Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Út er komin bók- in Góða ferð – handbók um úti- vist, eftir Helen Garðarsdóttur og Elínu Magn- úsdóttur. Bókin er 180 blaðsíður að lengd og er hún ætluð sem eins konar alfræðirit fyrir útivist- ariðkendur, bæði byrjendur og lengra komna. Í henni er farið yfir grunnþætti útivistariðkunar, eins og klæða- og útbúnaðarval, rötun, leiðarval, næringu, veður og skyndihjálp. Höfundar styðjast við margra ára reynslu og þjálfun úr björg- unarsveitarstarfi, skátastarfi og al- mennri ferðamennsku til að fræða lesandann um allt sem þeim finnst mikilvægt að ferðafólk kunni skil á, ætli það til fjalla. Meðal ráðgjafa og yfirlesara voru fjallaleiðsögumenn, björg- unarsveitarfólk, næringarfræð- ingur, landfræðingur, leiðbeinandi í fjallamennsku, kennari í fyrstu hjálp og sérfræðingur í útieldun. Í bókinni er fjöldinn allur af ljós- myndum, skýringarmyndum, list- um og töflum sem gera hana auð- velda aflestrar. Góða ferð – handbók um útivist Á alþjóðlegun baráttudegi kvenna hinn 8. mars nk. verður haldinn hádegisfundur undir yfirskriftinni „Staða konunnar er laus til um- sóknar – jafnrétti úr viðjum van- ans!“ Fundurinn fer fram á Grand hóteli Reykjavík og hefst kl. 11:45. Fundurinn er skipulagður í sam- starfi við ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SSF, Jafnréttisráð og Jafnrétt- isstofu. Erindi á fundinum flytja Margrét Steinarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu Íslands, Eygló Árna- dóttir, sjálfstætt starfandi fræðikona, og Ingólfur Ásgeir Jó- hannesson, prófessor við Háskóla Íslands. Staða konunnar Ásgeir Sandholt bakari sigraði í undankeppni fyrir hina þekktu Barry Callebaut World Chocolate Masters-súkkulaðikeppni. Undan- keppnin fór fram í fyrradag í Bella Center í Danmörku. Sjö keppendur tóku þátt í keppn- inni en aðeins tveir komust áfram og varð Ásgeir langt fyrir ofan aðra keppendur í heildarstigum, segir í frétt á vefnum freisting.is. Ásgeiri til aðstoðar var Elísa Gel- fert. Aðalkeppnin sjálf fer svo fram í París dagana 17.-20. október næstkomandi þar sem Ásgeir mun etja kappi við keppendur frá tutt- ugu löndum. Ásgeir Sandholt vann undankeppni STUTT Rangt nafn og titill Ranglega var farið með nafn og tit- il formanns Félags skólastjórnenda í Reykjavík í blaðinu í gær. Er Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir beð- in velvirðingar á mistökunum en hún er ekki stjórnarmaður í Skóla- stjórafélagi Íslands eins og hermt var. LEIÐRÉTTING Str. 38-54 Nýjar vörur tunikur, toppar, buxur og bolir www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Mikið úrval af aðhaldsfatnaði Póstsendum Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Nýtt - Gæðavara Úrval af peysum og bolum Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Laugavegi 63 • S: 551 4422 Vorfrakkarnir komnir skoðið sýnishorn álaxdal.is Fimmtudags- brjálæði Skokkar og kjólar áður 16.990 Nú 9.990 Ótrúlegt úrval ATH. aðeins í dag Fleiri myndir á facebook Vertu vinur Laugavegi 54, sími 552 5201 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.