Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 6

Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjöldann allan af brotum. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Símon Sigvalda- son, dómari í málinu, taldi næg rök fyrir því að binda refsingu mannsins skilorði með þeim fyrirvara að hann gengist undir dvöl á „hæli“ í allt að eitt ár í því skyni að komast yfir áfengis- og vímuefnafíkn. Líkt og Morgunblaðið greindi frá snemma í þessum mánuði er þessu ákvæði sárasjaldan beitt. Formaður Lögmannafélags Íslands sagði við það tækifæri að ekki væri nóg að hafa heimildina, eitthvað yrði að taka við. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er maðurinn sem um ræðir á leið í meðferð hjá SÁÁ. Samkvæmt dómnum skal hann hefja meðferðina eigi síðar en viku eftir dómsupp- kvaðningu. Brjóta ekki af sér edrú Stefán Karl Kristjánsson, verj- andi mannsins, lagði til að dómari málsins skoðaði hvort ástæða væri til að dæma manninn í skilorðsbundna refsingu, bundna því skilyrði að hon- um yrði gert að dvelja á hæli í tiltek- inn tíma til að venjast af neyslu áfengis eða deyfilyfja. Hann fékk sálfræðing, með samþykki ákæru- valdsins, til að vinna skýrslu en hann lagði til það úrræði í ljósi sjúkdóms- sögu mannsins. Á grundvelli þessa vottorðs féllst dómarinn á tillögu verjandans. Dómurinn hljóðaði ann- ars upp á tveggja og hálfs árs fang- elsisvist. Skjólstæðingur Stefáns Karls er í réttargæslukerfinu nefndur síbrota- maður. Stefán segir betur á því fara að tala um neyslubrotamenn, enda fremji þeir engin afbrot edrú. Þegar þeir eru í vímu teppa þeir hins vegar fangaklefa, enda hefja þeir brota- starfsemi stuttu eftir að þeir losna og hafa forgang í kerfinu því þá verð- ur að taka úr umferð. „Með þessu móti er verið að taka á vandamálinu og um leið létta á biðlistum Fangels- ismálastofnunar,“ segir Stefán og bætir við: „Dómarinn er með þessu að setja dálitla pressu á heilbrigð- isyfirvöld að finna úrræði. Og það kæmi mér ekki á óvart ef eitthvert úrræði yrði fundið.“ Skilorð dóms bundið við meðferð  Þrítugur karlmaður fer í meðferð en sætir ella fangelsi í tvö og hálft ár Morgunblaðið/Golli Neysla Vímuefnafíklar brjóta oft af sér, s.s. innbrot og fjársvik, til að verða sér úti um fjármuni. Oftar en ekki til að verða sér úti um meiri fíkniefni. Ný skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir ASÍ sýnir að 94% þeirra sem taka afstöðu vilja sam- bærilegar launahækkanir fyrir alla í komandi samningum en 6% vilja meiri launahækkanir til þeirra sem starfa í útflutnings- greinum. Í tilkynningu frá ASÍ kemur einnig fram að 48% vilji að verka- lýðshreyfingin leggi mesta áherslu á að tryggja kaupmátt launa í yf- irstandandi kjaraviðræðum en 24% vilji að áherslan sé á að tryggja atvinnuöryggi. Skoðanakönnunin var lögð fyrir 1200 manna slembiúrtak úr þjóð- skrá og var nettósvarhlutfall 62,9%. Spurningarnar tvær voru þó aðeins lagðar fyrir þá sem eiga aðild að stéttarfélögum. Fyrri spurningin hljóðaði svo: „Nú standa yfir viðræður um nýja kjarasamninga. Hvort ertu hlynnt- ari því að verkalýðshreyfingin leggi áherslu á sambærilegar launahækkanir fyrir alla, eða meiri launahækkanir til þeirra sem starfa í útflutningsgreinum, sem njóta nú góðs af gengi krón- unnar?