Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Skoðanakann-anir sembirst hafa að undanförnu hafa sýnt skýra afstöðu almennings til þeirra mála sem stjórnvöld hafa sett efst á forgangslista sinn. Þann- ig telja aðeins 7% landsmanna viðræður um aðild að ESB mik- ilvægar fyrir sig. En það er sem kunnugt er eina mál einsmáls- flokksins sem leiðir ríkisstjórn- ina. Aðeins 2% landsmanna töldu hins vegar stjórnlaga- þingsfyrirbærið mikilvægt fyr- ir sig. Það er sem sagt það gæluverkefni sem fólkið í land- inu lætur sig minnst varða af öllum. Og svo birtist þriðja könnunin sem sýndi að 60% þjóðarinnar teldu að fjár- munum Íslands væri illa varið í síðasttalda gæluverkefnið, þetta sem 2% töldu að varðaði sig miklu. Þeir sem létu sig hafa það að mæta á kjörstað vegna stjórn- lagaþingskosninganna urðu hálf miður sín vegna þess sem þeir tóku þátt í. Slík kosning hefði ekki einu sinni verið tekin gild við kosningu til stjórnar skólafélags í menntaskóla, hvað þá heldur annað. Sá sem þetta skrifar bað mann sem stóð yfir honum og virtist horfa á færslu á tölum af blaði á kjörseðil, að færa sig. Sá gerði það en fór ekki langt. Þegar kjós- andinn ætlaði að fara að brjóta sam- an kjörseðilinn og setja hann í kass- ann, sem var ekki beysinn, þá var kallað til hans í allra áheyrn að það mætti hann ekki. Þó var honum það skylt samkvæmt kosningalögum! All- ur almenningur sýndi reyndar að hann hafði skömm á þessu kosningabrölti. Þeir sem létu sig hafa það af misskilinni skyldurækni að taka þátt í leiknum höfðu það á tilfinning- unni að þeir væru komnir til Zimbabve og það hefði gleymst að hafa erlenda eftirlitsmenn á staðnum. Svo fréttist að eftir að hinni bersýnilega ólöglegu kosningu lauk þá hefði ekki tek- ið betra við. Þá hefði einhver verið látinn meta þær tölur sem maskínur fengu ekki metið hvað þýddu og úrskurða um gildi og auðvitað var enginn umboðsmaður frambjóðenda á staðnum. En engin tilraun mun hafa verið gerð til þess að leggja mat á það hvort þær töl- ur sem maskínan taldi sig hafa lesið rétt væru rétt lesnar og mun enginn möguleiki vera til að sannreyna það nema að handtelja alla kjörseðlana aft- ur. Stjórnlagaþings- kosningarnar hefðu ekki þótt boðlegar í stjórnarkosningu í skíðafélagi} Gæluverkefnin gilda Landinn erfastaþáttur í Sjónvarpinu og er á flesta lund vel heppnaður. Dregið er fram margt fróð- legt og skemmti- legt sem fólk er að fást við „úti á landi“ og efnistökin hafa ekki þann brag að verið sé að upp- fylla einhverja kvótaskyldu gagnvart landsbyggðinni. Í nær öllum tilvikum fær efnið tíma í þættinum vegna þess að það verðskuldar það fyrir eigið ágæti. Hlutfall þeirra tilvika þar sem efni uppfyllir tæpast ströngustu kröfur er síst hærra en gerist og gengur. Umsjón- arfólk þáttarins er fundvíst á það sem er skemmtilegt og fréttnæmt í öðrum skilningi en hins harðsoðna fréttatíma. Og ekki er fallið í þá gömlu gryfju að halda sig við að það sé að- allega skrítilegheit lands- byggðarinnar sem þurfi að mat- reiða fyrir þá sem í tilbreytingasnauðu þéttbýlinu búa. Verksmiðjuframleiddir stjórnmálamenn flokkanna eru jafnan fljótir að tileinka sér upphafið yfirlæti gagnvart því sem kallað er kjördæmapot fyr- ir landsbyggðina. Oftast eru þó dæmin sem nefnd eru til vitnis frekar um að þingmenn landsbyggðar vilja ekki að framhjá hagsmunum íbúa hinna dreifðu byggða sé horft eða beinlínis gegn þeim gengið. Það er lítill vafi á að víðtækur stuðningur er meðal þjóðarinnar við líf- vænlega byggð sem víðast í landinu, ekki síst ef með útsjón- arsemi og velvilja megi tryggja að hún fái til lengdar þrifist fyr- ir eigin afli, ef henni sé í bráð veittur nokkur atbeini. Það er fremur að þessi þjóðarvilji nái ekki að endurspeglast á