Morgunblaðið - 03.03.2011, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Jafna þarf eignum
milli manna í þjóð-
félaginu meira og
einnig á annan hátt en
gert er í dag.
Hið opinbera á að
skila aftur til lands-
manna opinberum
eignum, sem ekki er
þörf á að séu í þeirra
höndum. Meiri jöfn-
uður er góður fyrir Ís-
land, styrkir sam-
félagið og gerir landsmenn virkari.
Þegar hér er talað um jöfnuð er
átt við einkaeignir manna, en ekki
almennar eignir ríkisins, sveitarfé-
laga, góðgerðarfélaga, lífeyrissjóða
og þess háttar. Þær síðarnefndu eru
ekki eignir einstaklinga í venjuleg-
um skilningi, heldur mismunandi vel
skilgreindur réttur manna til fjár
eða þjónustu í óvissri framtíð. Tekju-
jöfnuður, sem líka er verðugt verk-
efni fellur að mestu utan efnis þess-
arar greinar.
Þessi umfjöllun er um mikilvægi
þess að efla millistéttina á kostnað
hins opinbera og auðmanna.
Mikið er talað um lýðræði og vald
um þessar mundir. Sú skoðun er
ríkjandi að allt vald komi frá fólkinu,
þ.e.a.s. frá almennum kjósendum.
Alþingi, ríkisstjórn og sveit-
arstjórnir sæki allt vald sitt til al-
mennra kjósenda í kosningum á
fjögurra ára fresti.
Hin hefðbundna skilgreining á
lýðræði er stjórnarfar, þar sem vald-
ið er hjá meirihluta kjósenda. Þessi
skilningur er orðinn of þröngur.
Lýðræði er ekki aðeins stjórnarform
heldur einnig lífsskoðun og lífsmáti
þar sem einstaklingurinn getur haft
mest áhrif á sína eigin ævi og hvers-
dagslíf.
Kjósandi í lýðræðisríki er í hlut-
verkum, herra og þjóns. Hann er
valdhafinn og ræður lögunum, sem
hann svo sjálfur verður að hlýða.
Marteinn Luther orðaði þessa
hugsun á 16. öld:
„Kristinn maður er frjáls herra
allra hluta og engum undirgefinn.
Kristinn maður er auðmjúkur þjónn
allra og öllum undirgefinn.“
Enginn getur fús þjónað öðrum,
nema hann sé sinn eigin herra.
Þessi tvöfaldi eiginleiki er ein-
kenni allra siðaðra manna og gerir
lýðræðið svo tilvalið fyrir þá. Jafn-
vægi þessara þátta má ekki raskast
um of.
Þessi fagra mynd er þó að brengl-
ast hægt og bítandi.
Hið opinbera í krafti lagasetning-
arvalds, skatttekna og yfirburða
lánstrausts er að leggja undir sig sí-
fellt meiri eignir, tekjur og þjónustu.
Kjósandinn, sá sem valdið hefur,
verður fjárhagslega æ háðari þeim
sem hann er að kjósa.
Sá sem um tíma er valinn til að
fara með valdið beitir því langt um-
fram þörf til að ganga á eignir þess
sem treystir honum fyrir forræði
sínu.
Til þess að hægt sé að tala um að
kjósandinn hafi valdið þarf hann að
vera fjárhagslega sjálfstæður. Hann
má ekki vera háður þeim sem hann
ætlar að kjósa. Þá myndast lýðræð-
ishalli.
Ein leið til þess að ráða bót á
þessu er að stofna jöfnunarsjóð ein-
staklinga. Í þennan sjóð renni fé
ákveðinna skattstofna og vissar op-
inberar eignir. Úr þessum sjóði
renni svo fé til hinna eigna- og tekju-
minnstu og jafni þannig efnahag Ís-
lendinga hægt og bítandi.
Þetta tæki mörg ár. Þetta myndi
koma ungu fólki vel og gera því kleift
að líta bjartari augum til framtíð-
arinnar í landi sínu.
