐ VIRÐIST VERA THE TOURIST Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 ALFA OG ÓMEGA Í 3D Sýnd kl. 4 og 6 ísl. tal GULLIVER’S TRAVELS 3D Sýnd kl. 4 SAW 3D Sýnd kl. 8 og 10 LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 4, 6 og 8 DEVIL Sýnd kl. 10 STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA HHH “Djöfulli” gott bara... A.E.T - MBL Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum VINIRNIR KATA OG HAFFI ERU NUMIN Á BROTT FRÁ HEIMALANDI SÍNU OG LENDA ÞAU Í ÓTRÚLEGUM ÆVIN- TÝRUM ÞEGAR ÞAU REYNA AÐ FINNA LEIÐINA HEIM. SJÁÐU SAW EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÁÐUR Í ÓTRÚLEGUM LOKAKAFLA. HROTTALEG SPENNA Í ÞVÍVÍDD -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ BURLESQUE kl. 8 - 10.10 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6 THE TOURIST kl. 10 GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 8 LITTLE FOCKERS kl. 10 L L 12 L 12 Nánar á Miði.is BURLESQUE kl. 5.20 - 8 - 10.35 BURLESQUE LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30 THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 LITTLE FOCKERS Kl. 8 - 10.20 GAURAGANGUR KL. 5.50 MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 NARNIA 3 3D KL. 3.30 L L L 12 L 12 7 L 7 BURLESQUE kl. 8 - 10.30 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6 THE TOURIST KL. 5.40 - 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVELS 3D KL. 5.50 DEVIL KL. 10.20 GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 2D KL. 8 L L 12 L 16 7 7 HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR Í 3-D OG 2-D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 3-D -H.S, MBL-K.G, FBL AF SJÓNVARPI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Undirritaður hefur veriðlímdur við skjáinn sein-ustu daga en sleppt með öllu að horfa á dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva. Og hvað er það sem heillar svo mjög? Jú, fjölda- morðinginn Dexter. Það skal þó tekið fram, áður en lengra er haldið, að sá sem hér skrifar er ekki aðdáandi fjöldamorðingja og óskandi væri að slíkar skepn- ur gengju ekki á meðal vor. En Dexter er ekki til í raun og veru, sem betur fer, hann er aðal- persóna sjónvarpsþáttanna Dex- ter sem hófu göngu sína árið 2006 í Bandaríkjunum og hafa verið sýndir á Skjá einum.    Þættir þessir segja af blóð-slettusérfræðingnum Dexter Morgan sem starfar fyrir rann- sóknarlögregluna í hinni sólríku og litríku borg Miami. Dexter þessi er furðufróður um blóð- slettur og getur séð nákvæmlega fyrir sér hvernig morð hafa ver- ið framin, enda morðingi sjálfur og það fjöldamorðingi. Þá kemur það samstarfsmönnum hans sí- fellt á óvart hversu auðveldlega hann getur sett sig í spor morð- ingjans og hversu oft hann reyn- ist hafa rétt fyrir sér þegar leysa þarf morðgátur. Þó að Dexter sé hinn alþýðlegasti og meinlaus á yfirborðinu, m.a. mikil barna- gæla, býr í honum skelfilegt óargadýr sem fær aldrei nóg af því að myrða fólk með hrottaleg- um hætti, búta niður og sökkva í ruslapokum í hafið, í skjóli nætur.    En Dexter er sérstakurfjöldamorðingi að því leyti að hann drepur aðeins þá sem drepið hafa aðra og þá fleiri en einn. Fjöldamorðingi sem refsar fjöldamorðingjum, skemmtilega snúið það. Dexter er sannfærður um að þetta sé í lagi og fylgir ákveðnum reglum sem faðir hans setti honum þegar í ljós kom að Dexter byggi yfir skelfilegri drápsþörf. Þeir sem fylgjandi eru dauðarefsingum eiga sjálfsagt auðveldara með að samþykkja þessa hegðun Dexters, að komast að þeirri niðurstöðu að morð- ingjar séu réttdræpir. Við hin, sem ekki erum fylgjandi dauða- refsingu, eigum erfiðara með það og sá sem hér skrifar fylltist hálf- gerðu samviskubiti yfir því að halda með Dexter. Það má „þakka“ leikaranum sem túlkar Dexter, hinum snjalla Michael C. Hall. Hall er afskaplega viðkunn- anlegur leikari (hann var ógleym- anlegur í hlutverki samkyn- hneigða útfararstjórans í þáttununum Six Feet Under) sem nær að vekja með áhorfandanum samúð með fjöldamorðingjanum. Hall tekst snilldarlega að túlka þessa persónu, getur á auga- bragði breyst úr ljúflingi í djöful í mannsmynd. Honum tekst að fá áhorfandann á sitt band og fyrir vikið óskar áhorfandinn þess að morðinginn náist ekki. Það verð- ur að teljast býsna sérstakt, undirritaður man ekki eftir því að hafa áður verið í liði með fjöldamorðingja. Ekki gat maður fundið til samúðar með mann- ætunni Hannibal Lecter á sínum tíma, í túlkun Anthonys Hopksins. Enda átti maður ekki að gera það. En maður naut þess að skyggnast inn í skelfilegan hug- arheim hans, engu að síður.    Þáttaraðirnar um Dexter erunú orðnar fimm og sú sjötta á leiðinni. Undirritaður hefur séð tvær þáttaraðir og því nóg eftir. Dexter heldur væntanlega áfram að kljúfa morðingja í herðar nið- ur og blekkja lögregluna við dill- andi salsatónlist í suðuramerískri stemningu Miami-borgar. Tekst lögreglunni að hafa hendur í hári Dexters að lokum? Sennilega ekki. Já, maður getur vissulega haft samúð með djöflinum. Það er notalega hrollvekjandi. Samúð með djöflinum »Hall tekst snilldar-lega að túlka þessa persónu, getur á augabragði breyst úr ljúflingi í djöful í mannsmynd. Skrímslið Michael C. Hall í hlutverki viðkunnanlega fjöldamorðingjans og blóðslettufræðingsins Dexters.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.