Alþingi en að það sé undirokað ofsa- fengnum kjördæmapoturum. Það er margfalt erfiðara að gegna þingstörfum fyrir víð- feðmt kjördæmi en að starfa í umboði þéttbýlismanna sem búa og starfa í hálftíma akst- ursleið frá þinghúsinu. Það er miklu ríkari ástæða til að virða dugnað landsbyggðarþing- manns en vera með sífellt skens um kjördæmapot og fyrir- greiðslukapp hans. Ekki síst vegna þess að sú lýsing á starf- inu er oftast nær mjög ósann- gjörn. Landsbyggðarfólkið steig síður útrás- ardansinn tryllta en malarmenn} Landinn nýtur sín D eila má um hvort ég sé að berja höfðinu við steininn þegar ég skrifa enn á ný um undur hins frjálsa markaðar eða hvort ég sé einfaldlega að kveða á nýjan leik góða vísu. Verkaskipting, tæknivæðing og hagkvæm dreifing fjármagns eru í senn drifkraftar og af- leiðingar frjálsrar verslunar og því fleiri sem taka þátt í verslun í heiminum því meiri verður verkaskiptingin, tæknivæðingin og fjármagns- flæðið með jákvæðum afleiðingum fyrir flesta. Breskur listnemi, Thomas Thwaites, gerði til- raun sem dregur fram þennan ágóða með skemmtilegum og skýrum hætti. Thwaites keypti út úr búð ósköp venjulega brauðrist og borgaði fyrir hana andvirði um 750 íslenskra króna. Hann setti sér svo það markmið að smíða eigin brauðrist frá grunni. Strax gerði hann sér grein fyrir því að það var ómögu- legt. Í þessari ódýru brauðrist voru yfir eitt hundrað mis- munandi efni og efnasambönd, sem hann hefði þurft að grafa eftir og vinna. Þess í stað ákvað hann að smíða ristina úr fimm efnum, járni, kopar, plasti, nikkel og ákveðinni tegund af steineinangrun. Hann gekk meira að segja svo langt að grafa sjálfur eftir járngrýti og vinna úr því járn með því að nota örbylgjuofn. Þegar þessari tímafreku og erfiðu vinnu allri var lokið stóð Thwaites uppi með brauðrist, sem vissulega gat ristað brauð, en var alveg skelfilega ljót. Kostnaður hans við smíði ristarinnar nam hins vegar 220.000 krónum og var heimasmíðaða ristin því um 290 sinnum dýrari en sú sem hann keypti í verslun. Tilraun listnemans undirstrikar með skýr- um hætti hvaða ágóða frjáls verslun skilar okkur. Án verslunar þyrftum við öll að smíða okkar eigin brauðrist og er það augljóst mál að í slíkum heimi væru engar brauðristar til. Það sama á við um önnur heimilistæki. En verslun gerir annað og meira en einfald- lega stuðla að framleiðslu tækja eins og brauð- ristarinnar. Því fleiri sem taka þátt í verslun, og þeim hefur fjölgað mjög undanfarna ára- tugi sem gera það, því stærri er markaðurinn fyrir hverja vöru. Þessi þróun, samhliða tækniframförum, hefur leitt til verðlækkunar á öllum helstu neysluvörum sem við lítum á sem sjálfsagðar nú. Þegar brauðristin kom fyrst á markað í núverandi mynd árið 1919 var hún svo dýr að hún var gefin í brúðargjafir. Það datt engum venjulegum launa- manni í hug að geta hoppað út í búð til að kaupa brauðrist fyrir klink, eins og hægt er núna. Þeir sem horfa aðeins á aðra hlið viðskiptanna, pen- ingahliðina, halda að þau snúist bara um að færa peninga úr vösum hinna efnaminni og auðga þá ríku. Peningar eru hins vegar verðlausir ef ekkert er hægt að kaupa fyrir þá og það sem við getum fengið fyrir launin okkar núna – jafnvel eftir kreppu – er miklu meira en við gátum fyrir tuttugu, fimmtíu eða hundrað árum. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Saga forljótrar brauðristar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is S taðan á vinnumarkaðnum er mjög eldfim og stjórn- völd hafa fram í næstu viku til þess að bregðast við kröfum launamanna. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, segir að ASÍ leggi áherslu á samræmda launa- stefnu, en komi stjórnvöld ekki að borðinu með réttu hugarfari óttist hann að samræming nái ekki fram að ganga og samið verði til skemmri tíma frekar en að gerðir verði lang- tímasamningar. Nær allir samningar á almenna vinnumarkaðnum eru nú lausir og kjaraviðræður eru farnar af stað. Sáttasemjari ríkisins hefur tvær deilur á sínu borði, kjaradeilu Sjúkraliðafélags Íslands við Sam- band íslenskra sveitarfélaga og deilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra við SA v/Isavia ohf. Félagsfundir í verkalýðsfélögunum Afli á Austur- landi og Drífanda í Vestmanna- eyjum hafa ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um verkfall í fiski- mjölsverksmiðjum sem hefjist um næstu mánaðamót og víða annars staðar er ólga á vinnumarkaði. Samræmd launastefna Ársfundur ASÍ í október sl. samþykkti að beina því til aðild- arfélaganna að sameinast um sam- ræmda launastefnu sem felur í sér almennar launahækkanir, jöfnun kjara og aukinn kaupmátt. „Fund- urinn telur mikilvægt að efnt verði til víðtæks samstarfs og samvinnu stjórnvalda, stjórnarandstöðu, at- vinnurekenda og stéttarfélaga á al- mennum og opinberum vinnumark- aði um það verkefni að auka kaupmáttinn og fjölga störfum,“ segir meðal annars í ályktun um efnahags- og kjaramál. Gylfi Arn- björnsson segir að forystan hafi unnið samkvæmt þessari og öðrum samþykktum fundarins, en ekki sé sýnilegt að vilji stjórnvalda, sveitar- félaga og fyrirtækja sé til þess að fara þessa vegferð. Hann vísar m.a. í það að ríkisstjórnin hafi ekki efnt loforð sitt um framlög í starfsend- urhæfingarsjóð og ASÍ sé ekki til viðræðu um að halda kaupmætti óbreyttum næstu þrjú árin eins og atvinnurekendur tali um. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir í nýjasta fréttabréfi SA að auka þurfi fjárfestingar, ekki síst í útflutningsgreinum, og skapa þann- ig ný störf við uppbyggingu og störf til framtíðar sem tryggja samkeppn- ishæfni og lífskjör til frambúðar. „Kjarasamningar til þriggja ára á grundvelli samræmdrar launastefnu í takt við það sem gerist í nágranna- löndunum er mikilvægt framlag til stöðugleika og hagstæðs fjárfesting- arumhverfis. Skynsamlegir kjara- samningar eru jafnframt ein af lyk- ilforsendum fyrir hækkun á gengi íslensku krónunnar á næstu árum og þar með lágri verðbólgu og auknum kaupmætti,“ segir hann. Gylfi segir að nú hafi rík- isstjórnin nokkra daga til þess að svara því hvort hún vilji taka þátt í því að samningar verði gerðir til þriggja ára. ASÍ hafi haft það á stefnuskrá sinni fyrir tveim- ur árum og með stöð- ugleikasáttmálanum hafi átt að ljúka síðasta samn- ingstímabili og leggja síð- an upp kjarasamninga á breiðum grunni til þriggja ára. Hins vegar hafi ekki verið staðið við sáttmálann og því þurfi að vera á hreinu á hvaða grunni samstarfið eigi að byggjast. Stjórnvöldum er stillt upp við vegg Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Atvinna ASÍ leggur meðal annars áherslu á aukinn kaupmátt sem og tiltekt í atvinnumálum og atvinnuuppbyggingu til framtíðar. Víða þekkist að launþegar ljúki 40 tíma vinnuskyldu sinni á fjórum dögum, einkum þar sem senda þarf menn lengri leiðir. BSRB leggur áherslu á 36 stunda vinnuviku í stað 40 stunda í viðræðum sínum við viðsemjendur. Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, segir að ASÍ taki undir þetta sjónarmið. Kaupmáttur hafi verið byggður upp en hann hafi tapast við bankahrunið. Meta verði kröfur um styttri vinnuviku á móti væntingum um að launa- kostnaðarbreyting dugi til kaupmáttar. Hann áréttar að virkur vinnutími VR sé 36,5 stundir, því fólk fái greitt fyrir kaffihlé en t.d. í Dan- mörku næri fólk sig kauplaust og sé því í raun um 40 stundir á vinnustaðnum eins og hér. Vinnuvikan fjórir dagar VINNUTÍMI Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.