Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011
Menntaráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt að sameina Safamýrarskóla
og Öskjuhlíðarskóla. Tillögu þess
efnis verður beint til borgarráðs.
Gert er ráð fyrir því að nýr samein-
aður sérskóli starfi í húsnæði
Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa
næsta haust. Fram að þeim tíma
undirbúi starfshópur starfsemi
nýja skólans með stefnumótun og
verkáætlun sem taki til breytinga á
húsnæði, starfsmannahaldi og upp-
lýsingamiðlun til allra hagsmuna-
aðila.
Í Öskjuhlíðarskóla eru nú 80
nemendur og í Safamýrarskóla eru
10 nemendur.
Sameinaður skóli
fyrir fatlaða
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, setti formlega alþjóðlegt ár
skóga 2011 hér á landi við athöfn á
Bessastöðum í vikunni. Við það
tækifæri var forsetanum afhentur
fáni með íslenskri útfærslu á al-
þjóðlegu merki Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) um ár skóga 2011. Með
þessu vilja SÞ auka vitund fólks um
mikilvægi skóga og styrkja sjálf-
bæra umhirðu, vernd og uppvöxt
skóga til hagsbóta fyrir núverandi
og komandi kynslóðir, segir í til-
kynningu. Skógrækt ríkisins, Land-
búnaðarháskóli Íslands, Lands-
samtök skógareigenda,
Skógræktarfélag Íslands og Lands-
hlutaverkefni skógræktar munu
vinna saman að verkefninu hér á
landi, í samstarfi við Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands. Á árinu verða
m.a. kynntir þeir möguleikar sem
Íslendingar hafa í skógrækt.
Skógar Frá athöfninni á Bessastöðum
með framámönnum skógræktar í landinu.
Alþjóðlegt ár skóga
Nýverið fengu 10 nýsköpunarverk-
efni styrk frá Norðursprotum, en
alls bárust 36 umsóknir um styrki.
Norðursprotar eru tímabundið
verkefni sem er unnið í samstarfi
við Háskólann á Akureyri, Impru,
Nýsköpunarmiðstöð og Alcoa.
Tilgangur verkefnisins er að
styðja við nýsköpun á Norðaust-
urlandi og styðja við einstaklinga í
atvinnuleit sem búa yfir viðskipta-
hugmyndum og aðstoða þá við að
koma þeim í framkvæmd.
Alls hafa verið veittir 29 verk-
efnastyrkir, segir í tilkynningu.
Styrkir Norðursprotarnir með skjölin.
Nýsköpunarstyrkir
frá Norðursprotum
STUTT
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur
ályktað vegna tíðra lokana Fjarðar-
heiðar að undanförnu með tilheyr-
andi einangrun bæjarins og óþæg-
indum fyrir íbúa. Bæjarstjórnin
krefst þess af samgönguyfirvöldum
að göng undir heiðina verði sett á
dagskrá og lýsir sig reiðubúna til
viðræðna um að þau verði fjár-
mögnuð með veggjöldum – geti það
flýtt fyrir ákvörðun.
Vilja fá jarðgöng
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Nýja námið er að vissu leyti inn-
blásið af námi sem ég fór í við skóla
í Danmörku. Þar var gott jafnvægi
á milli verklegs náms og bóklegs,“
segir María Rut Reynisdóttir verk-
efnisstjóri sem aðstoðar við að
koma upp nýju námi í verkefna- og
viðburðastjórnun hjá Keili. Hún
segir að farnar verði óhefðbundnar
leiðir í kennslu.
María starfar sem verkefnastjóri
hjá Iceland Airwaves tónlistarhá-
tíðinni, situr í stjórn tónlistarvefjar-
ins gogoyoko.com og kennir verk-
efnastjórnun við Listaháskóla
Íslands. „Eftir að ég lauk stjórn-
málafræðinámi í Háskóla Íslands
var ég í vafa um hvað ég ætti að
gera. Mig langaði að gera eitthvað
skapandi, vinna að eigin hug-
myndum og geta starfað sjálfstætt.
Þá fann ég skóla í Danmörku,
KaosPilot, þar sem hægt er að læra
verkefna- og viðburðastjórnun og
frumkvöðlafræði,“ segir María.
Þetta er þriggja ára nám þar sem
meiri áhersla er lögð á verklega
reynslu en prófgráðuna. „Þegar ég
byrjaði í skólanum fékk ég nafn-
spjald og var sagt að ég yrði sjálf að
koma mér upp tengslaneti og finna
mér verkefni.“
Við skipulagningu nýja námsins
hjá Keili sækir hún mikið í eigin
reynslu af náminu í Danmörku.
