Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Athafnalíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Í tilkynningu sérstaks saksóknara um þrjár húsleitir og yfirheyrslur yf- ir sjö manns tengdum Landsbank- anum segir að rannsóknin snúi með- al annars að kaupum á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu um kauprétti starfsmanna Lands- bankans og lánveitingar til þeirra fé- laga. Fjallað er um þetta mál í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Starfs- menn fengu kauprétti á hlutabréfum í bankanum og til varnar kauprétt- arsamningunum voru stofnuð átta aflandsfélög, sem keyptu hlutabréf í Landsbankanum með peningum sem fengnir voru að láni. Upphaflega voru lán félaganna fengin í Lands- bankanum, en um mitt ár 2007 var öll fjármögnun þessara félaga komin til annarra banka. Sex félög voru þá fjármögnuð af Straumi-Burðarási, eitt af Glitni og eitt af Kaupþingi. Fjögur félaganna voru skráð á Tortóla-eyju, þrjú í Pa- nama og eitt á Guernsey og saman- lagt áttu þau um 13,2 prósent hluta- bréfa í Landsbankanum. Segir í skýrslunni að sú staða, að átta aflandsfélög, sem öll höfðu það hlutverk að kaupa hlutabréf í Lands- bankanum hafi skapað kaupþrýsting á bréf í bankanum, sem stjórnendur bankans hafi stýrt, annað hvort til hækkunar á bréfunum eða til að verjast því að þau lækkuðu í verði. Reyndi að stöðva lækkun Í desember 2007, eftir að hluta- bréfavísitölur voru farnar að lækka mikið, áttu sumir starfsmenn bank- ans rétt á að leysa inn kaupréttar- samninga sína. Bankinn varð hins vegar ekki við þessu og kom í veg fyrir að starfsmennirnir leystu inn samninga sína. Með þessu kom bankinn í veg fyrir að sú sala hluta- bréfa leiddi til enn meiri lækkunar á bréfum bankans. Þá segir einnig í skýrslunni að svo virtist sem ástæða þess að aflandsfé- lögin áðurnefndu voru átta talsins hafi verið sú að komast hjá því að eignarhlutur einstakra félaga yrði tilkynningarskyldur. Tilkynningar- skylda skapast við fimm prósenta eignarhlut, en samanlagt áttu félögin 13,2 prósent í bankanum. Ekki verði hins vegar annað séð en að félögin hafi í raun lotið sömu stjórn, en upp- lýsingar um þessi stjórnunarlegu yf- irráð Landsbankans á félögunum voru ekki birtar fjárfestum, smærri hluthöfum eða eftirlitsaðilum. Aflandsfélög notuð til að stýra gengi bréfa  Komist var hjá lagareglum um tilkynningarskyldu Morgunblaðið/Júlíus Landsbankinn Þau sem vitað er til að hafi verið kölluð til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í gær eru öll fyrrverandi stjórnendur Landsbankans. STUTTAR FRÉTTIR ● Stýrivöxtum var haldið óbreyttum á evrusvæðinu og í Bretlandi í gær. Stýrivextir Evr- ópska seðlabank- ans eru 1% eins og þeir hafa verið undanfarna tutt- ugu mánuði. Stýri- vextir Englands- banka eru 0,5% og þeim hefur ekki verið breytt frá því í marsmánuði árið 2009. Þrátt fyrir að verðbólga mælist rétt yfir 2% á evrusvæðinu sá Evrópski seðlabankinn ekki ástæðu til að lækka vexti en fátt bendir til að langtíma verð- bólguvæntingar séu að breytast. Á sama tíma þarf bankinn að kljást við skuldakreppu og lítinn hagvöxt í mörg- um aðildarríkjum. Að sama skapi er verðbólga í Bretlandi nú um 3% og bú- ist er við að hún hækki enn frekar. En væntingar eru um að niðurskurður stjórnvalda muni vega á móti þeirri þró- un. Stýrivöxtum haldið óbreyttum í Evrópu Evrópski seðla- bankinn.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/0-01 ++/-02 3.-443 +1-,1/ +,-233 +3.-21 +-0.1, +,1-/4 +52-10 ++,-24 +/0-10 ++/-,/ 3.-,33 +1-/54 +,-2,2 +3.-,2 +-0+2/ +/.-0 +50-2, 3+.-024+ ++,-40 +/5-21 ++1-+2 3.-,/3 +1-1+0 +,-030 +3+-., +-0+,1 +/.-10 +50-/ Erlent FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Kínverska þjóðin eldist á ógnvænlegum hraða enda hafa lífsgæði Kínverja batnað ört. Áætlað er að innan þriggja áratuga verði tæplega 400 milljónir manna í Kína yfir 60 ára aldri og þeim fækkar óðum sem annast geta gamla fólkið, að hluta vegna þeirrar stefnu kínverskra yfirvalda að hjón megi aðeins eignast eitt barn. Um sex vinnandi menn eru nú á hvern eldri borgara en áætlað er að í kringum 2030-40 verði hlutfallið orðið tveir á móti einum. Nú er orðið alveg ljóst að hröð útbreiðsla Alzheimer-sjúk- dómsins í ört stækkandi hópi eldri borgara mun setja verulegt álag bæði á ríkissjóð Kína sem og fjölskyldur landsins á næstu árum. Kínversk yf- irvöld virðast átta sig á þessu og eru markvisst byrjuð að fræða almenning sem og heilbrigð- isstéttir um fylgifiska öldrunar. Hefðirnar