Morgunblaðið - 22.02.2011, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 2011
Vesturport setur stefnuna á Broadway
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Eins og greint var frá á vef Morg-
unblaðsins 9. febrúar sl. hefur ís-
lenski leiklistarhópurinn Vesturport
gert samning við Hollendinginn Rob-
in De Levita, þekktan leikhúsfram-
leiðanda sem átt hefur góðu gengi að
fagna með uppsetningum sínum á
Broadway í New York, West End í
Lundúnum og víðar um Evrópu. De
Levita hefur m.a. hlotið bandarísku
leiklistarverðlaunin Tony, fyrir söng-
leikinn Titanic, leikritin 42nd Street
og Into the Woods og Laurence Oli-
vier-verðlaunin fyrir Tommy, rokk-
söngleik hljómsveitarinnar The Who.
Markmiðið með samningnum er að
vinna að uppfærslum með Vest-
urporti og fyrsta verkefnið er Ham-
skiptin eftir Franz Kafka. Vesturport
hlaut Evrópsku leiklistarverðlaunin í
fyrra og verða þau afhent í Péturs-
borg í apríl næstkomandi.
Hamskiptin á Broadway
Gísli Örn Garðarsson er listrænn
stjórnandi Vesturports og blaðamað-
ur sló á þráðinn til hans í liðinni viku
og spurði hann út í samstarfið við De
Levita. „Það er komið formlegt sam-
komulag og það sem hann ætlar sér
að gera er að taka sýningar sem við
höfum verið að gera og ætlum okkur
að gera og koma þeim inn í com-
mercial heiminn þarna úti í Ameríku,
fyrst og fremst. En það er ekkert í
hendi með það ennþá, það er nátt-
úrlega bara eins og alltaf. Það þurfa
einhverjir að koma að fjármögn-
uninni að því, eins og það er,“ segir
Gísli. „Það sem verið er að setja fók-
usinn á er að koma Hamskiptunum á
Broadway og hann er þá að leiða
þann hest. Það þarf náttúrlega að
vera formlegt og frágengið í samn-
ingum til að menn geti gert það. Það
mætti því segja í rauninni að hann sé
með „first look deal“, eins og menn
kalla það og hann er náttúrlega mjög
reyndur á Broadway, hefur gert heil-
an helling, þannig að þetta er bara
mjög skemmtilegt,“ segir Gísli. De
Levita hafi að mestu unnið í heima-
landi sínu Hollandi hin síðustu ár en
vilji nú greinilega snúa aftur á Broad-
way og þá með Vesturporti.
Fjárfestar dregnir á sýningar
– Hvernig kom þetta til?
„Ég hitti hann þegar við vorum að
gera Hamskiptin í London á sínum
tíma, árið 2006. Þá kom hann og sá
sýninguna. Svo kom hann til Íslands,
var að gera sjónvarpsþætti sem voru
teknir upp hér á landi og þá hafði
hann samband. Einhvern veginn í
kjölfarið, í umræðunni um hvað við
værum að gera, fékk hann brennandi
áhuga á því sem við værum að setja
upp og síðan þá hefur hann komið og
séð allar sýningarnar okkar; Faust,
Rómeó og Júlíu og Hamskiptin og í
kjölfarið bað hann okkur um að gera
þennan samning,“ segir Gísli. „Þegar
við vorum með Hamskiptin í BAM í
New York um daginn nýtti hann það
tækifæri mjög vel til þess að draga
mikið af peningaliði og fjárfestum á
Broadway á sýninguna. Allt lítur
mjög vel út og þetta er allt mjög
sennilegt en þetta kostar náttúrlega
ógeðslega mikla peninga og þetta er
gríðarleg áhætta að fara inn á mark-
aðinn.“
Gísli segist halda að það kosti um
tvær milljónir dollara að frumsýna
stykki eins og Hamskiptin á Broad-
way, þó að sýningin sé tilbúin, aðeins
með fimm leikurum og frekar einföld
í uppfærslu. „Ég myndi ekki þora í
þessa fjárfestingu en ég hef ekki
svona peninga á milli handanna. En
ef eitthvað hittir vel á Broadway þá
líka hittir það mjög vel.“ Gísli segir
þrjár fjölskyldur eiga öll leikhúsin á
Broadway og þær hafi áhuga á Ham-
skiptunum. Leikhúsin séu því opin
fyrir verkinu en fjármagnið vanti.
„Þetta er á einhverri leið sem er
ennþá raunhæf,“ segir Gísli en
ómögulegt að segja hvenær sýningin
geti mögulega farið á fjalirnar, Vest-
urportshópurinn sé þétt bókaður
fram í tímann. Hópurinn frumsýndi
Hamskiptin laugardaginn sl. í borg-
arleikhúsinu í Malmö í Svíþjóð.
Tony-verðlaunahafinn Robin De
Levita sóttist eftir samstarfi
Kafka Gísli Örn í hlutverki Gregors Samsa í hinu þekkta verki Franz Kafka, Hamskiptunum.
www.robindelevitaproduc-
tions.com/
Véfrétt Apollons í Delfí héltleynispjaldskrá er gerðihofprestum kleift að sam-ræma svör goðsins við
sömu spurningum þótt áratugir liðu á
milli. Og jafnframt öðlast yfirsýn er
ugglaust hefur komið í hagnýtustu
þarfir. E.t.v. eitthvað í líkingu við nú-
tíma hugveitur er spá í ástand og
horfur um víða veröld.