Námið hjá Keili er þó styttra. Það
er þriggja anna nám. Það er blanda
af staðarnámi og fjarnámi og marg-
ir eiga að geta stundað það með
vinnu. María segir að lögð verði
áhersla á að fá fyrirlesara með fjöl-
breyttan bakgrunn til að miðla af
reynslu sinni. Stór hluti af náminu
er að vinna raunveruleg verkefni í
þágu fyrirtækja, stofnana og sam-
taka. María segir að námið sé meðal
annars ætlað fólki sem hefur áhuga
á að styrkja sig í verkefnastjórnun í
sinni vinnu og einnig að geta tekið
að sér að sjá um viðburði af ýmsum
stærðum og gerðum.
Reiknað er með að margir sem
fara í námið muni vinna sjálfstætt.
Einyrkjar þurfa að geta unnið með
lítið fjármagn og því verður nem-
endunum kennt að bjarga sér upp á
eigin spýtur með ýmsa hluti. „Það
verður einnig lögð áhersla á per-
sónulegan þroska, markmiðssetn-
ingu og eftirfylgni. Það skiptir máli
hvernig fólk ætlar að nýta námið,
hvað það ætlar að gera að námi
loknu,“ segir María.
Verkefna- og viðburðastjórnun
er kennd í öðrum skólum hér á
landi. María Rut telur að námið hjá
Keili verði frábrugðið, eins og fyr-
irmyndin. „Okkur er slétt sama um
menntun umsækjenda en viljum
vita hvað þeir hafa verið að gera í
lífinu, hverju þeir hafa áorkað og
hvað þá langar að gera í framtíð-
inni. Það skiptir miklu máli að hafa
rétta skapgerð, vera eldhugi,“ seg-
ir María.
Óhefðbundnar að-
ferðir við kennslu
María Rut Reynisdóttir sækir í eigin reynslubanka við
skipulagningu nýs náms í verkefna- og viðburðastjórnun
Morgunblaðið/Ómar
Viðburðir María Rut Reynisdóttir tekur þátt í að skipuleggja nám hjá Keili.
Iceland Express ætlar að auka sæta-
framboð félagsins um rúm 20 pró-
sent á þessu ári frá í fyrra en félagið
segir að farþegum hafi fjölgað á
flesta áfangastaði sem flogið er til.
Sætanýting á liðnu ári hafi verið
80,5%, eða með því besta sem gerst
hefur. Tekið er sem dæmi að farþeg-
ar Iceland Express hafi verið nærri
80 þúsund í júlí sl., sem er 35% fjölg-
un frá sama tíma árið áður. Þá hafi
markaðshlutdeild Iceland Express á
flugleiðinni milli Keflavíkur og
London aukist um 38,24 % í júlí.
Hlutur félagsins á þessari flugleið
hafi aldrei verið stærri í átta ára
sögu þess. Þá hafi miðasala á árinu
farið mjög vel af stað.
Morgunblaðið/Ernir
Samkeppni Vélar Iceland Express
og Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Sætafram-
boð aukið
Styrkur svifryks var yfir heilsu-
verndarmörkum í gær og var það í
sjötta skiptið á þessu ári. Ástæða
svifryksmengunar þennan hálfa
mánuð sem liðinn er af nýju ári er
sögð fjölþætt, m.a. vegna ryks úr
umhverfi, bílaumferðar og uppþyrl-
unar ryks af götum. Samkvæmt
upplýsingum frá umhverfis- og sam-
göngusviði Reykjavíkur hefur raki
verið lítill í lofti og skapað skilyrði til
svifryksmengunar. Þá hafi verið
þurrt í veðri og vindur töluverður.
Svifryk yfir
mörkum
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Verð áður: Verð nú:
12.900 kr. 6.450 kr.
Útsala
Fleiri munstur og litir
Enn er hægt að gera
góð kaup á útsölunni
Kringlan | Smáralind
Verslunarstjóri
Leitum að jákvæðum og öflugum
verslunarstjóra fyrir glæsilega
verslun okkar í Smáralind
Helstu eiginleikar:
• Skipulagshæfni
• Leiðtogahæfileikar
• Góð samskiptahæfni
• Áhugi á tísku
• Ríka þjónustulund
Áhugasamir sendið umsókn og
ferilskrá á sigrun@veromoda.is
Umsóknarfrestur rennur
út 20. janúar