Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.2011, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ LANGAR ÞIG Í, Á AFMÆLINU ÞÍNU? KÖKU? ÉG SKIL, STÓRA KÖKU AF HVERJU ER BARA EIN RISASTÓR KJÖTBOLLA Í SPAGHETTINU MÍNU? ER ÞETTA NÝ UPPSKRIFT? NEI, ÉG VAR BARA AÐ FLÝTA MÉR EKKI FALLA FYRIR ÞVÍ ÞEGAR HANN BÝÐST TIL ÞESS AÐ FRÆÐA ÞIG UM „ADAM OG EVU” ÉG VAR AÐ FÁ VINABEIÐNI Á FACEBOOK! ÉG ER BARA BÚIN AÐ VERA Á FACEBOOK Í EINA VIKU OG SAMT ER ÉG KOMIN MEÐ 15 VINI, HVAÐ ÁTT ÞÚ MARGA? 376 ÞAÐ ER EKKI EINS OG ÞETTA SÉ KEPPNI VILTU FÁ TVÖFALT FYRIR ÞESSAR MYNDIR? TVÆR HETJUR OG EINN ÓÞOKKI, ÞETTA ER GEFINS ÞETTA ER GLÆPSAMLEGT VERÐ! SVONA NÚ BORGAÐU HONUM, ÞETTA ER VEL ÞESS VIRÐI ÞAÐ ERU SVONA STUNDIR SEM MAÐUR LIFIR FYRIR Skottertur Landsbjargar Manni blöskruðu yf- irlýsingar Lands- bjargarmanna um ágæti skottertu sem þeir kalla Örlygs- staðabardaga. Þess- um drápstertum og fleiru er prangað inn á fólk undir því yf- irskini að það sé eng- in önnur leið til að fjármagna starf björgunarsveita. Og ekki má gagnrýna terturnar. Fimmtán kíló af sprengiefni eru afhent manninum á götunni og ef hann slasast er talað um skort á kunnáttu og virðingarleysi gagnvart sprengiefni. Björgunarsveitirnar hafa unnið mörg frábær afrek, en það þýðir ekki að flugeldasalan sé hafin yfir gagnrýni. Stjórn- málamenn ættu að hafa vit og getu til að stöðva þessa aðför að lífi og heilsu fólks og finna aðrar lausnir til að fjármagna starfsemina. Það er hrein heimska falin í því að láta hættulega flugelda í hendur almenn- ings. Ólafur Þ. Stephensen á þakkir skilið fyrir að gera þetta mál að um- talsefni í leiðara Fréttablaðsins 5. janúar sl. Það er dýrmætt en ekki sjálfgefið að hafa fulla sjón. Það ættu þeir sem sinna slysavörnum að skilja manna best. Í Kast- ljósi sjónvarpsins var nýlega sagt frá konu sem fékk sjón eftir ígræðslu hornhimnu á augum. Eflaust hafa margir samglaðst kon- unni en skyldi fólk ekki finna til með þeim sem missa sjón og slasast um áramót? Eða vilja margir þagga það niður ef það hentar ekki hags- munum þeirra að flug- eldar í höndum al- mennings séu bannaðir? Kannski mætti beina kastljósinu oftar að hinum slösuðu. Hávaðamengun af sprengingum um áramót er gíf- urleg og veldur vanlíðan manna og dýra. Í raun er þetta aðför að per- sónufrelsi þess fólks, sem tekur ekki þátt í þessu. Bannið flugelda í hönd- um almennings. Örlygsstaðabardagi fyrr á öldum var ekki háður án sárs- auka og blóðsúthellinga og óþarfi að endurvekja hann á okkar tímum. Þuríður Guðmundsdóttir. Ást er… … full af skemmtilegum og óvæntum uppákomum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Söngstund með Lýð kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl. 10.45. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fær- eyinga saga - námskeið kl. 13, leiðbein- andi Tryggvi Sigurbjarnarson. Dansleikur sunnudag kl. 20-23, Sighvatur Sveins- son leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Boðinn | Samverustund með prestum Kópavogssóknar kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30 og kl. 13, málm- og silfursmíði kl. 9.30 og kl. 13, jóga kl. 10.50 og fé- lagsvist kl. 20.30. Skráning er hafin á þorrablótið 22. jan. Sími 554-3400. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leik- fimi kl. 10.30. Gleðigjafarnir koma sam- an og syngja kl. 14. Félagsmiðstöðin Bólstaðarhlíð | Þorrablót 21. janúar kl. 17, salurinn opn- aður kl. 16.30. Þorrahlaðborð, Tindatríó- ið skemmtir, Þorvaldur Halldórsson sér um fjörið á ballinu, happdrætti og fjölda- söngur. Uppl. í síma 535-2760. Skráning og greiðsla eigi síðar en 19. jan. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 9.15, vinnu- stofur opnar, félagsvist kl. 13, síðdegis- kaffi kl. 14, opið frá kl. 9.30. Pool-mót í Jónshúsi, hefst 17. jan. kl. 9.30, þátt- tökuskráning. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. bókband, án leiðsagnar fyrir hádegi, prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30. Frá hádegi er spilasalur opinn, kóræfing kl. 15.30. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Á föstudögum er brids-aðstoð kl. 13. Hraunbær 105 | Bingó hefst kl. 13.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, biljardstofa og pílukast alla virka daga kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Opin vinnustofa frá kl. 9. Námskeið í myndlist kl. 13, bingó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/ kaffitár 8.50. Gestir frá Open University í London kynna sér starfið. Thachi kl. 9. Listasmiðjan kl. 9, myndlist. Gáfu- mannakaffi kl. 15. Hæðargarðsbíó kl. 16. Skráning í spænsku, skák, skrautskrift og tónlistarhóp. S. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka kl. 13. Norðurbrún 1 | Myndlist, vinnustofa og Útskurður kl. 9, bingó kl. 14. Vesturgata 7 | Þorrablót föstudaginn 4. febrúar. Nánar auglýst síðar. Getum bætt við okkur nemendum í glerskurði (Tiffanýs). Skráning og upplýsingar í s. 535-2740. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð kl. 9, enska kl. 11.30. Tölvu- kennsla kl. 13.30. Sungið v/flygilinn kl. 14.30. Dansað í aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Þorrablót Vitatorgs á bóndadaginn, 21. jan., kl. 18. Þorrahlaðborð, skemmtiatriði og dans, uppl. og skráning í síma 411-9450. Arnar Sigbjörnsson lætur flakkaeinn langhund sem hann gerði skömmu áður en gamla árið kvaddi. Hann segir að eini tilgangurinn hafi verið að skapa tilefni á milli er- inda til að skála á gamlárskvöld og því skipti engu þótt efni allra erind- anna væri meira og minna það sama, bara að þau væru nógu mörg! Og Arnar fær orðið: Ertu þá fokið til eilífðarnóns eigrandi í tóminu strjála? Bæði þú dugðir til dáða og tjóns í daglegu vafstri vors ötula Fróns. Ég fagnandi fyrir þér skála. Tilveran gengur í hring eftir hring og hringlar svo villt út í geiminn, en nú þegar allt virðist komið í kring krossa ég yfir þig, blessa og syng og dreypi þér skál mína dreyminn. Hvað sem þú aðhefst í ódáins rann ávallt þú trúað því getur að arfleifð þín lifir í sögnum með sann því sauðsvartur almúginn minnast þín kann með víni um sumur og vetur. Andlát þitt kannski mun ekki svo slæmt; þitt afkvæmi fæðist í staðinn. Fallegum vonum og vorhuga sæmt, hver veit hvernig það mun að endingu dæmt? Nú drekk ég, því skeður er skaðinn. Og fyrst að á hvarmi er titrandi tár og treginn er blandaður hlýju, veraldarsögu og ókomin ár ég ætla að vegsama, bljúgur og smár, og drekk því uns dagar að nýju. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af áramótum og skálaræðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.