Tilgangurinn með þessu er einnig
að gera sem flesta landsmenn áhrifa-
ríkari og ábyrgari í efnahags-
starfsemi landsins.
Þar sem þetta fé kemur úr op-
inberum sjóði er hægt að binda það
ýmsum markvissum
skilyrðum, svo sem
þeim að menn fari skyn-
samlega og vel með
þessar eignir og ávaxti
þær. Þetta fé á að vera
varasjóður og skyldu-
sparnaður móttakanda,
lykill að tryggri und-
irstöðu sjálfstæðis
hans. Markmiðið er að
hver og einn eigi a.m.k.
árslaun í reiðufé. Það
sem svo yrði umfram
öryggismörk yrði
mönnum til frjálsari
ráðstöfunar. Öryggishlutinn yrði
ekki veðhæfur, aðfararhæfur né
skattskyldur.
Ísland samtímans er í flestum
samanburði ríkt samfélag, þrátt fyr-
ir hrunið, sem við komumst í gegn-
um í fyllingu tímans. Eðlilegt er að
sem flestir hafi áhrif á hvernig með
landsauðinn er farið og hafi hönd í
bagga með ráðstöfun hans og eft-
irliti.
Eftir því sem fleiri hafa beina
hagsmuni af góðri efnahagsstjórnun
er líklegra að hún takist.
Meiri jöfnuður skapar meiri sátt
og frið í landinu og dregur úr glæp-
um og afbrotum.
Mannfélagið myndi eftir sem áður
hvíla á eignarrétti, lýðræði og mark-
aðssamskiptum, þar sem mannrétt-
indi væru í hávegum höfð.
Efnahagurinn verður jafnaður
neðan frá til að útrýma fátækt og
skorti svo að sem flestir getir verið
þátttakendur í þjóðfélaginu og efna-
hagslífinu.
Ekki er meiningin að taka eignir
af auðmönnum, heldur beita drif-
krafti þeirra og hugmyndaflugi fyrir
efnahagsvagninn. Á síðari tímum
hefur auður hinnar ríkustu orðið
langt umfram nokkra þörf og raunar
ráðgáta hvaða tilgangi sú auðsöfnun
hefur þjónað.
Eins og vel kemur fram í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis er ein
af orsökum hrunsins sú að sumir
auðkýfingar gengu berserksgang í
banka- og lánamálum svo og sjálf-
töku launa.
Með auðmönnum á ég við menn
sem eiga eða skulda eða fara með
eignir mjög langt umfram meðaleign
venjulegs kjósanda þannig að þeir
geta tekið geysilega áhættu fjár-
hagslega án þess að setja eigin vel-
megun í hættu, en setja oft velmeg-
un annarra í stórhættu.
Tekjur, eignir og skuldir auðjöfra,
sem eru langt umfram almennar
eignir eru ekki aðeins tekjur og
eignir í venjulegum skilningi heldur
einnig völd. Slík völd, eins og önnur
völd í landinu, eiga að vera sýnileg
almenningi og undir eftirliti hans.
Þessar umframeignir eiga að þjóna
almannahagsmunum, þ.e. til upp-
byggingar og framfara, Þessi völd
má síst af öllu nota til að rústa efna-
hagskerfið, eins og gerðist í hruninu.
Traust eftirlit til að hindra slíkt á
fullan rétt á sér.
Allar þessar eignir eiga að vera
háðar hámarks upplýsingaskyldu
eins og um opinberar eignir sé að
ræða til að leiðrétta þann lýðræð-
ishalla sem svo miklum eignum
fylgir.
Seðlabankanum og Þjóðhags-
stofnun yrði skylt að fylgjast vel með
efnahagslífinu og gæta þess að gengi
gjaldmiðilsins sé stöðugt. Nauðsyn-
legt er að tryggja gengi gjaldmiðils-
ins vegna þess að peningar eru
geymsla verðmæta, sparifjár. Haga
verður efnahagsstjórninni þannig að
gengi gjaldmiðilsins raski ekki þessu
verðmæti að neinu ráði.
