Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 28

Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAR EIGUM VIÐ AÐ KOMA OKKUR FYRIR? BARA HVAR SEM ER HVAÐ SEGIRÐU UM ÞARNA, NÁLÆGT VA... VAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA... ÞESSI MAÐUR KANN SIG... HEITIRÐU 5? HVERS- KONAR NAFN ER ÞAÐ? PABBA FINNST VIÐ VERA AÐ MISSA SÉRSTÖÐU OKKAR OG VERÐA EKKERT ANNAÐ EN NÚMER ÞANNIG AÐ HANN ER AÐ MÓTMÆLA? NEI HANN ER AÐ SÆTTA SIG VIÐ ÞAÐ ...EF ÞIÐ LOFIÐ AÐ TAKA TENGDAMÖMMU MÍNA Í GÍSLINGU ÉG SKAL GEFAST UPP OG LEYFA YKKUR AÐ TAKA KASTALANN... VEISTU HVER ER STÆRSTI GALLINN VIÐ AÐ ÖRYGGISPRÓFA BÍLA? ÞAÐ AÐ ÞURFA AÐ KEYRA Á STEINVEGG Á 100 KM HRAÐA? NEI, SKORTUR Á SJÚKRA- TRYGGINGU ÞAÐ ER HRÆÐILEGT AÐ SJÁ ÞETTA, HVERNIG LÍÐUR YKKUR? VIÐ HÖFUM ÞAÐ ÁGÆTT. VIÐ VORUM MJÖG HEPPIN KRAKKARNIR VORU Í SUMARBÚÐUM OG ÉG OG KONAN VORUM ÚTI AÐ BORÐA SVO VAR ÉG LÍKA NÝBÚINN AÐ HÆKKA HEIMILIS- TRYGGINGUNA OKKAR ÞAÐ VAR SNIÐUGT... ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA, BRÁÐUM VERÐ ÉG BÚINN AÐ SARGA ÞETTA SUNDUR BRÁÐUM VERÐA ARMARNIR MÍNIR ÓBRJÓTANLEGIR ERT ÞETTA ÞÚ?! ÉG HELD AÐ FÁ SKÁLD HEFÐU GETAÐ ORÐAÐ ÞETTA BETUR!MIKIÐ HLJÓMAR ÞETTA B-MYNDALEGA HJÁ ÞÉR DOKTOR Til hamingju með nýja óvininn Mikið er hún skamm- arleg og hrokafull greinin sem sérfræð- ingurinn Magnús Gottfreðsson skrifar í Fréttablaðið 18. febr- úar og nefnir „Til hamingju með nýja óvininn“. Hann fylgist greinilega lítið með, því þessi „nýi óvinur“ er margra ára og eng- in ný sannindi í dag. Það er merkilegt með svona sérfræðinga, eins og Magnús, þeir þola alls ekki óhefðbundnar lækn- ingar og í gegnum skrifin þeirra birtast fáfræði, hroki, öfund og hræðsla um sitt eigið skinn. Þeir vita að sífellt fleiri leita nú óhefðbund- inna lækninga, enda eru þar líka sér- fræðingar og vel menntað fólk í þeim hópi. Niðurlag greinar Magnúsar er svo dap- urlegt, ófyndið, hroka- fullt og dónalegt og hef ég ekki séð annað eins á prenti og sæmir ekki vel menntuðum sér- fræðingi. Elín. Vegna myndar í Velvakanda 18. febrúar sl. Sendandi myndar af Halldóri Jóhannesi Egilssyni frá Swan River vill árétta að netfangið, sem senda skal upplýs- ingar á (á íslensku), er: isahultqvist@hotmail.com. Ást er… … að baka fyrir barnaafmæli. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópar kl. 10.30. Vatnsleikfimi kl. 10.45. Postulínsmálun kl. 13, lestr- arhópur kl. 13.30, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.45. Handavinna kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður, út- skurður, línudans, handavinna. Bústaðakirkja | Mið. 23. febrúar kl. 13. Handavinna, spil og föndur, Andri Óm- arsson kennir brjóstsykurgerð, dr. Óttar Guðmundsson geðlæknir flytur. Ritning- arlestur og bæn. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, framsögn kl. 13, félagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, söngur/upplestur kl. 14 á 2. hæð. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Guðrún Dóra Guðmannsdóttir hjúkrunarfr. flytur erindi, Að eldast með reisn. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Framsögn kl. 17. Félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starf í Ármúlaskóla kl. 15. EKKÓ-kór æfir í húsi KHÍ við Stakkahlíð kl. 16.30. Félagsheimilið Boðinn | Handavinna kl. 9, gönguklúbb. kl. 13, kínv. leikfimi kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.15, handavinnustofa, gler- og postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga, myndlist og tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10, málm og silf- ursmíði, kanasta kl. 13. Jóga kl. 18. Tón- leikar Agnesar Thorsteins kl. 14. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, trésmíði kl. 9/13, vatnsleikf. kl. 12.10, kirkja, bútas./ karlaleikf. kl. 13, botsía kl. 14, Bón- usrúta kl. 14.45, línudans kl. 16.15. Bingó/kaffi í Jónshúsi kl. 20 í boði Lions, Stefán Helgi Stefánsson tenór syngur. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, m.a. glerskurður/perlusaumur. Stafganga kl. 10.30. Félag heyrnarlausra á staðnum kl. 11. Postulín kl. 13. Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30. Helgistund, handavinna spil/spjall. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong og myndmennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30. Brids kl. 12.30, gler og myndmennt kl. 13. Bókmenntaklúbbur á morgun kl. 10.30, kvöldvaka Lions fim. 24. febr. kl. 20. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Bútasaumur kl. 9. Námsk. í myndl. kl. 13. Helgistund kl. 14 sr. Ólafur Jóhannsson. Stólaleikfimi kl. 15. Hæðargarður 31 | Ný dagskrá. Viltu taka þátt í hláturjóga, skrautskrift, bók- menntaklúbb, postulínsmálun, skapandi skrifum, félagsvist, ömmunni, fram- sagnarhópnum, afanum, thachi, búta- saum, myndlist, fá leiðbeiningar í tölvu, læra að prjóna íslenska ullarpeysu eða taka þátt í öskupokasýningunni? Uppl. s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa- vogsskóla hópur I kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, hópur III kl. 17.40. Versalir: Ganga kl. 16.30. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13.30 aðalfundur í Hlöðunni í Gufu- nesbæ. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Postu- línsmálun kl. 9, vísnaklúbbur kl. 9.15, leikfimi kl. 11, handverksstofa, kl. 13, op- ið hús, brids-vist kl. 13, opið verkstæði – postulínsmálun. Norðurbrún 1 | Postulín, myndlist, vefnaður o.fl. kl. 9. Útskurður kl. 9. Frí- stundastarf fyrir íbúa Norðurbrúnar kl. 13. Sr. Sigurður í Norðurbrún 1 milli kl. 13.30 og 14. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garða- bæ | Bíódagur síðasta þriðjudag í mán- uði kl. 13.30. Kyrrðarstund í kirkju kl. 12.10, súpa og brauð í hádeginu. Opið hús – bíó, spil og saumahorn kl. 13. Seljakirkja | Menningarvaka í kvöld kl. 18. Gréta Guðnadóttir segir frá Helga Helgasyni, tónskáldi. Matur á eftir. Þátt- tökutilk. í síma 567 0110. Vesturgata 7 | Handav. kl. 9.15, spurt/ spjallað og leshópur kl. 13, spil kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaumur og glerbræðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30, upplestur kl. 12.30, handavinnust. opin e. hádegi. Félagsvist kl. 14. Aðalgeir Arason hefur sérhæftsig í slitruhætti í gegnum tíð- ina, en á dögunum birtust slitrur eða „andarslitrur“, eins og gárung- arnir kalla það, um Mubarak, fyrr- um forseta Egyptalands. Gísli Sigurðsson sendi Vísna- horninu kveðju þar sem hann rifj- aði upp fleiri kostulegar vísur Að- algeirs um þjóðhöfðingja, sem ortar eru undir sama bragarhætti: Mar oft Thatcher mikið grét, mót So fallin stjórn er vét Elísa drottning alveg bet er æðrulaus í landi Bret. Ssein er heppinn Saddam Hú, sið hann játar hammeðs Mú, væt hann mjólka vildi Kú, van ég hef á þessu trú. Tehe klerkur ræður ran, raun er þegnum Ír í an Rea hann hatar Ronald gan, ríkja Banda forsetann. Á vísnavef Héraðsskjalasafns Skagafjarðar má finna eina vísu, þar sem forseti Íslands kemur við sögu. Hún er eftir ókunnan höfund og í skýringu segir: „Við fyrsta for- setakjör á Íslandi voru það aðeins þingmenn sem kusu. Við þá at- kvæðagreiðslu komu fram 15 auðir seðlar. Út af þessu var þessi fer- skeytla ort.“ Og vísan er svona: Áttu að fella forsetann fimmtán seðlar auðir. Höfundunum enginn ann, allir betur dauðir.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af vísum og þjóðarleiðtogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.