Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 36
Reykjavíkurleikarnir, Reykjavík Int- ernational Games, hefjast í dag en um er að ræða alþjóðlega íþrótta- keppni sem hefur fest sig rækilega í sessi. Er þetta í fjórða skiptið sem leikarnir fara fram og er keppt í 14 íþróttagreinum. Þátttakendur eru komnir yfir 2.000, þar af er á fjórða hundrað erlendra keppenda frá 20 löndum. »4 Yfir 200 keppendur frá meira en 20 löndum FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 14. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Rússajeppinn fannst brunninn 2. Grét er hún sá myndband af árás 3. Fylgjast náið með Grímsfjalli 4. Afhjúpar tilgangsleysi sendiráða »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þættir um fjöldamorðingjann Dext- er hafa slegið í gegn, en hann er túlk- aður af gæðaleikaranum Michael C. Hall. Hall nær áhorfendum á sitt band sem vinalegur fjöldamorðingi sem myrðir morðingja . »31 Hver er þessi Dexter eiginlega?  Fjórða ljóða- slamm Borgar- bókasafns Reykjavíkur verð- ur haldið á Safna- nótt, föstudaginn 11. febrúar 2011. Að þessu sinni er þemað „sjálf- stæði“, sem ætti að gefa marg- víslega möguleika. Í dómnefnd er m.a. Óttarr Proppé en kynnir er eng- inn annar en Freyr Eyjólfsson, út- varpsmaður með meiru. Sjálfstætt ljóðaslamm 2011  Björn „Borko“ Kristjánsson og fé- lagar hans í hljómsveitinni Blóði hafa tekið gamla handboltastuðn- ingslagið hans Ómars Ragnarssonar, „Áfram Ísland“, upp á sína arma. Lagið má nálg- ast á tónlist- arsíðunni Sound- cloud.com. Áfram Ísland! Hljómsveitin Blóð með handboltalag Á laugardag Norðaustan 13-18 m/s og slydda eða snjókoma við norðvesturströndina, annars mun hægari vindur og víða él. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins. Á sunnudag Norðlæg átt og snjókoma eða él, en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti kring- um frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt, víða 4-10 m/s. Dálítil snjókoma eða él. Frostlaust við suðurströndina, annars 0 til 7 stiga frost. Hlýnar heldur síðdegis. VEÐUR Knattspyrnukonan Þórunn Helga Jónsdóttir, sem leikur með Santos á Brasilíu, er samherji Mörtu sem á dög- unum var valin besta knatt- spyrnukona heims, fimmta árið í röð. Þær taka þátt í al- þjóðlegu móti í Brasilíu um þessar mundir og gengur vel. Marta skoraði í síðasta leik liðsins í mótinu, aðeins tveimur sólarhringum eftir að hún hafði tekið við við- urkenningu sinni. »4 Þórunn og Marta á sigurbraut Leikmenn íslenska landsliðs- ins í handknattleik eru til- búnir í slaginn á heims- meistaramótinu í Sví- þjóð. Þeir bíða nú að- eins eftir því að flaut- að verði til fyrsta leiks þeirra í dag. Fyrstu andstæð- ingar þeirra verða Ungverjar. Þjóð- irnar hafa einu sinni leitt saman hesta sína í fyrsta leik á HM, það var árið 1970. Þá unnu Ungverjar, 19:9. »1 Allir klárir í slaginn á HM í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Við grátum það ekkert að það sé lokað vegna snjókomu. Við söfnum þá bara í snjóbaukinn okkar,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð- arfjalli, en starfsmenn hafa neyðst til að loka í nokkur skipti í vetur vegna hríðar. Því er hins vegar ekki til að dreifa þessa dagana, og skíðafæri með því besta sem gerist, enda snjó kyngt niður síðustu vik- una. „Það hefur snjóað jafnt og þétt alveg frá því á föstudaginn þegar stórhríðin var hérna fyrir norðan. En skíðafærið er bara sjaldan betra en núna, þessa dagana,“ segir Guð- mundur. Hann segir skíðavertíðina hafa farið vel af stað og verið með svipuðu sniði og í fyrra. Líkt og við sé að búast sé aðsóknin mest um helgar, en þó skíði alltaf nokkur hundruð manns á virkum dögum. „Það er ekki langt síðan við fór- um að hafa opið á gamlársdag og nýársdag,“ segir Guðmundur. „Jan- úar er heldur aldrei stór mánuður, þannig að aðaltraffíkin er eftir.“ Þótt aðsóknin hafi verið aðeins minni en í fyrra þurfi því lítið til þess að það snúist við. Guðmundur segist gera ráð fyrir því að opið verði fyrir skíðaiðkun til 1. maí. Yfirdrifið af snjó í Hlíðarfjalli  Skíðaárið fór ágætlega af stað, segir forstöðumaður skíðasvæðisins, og skíða- færi sjaldan betra en um þessar mundir  Mikil snjókoma undanfarið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjallið Aðstæður til skíðaiðkunar eru með besta móti þessa dagana. Skíðaiðkun » Fjöldi daga sem opið hefur verið á skíðasvæðinu í Hlíð- arfjalli í vetur er svipaður og í fyrra, en nokkrum sinnum hefur þurft að loka vegna veðurs. » Að sögn forstöðumanns eru gestir á virkum dögum 3-600, en margfalt það um helgar. » Aðsókn í vetur hefur verið áþekk því sem var í fyrra. Leikarinn Sigurður Sigurjónsson er hér í góðum höndum Sigríðar Rósu Bjarnadóttur í smink- stólnum í Borgarleikhúsinu. Það þarf rétt að Þar fer hinn ástsæli Siggi Sigurjóns á kostum í einleik í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar, sem jafnframt er höfundur verksins. fara yfir hann með púðurburstanum áður en hann stígur á svið í gamanleiknum Afanum sem var frumsýndur á litla sviðinu í gærkvöldi. Frumsýningarskrekkur í sminkstólnum? Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.