víkja í breyttu samfélagi Fyrir áratug þótti það víða mikil skömm fyrir fjölskylduna þegar elliglöp tóku að gera vart við sig. Vegna fordóma og þekkingarleysis voru aldraðir sem þjáðust af elliglöpum oft lokaðir inni á geðsjúkrahúsum, með rimlum fyrir glugg- unum. Þetta viðhorf hefur sem betur fer tekið stakkaskiptum, að sögn New York Times. Helsta vandamálið nú er að fjöldi fjölskyldna vill flytja aldraða ættingja á dvalarheimili, en þau eru hinsvegar af skornum skammti. Í Shanghai, sem er ríkasta borg Kína, er áætlað að 120.000 manns hafi Alzheimer eða önnur elli- glöp en hjúkrunarheimili eru aðeins örfá. Borgarstjórn Shanghai hefur brugðist við vandanum með svokallaðri 90-7-3 áætlun, sem byggist á því að 90% aldraðra þurfi að fá umönn- un heima hjá sér, en 7% geti sótt þjónustumið- stöðvar og 3% fái pláss á hjúkrunarheimilum. Fram kemur í New York Times að til að standa undir þessari hógværu áætlun næstu 20 árin reikni yfirvöld með að bæta þurfi við 5.000 nýj- um hjúkrunarplássum á hverju ári. Þá íhuga kínversk yfirvöld einnig að innleiða lög sem skylda fólk til að sinna öldruðum for- eldrum sínum. Rík hefð er fyrir því í Kína að yngri kynslóðir annist hina eldri á heimilinu en brestir eru komnir í þann sið og segjast fjöl- skyldur í stórborgum eiga óhægt um vik. Kínverjar glíma við öldrunarsprengju  Alzheimer breiðist út  Dvalarheimili allt of fá Reuters Aldraðir Kínverskir eldri borgarar horfa ókeypis á sjónvarp í tehúsi í Chengmai. Kínverjar eldast » Einn af hverjum átta Kínverjum, eða um 160 milljónir, eru yfir 60 ára að aldri. » Rúmlega 38.000 hjúkrunarheimili eru í landinu með tæplega 2,7 milljón rúmum » Ástandið er verst í borgunum þar sem yfir 70% eldri borgara búa einir. » Aldraðir yfir 80 ára aldri eiga í flestum héruðum rétt á ellilífeyri. Gríðarlegt uppbyggingarstarf er nú framundan í Brisbane, þar sem flóðin eru tekin að sjatna eftir mestu náttúruhamfarir sem Queensland-ríki í Ástr- alíu hefur glímt við. Vatn flæddi inn í tæplega 34.000 hús og eru heimili margra fjölskyldna gjörónýt. Stað- fest er að minnst 15 hafi látist en 61 er enn saknað. Reuters Mikil eyðilegging Húsin mara í hálfu kafi Sjö dagar eru nú liðnir síðan Mary krónprinsessa Dana fæddi tví- bura í heiminn á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og eru Danir orðnir óþreyju- fullir að fá að sjá litlu prinsessuna og prinsinn. Í gær kom þó skýring á því hvers vegna tvíburarnir hafa enn ekki ver- ið sýndir almenningi, en þeir munu vera með gulu. Gula er algeng meðal fyrirbura og oftast hættulaus en veldur því að húð og augu verða gul- leit. Samkvæmt Berlingske Tidende liggja tvíburarnir í hitakassa á með- an þeir jafna sig, en fá líklega að fara heim í Amalíuborgarhöll síð- degis í dag og verða þá væntanlega myndaðir í bak og fyrir. DANMÖRK Hinir konunglegu tvíburar með gulu Mary krónprins- essa Dana. Yfir 400 manns hafa látist í flóð- um og aurskriðum í suðausturhluta Brasilíu eftir gríð- arlegar rigningar síðustu sólar- hringa. Þúsundir hafa misst heimili sín. Brasilíski her- inn, sem sinnir björgunarstarfi, varar við því að hundruð líka kunni að finnast þegar vatnið sjatnar. Samgöngur eru í lamasessi og víða rafmagnslaust og björgunarstarf gengur því hægt. Í gær heyrðust þó þær gleðifregnir að sex mánaða drengur hefði fundist á lífi eftir tólf klukkustundir í húsa- rústum. BRASILÍA Flóð valda dauða hundraða manna Brasilía Flóð valda usla. Auknar heimildir til útgreiðslu sér- eignarsparnaðar á þessu ári skapa ósjálfbæra gervineyslu sem mun að- eins hafa áhrif á hagkerfið til skamms tíma. Þetta er mat Vil- hjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. „Þetta er algjörlega tvíbent,“ segir Vil- hjálmur: „Annars vegar er nátt- úrulega gott fyrir fólk að hafa þenn- an valmöguleika til að geta mætt skuldbindingum sínum, í ljósi þess að ráðstöfunartekjur margra eru of lágar til að geta það í dag. Hins veg- ar er alveg skelfilegt að fólk þurfi að ganga á sparnað sem ætti annars að nýta á efri árum.“ Vilhjálmur segir að breytingin, sem felur í sér hækk- un á heimild til útgreiðslu séreign- arsparnaðar úr 2,5 milljónum í 5 milljónir, muni hækka mælingar á einkaneyslu til skamms tíma. Úr- ræðið sé hins vegar ekki sjálfbært. Formaðurinn bendir á að skyn- samlegra væri að skattleggja inn- greiðslur á séreignarsparnað, sem geti skilað ríkissjóði allt að 100 millj- örðum króna á ári. thg@mbl.is Skapar gervineyslu Skagi Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.