Morgunblaðið - 03.03.2011, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
✝ Dagbjört Guð-mundsdóttir
fæddist 1. mars
1925 í Króki, Ása-
hreppi, Rang-
árvallasýslu. Hún
lést 20. febrúar
2011 á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Ólafsson,
fæddur í Króki, Ásahreppi, 20.
des. 1888, dáinn 2. maí 1989, og
Guðrún Gísladóttir, fædd í Ár-
bæjarhelli í Holtum, Rang-
árvallasýslu, 13. des. 1889, lést
2. maí 1935. Dagbjört ólst upp í
Króki í stórum systkinahópi þar
til hún var 12 ára er hún fluttist
að Meiritungu í Holtum til
þeirra hjóna Þorsteins Jóns-
sonar og Þórunnar Þórð-
ardóttur þar sem hún bjó við
gott atlæti þar til hún hóf sjálf
Aldaminni á Stokkseyri, fædd-
um 14. september 1920, d. 18.
apríl 2008. Þau eignuðust tvö
börn:
1. Þorsteinn, f. 24. desember
1952, maki Ólöf Erlingsdóttir,
hennar dætur eru Ingibjörg
Sigurðardóttir, unnusti hennar
er Guðmundur Vignir Sigurðs-
son, og Steinunn S. Kristjáns-
dóttir.
2. Jóhanna, f. 27. mars 1959,
giftist Sveini Guðmundsyni, þau
skildu, dóttir þeirra er Þóra
Björt, sambýlismaður Þóru er
Andri Berg Haraldsson og synir
þeirra eru Jóhannes Berg og
Tómas Berg.
Dagbjört lauk hefðbundu
skólanámi þess tíma. Eftir að
Dagbjört gifti sig vann hún við
ræstingar með húsmóðurstarf-
inu. Árið 1975 hóf hún vinnu á
fæðingardeild Landspítalans
þar sem hún starfaði til ársins
1998, er hún lét af störfum
vegna aldurs. Dagbjört og Jó-
hannes bjuggu lengstan hluta
hjúskapar síns í Reykjavík.
Útför Dagbjartar verður
gerð frá Bústaðakirkju í dag,
fimmtudaginn 3. mars 2011, og
hefst athöfnin klukkan 13.
búskap. Systkini
Dagbjartar eru
Guðrún Lovísa
Guðmundsdóttir f.
1915, d. 2007, Vikt-
oría Guðrún Guð-
mundsdóttir f.
1916, d. 2002, Guð-
bjartur Gísli Guð-
mundsson f. 1918,
d. 1996, Ólafur
Guðmundsson f.
1920, d. 2009, Ey-
rún Guðmundsdóttir f. 1921,
Hermann Guðmundsson f. 1922,
Kristín Guðmundsdóttir f. 1923,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir f.
1926, Ingólfur Guðmundsson f.
1927, d. 2006, Valtýr Guð-
mundsson f. 1928, Ragnheiður
Guðmundsdóttir f. 1929, d.
1999, Gísli Guðmundsson f.
1930, d. 1977, Sigrún Guð-
mundsdóttir f. 1931.
Hinn 31.12. 1954 giftist Dag-
björt Jóhannesi Bjarnasyni frá
Síðustu dagar hafa verið erf-
iðir, allt minnir á þig og sökn-
uðurinn er mikill, en minningarn-
ar eru góðar. Mamma var einstök
listakona og allt lék í höndunum á
henni. Peysur, vettlingar og
sokkar í þúsundavís liggja eftir
hana auk annarrar handavinnu,
og þegar pabbi og mamma eign-
uðust fyrsta bílinn prjónaði hún
fyrir honum. Vinnusemi var
henni í blóð borin og aldrei féll
henni verk úr hendi og samvisku-
semi var slík að hún fór í vinnu
veik, frekar en að standa ekki
sína plikt.
Mamma hafði ákveðnar skoð-
anir og fylgdist vel með þjóðmál-
um og hafði á þeim meiningar án
þess að troða sínum skoðunum á
neinn. Gestrisni og gjafmildi var
hennar ær og kýr, ásamt því að
fylgjast vel með ættingjum sín-
um, forvitnast um hvernig þeir
höfðu það og miðla því til okkar
systkina þó að því miður hafi það
ekki alltaf fallið í frjóan jarðveg.
Mamma var ákaflega bóngóð og
hafði ákaflega gaman að því að
hjálpa þegar til hennar var leitað,
og ekkert var svo flókið að hún
fyndi ekki lausn, en hún vildi
bjarga sér sjálf allt til síðasta
dags. Mamma, þú varst hjálpin
mín þegar eitthvað bjátaði á, til
þín var gott að leita og ráðin þín
voru alltaf heil og sönn. Þú lifðir
langa ævi en við áttum eftir að
gera svo margt saman og vorum
hvorugt tilbúin kveðjustundinni.
Þegar ég sat við rúmið þitt síð-
ustu dagana fæddust þessi fá-
tæklegu orð til þín.
Í höndum þínum lék allt.
Í brosi þínu var ómældur kær-
leikur og huggun.
Í orðum þínum var ómæld
viska.
Í athöfnum þínum var allt til
eftirbreytni.
Í bænum þínum var beðið
blessunar til handa öllum.
Í huga þínum voru eingöngu
fallegar hugsanir til allra manna.
Í augum þínum var spegill fal-
legrar sálar sem ekkert aumt
mátti sjá.
Takk fyrir allt.
Þorsteinn og fjölskylda.
Elsku mamma mín, mikið
sakna ég þín. Tómið er mikið.
Allt undarlegt og skrítið. Þú
varst hafsjór af fróðleik og þekk-
ingu. Varst með þjóðmálin á
hreinu. Hafðir skoðanir á öllum
hlutum án þess þó að ætlast til að
aðrir væru með sömu skoðun.
Þér fannst illa farið með landið
okkar góða nú á síðustu árum. Ár
græðgi og ómennsku, sagðir þú,
sem kynni ekki góðri lukku að
stýra. Þú varst heil í gegn, trú og
trygg, sönn og góð kona. Vildir
öllum vel, stórum sem smáum.
Dugnaður þinn og eljusemi var
aðdáunarverð. Þér féll aldrei
verk úr hendi. Þú trúðir á frels-
ara þinn. Það var heilagur tími
þegar messan hljómaði í útvarp-
inu og síðan var haldið til messu
síðar sama dag. Nú horfi ég á öll
listaverkin þín sem eru allt í
kringum mig og skyndilega eru
þau svo óendanlega mikils virði.
Við prjónuðum meira að segja
saman á líknardeildinni fyrir ekki
svo mörgum dögum síðan.
Hvergi mátti slaka á í dugnaðin-
um. Þú bjóst okkur öruggt og
gott heimili. Innprentaðir okkur
góð gildi sem ég er svo endalaust
þakklát fyrir í dag. Æðruleysið
síðustu mánuði var aðdáunar-
vert. Þú gafst okkur styrk og
von. Þvílík hetja sem þú varst,
mamma mín. Takk fyrir allt,
elsku mamma. Takk fyrir alla
hjálpina, stuðninginn og gæsk-
una. Takk fyrir hjálpina þegar ég
var ein með Þóru mína litla. Þú
varst ekki kona margra orða en
verkin þín tala og sitja eftir hjá
okkur. Hafðu þökk fyrir allt.
Elskuleg móðir mín kvaddi
þennan heim á fallegum, sólrík-
um febrúardegi. Hún hafði dvalið
um stund á líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi umvafin englum
sem starfsfólk hennar er. Kæra
starfsfólk, hafið hjartans þökk
fyrir. Elsku Bagga frænka, ég
veit að á engan er hallað þegar
segi að þú ert engill í manns-
mynd. Takk fyrir alla hjálpsem-
ina við hana, keyrsluna, skemmt-
unina og bara fyrir að vera þú.
Þið öll sem heimsóttuð hana,
hringduð og léttuð henni lífið á
annan hátt, hjartans þökk fyrir.
Þín dóttir,
Jóhanna.
Amma var mesti dugnaðar-
forkur sem ég veit um. Þvílíkur
kraftur, vinnusemi og æðruleysi
sem hún bjó yfir. Hún kvartaði
aldrei. Hún var heil og sönn og
vildi ástvinum sínum það allra
besta. Hún var nægjusöm og
skildi ekki alltaf þær kröfur sem
við nútímafólkið gerum til lífsins.
Stundum skildi ég ekki heldur
hennar viðhorf en ég er alltaf að
sjá betur og betur hvað ég er
heppin að hafa fengið að alast
upp í eins miklu návígi við móð-
urforeldra mín og ég gerði. Ég
fékk að kynnast lífsviðhorfum og
gildum sem ég hefði annars farið
á mis við og ég er stolt af því að
geta komið áfram til minna
barna. Amma var alltaf til staðar
og hugsaði vel um sína. Ég man
til dæmis eftir því sem barn að
það voru aðeins þrjú sæti við eld-
húsborðið þó við værum fjögur á
heimilinu og auðvitað var það
amma sem vildi fyrir enga muni
sitja enda man ég varla eftir
ömmu minni borða við borð. Hún
stóð með diskinn um leið og hún
rétti okkur hinum það sem til
vantaði. Amma lifði heilbrigðu lífi
og gekk á Guðs vegum. Þrátt fyr-
ir allt sem hún gekk í gegnum
síðustu mánuðina missti hún
aldrei trúna og vonina. Hún var
hrein og bein og maður vissi allt-
af fyrir hvað hún stóð enda stend-
ur minning hennar fyrir svo
margt fallegt í mínum huga. Þeg-
ar ég hugsa um ömmu hugsa ég
um trygga og trúa konu sem
aldrei féll verk úr hendi. Hún var
samviskusöm og góð kona. Hún
sagði aldrei nei þegar einhver
þurfti á hjálp hennar að halda og
naut þess að geta orðið að ein-
hverju gagni. Hún var kletturinn
í lífi svo margra. Hún elskaði
handavinnuna sína sem hún
sinnti af natni og alúð og nutu
margir góðs af fallegum prjónaf-
líkum. Hún var sannkölluð lista-
kona þó svo að hún hefði seint
notað það orð um sjálfa sig enda
var það ekki hennar stíll að stæra
sig. Elsku amma mín, þú ert eina
amman sem ég hef átt og þekkt.
Þú varst sannkölluð kjarnakona
og verður alltaf hetjan mín og
fyrirmynd í svo mörgu. Æðru-
leysið og fegurðin sem skein frá
þér síðasta mánuðinn sem við
fengum að njóta saman munu
aldrei líða mér úr minni. Ég hef
svo margt að þakka þér. Takk
fyrir hvað þú varst yndislega góð
við strákana mína. Jói minn á
margar fallegar minningar um
þig enda lá leiðin oft í ömmuhús
hinum megin við götuna okkar
þar sem besti grjónagrautur í
heimi eða ömmupönnsur voru
gerðar eftir því sem ungi herrann
kaus. Það var yndislegt að fylgj-
ast með þér og Tómasi. Þið
spjölluðuð um alla heima og
geima með ykkar nefi. Brosin
sem hann sendi þér og hvernig
augun hans ljómuðu þegar hann
sá þig sagði meira en öll heimsins
orð um sambandið sem var ykkar
á milli. Ég elska þig, ég sakna
þín, ég er svo tóm án þín. Þú hef-
ur verið fasti punkturinn í lífi
mínu alla tíð og ég hélt einhvern
veginn að þú yrðir alltaf þarna.
Amma mín, ég skal hugsa vel um
strákana mína eins og þú baðst
mig svo oft um og hver veit nema
ég læri loksins að prjóna og þá
bara fyrir þig. Ég veit að þú vakir
yfir okkur öllum og ég bið að
heilsa afa. Þín ömmustelpa,
Þóra Björt.
Mig langar að kveðja tengda-
ömmu mína með nokkrum orð-
um. Amma Dæja var einstaklega
góð kona og náðum við vel saman
frá fyrstu stundu. Ég var svo
heppinn að dvelja langdvölum
heima hjá henni og Jóa þegar ég
stundaði nám við Háskólann þar
sem góð aðstaða var þar til að
sinna lærdómi. Dæja sá fyrir því
að mig skorti ekkert og var dug-
leg að gefa svöngum námsmanni
eitthvað gott í gogginn þegar
staðið var upp frá lestrinum. Það
var alltaf gaman að spjalla við
Dæju og hún hafði skoðanir á
flestu sem á gekk í þjóðfélaginu.
Það ríkti notaleg friðsemd á
heimilinu. Það var hægt að setj-
ast niður og gleyma amstri dags-
ins og láta sér líða vel. Ég kom
alltaf endurnærður úr heimsókn-
um mínum til hennar. Hún var
trú og traust og tók alltaf upp
hanskann fyrir mann. Hún hafði
endalausa trú á manni og hvatti
mig til dáða fram á síðustu
stundu.
Hún sinnti strákunum okkar
af alúð og fyrir það er ég mjög
þakklátur. Þeir voru gullmolarn-
ir hennar og það fór ekki á milli
mála hversu vænt henni þótti um
þá. Hún var svo stolt af þeim.
Elsku Dæja mín, takk fyrir allt
og við hittumst heil hinum megin.
Þinn vinur,
Andri Berg.
Elsku Dæja mín. Núna er
komið að leiðarlokum og kveð ég
þig með söknuði. Ég hef oft verið
spurð að því í gegnum tíðina
hvernig við værum tengdar. Við
vorum ekki blóðskyldar, en þú og
pabbi ólust upp saman í Meiri-
tungu í Holtum. Ég hef þekkt þig
frá því ég man eftir mér og þú
hefur verið fastur punktur í lífi
mínu.
Fyrstu minningarnar eru
tengdar því þegar þú passaðir
mig litla. Gekk ég þá hitaveit-
ustokkinn úr Hlíðunum yfir í Bú-
staðahverfið til þín og Jóa. Það
var alltaf tekið svo vel á móti mér
með hlýju og væntumþykju.
Hlýjan var bæði að utan sem inn-
an, því þú hefur prjónað ógrynni
af peysum á mig ásamt óteljandi
af sokkum og vettlingum. Þú
varst engri lík í handavinnunni
og allt lék í höndum þér.
Hjálpsemi og trygglyndi var
þér í blóð borið. Reyndist þú og
Jói móður minni og okkur systk-
inunum einstaklega vel í veikind-
um föður okkar. Þú bjóst yfir
dyggðum sem ekki eru öllum
gefnar og eru af sumum taldar á
undanhaldi í hröðu samfélagi nú-
tímans. Dugnaður og elja ein-
kenndu líf þitt svo og umhyggja
fyrir þínum nánustu, en fjöl-
skyldan var þér mikilvægust af
öllu.
Mér er hugleikið þegar ég kom
í heimsókn til þín í Hólmgarðinn
fyrir nokkrum vikum. Ég fékk
með kaffinu hjónabandssælu, þá
bestu í heimi. Þá ræddum við um
veikindin þín og komu þá best í
ljós þínir einstöku eiginleikar. Þú
tókst veikindunum þínum með
svo miklu æðruleysi og skynsemi.
Þú sagðist vera sátt við lífið og
tækir því sem fyrir ætti að liggja.
Að lokum vil ég þakka þér fyr-
ir samveruna og allt það sem þú
hefur gefið mér. Þegar við hitt-
umst aftur kennir þú mér að
prjóna.
Ég votta Jóhönnu, Þorsteini
og fjölskyldum mína dýpstu sam-
úð.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Sigríður Þórdís Valtýsdóttir.
Hún Dagbjört Guðmundsdótt-
ir er látin eftir erfið veikindi sem
komu mjög skyndilega. Tókst
hún á við þau með reisn og æðru-
leysi. Dóttir mín, hún Þóra Björt,
sagði mér að amma sín væri alls
ekki tilbúin í lokaferðalagið, það
var svo margt sem hún átti eftir
að gera. En þannig var hún sí-
starfandi með hagsmuni annarra
í huga og þá sérstaklega fjöl-
skyldu sinnar, barna og barna-
barna. Hún var gjarnan kölluð
Dæja af ástvinum sínum.
Nú er sá tími að það styttist í
sumarið, framundan kviknar líf í
öllum gróðri og sólin hækkar á
lofti og breiðir yfir allt með birtu
og yl. Líkt og sólin breiddi Dæja
birtu og yl til samferðamanna
sinna. Hennar verður sárt sakn-
að. Hún var hreinlynd, hógvær
og heiðarleg manneskja. Í ná-
lægð hennar leið mönnum vel.
Ekki var hægt annað en að
þykja vænt um Dæju bara fyrir
þá mannkosti sem hún bar. Ég er
þakklátur henni hversu vel hún
reyndist dóttur minni og dóttur-
sonum mínum, þeim Jóhannesi
og Tómasi. Nokkuð er víst að þau
ásamt Andra, Jóhönnu, Steina og
fjölskyldu sakna sárt mömmu
sinnar og þar með ömmu og lang-
ömmu. Hún gaf mikla gjöf með
blíðu viðmóti sínu og góðu hjarta-
lagi. Ég sakna þess að hafa ekki
getað kvatt hana að leiðarlokum.
Nú þegar himnafaðirinn hefur
kallað Dæju á sinn fund samein-
ast hún honum Jóa sínum sem
var maki hennar til áratuga og
lést 18. apríl 2008. Saman munu
þau nú vaka yfir ástvinum sínum.
Ég vil þakka Dæju og Jóa í
leiðinni fyrir þá vináttu sem þau
sýndu mér ávallt og þær góðu
minningar sem ég á um þau. Ég
vil þakka þeim fyrir hversu vel
þau reyndust dóttur minni í upp-
vexti hennar. Ég veit fyrir víst að
hún Þóra Björt mín átti gott at-
hvarf hjá ömmu sinni og afa sem
nú hafa sameinast aftur. Ég vil
trúa því að þeir sem deyja séu
ekki horfnir. Þeir eru aðeins
komnir á undan. Þannig verður
sorgin bærilegri og gefur öllum
von um þau fyrirheit sem fólgin
er í trúnni, en ég tel að Dæja hafi
verið mjög trúuð kona. Við Alla,
Fannar, Steinunn og Valdimar
sendum ástvinum Dæju dýpstu
samúðarkveðju, minnug þess að
mannsandinn líður ekki undir
lok, frekar en sólin sem gengur
til viðar en heldur alltaf áfram að
lýsa.
Sveinn Guðmundsson.
Ég vil í örfáum orðum þakka
Dæju, eins og hún var alltaf köll-
uð, fyrir samfylgdina á liðnum ár-
um. Þú komst á heimili ömmu og
afa, Þórunnar og Þorsteins í
Meiri-Tungu þegar nú misstir
móður þína ung að aldri og ólst
upp með systkinunum: Dísu, Káa
og Þórði. Það var alltaf mikill
kærleikur og tryggð milli þín og
Dísu móður minnar, þú varst í
mínum huga eins og ein af fjöl-
skyldunni.
Minningarnar eru margar á
langri vegferð okkar alveg frá
mínum bernskuárum, þegar þú
fórst með mig upp á loft til að
fara að sofa, það ég var alltaf
mjög sátt við, því ég fékk þá sögu
og ef ég gat haldið mér nógu
lengi vakandi fékk ég jafnvel
tvær sögur. Þú fórst í Hús-
mæðraskólann hjá Árnýju Fil-
ippusdóttur í Hveragerði, síðan
hittir þú Jóhannes manninn þinn
og þið fluttust í burtu. Ég var
alltaf eins og grár köttur hjá ykk-
ur Jóa og ég fékk oft að dvelja um
tíma, jafnvel vikur í senn hjá ykk-
ur og voru þeir tímar mér mjög
kærir. Þú vannst ekki úti meðan
börnin þín Steini og Jóhanna
voru í skóla og var sá tími mikið
notaður til að fá að dvelja hjá
ykkur. Líka ef eitthvað vantaði í
sveitinni fyrir austan og fékkst
ekki þar, þá var hringt til þín og
þú beðin að finna hlutinn, það var
alveg ótrúlegt hvað þú varst allt-
af útsjónarsöm og fljót að finna
hvar best væri að versla.
Þær eru margar og góðar
minningar sem ég á frá því við
sátum við eldhúsborðið á Ásvalla-
götunni og systur þínar komu í
heimsókn, þar var oft mikið gam-
an og hlegið dátt og einnig þegar
við fórum yfir á Brávallagötuna
að heimsækja Ingu vinkonu okk-
ar sem alltaf sagði okkur eitthvað
frá gamla tímanum sem hún
mundi svo vel og við þekktum all-
ar. Ég sat oftast og hlustaði en
drakk í mig fróðleik liðins tíma
sem ég minnist oft. Þó þið væruð
báðar dálítið eldri en ég fann ég
það aldrei því þið tókuð mér sem
jafninga og var það mér mikils
virði.
En tímarnir breytast, þú fórst
að vinna eins og flestir gera og
vannst á Landspítalanum og var
það ómetanlegt að vita af þér þar,
því ef einhver úr fjölskyldunni
þurfti að leggjast þar inn varst
þú mætt til að taka á móti við-
komandi og síðan virtist það vera
þín skylda að sinna sjúklingnum.
Þú varst alltaf til þjónustu
reiðubúin, Dæja mín, og var það
óspart notað.
Þegar árin liðu fækkaði ferð-
um mínum suður og kom ég þá
bara við þegar ég var á ferðinni
en það var alveg sama á hvaða
tíma sólarhrings var, alltaf var
opið hús hjá ykkur Jóa. Það þótti
þér verst þegar við heimsóttum
þig á líknardeildina að geta ekki
gefið okkur kaffi. Fjölskylda þín
fór stækkandi og þú naust sam-
vistanna við barnabarnabörnin.
Elsku Dæja mín, ég þakka þér
fyrir hönd fjölskyldunnar allan
tímann sem við áttum með þér og
þína traustu og tryggu vináttu
alla tíð. Veikindi þín voru ekki
löng en erfið, nú ert þú komin til
Jóa og allra vina þinna sem farnir
eru á undan. Hvíl í friði, Dæja
mín, en minningin lifir. Elsku
Steini, Jóhanna og fjölskyldur,
ykkur bið ég guðs blessunar.
Þórunn Ragnarsdóttir
og fjölskylda.
Dagbjört
Guðmundsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Amma mín bjó til
besta grjónagraut í
heimi. Mjög góð að
prjóna. Ég ætla kannski
að læra það. Skemmti-
leg. Keypti súkku-
laðirúsínur handa mér.
Góð. Vildi alltaf spila við
mig og lesa. Gott að
skríða í fangið hennar og
fá stubbaknús. Ég á eftir
að sakna hennar mjög
mikið.
Þinn,
Jóhannes Berg.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt
á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Minningargreinar