Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 12

Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Sjálfur tel ég að menn muni stilla okkur upp við vegg og segja: Nú er það komið í ljós að þið uppfyllið ekki þessi skilyrði, og þá þurfið þið að borga það sem upp á vantar,“ segir Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave- samninganefndinni síðustu. Lárus reiknar ekki með því að Bretar og Hollendingar höfði bótamál hér heima, þótt það sé vissulega mögu- leiki. Heldur muni niðurstaða EFTA-dómstólsins og vísan í EES- samninginn verða notuð til þess að þrýsta á Íslendinga um greiðslu. Komi Icesave-málið til kasta EFTA-dómstólsins í Lúxemborg er líklegt að tekist verði á um túlkun réttarreglna sem stafa frá EES- samningnum. Niðurstaða dómstóls- ins yrði ráðgefandi og óbindandi. Niðurstaða dómstólsins yrði þann- ig öðru fremur vopn í pólitískum ágreiningi landanna í millum og staðan að því leyti óbreytt. Vilji Bretar og Hollendingar hins vegar höfða bótamál á hendur íslenska ríkinu yrði það gert hér á landi. EFTA-dómstóllinn líklegastur Lárus segir málið í þeim farvegi að líklegast sé að það komi til kasta EFTA-dómstólsins, fari svo að lög- um um ríkisábyrgð verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu og ekki ná- ist nýir samningar. Hvað frekari samningaviðræður varðar kveðst hann ekki hafa trú á að sá kostur sé lengur fyrir hendi. Þær raddir hafa heyrst í fjöl- miðlum að mögulega gæti málið komið til kasta annarra dómstóla, til að mynda Alþjóðadómstólsins í Haag. „Það sem liggur fyrir er að þetta er á leið fyrir EFTA-dóm- stólinn og ég tel allar líkur á að málið fari þangað, verði samning- arnir ekki samþykktir, hvort sem menn reyna að beina því eitthvað annað líka. Málið fer þá í þann far- veg í framhaldi af áminningarbréf- inu frá ESA,“ segir Lárus, og vísar til bréfs Eftirlitsstofnunar EFTA sem sent var íslenskum stjórnvöld- um í fyrra. Hófstilltari viðbrögð erlendis Viðbrögðin við ákvörðun forset- ans nú eru öllu hófstilltari en þau voru í fyrra, í það minnsta hvað Breta varðar. Fjármálaráðuneytið verst allra fregna og heldur sig enn við það að beðið sé nánari upplýs- inga frá íslenskum stjórnvöldum áður en afstaða verður tekin í mál- inu. Breskir fjölmiðlar gera málinu að sama skapi lítil skil, sérstaklega ef litið er til fjölmiðlaumfjöllunar- innar í fyrra, og í flestum tilvikum skautað yfir staðreyndir málsins án frekari bollalegginga eða greining- ar. Höfundum leiðarans Lex í við- skiptadagblaðinu Financial Times hefur verið Icesave-deilan hugleik- in, og er málið gert að umfjöllunar- efni í pistli í gær. Þar eru færð fyr- ir því rök að hugsanlegt sé að samningarnir verði samþykktir í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem kjörin séu Íslendingum hagfelldari. Hins vegar verði að horfa til þess að eindregin niðurstaða kosning- anna í fyrra hafi ekki leitt hörm- ungar yfir landið, nema síður sé. „Himinninn hrundi ekki yfir Ís- lendinga þegar þeir neituðu að greiða fyrir mistök bankamanna sinna. Ef þeir gera það aftur gætu aðrir farið að fá hugmyndir,“ segir í niðurlagi leiðarans. Hollendingar virðast öllu reiðari en Bretar, í það minnsta ef marka má forsíðu hollenska dagblaðsins De Telegraaf, en þar er málinu slegið upp á áberandi stað. Þrýst á Íslendinga að greiða  Lárus Blöndal segir niðurstöðu EFTA-dómstólsins, komi málið til kasta hans, verða notaða til að beita þrýstingi Ekki borgunarmenn Hollenska dagblaðið De Telegraaf sló frétt af ákvörð- un forseta Íslands um synjun Icesave-laganna upp á forsíðu í gær. EFTA-dómstóllinn » Líklegt er að niðurstaða EFTA-dómstólsins verði fyrst og fremst pólitískt vopn í Ice- save-deilunni. » Lárus Blöndal hæstarétt- arlögmaður telur ólíklegt að höfðað verði bótamál á hendur íslenska ríkinu. » Hann telur líklegast, verði samningnum hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu, að málið fari fyrir EFTA-dómstólinn. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í innanríkisráðuneytinu var í gær rætt um hvernig staðið skyldi að kynningu fyrir yfirvofandi kosningar um Icesave-lögin. Engin endanleg niðurstaða fékkst en málin munu væntanlega skýrast betur eftir rík- isstjórnarfund í dag. Þegar forseti synjar lögum stað- festingar ber innanríkisráðuneytið ábyrgð á að kynna þá kosti sem kjós- endur geta valið á milli, samkvæmt lögum um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem tóku gildi sl. sumar. Ráðuneytið skal svo fljótt sem auðið er og ekki síðar en viku fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna senda öllum heimilum í landinu sér- prentun laganna og jafnframt vekja athygli á að frumvarpið til laganna og öll skjöl varðandi meðferð þess séu aðgengileg á vef Alþingis. Fyrir síðustu Icesave-kosningar fól dómsmálaráðuneytið Lagastofn- un Háskóla Íslands að semja kynn- ingarefni vegna kosninganna. Stofn- unin samdi bæði textann sem birtist í bæklingi sem borinn var í öll hús og á vefsvæðinu thjodaratkvaedi.is. Innanríkisráðuneytið hafði í gær ekki haft samband við Maríu Thejll, forstöðumann Lagastofnunar, vegna kosninganna. Síðast fékk stofnunin tæpar þrjár vikur til verksins. Kynnir ef það ákveður sjálft Í þessu tilviki var það forseti Ís- lands sem ákvað að vísa lögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ákveði Al- þingi hins vegar sjálft að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu er það hlut- verk þingsins, en ekki innanríkis- ráðuneytisins, að standa fyrir víð- tækri kynningu á því málefni sem borið er undir atkvæði. Í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu á forsætis- nefnd Alþingis að setja nánari reglur um fyrirkomulag kynningar. Þær reglur hafa ekki enn verið settar. Öll heimili eiga að fá Icesave-sérprent  Í innanríkisráðuneytinu er byrjað að huga að kynningu  Alþingi kynnir þegar það ákveður atkvæðagreiðslu 2008 6. október Landsbankinn fellur. 11. október Ritað undir skjal um sameiginlegan skilning aðila þess efnis að Hollendingar myndu veita íslenska tryggingarsjóðnum lán til að greiða lágmarsktryggingu 20.887 evrur. Fljótlega komu upp deilur. Bresk og hollensk yfirvöld litu svo á að íslenska ríkið þyrfti að standa að baki tryggingarsjóðnum vegna lágmarks- trygginga en íslensk stjórnvöld töldu að íslenska ríkinu bæri ekki að ábyrgjast greiðslur ef þær færu fram úr því sem tryggingarsjóðurinn gæti staðið undir. 2009 5. júní Gengið frá samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins eftir rúmlega hálfs árs viðræður. Ekki er nægur meirihluti fyrir samningnum um ríkisábyrgðina og Alþingi hefur málið til umfjöllunar allt sumarið. Fjárlaganefnd vinnur í tíu vikur að því að ná sátt um frumvarpið. 28. ágúst Alþingi samþykkir frumvarp fjármála- ráðherra um að ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldameð fyrirvörum um að ríkisábyrgðin taki aðeins gildi ef Bretar og Hollendingar sætta sig við við fyrirvarana. Forseti Íslands staðfestir síðan lögin með áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis. 19. október Fjármálaráðherra undirritar sérstakan samþykktar- og viðaukasamning Íslendinga, Breta og Hollendinga vegna Icesave. 30. desember Icesave-lagafrumvarpið samþykkt á Alþingimeð 33 atkvæðum gegn 30. 2010 5. janúar Forseti Íslands synjar Icesave-lögunum staðfestingar. 15. febrúar Fyrsti fundur nýrrar samninganefndar Íslands, undir forystu Lee C. Buchheit með fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda. 6. mars Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin. Lögin eru felldmeð yfirgnæfandi mun. 9. desember Samninganefnd Íslands kynnir nýja Icesave-samninga. 2011 16. febrúar Lög um nýju Icesave-samningana samþykkt af Alþingi. 44 þingmenn sögðu já, 16 sögðu nei og 3 sátu hjá. 20. febrúar Forseti Íslands synjar lögunum staðfestingar. Þjóðaratkvæðagreiðslu þarf að halda innan tveggjamánaða. Morgunblaðið/Kristinn Kosið Kjörsókn í Icesave-kosningunum 6. mars 2010 var um 62% en alls kusu 144.231, 2.599 sögðu já, 134.397 sögðu nei og 6.744 skiluðu auðu. Endanlegur kostnaður vegna samninganefndar Íslands í Icesave-málinu, þ.e. þeirrar sem var undir forystu Lee C. Buchheits, liggur ekki fyrir, sam- kvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Aðrir sem sæti áttu í nefndinni voru Guðmundur Árnason, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, og hæstaréttarlögmennirnir Jóhannes Karl Sveinsson og Lárus Blöndal. Aðrir sem störfuðu með nefndinni voru Charles Willi- ams, Andrew Speirs og Ari Winarto frá ráðgjafarþjónustunni Hawkpoint í London, Nigel Ward frá lögmannsstofunni Ashurst í London, Kristján Andri Stefánsson lögfræðingur, sendiherra í utanríkisþjónustunni, og Hrafn Steinarsson, hagfræðingur í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Fleiri íslenskir embættismenn unnu að afmörkuðum þáttum. Þá starfaði á tímabili með nefndinni sem sérstakur ráðgjafi Don Johnston, fyrrver- andi aðalframkvæmdastjóri OECD. Kostnaður liggur ekki fyrir SAMNINGANEFND UNDIR FORYSTU LEE C. BUCHHEIT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.