“ Í seinni spurningunni var spurt hvað verkalýðshreyfingin ætti að leggja mesta áherslu á í kjara- viðræðunum. Eins og fyrr segir vildu 48% tryggja kaupmátt, 24% að áherslan yrði á atvinnuöryggi en 19% vilja beinar launahækk- anir. Krónur 94% vilja sameiginlega launastefnu skv. könnun ASÍ. Vilja sam- eiginlega launastefnu  Niðurstöður könn- unar fyrir ASÍ Það eimir enn eftir af snjó í höfuðborginni en vorið er byrjað að minna á að það sé á næsta leiti. Sólin rís í dag kl. 9:01 og því farið að birta um það leyti sem margir eru á leið til vinnu. Daginn lengir um rúma sex og hálfa mínútu dag hvern og nýtur birtunnar við í dag í tæpan níu og hálfan tíma. Í takt við þetta hefur hitastigið hækkað smám saman og eru rauðu tölurnar farnar að verða æ algengari í veðurkortunum. Morgunblaðið/RAX Enn ummerki um vetur þótt vorið liggi í loftinu Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Samninganefndir Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði Rík- issáttasemjara kl. 10 í gærmorgun en að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, formanns ASÍ, var að- allega rætt um vinnulag næstu daga. Á dagskránni eru sameiginleg réttindamál sem ASÍ lagði fram við SA, svo sem um veikindi, slys, lífeyrismál, vaktavinnukerfi og yfirvinnu. Á fundinum voru skipaðir vinnuhópar sem voru að störfum í gær og munu að sögn Gylfa starfa fram í vikulok en búið er að boða til næsta fundar ASÍ og SA næstkomandi föstudag. „Þessir vinnuhóp- ar verða að vinnu næstu daga og við ætlum að keyra þessi mál áfram og ég á ekki von á öðru en að þessi vika fari svolítið í það.“ Gylfi segir að til hafi staðið að funda með ríkisstjórninni um kjaramálin um miðja síð- ustu viku en að Icesave hafi orðið til þess að því var frest- að. „Næsta skref er að ýta af stað viðræðum við stjórnvöld um þeirra þátt í þessu,“ sagði Gylfi í gær. „Bæði viljum við setja þessa vinnu í gang almennt en ég tel líka ótækt annað en að ná fundi með rík- isstjórninni útaf Icesave-málinu, til að glöggva okkur á því.“ Sameiginleg réttindamál rædd og vinnuhópar skipaðir  Vilja funda með ríkisstjórninni um kjaramálin og þróun Icesave-málsins Kennitöluflakk og réttindamissir » Eitt þeirra mála sem ASÍ hefur á sinni könnu um þessar mundir er réttindamissir starfsfólks við gjaldþrot fyrirtækja. » Skv. lögum yfirfærast áunnin réttindi við aðilaskipti en ekki við gjaldþrot. Starfsmenn þeirra fyrirtækja sem skipta nú um kennitöl- ur missa því kjararéttindi á borð við orlofs- rétt, veikindarétt og uppsagnarfrest. » ASÍ hefur komið þeirri kröfu á framfæri við ríkisstjórnina að lögum verði breytt. Gylfi Arnbjörnsson „Gleðilegt er að þessi leið skuli reynd sem getur örugglega gagnast mjög mörgum,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Hann segir að nokkuð erf- itt hafi verið að koma þessu í gegn og allt annað en sjálfgefið að dómarar tækju þessa afstöðu. Spurður hvernig SÁÁ séu í stakk búin til að takast á við fjölgun sjúklinga fari svo að dómarar beiti heimildar- ákvæðinu oftar segir Þórarinn auðséð að þar liggi sóknarfæri hjá SÁÁ, þ.e. þegar kemur að því að sækja fjármuni inn í ráðuneyti dómsmála, þ.e. innanríkisráðu- neyti. Ætti að létta á kerfinu SÓKNARFÆRI FYRIR SÁÁ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.