Ný viðhorf til eigna-
jöfnunar í þjóðfélaginu
Eftir Jóhann J.
Ólafsson
Jóhann J.
Ólafsson
»Meiri jöfnuður skap-
ar meiri sátt og frið í
landinu og dregur úr
glæpum og afbrotum.
Höfundur er stórkaupmaður.
Um Urriðafoss-
virkjun og að-
alskipulag Flóahrepps
í Árnessýslu hefur
mikið verið rætt og
deilt á opinberum vett-
vangi, m.a. á Alþingi,
og nú síðast hefur
gengið dómur í Hæsta-
rétti um málið. Stór-
yrði og sleggjudómar
um þetta mál eins og
mörg önnur setja leiðinlegan svip á
Alþingi og draga úr virðingu þess
meðal almennings.
Í framhaldi dóms Hæstaréttar
hefur Sigurður Kári Kristjánsson
haldið því fram að umhverf-
isráðherra hafi brotið lög og eigi því
að segja af sér. Ráðherrann – Svan-
dís Svavarsdóttir – hefur hins vegar
svarað því að hún sé í pólitík og verði
áfram í pólitík; hún hafi einungis
verið að vinna vinnuna sína og muni
halda því áfram.
Stjórnsýslan er lögbundin og ráð-
herrar eru yfirmenn hennar. Annars
vegar er hún bundin með stjórn-
sýslulögum nr. 37/1993, og hins veg-
ar er hún bundin með þeim lögum,
sem ráðherrum er fengið það hlut-
verk að framfylgja svo sem skipu-
lagslögum, náttúruverndarlögum,
raforkulögum o.s.frv. Þótt stjórn-
málamenn gegni ráðherraemb-
ættum er hlutverk þeirra oftast nær
kirfilega lögfest í stjórnsýslunni.
Þeim ber að framfylgja markmiði
þeirra laga, sem þeim er fengið að
sjá um framkvæmd á. Markmið
skipulagslaga er m.a. að stuðla að
skynsamlegri og hagkvæmri nýt-
ingu lands og landgæða, tryggja
vernd landslags, náttúru og menn-
ingarverðmæta og koma í veg fyrir
umhverfisspjöll og ofnýtingu, með
sjálfbæra þróun að leiðarljósi, sbr. 1.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og áð-
urgildandi skipulags- og bygging-
arlög nr. 37/1993. Deilan um skipu-
lagsmál Flóahrepps snýst um hvort
virkja skal Þjórsá og fórna Urr-
iðafossi. Ákvörðun um hvort virkjað
verður er aðallega á valdi sveit-
arstjórnar, sem annast gerð svæðis-,
aðal- og deiliskipulagsáætlunar, sbr.
nú 3. mgr. 3. gr. skipulagslaga, en
umhverfisráðherra
synjar, frestar eða
staðfestir aðalskipulag,
sbr. nú 5. mgr. 32. gr.
laganna. Bæði sveit-
arstjórn og ráðherra
skulu taka mið af áð-
urnefndu markmiði
skipulagslaga. Iðn-
aðarráðherra gefur
hins vegar út leyfi til að
virkja fallvötn, sbr. 4.
gr. raforkulaga nr. 65/
2003. Þótt umhverf-
isráðherra og iðn-
aðarráðherra geri ekki annað en að
gegna lagaskyldum sínum er ekki
girt fyrir að átök verði á milli þeirra
því að annar hefur það hlutverk að
standa vörð um umhverfi og
ósnortna náttúru landsins en hinn
hefur það hlutverk að stuðla að iðn-
væðingu þess.
Deilan sem lauk með dómi Hæsta-
réttar er deila um hvernig túlka ber
áðurgildandi skipulags- og bygging-
arlög nr. 73/1997. Sveitarstjórn
Flóahrepps höfðaði mál gegn ís-
lenzka ríkinu til þess að fá dæmda
ógilda þá ákvörðun umhverf-
isráðherra að synja um staðfestingu
á hluta aðalskipulags Flóahrepps
2006-2018 í fyrrum Villingaholts-
hreppi, sem laut að Urriðafoss-
virkjun. Ákvörðun ráðherrans þar
að lútandi er lögbundin og sambæri-
leg við úrskurð dómstóls. Ráð-
herrann hefur vald til að taka
ákvörðunina með sama hætti og
dómstóll sem sker úr réttarágrein-
ingi. Alls ekki verður staðhæft að
hann hafi brotið lög þótt dómstóll
ógildi ákvörðun hans. Landslög eru
oft óskýr og sæta miklum vafa. Að
ákvörðun ráðherra hefur sætt ógild-
ingu dómstóls segir það eitt að dóm-
stóll – héraðsdómur og/eða Hæsti-
réttur – er ósammála honum um
hvað er landslög og dómstóllinn er
valdameiri. Ef rétt væri að lýsa
ákvörðun ráðherrans sem lögbroti
væri einnig rétt að segja hvern þann
héraðsdómara hafa brotið lög sem
kveðið hefur upp dóm er síðan sætir
ógildingu í Hæstarétti. Vissulega
eru þeir margir héraðsdómarnir
sem Hæstiréttur hefur ógilt en ekki
hvarflar þó að nokkrum manni að
þar með séu héraðsdómararnir
orðnir lögbrjótar. Oft eru héraðs-
dómar, sem ógildingu Hæstiréttar
sæta, þegar betur að að gáð vel rök-
studdir og sýnast lagalega réttir –
stundum miklu fremur en hæsta-
réttardómurinn sem ógilti þá. Það
breytir því þó ekki að Hæstiréttur
er lögum samkvæmt valdameiri en
héraðsdómur og hefur síðasta orðið,
þ.e. dómur hans er lagalega bind-
andi. Ef röksemdafærsla Sigurðar
Kára væri rétt væru þeir hæstarétt-
ardómarar lögbrjótar, sem gera sér-
atkvæði, því að þeir ganga gegn
dómi meirihluta Hæstaréttar. En
því fer fjarri því að allir hafa dóm-
ararnir dómsvald.
Oliver Wendell Holmes, nafntog-
aður dómari í Hæstarétti Bandaríkj-
anna, gerði á sínum tíma sératkvæði
í svonefndu Abrams-máli, og reyndi
árangurslaust að sannfæra aðra
dómendur um að stjórnarskrá
Bandaríkjanna verndaði stjórnleys-
ingja sem skorað hafði á menn að
gera allsherjarverkfall gegn rík-
isstjórninni. Nokkrum árum síðar
kom mál af svipuðum toga aftur fyr-
ir dómstólinn, þ.e. svonefnt Gitlow-
mál. Aftur gerði Holmes sératkvæði:
„Það er satt,“ sagði hann, „að sam-
kvæmt skoðun minni er horft fram
hjá því kennimarki (í Abrams-
málinu) en sú sannfæring sem ég lét
í ljós í því máli stendur of djúpum
rótum til þess að mér sé nú unnt að
trúa því að dómstóllinn hafi í því
máli útkljáð til fullnaðar hvað er
landslög.“ Holmes greiddi því at-
kvæði að sýkna bæri Gitlow á þeirri
forsendu að það sem hann hafði gert
væri ekki glæpur, þótt Hæstiréttur
alríkisins hefði eins og áður segir ný-
lega komizt að þeirri niðurstöðu að
svo væri.
Um lögbundna stjórnsýslu
Eftir Sigurð
Gizurarson » Vissulega eru þeir
margir héraðsdóm-
arnir sem Hæstiréttur
hefur ógilt en ekki
hvarflar þó að nokkrum
manni að þar með séu
héraðsdómararnir orðn-
ir lögbrjótar.
Sigurður Gizurarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Það er mikil umræða
að vonum um vaxandi
ofbeldi og skelfilegust
þó umræðan um of-
beldi gagnvart börn-
um, umræðan eðlileg
því miður þar sem
þetta ofbeldi virðist
vera jafnhræðilega al-
gengt og skýrslur
sanna, viðurstyggileg-
ast alls ofbeldis. Mig
furðar alltaf á því þeg-
ar umræðan um ofbeldið í miðborg-
inni er sem eitthvert undrunarefni
þegar staðreyndin er sú að sukks-
taðirnir eru opnir framundir morgun
með tilheyrandi ofdrykkkju. Það
ætti auðvitað að vera skylda að þess-
um stöðum væri lokað
á einhverjum skikk-
anlegum tíma, nóg er
nú drukkið samt, en
menn virðast ekki þora
að hreyfa við þessum
„hátignum“, máske af
því að það er svo hrylli-
legt að beita ein-
hverjum boðum og
bönnum eða eins og
einn sagði á dögunum
eftir eina ofbeldishrin-
una eitthvað á þessa
leið: „Því skyldum við
ekki treysta borgurunum til að haga
sér vel án þess að vera að setja ein-
hver boð og bönn?“ Fjarska skarp-
lega athugað eða hvað.
Jafnvel blessaður borgarstjórinn
okkar vill það eitt að auka meðvitund
manna um hvernig meðhöndla skal
áfengi, rétt eins og honum sé ekki
fullljóst eins og öllum ætti að vera að
áfengið sljóvgar einmitt þessa með-
vitund, svo mjög oft að hún hrein-
lega gufar upp. Gamla afsökunin
skyldi þó ekki enn í gildi ef einhver
brýtur eitthvað af sér gagnvart
náunganum: „Æ, hann var svo fullur
greyið.“ Það vantar sárlega inn í alla
þessa umræðu hver hlutur áfengis
og annarra fíkniefna í ofbeldinu er
og af hverju tengi ég áfengi og önnur
fíkniefni saman nema af því að sann-
að er að neyzla annarra fíkniefna á
sér uppruna í áfengisneyzlu að yf-
irgnæfandi hluta og kemur engum á
óvart. Það má sem sagt ekki koma
óorði á „blessað“ brennivínið, minnir
á gamla misnotaða öfugmælið um að
það séu rónarnir sem koma óorði á
brennivínið. Það eru nefnilega svo
óteljandi margir sem koma þessu
sanna óorði á áfengisneyzluna, jafn-
vel þeir sem berja sér á brjóst og
segjast eingöngu drekka í hófi.
Gamla vísan hans Árna frænda
míns Helgasonar er enn í fullu gildi
og menn mættu gjarnan huga að
henni:
Hófdrykkjan er heldur flá,
henni er valt að þjóna:
Hún er bara byrjun á
að breyta manni í róna.
Það er ekki von til þess að einhver
breyting verði á til batnaðar, þegar
menn þora ekki að ráðast að áhrifa-
valdinum mesta og mikilvirkasta,
þegar það er feimnismál að ræða t.d.
ofbeldið, já, ekki hvað sízt kannski
ofbeldið gagnvart börnum undir
réttum formerkjum. Staðreyndirnar
eru sannarlega til staðar hvað sem
öllu meðvitundartali líður. Hugum
hér að fyrst og fremst.
Æ, hann var svo fullur greyið
Eftir Helga Seljan » „Því skyldum við
ekki treysta borg-
urunum til að haga sér
vel án þess að vera að
setja einhver boð og
bönn?“
Helgi Seljan
Höfundur er fv. alþingismaður og for-
maður fjölmiðlanefnadar IOGT.
Eyrnalokkagöt
sími 551 2725