Því er frá þeirri hugrenningu
greint, er upp kom við nánast fullt
hús á sinfóníutónleikunum á fimmtu-
dag, að á dyragæzludömu mátti skilja
að rauða tónleikaröðin væri vinsælust
meðal áskrifenda. Hversu mikið að-
sókn kvöldsins átti að þakka aðdrátt-
arafl stjórnanda og einleikara var svo
önnur spurning. Engu að síður þætti
manni viðeigandi að stofnun eins og
SÍ hefði marktæka hugmynd um ósk-
ir íslenzkra hlustenda, allavega með-
an ekki verður úr botnlausum fjár-
veitingum ausið. Yrði afar fróðlegt að
frétta nánar af því, sérstaklega þegar
óðum styttist í tilkomu eins stærsta
tónleikahúss Norðurlanda.
Ég hef áður ýjað að slíku. En ef hin
aðsteðjandi tímamót n.k. maí eru ekki
fullgilt tilefni til að kanna smekk og
vilja baklandsins, þá veit ég varla um
önnur betri í fyrirsjáanlegri framtíð.
Alltjent ættum við að eiga nógu
marga menningarfélagsfræðinga til
að kanna þau mál af sæmilegu viti –
s.s. hverjir vilja hvað – og jafnvel
hvers vegna!
Slík könnun kæmi reyndar fleirum
en SÍ að gagni. T.d. útvarpsstöðvum,
skólum og minni tónleikahöldurum.
Og vitanlega ber ekki að skilja sem
svo að flaggskip tónlistarflutnings
hér á landi þurfi að einskorða sig við
vinsældalista. En óneitanlega fló
manni fyrir þetta kvöld hvað gamlir
erkimeistarar á við Brahms og Schu-
mann (hafi s.s. ekki tiltölulega „heitt“
sólistanafn eins og Kirill Gerstein
gert útslagið í Brahms) virðast enn
geta safnað fullum húsum – meðan
yngri jafningjar á við Hindemith hafa
verið í lægð, og aðrir eldri að sama
skapi. Í þessu sem öðru verða jafnt
ris sem hnig, ósjaldan háðari kynn-
ingu en gæðum.
Meistaraverksstaða 2. Píanókons-
erts Brahms er enn óumdeild, og líf-
leg, aflþrungin en samt dýnamískt
fjölbreytt túlkun Gersteins skerti
hana í engu þrátt fyrir einstaka gösl-
arafinku. Mótspil hljómsveitar var í
bezta formi, og tvíleikurinn við selló-
leiðarann í III. þætti draup ljúfu
sméri af hverju strái.
Hitt fannst mér þó verulega trufl-
andi – að hve miklu leyti megi svo
rekja til setu yzt til hægri á 20. bekk,
ef ekki líka til kvefrænnar slímsöfn-
unar undirritaðs – hvað slagharpan
hljómaði skringilega marflöt; nánast
án bassafyllingar og engu líkari en
strengd væri á straubretti. Var hljóð-
færið í óvenjuslöku ástandi – eða var
það ömurleg akústík hússins eina
ferðina enn? M.a.s. mátti stundum
heyra n.k. „tinsuð“, líkt og undan
teiknibólu á stökum hamri þá fastast
var slegið. Á móti vó seiðandi aukalag
Gersteins, Álfakonungur Schuberts í
umritun Liszts, og hlaut það storm-
andi undirtektir að verðleikum.
4. Sinfónía Schumanns var manni
gamall kunningi aftan úr mennta-
skólaárum, þótt óhemjulangt væri
um liðið frá síðustu heyrn. Hvað sem
um orkestrunarhæfileika höfundar
má segja, þá býr verkið oft yfir nærri
Mendelsohnskum lagrænum töfrum
þrátt fyrir nokkurt margtekning-
arhjakk. Sveitin lék af innlifun, og
smitandi kraftur lokaþáttar kallaði
fram verðskulduð bravóköll frá þakk-
látum áheyrendum.
Smér af hverju strái
Háskólabíó
Sinfóníutónleikarbbbmn
Schumann: Sinfónía nr. 4. Brahms: Pí-
anókonsert nr. 2. Kirill Gerstein píanó
og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn-
andi: Louis Langrée. Fimmtudaginn 17.
febrúar kl. 19:30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Einleikarinn „Meistaraverksstaða 2. Píanókonserts Brahms er enn óum-
deild, og lífleg, aflþrungin en samt dýnamískt fjölbreytt túlkun Gersteins
skerti hana í engu þrátt fyrir einstaka göslarafinku.“
–– Meira fyrir lesendur
.
Morgunblaðið gefur út ÍMARK
fimmtudaginn 3. mars og er tileinkað
íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK
stendur fyrir en hann verður haldinn
hátíðlegur 4. mars.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, fimmtudaginn 24. febrúar.
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
ÍMARK íslenski
markaðsdagurinn
S
É
R
B
L
A
Ð
MEÐAL EFNIS:
Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar
Viðtal við formann Ímark
Saga og þróun auglýsinga
hér á landi
Neytendur og auglýsingar
Nám í markaðsfræði
Góð ráð fyrir markaðsfólk
Tilnefningar til verðlauna
Hverjir keppa um
Lúðurinn
Viðtöl við fólkið á bak
við tjöldin
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni